26.1.2011 | 12:27
Gott að hafa háleit markmið - þau mega samt ekki skemma fyrir mönnum
Áhugavert hefur verið að fylgjast með viðtölum við leikmenn íslenska landsliðsins hina síðustu daga. Eitt veit ég fyrir víst, að þegar menn eru farnir að eyða of miklu púðri í að finna að dómgæslunni, þá eru menn á rangri leið. Ég hitti gamla kempu úr boltanum um daginn og hann sagði út í hött að taka dýrmætan tíma frá undirbúningi í að klippa út atriði í dómgæslu og mæta á fund IHF um málið.
Tapið gegn Þjóðverjum var ekki dómurunum að kenna. Tæknifeilar og misheppnuð skot gerðu út um leikinn. Ég held líka að andlegi þátturinn hafi spilað þar inn í. Í þriðja sinn mættum við Þjóðverjum í fyrsta leik í milliriðli. Í hin tvö skiptin komust Þjóðverjar í 6 - 0 og unnu örugglega. Núna skoruðum við vissulega tvö fyrstu mörkin, en svo kom sex þýsk mörk. Dejavu. Menn misstu trúna á því að geta unnið, fóru að flýta sér í sóknarleiknum, ætluðu að vera hetjan sem kom Íslandi aftur inn í leikinn, skora helst tvö mörk í hverri sókn og biðu ekki eftir rétta færinu. Að ógleymdu því að þýska vörnin var eins og ókleifur hamarinn.
Ég skil vel að menn hafi misst dampinn við að tapa leiknum, en þá á EKKI að færa fókusinn yfir í að finna eitthvað af dómgæslunni. Hvenær hefur það skipt máli? Ég man ekki eftir því og þó man ég nokkuð langt aftur, þegar kemur að handbolta. Eina sem gerðist var, að menn komu ekki tilbúnir inn í leikinn gegn Spánverjum.
Íslendingar lentu í léttasta riðlinum í riðlakeppninni. Enginn hinna fimm þjóða sem voru með okkur hafa verið meðal hinna fremstu undanfarin ár og jafnvel áratugi. Ég er sannfærður um að hver sem er af þeim þjóðum sem komust í undanúrslit hefði unnið okkar riðil með fullu húsi stiga. Það hefðu líka Króatar og Pólverjar gert. Íslenska liðið vann flesta leikina örugglega og var það glæsilegt.
Eftir á að hyggja var tapið fyrir Þjóðverjum algjörlega óþarft. Þetta var greinilega besti leikur þeirra í keppninni og raunar eini leikurinn þar sem þeir sýndu eitthvað af viti. Þetta var okkar slys í keppninni, þó svo að fyrri hálfleikurinn gegn Spánverjum hafi verið lakasti hálfleikur keppninnar. Málið er bara að Spánverjar eru fanta góðir og síðan hittu þeir á okkur eftir að fókusinn hafði lent úti í móa.
Að menn hafi viljað gull á HM sýnir bara hversu langt þetta lið er komið. OK, það klikkaði en hve lengi ætla menn að láta það skemma fyrir sér? Á föstudag er erfiður leikur gegn Króötum um 5. sætið. Liðið er komið inn í forkeppni OL 2012 og er í dauðfæri að komast á leikana. Tvö færi gefast og hugsanlega þrjú. Fyrsta er EM 2012 í Serbíu og þar gefast mögulega tvö tækifæri. Evrópumeistararnir komast beint á OL 2012, en sé það lið ríkjandi heimsmeistarar, þá kemst liðið í 2. sæti beint til London. Síðan er það undankeppnin.
Visir.is gerir undankeppninni skil í frétt og út frá henni er ekki ljóst svona fyrirfram hvort það skiptir máli að vinna leikinn á föstudaginn eða tapa honum. En hér er fyrst riðlaskipting undankeppninnar:
Riðill 1:
2. sæti á HM
7. sæti á HM
Evrópuþjóð - sú þjóð sem nær næstbestum árangri á EM 2012 í Serbíu af þeim sem ekki tryggðu sér sæti í forkeppni ÓL á HM 2011.
Afríkuþjóð - sú þjóð sem nær næstbestum árangri á Afríkumótinu 2011.
