Ákaflega er það þægileg tilviljun, að þessi dómur sé birtur í dag. Hann ætti að vera olía á eld mótmælenda við Alþingishúsið.
Ég spyr bara: Er þetta það sem koma skal? Bankarnir lögðu hagkerfið á hliðina. Bankarnir tóku stöðu gegn viðskiptavinum sínum, en bera enga ábyrgð á því. Viðskiptavinirnir eru rúnir inn að skinni og þegar það dugar ekki eru þeir keyrðir í þrot af afsprengjum hinna sömu banka og keyrðu allt í kaf. Hún er skemmtileg hin samfélagslega ábyrgð sem bankakerfið er að taka hér á landi. Þeir fengu lánasöfn gömlu bankanna með gríðarlegum afföllum, afskriftum sem voru á kostnað kröfuhafa gömlu bankanna. Með einhverjum töfrabrögðum, þá hækka þeir kröfuna langt upp fyrir bókfært virði og krefjast þess að viðskiptavinirnir borgi þeim himinhátt álag. En þetta er leyfilegt vegna þess að fjármálakerfið má gera hvað sem er. Það heitir nefnilega viðskipti að kaupa kröfur á viðskiptivini fyrir slikk og leggja drjúgt ofan á áður en byrjað er að rukka. Í mínum bókum heitir þetta okur og fjárkúgun. Kaupi banki kröfu með 50% afslætti, þá er það glæpsamlegt okur að krefja skuldarann um 100%. Forstjóri Ávöxtunar var dæmdur í fangelsi fyrir 20 árum eða svo fyrir að krefjast 8% vaxta eða var það 13%!
Í þeim úrræðum sem standa almenningi og fyrirtækjum til boða, þá taka fjármálafyrirtækin enga áhættu. Úrræðin ganga út á að innheimta eins mikið af viðskiptavininum og hægt er. Ekkert er tekið tillit til þess að kröfurnar á viðskiptavinina hækkuðu upp úr öllu valdi vegna lögbrota stjórnenda og eigenda gömlu bankanna. Ekkert er tekið tillit til þess að gömlu bankarnir voru neyddir til að selja nýju afsprengjum sínum kröfurnar með verulegum afslætti. Nei, það skiptir ekki máli, þar sem þetta eru fjármálafyrirtæki og um þau gilda hvorki landslög né siðferðisgildi. Og sé einhver vafi um að fjármálafyrirtækin geti framkvæmt það sem þeim dettur í hug, þá koma stjórnvöld, Seðlabanki og Fjármálaeftirlit hlaupandi þeim til bjargar. Hæstiréttur dæmdi almenningi í hag 16. júní sl. Þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra lýsti því strax yfir að við svo mætti ekki búa. SÍ og FME hlýddu strax og sett var upp leikrit fyrir Hæstarétt. Höfum í huga, að allt sem gert hefur verið frá því 16. júní er í samræmi við frumvarp þáverandi félagsmálaráðherra sem lagt var fram á þingi í júní áður en dómurinn féll. Frumvarp sem samið var af fjármálafyrirtækjunum að beiðni ráðherra. Frumvarp sem ætlað var að traðka á rétti neytenda og tryggja hagsmuni lögbrjóta.
Á hverju einasta degi síðasta árs flutti 5 manna íslensk fjölskylda úr landi umfram aðflutta. Auk þess fóru úr landi um 8.000 erlendir ríkisborgarar sem hér höfðu verið við störf. Ég skil vel að fólk sé að forða sér. Það eina sem býður fólks er eignaupptaka. Þegar Ingi Freyr Vilhjálmsson, fréttastjóri DV, er farinn að taka undir málflutning Hagsmunasamtaka heimilanna, þá er farið að fjúka í flest skjól. Þó það muni líklegast aldrei gerast að ég bjóði honum heim til mín, þá verð ég að hrósa leiðara hans í DV í síðustu viku, Stöðutaka gegn almenningi. Þessi leiðari er til vitnis um að sífellt fleiri eru farnir að sjá ljósið. Sífellt fleiri eru farnir að sjá óréttlætið sem viðgengst í samfélaginu.
Greiðsluaðlögun felld úr gildi vegna vanskila | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.11.): 72
- Sl. sólarhring: 73
- Sl. viku: 189
- Frá upphafi: 1679826
Annað
- Innlit í dag: 65
- Innlit sl. viku: 172
- Gestir í dag: 65
- IP-tölur í dag: 63
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll Marínó,
það er eitthvað svo æðislega gott við þessa færslu eða þá að ég sé þér svo ofboðslega sammála.
Þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt í ár semjum við minningagreinar um Ísland.
Gunnar Skúli Ármannsson, 17.1.2011 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.