12.1.2011 | 22:27
17% þekkja innihaldið en 47% vilja samþykkja
Ég get ekki annað en furðað mig á niðurstöðu þessarar skoðanakönnunar. 47% þeirra sem gefa svar segjast vilja samþykkja Icesave samninginn, en þó segjast aðeins 17% þekkja innihald samningsins. Er ekki allt í lagi? Hafa stjórnvöld hingað til sagt satt og rétt frá innihaldi þeirra samninga sem hafa verið gerið til þess að fólk treysti þeim í þetta sinn?
Samkvæmt því sem kom fram á blaðamannafundi um daginn, þá er ástæðan fyrir því að þessi samningur kemur betur út en sá síðasti tvíþætt. Annars vegar eru vextirnir lægri og hins vegar er reiknað með betri heimtum úr þrotabúi Landsbankans. Ekkert annað virðist skipta máli svo einhverju nemi. Gott og blessað, vextirnir eru lægri, en það er fyrst og fremst vegna þess að vextir hafa lækkað á heimsvísu. Hækki þeir aftur munu vextirnir á Icesave skuldinni hækka. Hvorugt þessara atriða kemur snilli íslensku samninganefndarinnar við. Önnur atriði sem breyttust frá því síðast eru vissulega jákvæð, þar sem sett er þak á árlegar greiðslur, en ríkissjóður mun samt þurfa að greiða 43 milljarða á þessu ári og næsta, þ.e. 26 milljarða í ár og 17 á því næsta.
InDefense hópurinn hefur sent frá sér álit til fjárlaganefndar. Í því kemur fram að hópurinn telur ennþá vera inni ákvæðið um að fyrir hverjar tvær krónur innheimtar, þá renni 1 kr. til íslenska tryggingasjóðsins og 1 kr. samanlagt til þess breska og hollenska. Það hefur sem sagt ekkert breyst. Mesta óréttlætið er ennþá inni í samningnum. Þetta er það atriði sem ég gagnrýndi strax í júní 2009 og hef alltaf sagt að væri fáránlegasti hlutinn í málinu.
En aftur að skoðanakönnuninni. Ég held að hún sýni hvað fólk er orðið uppgefið í baráttunni fyrir réttlæti. Það áttar sig á því, að stjórnvöld ætla að valta yfir almenning og láta hann borga allan herkostnað af fjárglæfrum bankanna. Stjórnvöld vita, að meðan þau halda völdum, þá geta þau komist upp með hvað sem er. 32-33 þingmenn hafa ákveðið að hvað sem á dynur, þá muni þeir taka þátt í því að gera millistéttina gjaldþrota og eignalausa. 12 þingmenn VG hafa ákveðið að loforðin sem þeir gáfu fyrir síðustu kosningar sé bara froðusnakk sem má láta út úr sér til að komast til valda. Þeir hafa ákveðið að hunsa samþykktir grasrótarinnar í flokknum á landsfundi, enda voru þær andstæðar vilja þingmannanna.
Mikið hlakka ég til næstu kosninga. Vonandi verða þær í síðasta lagi í vor. Þá mun koma í ljós hvort kjósendur eru menn eða mýs. Munu þeir vera svo glaðir yfir getu núverandi þingmeirihluta, að þeir muni kjósa hann yfir sig aftur, verður það gamla spillingarliðið í Sjálfstæðisflokknum sem fær brautargengi eða munu ný öfl komast til valda. Því miður reikna ég með að kjósendur leiti þangað sem þeir eru kvaldastir og kjósi sama ruglið yfir sig aftur.
Tæpur helmingur vill samþykkja Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 1680019
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Hver treystir capacent í dag? Ekki ég allavega..
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.1.2011 kl. 23:27
Ég hef marg spurt fylgismenn icesave samninganna hér á blogginu einfaldrar spurningar, þ.e. með hverju eigi að borga - og aldrei fengið svar!
Varðandi kosningar, þá er ekki von á þeim í bráð. Fjórflokkurinn tekur ekki sénsinn...
Haraldur Rafn Ingvason, 12.1.2011 kl. 23:47
Aldrei nokkru sinni áður held ég, hefur pólit. óvissa verið þetta mikil. Þ.e. mögulegt að mynda samstj. Samfó og Sjálfstæðisflokks. En, Sjálfstæðisflokkurinn er virkilega "toxic" í dag.
