28.12.2010 | 12:56
Atlaga að þeim sem hafa sjálfstæðan vilja
Hún er grimm atlagan að því fólki sem hefur sjálfstæðan vilja. Lilja Mósesdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Atli Gíslason hafa öll fengið að finna fyrir því. Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar, ræðst svo á Ögmund Jónasson út af Landeyjarhöfn og er alveg ljóst hvers vegna það er. Samfylkingin er að reyna allt sem hún getur til að grafa undan VG.
Ég ætla ekki að gráta það að þessi stjórn springi, enda hefur stærsta hlutverk hennar verið að endurreisa banka á rústum íslenska hagkerfisins og helst með því að gera allar eigur landsmanna upptækar í leiðinni. Mér skilst að völva Vikunnar spái að allt fari í bál og brand á nýju ári, þannig að búsáhaldabyltingin verði leikur einn.
Þessi atlaga að þeim sem ekki fylgja boðvaldi Samfylkingarinnar og Steingríms J. er stór furðulegt í ljósi málflutnings beggja flokka meðan þeir voru utan ríkisstjórnar. Báðir flokkar ætluðu að breyta ásýnd stjórnmála, báðir gagnrýndu þeir Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn harkalega þegar þeir kröfðust flokkhollustu. Því miður hefur komið í ljós að hvorugur flokkurinn hefur vilja, kjark eða þor til að breyta hlutunum. Hjá báðum snýst allt um að halda völdum og berja fólk til hlýðni dugi ekkert annað.
Atli Gíslason hefur ítrekað bent á gagnrýni í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á vinnubrögð þingsins. Þingnefnd um skýrsluna lagði til fjölmargar breytingar, en þær eiga ekki við "elsku mig" að áliti Samfylkingarinnar, Steingrím J. og fylgismenn hans. Nei, þetta á líklegast bara við um Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn. Kaldhæðnin í þessu er að þetta mun að öllum líkindum tryggja þessum flokkum völdin eftir næstu kosningar, þar sem Samfylkingin og VG hafa sýnt og sannað að þessi flokkar eru alveg jafn spilltir og hinir tveir. Báðir hafa raðað sínu fólki á jötuna, báðir hafa hunsað vilja landsfunda sinna og hvorugur líður umræðu sem ekki er formanninum þóknanleg.
Sjálfur fann ég fyrir þessu í nóvember. Þá vogaði ég mér að andmæla skoðun Jóhönnu og Steingríms varðandi lausn fyrir heimilin í landinu. Ég vogaði mér að hugsa sjálfstætt og móta eigin skoðun. Ég ætla ekki að hafa áhyggjur af því, þar sem menn eru dæmdir af verkum sínum. Þannig verður að það um alþingismenn eins og aðra.
Ég tek undir orð Ögmundar Jónassonar, að þingflokkur VG verður að þola ólíkar skoðanir og umræðu þar sem ekki eru allir sammála. Þetta eru kallaðar rökræður og þeim hefur verið gerð góð skil í mörgum góðum ritum frá tímum Sókratesar og Platós. Þeir kenndu að rökræður ættu að snúast um málefni, en ekki menn. Að þeir sem ekki gætu gert greinarmun á þessu tvennu væru ekki hæfir til rökræðna. Skora ég á þingmenn VG að sýna það og sanna, að þeir teljist hæfir til rökræðna samkvæmt þessari einföldu reglu.
Í mínu námi var mér kennt að grundvallarspurning við lausn viðfangsefna var efasemdaspurningin "Hvað ef..?" (What if..?). Maður þyrfti að vera tilbúinn til að finna veikleika á öllum lausnum til að styrkja þá niðurstöðu sem að lokum væri komist að. Ég fæ ekki betur séð en að Lilja, Ásmundur og Atli hafi verið að þessu. Pota í veikbletti til að styrkja umgjörðina og koma í veg fyrir að menn falli á andlitið. Viðbrögð Samfylkingarþingmanna sýnist mér benda til að blettirnir hafi verið verulega veikir og veikari en já-kór Jóhönnu og Steingríms vilja viðurkenna. Höfum í huga, að það erum við landsmenn sem sitjum uppi með það sem úrskeiðis fer. Við eigum kröfu um að vandað sé til verka við setningu laga og þar með fjárlaga. Við eigum kröfum um að okkar hagsmunir séu hafðir að leiðarljósi, þar með að farið sé vægt í skattheimtu, að velferðarkerfið sé varið, að stuðlað sé að atvinnuuppbyggingu í landinu. Með fullri virðingu, þá virðast fjárlög næsta árs ekki ná þessum markmiðum. Þetta gagnrýndu Lilja, Ásmundur og Atli og eru menn að meira fyrir vikið.
Lilja íhugar úrsögn úr þingflokki VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Blessaður Marínó.
Vil þakka góðan pistil og um leið minna á annað Hvað ef.
Spurningu sem þeir Stefán Már Stefánsson og Lárus Blöndal orðuðu mjög vel á sínum tíma þegar þeir andæfðu þeim sem vildu þegjandi skríðandi borga ICEsave.
"Í þessu samhengi má ekki láta rugla sig í ríminu með tali um að kostnaðurinn við Icesave ábyrgðirnar verði á bilinu 70 til 150 milljarðar kr. Sú upphæð byggist á því að verulegar eignir séu til í Landsbankanum gamla og að neyðarlögin svokölluðu haldi, en með þeim voru innstæður gerðar að forgangskröfum á kostnað annarra krafna.
Í fyrsta lagi getur auðveldlega brugðið til beggja vona með að áætlanir um verðmæti eigna í gamla Landsbankanum standist. Í öðru lagi liggur það fyrir að látið verður reyna á það hvort neyðarlögin standist að þessu leyti. Reynist neyðarlögin ekki standast þá verðum við að borga alla 650 milljarðana með vöxtum og vaxtavöxtum. "
Eigi menn ekki svar við Hvað ef, þá eiga menn ekki að leggja á stað.
Slíkt endar alltaf í ófærum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.12.2010 kl. 14:31
Höldum áfram með "Hvað ef..."
Samfó hefur ýtrekað hótað stjórnarslitum ef Vg héldu ekki áfram að svíkja allt sem þeir hafa sagst standa fyrir. Það hefur dugað fram til þessa.
Hvað ef órólega deildin yfirgefur nú stjórnina og stofnar til bandalags t.d. með hrunamönnum og hreifingu. Samfó, (hvort heldur með leifunum af Vg eða ekki) þarf ekki að láta sig dreyma um að komast aftur uppí með sjöllum í bráð.
Ég er ekki viss um að það sé taktískt að hóta órólegu deidinni of mikið, en hins vegar hefur stjórnin ekki verið neitt sérlega taktísk yfir höfuð...
Haraldur Rafn Ingvason, 28.12.2010 kl. 16:45
Góður pistill Marínó
single point of failure (SPOF)
Gunnar Waage, 28.12.2010 kl. 19:43
Góður pistill.
Billi bilaði, 29.12.2010 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.