Riðill 2:
3. sæti á HM
6. sæti á HM
Ameríkuþjóð - sú þjóð sem nær næstbestum árangri á Ameríkumótinu 2011.
Evrópuþjóð - sú þjóð sem nær þriðja besta árangri á EM 2012 í Serbíu af þeim sem ekki tryggðu sér sæti í forkeppni ÓL á HM 2011.
Riðill 3:
4. sæti á HM
5. sæti á HM
Asíuþjóð - sú þjóð sem nær næstbestum árangri á Asíumótinu 2011.
Ameríkuþjóð - sú þjóð sem nær þriðja besta árangri á Ameríkumótinu 2011.
Sigurvegari leiksins fer í riðil 3 og tapliðið, a.m.k. fyrst um sinn, í riðil 2. Tryggi hins vegar eitt af þeim liðum sem lendir fyrir ofan okkur á HM sæti Evrópumeistara á OL 2012, þá endum við alltaf í riðli 3 sama hvernig leikurinn á föstudaginn endar. (Þá færast öll liðin upp um eitt sæti.) Riðill 3 er almennt álitinn léttastur með aðeins tvær Evrópuþjóðir, en á móti kemur að þær ættu að vera mjög jafnar að getu (ekki að það sé almennt mikill getumunur á þessu efstu þjóðum). Miðað við það, þá er best að vinna leikinn á föstudag og þar með tryggja sig inn í riðil 3, en tap gæti skilað hinu sama. Til að ganga alla leið, þá reikna ég með að í riðlinum verði Svíþjóð eða Króatía, Ísland, Japan og Brasilía. Nú er bara að sjá hversu sannspár ég verð. (Að því gefnu, að Ísland verði hvorki Evrópumeistarar né tapi úrslitaleiknum fyrir ríkjandi heimsmeisturum.)
Snorri: Lítur vel út á pappírunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 427
- Frá upphafi: 1680817
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þetta eru fínar pælingar hjá þér en ég er alls ekki sammála því að Ísland hafi verið í léttasta undanriðlinum. Í B-riðlinum, okkar riðli, var ekkert lið sem var hægt að bóka sigur gegn. Það gátu hins vegar sterku liðin í hinum riðlunum gert á móti Bahrein (A), Ástralíu (C) og Chile (D) og því hvílt sín lið í þeim leikjum. Þetta voru langlélegustu liðin í keppninni og þau lentu í sætum 22-24, af 24 liðum alls. Brasilía, lélegasta liðið í okkar riðli lenti í 21. sæti, vann Chile með 10 mörkum í leik um það sæti. Hin liðin í okkar riðli sem ekki komumst í milliriðil voru svo ca. á pari við liðin úr hinum riðlunum; Japan náði 16. sæti og Austurríki því 18. Það var spilað um sæti 13-24 í svokölluðum Forsetabikar.
Lítum svo á liðin tvö sem komu upp úr riðlinum með okkur Íslendingum, þ.e. Ungverja og Norðmenn. Þau lið vinna bæði Þjóðverja í milliriðlinum og enda fyrir ofan þá. Ungverjar í 4. sæti riðilsins, Norðmenn í 5. og Þjóðverjar í 6. sæti.
Ég get því með engu móti fengið þá niðurstöðu að Ísland hafi verið í léttasta riðlinum.
Guðmundur (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 14:58
Kannksi ég hefði átt að segja veikasta, en samt held ég mig við það, að þetta var sá riðill sem síst gat reiknað með að eiga lið í undanúrslitum. Þannig er það bara. Vissulega gerðum við góða hluti bæði á EM og OL en þá vorum við spútnik lið. Núna vorum við verðugir andstæðingar.
Íslenska landsliðið er í hópi 8 bestu þjóða heims. Dagsformið ræður því hvernig innbyrðisleikir þessara þjóða enda. Hvort sem við endum í 5. eða 6. sæti, þá er afrekið stórkostlegt og það lýsir eiginlega hroka að vera óánægður með að ná ekki í undanúrslit.
Marinó G. Njálsson, 26.1.2011 kl. 16:14
Er ekki alveg viss um hvort þú eigir við að það sé glórulaust að hugsa um dómgæslumistök þegar að annar mikilvægur leikur er fyrir hönum, eða hvort þú sért að tala um að dómgæslan hafi aldrei skipt höfuðmáli í sbn. við úrslit landsliðsins.