Ein leið væri tilraun til samstjórnar 4. flokksins. En, þ.e. ég cirka 99% viss að er dæmt til að mistakast.
Einungis, í algerri örvæntingu eftir að hafa reynt það, munu kosningar fara fram.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.1.2011 kl. 00:15
Það hefur verið leið valdhafa að þreyta almenning til hlýðni. Þetta er óþægindaálag sem kemur fram í svipbrigðum Jóhönnu og Steingríms að þau ætla sér að lifa af. Þau kunna stjórnunartaktíkina og það kunna forystumenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.
Stór meirihluti fjórflokksins eru getulaus verkfæri þegar kemur að því að vinna að hagsmunum almennings. Hann er hins vegar samansaumaður í því að verja sig og sína. Í þeim tilgangi viðhefur hann sömu blekkingar- og baktjaldataktíkna. Íslensk stjórnvöld eru gegnumsýrð af eiginhagsmunabaráttu, klíkubandalögum og spillingu.
Það er sorglegt ef almenningur ætlar að drekkja framtíð sinni í slíkum polli. Það sem við þurfum að gera núna er að finna alveg nýja leið. Við eigum ekki að sætta okkur við að gefast upp en það bráðliggur á að koma í veg fyrir að samfélagið verði fyrir frekari skaða en orðið er. Ef við viljum skapa okkur tóm til að endurhugsa og byggja upp tel ég að þetta sé besta leiðin til þess í augnablikinu: http://utanthingsstjorn.is/
Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.1.2011 kl. 02:38
Vita Íslendingar að það voru Bretar og Hollendingar sem fengu skatttekjurnar af Icesave? Vita Íslendingar að Bretar neituðu að borga innistæður bresks banka á eyjunni Mön þegar hann fór á hausinn af því að það var ekki innistæður breskra skattborgara en segja samt að okkur beri skylda til þess. Heyrið þið eitthvað talað um þetta í íslenskum fréttaflutningi?
Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.1.2011 kl. 02:58
Það er greinilegt að stjórnmálamenn, fjölmiðlar og álitsgjafar þeirra hafa tekið sig saman um að tala fyrir icesave3. Það er varla minnst á það að hér er um sama samning að ræða og áður með örlítið lægri vöxtum. Þrátt fyrir það er þetta lygileg niðurstaða hjá Gallup.
Með hverju á að borga t.d. 26 milljarðana á næstu mánuðum? Eins og ég skil málin er sennilegast að það verði gert með því að ganga á lánin hjá AGS sem eru með 0,5% lægri vöxtum en vextirnir í síðasta icesave samning. Þessi samningur er sennilega innan við % betri í vöxtum en sá síðasti og byggir á betri heimtum að sögn skilanefndar Landsbankans sáluga.
Það kæmi ekki á óvart að icesave3 renni hljóðlega í gegnum þingið með þegjandi samþykki fjölmiðla og meðmælum álitsgjafa. Síðan þegar kemur í ljós hver þessi reikningur í raun er, standi þjóðin frammi fyrir þeim kostum, að taka liðið af launaskrá og leifa fjölmiðlunum að verða gjaldþrota, eða lifa við sjálf við stórskert lífskjör. Að samþykkja icesave verður dýr lexía.
Magnús Sigurðsson, 13.1.2011 kl. 07:47
Er þjóðin ekki bara að smitast af Svavar- heilkenni, að fólk nenni þessu ekki lengur?
Ef svo er kvíði ég fyrir næstu kosningum?
Gunnar Heiðarsson, 13.1.2011 kl. 09:07
Það koma oft tímar þegar maður sér ekki tilgang í lýðræðinu. Það er þegar múgsefjun nær þannig tökum á fjöldanum að hann syndir í hópum upp í grynningar eins og hvalir til þess eins að drepast vegna uppsafnaðrar vitleysu.
Besti flokkurinn er skýrt dæmi um þetta. Refsa átti illa gerðum flokkum og stjórnmálamönnum fyrir spillingu og dómgreindarleysi svo afgerandi að eftir yrði tekið. Við sitjum uppi með 4ra ára trúðagang. Ég vona bara að það gerist ekki í næstu alþingiskosningum. Vonandi verður búið að stofna nýja flokka með stefnur sem hæfa aðstæðum.
Icesave málið liggur ekkert á að klára. Að mínu mati er nýtt hrun í uppsiglingu og bara þess vegna borgar sig ekki að setja neinar frekari skuldbindingar á þjóðina á meðan fyrra hrunið er óuppgert.
Haukur Nikulásson, 13.1.2011 kl. 09:52
Mér finnst merkilegt hversu margir geta tekið afstöðu núna , bæði með og móti. Það er auðvitað ekki heigglum hent að fara í gegnum allar álitsgerðir og fylgjast síðan með umræðum á þingi og í þjóðfélaginu. Auðvitað er hægt að einfalda máið og geer það auðveldara. 1. Færustu samningamenn segja að lengra verði ekki komist með því að fara samningaleiðina. Viðtrúum þessu. 2. Færustu lögfræðingar segja að áhættan við að fara dómstólaleiðina sé og mikil.(Líkur á himin hárri greiðslu). Við trúum þessu líka. Ergo: við samþykkjum samninginn. þeir sem eu á móti segja ; engin greyðslusskylda. Umræður óþarfar. Málaferli.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 11:12
Það að lengra yrði ekki komist að mati sérfræðinga hefur verið sagt áður, jafnvel oft. Ef ég man rétt kom Svavar Gestson með þann boðskap eftir fyrsta samning, þennan sem hann hafði varla tíma til að ræða, hann var ekki samþykktur, næsta samningi fylgdu sömu skilaboð, sem betur fer stóðst það ekki og niðurstaðan er alveg "frábær" samningur eins og hinir voru reyndar líka en sama marki brenndur að það veit enginn hver endanleg upphæð verður, hvort hún verði rúmlega 60 milljarðar eða 600 milljarðar. Á meðan ekki eru einhver ákvæði í samningnum um mögulega hámarks greiðslu er þessi samningur jafn slæmur og hinir.
Vonandi hefur Ólafur Ragnar vit fyrir okkur og sendir spurninguna til þjóðarinnar, enda hefur hann varla möguleika á öðru, þar sem þjóðin hafnaði síðustu lögum og það hlýtur því að vera hennar að segja til um hvort henni hafi snúist hugur.
Kjartan Sigurgeirsson, 13.1.2011 kl. 13:00
Það er undarlegt að 17% telji sig þekkja samninginn þegar ríkistjórnin hefur nánast enga hugmynd um hvað í honum felst. Óvissuþættirnir eru svo margir að það eina sem þeir geta presenterað er best case scenario og draumhyggja.
Það breytir þó ekki þeirri ófrávíkjanlegu staðreynd að okkur ber engin skylda til að greiða það sem útaf stendur í þessu uppgjöri, þótt það endi í einni krónu.
Að gefa banksterum þessa heims það fordæmi að þeir geti skellt spilaskuldum sínum á saklausan almenning er heldur ekki eitthvað sem mun minnka líkur á að þessi sturlun endurtaki sig. Þvert á móti þá eru þetta skilaboð um að þeir þurfi aldrei framar að taka ábyrgð á spilafíkninni.
Er það það sem 47% þjóðarinnar kallar að búa í haginn til framtíðar? Er það það réttlæti, sem mönnum þykir ásættanlegt?
Það er eitthvað meiriháttar loðið við þessa könnun, eða þá að Íslendingar eru að meirihluta til sauðheimsk fífl. Þá fá þeir líka það sem fíflum sæmir.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.1.2011 kl. 21:30
Þessi 47% eru kannski á sama kaliberi og snillingurinn og landníðingurinn Svavar Gestsson. Þeir "nenna ekki að hafa þetta hangandi yfir sér." Nenna ekki að vinna inn hundruð milljóna fyrir þjóðina, af því að það er orðið svo leitt á málinu.