Ef þú varst að tala um hið síðarnefnda þá er það tæplega rétt. Ég man ekki á hvaða stórmóti það var, það var allavegana á fyrri hluta síðasta áratugar, þá gerðum við jafntefli við bæði Spánverja og Frakka í riðlakeppninni eftir að óskiljanlegir dómar höfðu gert það að verkum að andstæðingarnir náðu að jafna á síðustu sekúntunum.
leikurinn gegn þjóðverjum var ekki góður en þó munaði ekki nema þremur mörkum. Í leiknum sáum við Serbneska dómaraparið sleppa því sí og æ að dæma vítaköst þegar að varnarmenn þýska liðsins vörðust langt inni í teig og oft á tíðum beittu Róbert Gunnarsson línumann óvægu harðræði. Einnig voru 3 fullkomlega lögleg mörk dæmd af Róberti auk þess sem ákveðinn vendipunktur var þegar að dæmd var mark ranglega af Ólafi og þýskarar hlupu upp og skoruðu. Vissulega eru mistök dómara partur af leiknum en þegar að þau eru orðin mjög mörg má vel koma með röksemdir fyrir því að þau kosti leiki. Hvort borgi sig að láta mistökin trufla sig í undirbúningi fyrir næsta leik er hinsvegar allt önnur ella.....
Heiðar Halldórsson (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 22:14
Heiðar, ég á við tímasetninguna.
Hitt er annað mál, að dómgæsla á stórmótum er því miður mjög oft þannig, að maður hefur það sterklega á tilfinningunni að ákveðið sé í einhverjum bakherbergjum hve langt tiltekin lið eiga að komast. Ég sá leik Króatíu og Serba. Þann leik áttu Króatar að vinna. Ósamræmið í dómgæslunni var æpandi og algjör skandall. Leikurinn endaði jafntefli af þeirri einu ástæðu að Serbarnir gáfust ekki upp. Það er vitað, að ekki þýðir að gera neitt þegar dómarar eru annars vegar annað en að láta þá ekki fara í taugarnar á sér.
Ég var landsdómari í handbolta í mörg ár, sat í dómaranefnd HSÍ og mótanefnd, var starfsmaður við HM 95 og formaður handknattleiksdeildar Gróttu í 3 ár. Ég hef séð þetta allt og í ófá skipti hafa dómarar gert mistök eða gripið viljandi inn í leiki sem kostað hefur lið sigurinn. Í hverjum einasta af þeim leikjum hafa leikmenn klúðrað fleiri færum og gert sig seka um alvarlegri mistök. Það afsakar ekkert gjörðir dómaranna, en ég veit ekki um neinn sem hefur náð árangri með því að gagnrýna dómara, nema kannski Viggó Sigurðsson
Marinó G. Njálsson, 26.1.2011 kl. 22:29
Vissulega var dómgæslan hörmuleg á köflum, en við áttum samt ekki skilið að vinna Þjóðverja eða Spánverja. Þeir voru einfaldlega betri en við í þessum leikjum.... því miður
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.1.2011 kl. 08:41
Þetta er alveg rétt hjá þér, en mikið óskaplega er pirrandi að horfa upp á svona misræmi í dómgæslu eins og dæmin sem Heiðar nefnir úr Þjóðverjaleiknum. Þetta getur auðveldlega smitast til leikmanna ef þeir fara að frústrera sig á dómunum, og þá verða áhrifin tvöföld.
Þessi ár sem ég var í því að dæma handbolta þá fór ég alltaf inn á völlinn til að gera mitt besta. Auðvitað tókst manni misjafnlega upp, en athugasemdir gátu verið ansi óvægnar hvort sem maður stóð sig vel eða illa. Ég vill trúa því að það geri líka dómarar á stórmótum, en ansi oft efast ég.
ES: Nú á ég syni í yngri flokkum, og það er hending að sjá ákveðna, áhugasama dómara á túrneringum í dag. Þarna mætti virkilega taka til hendinni með umsjónardómurum, en sennilega ræður hreyfingin ekki við það.
Billi bilaði, 27.1.2011 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.