Það er þá hægt að lofa þeim einhverju nýju þrilli í staðinn, svo mikið er víst. T.d. að borga 3-500 milljarða. Hvenær skyldu menn verða leiðir á að hafa þá skuld hangandi yfir sér? Það mun ekki hverfa þótt menn verði leiðir á því.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.1.2011 kl. 21:37
Sennilega væru allir Íslendingar glaðir ef þetta ICESAVE mál gæti bara gufað upp og við lausir allra mála. en hvað þýða yfirlýsingar og loforð íslenskra stjórnvalda frá nóv. 2008 og Brusselviðmið, eða hvað sem þetta allt heitir? Þar var að vísu spiluð hraðskák í algerri panik og gerðir margir afleikir. Sumir vilja meina að þarna sé okkar Akillesarhæll, þó vitað sé að ekki er ríkisábyrgð vegna einkabanka. Spurningin er því sú hvort við eigum að taka áhættu á dómstólaleið, sem gæti orðið okkur í hag, og við öll að sjálfsögðu afar ánægð, en, - ef við mundum tapa yrði sú útkoma jafnvel töluvert dýrari en Svavarssamningurinn, sem allir fordæma. þá yrðum við að treysta á miskunsemi Breta og Hollendinga. En ég tel að þessi bið á niðurstöðu sé búin að kosta okkur gífurlegt fé. Ég tel að við getum ekki dæmt um þetta ICESAVE mál í heild, af neinu viti, fyrr en ca eitt ár er liðið frá því þetta mál verður útkljáð. En spurnigin er: Eigum við að spila lottó?
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 22:53
Blessaður Svavar Bjarnason. Engin ríkisábyrgð er á ICESAVE. Krafan er glæpur, kúgun, lögleysa. Glæpur gamalla nýlenduvelda gegn börnum okkar og okkur sjálfum, glæpur ICESAVE-STJÓRNARINNAR og stuðningsmanna gegn börnum okkar og okkur sjálfum.
Við megum aldrei sættast á glæpi, kúgun og málið snýst ekki um hvað sé ódýrast.
Þannig að haldir þú og ICESAVE hollusumenn ykkur vera að spila LOTTÓ með því einu að neita að leggja fjárkúgun á börnin okkar og gera þau að skattaþrælum fyrir ríkiskassa gamalla nýlenduvelda, verður það að vera ykkar gunguskapur og vandamál.
Elle_, 14.1.2011 kl. 11:01
Og svo er það rakalaus þvæla að við séum búin að tapa peningum á að borga ekki fjárkúgun bresku og hollensku stjórnanna og ICESAVE-STJÓRNARINNAR. Maður tapar ekki fjármunum með að neita að borga fyrir hótanir og glæpi! Maður semur ekki við kúgara eins og flugræningja, það er löngu hætt!
Elle_, 14.1.2011 kl. 11:18
Elle. Þér er ansi tamt að nota frekar stóryrði og upphrópanir, í stað málefnanlegrar umræðu. Þú virðist ekki hafa skilið það sem ég skrifaði. Fleiri og fleiri hafa lýst þeirri skoðun að þetta óútkljáða mál standi okkur mjög fyrir þrifum, síðast í fjölmiðlum í dag. Ef þetta mál leysist ekki núna, fer það fyrir dómstóla. Erfitt er að spá um útkomuna. Þetta er það sem ég kallaði lottó.
Svavar Bjarnason, 14.1.2011 kl. 13:40
Maður má nota orðið glæpur yfir ICESAVE. ICESAVE er og verður glæpur og finnist þér orðið glæpur stóryrði er það þitt vandamál. Ekki bjó ég til orðið. Og stend við það að við megum ekki semja um glæp og töpum ekki fjármunum fyrir að standa gegn ranglæti. Vilji bresku og hollensku ríkisstjórnirnar sækja málið, geta þeir sótt það fyrir dómi eins og mönnum sæmir heldur en að koma fram með ólöglega rukkun og lögleysu. Þú hinsvegar ert öfugsnúinn í málinu og vilt semja um kúgun og það er þinn gunguskapur og þitt vandamál.
Elle_, 14.1.2011 kl. 14:05
Elle. Mér finnst að þú ættir að beina reiði þinni og stóryrðum gegn þeim sem skópu ICESAVE martröðina. Þar vil ég nefna nokkur nöfn: Björgólfur, Björgólfur Thór, Halldór. Sigurjón, Kjartan og nokkrir fleiri, sem ég man ekki eftir í augnablikinu. Hver er samnefnari allra þessara manna? Jú mikið rétt, ákveðinn stjórnmálaflokkur, sem ég get ekki betur séð en að þú hafir stutt. Leiðréttu mig ef ég hef rangt fyrir mér.
Svavar Bjarnason, 14.1.2011 kl. 20:15
Blessaður Svavar. Ekkert nýtt að þið sem viljið nauðungina yfir okkur landsmenn, ráðist að okkur hinum og sakið okkur um gífuryrði og pólitík. Viss taktík ykkar að finna veikleika okkar og kalla okkur pólitísk og röklaus.
Get ég bara bent þér á að fara inn í bloggið mitt Elle Ericsson og inn í höfundur og lesa hvað ég er rosalega pólitísk, nenni ekki að verja mig einu sinni enn fyrir rangfærslum um pólitík. Andstaða mín við ICESAVE kúgun bresku, hollensku og núverandi ríkisstjórnar, ICESAVE-STJÓRNARINNAR, kemur ekkert neinum flokkum við og ekki einu sinni reyna að saka mig um pólitík og út í loftið.
Vissulega hljóta allir nema þið borgunarsinnar að vera reiðir við ofantalda menn. Hinsvegar er það núverandi stjórn sem ætlar að pína ICESAVE yfir okkur.
Hvers vegna gengurðu svona hart á eftir mér um málið?? Eru ekki allir að ofanverðu andvígir ríkisábyrgð á ICESAVE nema þú? Veit ekki um Hrafn Arnarson þó.
Það má ekki vera nein ríkisábyrgð á ICESAVE. Það væri andstætt lögum og mannréttindum okkar.
Elle_, 14.1.2011 kl. 21:29
Þetta svar var óskiljanlegt rugl.
Svavar Bjarnason, 14.1.2011 kl. 21:38
Vá, hvílík rök.
ENGIN RÍKISÁBYRGÐ Á ICESAVE.
Directive 94/19/EC:
77. gr. íslensku STJÓRNARSKRÁRINNAR:Whereas this Directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized.
Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann. Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.
Elle_, 14.1.2011 kl. 22:00
Elle. hefur þú kynnt þér sögu ICESAVE frá nóv. 2008?
Svavar Bjarnason, 14.1.2011 kl. 22:30
Það kallar þú Sævar lotto,að neita að borga ólögvarða kröfu,sem mun þá fara fyrir dómstóla. Hvað með gettraunir, sýnist þú tippa hér eftir upptalningu manna,hvers samnefnari er ákveðinn stjórnmálaflokkur; sem ég get ekki betur séð en þú(Elle) hafir stutt. Við Elle skiptumst nýlega á athugasemdum á bloggi Páls Vilhjálmssonar. Þar bárum við okkur illa vegna snúnings Steingríms,frá eindreginni stefnu sinni fyrir kosningar. Þar játaði Elle að hún hefði kosið Steingrím,er nema von að hún ,,brýni raustina,, Ætli við séum ekki búnar að hella okkur yfir glæponana sem skópu Icesave. Maður skyldi ætla að stjórnin tæki við,eða sá sérstaki. Þessi framkoma stjórnarinnar,að ganga í lið með kúgurum er glæpsamleg, svo þykjast þeir vera Þess umkomnir að dæma aðra,nú kem ég að því sem þú ert að ýja að með Elle er það ekki pólitískur gerningur að leiða menn fyrir landsdóm? Solla,er ekki sek af því hún er víst þjóðin OJ!bara.
Helga Kristjánsdóttir, 14.1.2011 kl. 23:56
Svavar,bið þig foláts nafn þitt skal ég fara rétt með.
Helga Kristjánsdóttir, 15.1.2011 kl. 00:24
mögnuð skrif - Hitler var Þjóðverji - voru þá allir þjóðverjar sekir um að hafa sett heimsstyrjöld af stað? Varla - Ef óbreyttur félagsmaður einhvers flokks fremur glæp - er það þá flokknum að kenna - Ef ég fer yfir á rauðu ljósi - hvort er það flokknum sem ég styð að kenna - lögreglunni sem á að gæta laga og réttar - eða löggjafanum sem setti umferðarlögin sem banna mér að fara yfir á rauðu ljósi? Þar sem Svavar Bjarnason flokkar Elle í Sjálfstæðisflokknum er hann væntanlega með upplýsingar um það - EN hversvegna má hún ekki hafa skoðanir sem stangast á við skoðanir Svavars? Jón Ásgeir - sem talinn er vera mesti böðull fjármálakerfisins hefur dyggilega sturr Samfylkinguna. Ef hann er í Sf er það þá Samfylkingunni að kenna hvernig hann hagaði sér?? Varla.
Björn Valur svaraði því til þegar hann var í fjölmiðlum spurður um misheppnaðar fjárfestingar sem kostuði einhverja af hans nánustu aleiguna - að hann saknaði félagsskaparins. Hitt virtist aukaatriði. Er þessi framkoma hans VG að kenna?? Varla. Lúðvík Bergvinsson var aðili að máli uppá um einn milljarð sem að mig minnir var afskrifaður - Er það Sf að kenna? Varla.
Björgólfsfeðgar munu hafa stutt flesta eða alla flokka - og þá er sökudólgurinn ???? skv. Svavari.
Rakel talar um þjóðstjórn - enn einu sinni - hún veit mæta vel að sú helstjórn sem hér situr hefur meirihluta á þingi þannig að að óbreyttu er engin þjóðstjórn inni í myndinni. Það er bara innantómt tal.
Tilvitnun Elle í skattamál er rétt - Enda er það skoðun mín að vald Alþingis þurfi að auka og fara að lögum um löggjafann og framkvæmdavaldið.
Svo væri gott að sjá embættismannaveldið koðna niður -
Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.1.2011 kl. 01:13
Ég biðst forláts ef ég hef ranglega kennt Elle við Sjálfstæðisflokkinn. Ég skil vel að fólk vilji ekki sitja undir slíku.
Svavar Bjarnason, 15.1.2011 kl. 12:28
Að sjálfsögðu leggur þú ranga merkingu í það sem skrifað er - það er eðli ykkar sem eruð treglæs og með takmarkaðann lesskilning. Sérstakt að þú þurfir að auglýsa þá yfirgripsmiklu vanþekkingu sem lýsir sér í þeim niðurstöðum sem þú kemst gjarnan að. Ég óska þér góðs bata.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.1.2011 kl. 21:10
Ólafur Ingi, það er óþarfi að vera með svona persónulegar blammeringar. Verið ósammála um málefni og túlkanir, en látið þar við sitja.
Marinó G. Njálsson, 16.1.2011 kl. 00:38
Marínó - svolítið sem ég tók eftir í gærkvöldi við lestur AGS skýrlunnar:
Ríkisstjórnin ætlar að gerbreyta hlutverki Íbúðalánasjóðs - grunar mig:
Til stendur að krefjast sama eiginfjárhlutfalls af Íbúðalánasjóði og bönkunum, og síðan að setja hann eins og bankana undir FME.
Hvernig á að fara að því að auka það í 17%? Selja hlutafé?
Ætlar ríkisstj. að hverfa frá því að hafa þetta sem lánastofnun með félagslegt hlutverk?
Á hún þess í stað, að verða að harðri viðskiptasinnaðri stofnun?
Ef til vill undirbúningur undir það, að láta hana renna inn í einhvern bankann?
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.1.2011 kl. 13:12
Tekið úr 4. skýrslu AGS:
http://www.imf.org/external/pubs/ft/scr/2011/cr1116.pdf
Eftirfarandi er tekið úr skýrslu AGS. Þetta sýnir kostnað skv. tölum AGS af AGS pakkanum.
…2010………2011……..2012………2013……….2014……..2015
Nominal GDP (bln ISK)
.1551.4…..1628.2……1726.2……1820.2……1934.2…..2052.7
Balance of Payments
Extraordinary financing
….51.3………11.5………-3.1……….-3.9……….-3.0……….-3.2
Vaxtagj. 2011 skv. fjárlagafrumv. 75,1 ma.kr
……………………………51,8.ma….71.ma……..58,03………65,7
Skv. tölum AGS fæ ég ekki betur séð en að kostnaður af AGS lánapakkanum sé:
51,8 ma.kr 2012.
71 ma.kr. 2013
58,03 ma. kr. 2014
65,7 ma.kr. 2015
Shit – holy shit.
Plís segðu að ég hafi rangt fyrir mér. En, skv. þessu erum við í djúpum skít – en skv. eftirfarandi:
Iceland should continue to build up its stock of international reserves:
* Although gross reserves have increased considerably over the past year, they remain inadequate relative to standard benchmarks.
* Thus, the increase in non-borrowed reserves in recent months is welcome.
* Purchases must continue, and amounts should be scaled up given the favorable balance of payments outlook.
* Iceland should also continue to draw on available official financing.
* The CBI’s recent steps to improve liquidity management are welcome, but additional efforts are needed to enhance liquidity forecasts and undertake more highfrequency operations. (bls. 22 í AGS skýrslu)
Eins og ég skil þetta, í samhengi við þ.s. er að ofan; þarf allt lánsféð til að Ísland eigi möguleika á skv. þeirra skoðun að forðast greiðsluþrot.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.1.2011 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.