8.12.2010 | 10:29
Vextirnir að nálgast samningsvexti gengisbundinna lána - Hvað ætli fjármálafyrirtækin tapi á þessu?
Seðlabankinn er að koma vaxtastigi hér á landi niður í það sem algengt er í nágrannalöndum okkar. Vissulega vantar eitthvað upp á, en þetta er allt á réttri leið. Haldi verðbólga áfram að þróast eins og allt lítur út fyrir, þá munum við sjá stýrivexti upp á 2,5% í febrúar eða mars á næsta ári.
Ég get ekki annað en velt fyrir mér í ljósi umræðu um tap fjármálafyrirtækja á gengislánadómum Hæstaréttar frá því í júní og september, hvert ætli tap fjármálafyrirtækjanna sé af vaxtalækkun SÍ. Það voru, jú, helstu rök FME og SÍ fyrir tilmælum sínum 30. júní sl. að fyrirtækin myndu tapa svo miklu í framtíðinni á því að þurfa að nota samningsvexti áfram, að nauðsynlegt væri að bjarga þeim með því að setja SÍ vexti frá lántökudegi. Nú er svo komið að lægstu óverðtryggðu vextir, sem SÍ heldur utan um samkvæmt 10. gr. laga 38/2001, eru komnir niður í 5,75% og munu lækka í 5,25% ef að líkum lætur í framhaldi af ákvörðun peningastefnunefndar í morgun. Flest gengisbundin lán eru með 2,5-3,5% vaxtaálag, þó að dæmi sé um mun hærra álag. Þetta álag fellur niður við endurútreikning samkvæmt ákvörðun Hæstaréttar 16. september og tilmælum FME og SÍ frá 30. júní. Því má færa rök fyrir því að grunnvextir áður gengisbundinna lána séu komnir niður í 1,75-2,75%, en neðri talan er kominn glettilega nálægt þriggja mánaða LIBOR vöxtum fyrir sænska krónu.
Ég hef aldrei geta skilið rök FME og SÍ fyrir því að reikna eigi vexti SÍ fyrir áður gengisbundin lán ofan á gjalddaga, sem enginn ágreiningur var um, langt aftur í tímann. Þetta er það atriði í bæði tilmælum FME og SÍ og dómi Hæstaréttar frá 16. september, sem ætlunin er að fara með til ESA. Beðið er eftir að dómar falli í Hæstarétti um vexti húsnæðislána og hvaða meðferð frumvarp Árna Páls Árnasonar um þetta efni fær á Alþingi. Búið er að skora á þingnefnd að leita til ESA svo Alþingi setji ekki lög sem það fengi síðan hugsanlega í andlitið aftur. Því miður bendir ýmislegt til þess að þingnefndin telji sig ekki þurfa slíkt álit ESA og er það miður. Ég held að það væri öllum til góðs, að það væri Alþingi sem leitaði eftir slíku áliti áður en frumvarpið verður að lögum, frekar en að það verði dómstólar eða einkaaðilar sem leiti slíks álits síðar.
Seðlabankinn lækkar vexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 1680019
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll baráttujaxll
nú verður að þrýsta á lífeyrisjóðina með ávöxtunarkröfuna. Hana er eðlilegt að þrýsta niður um eitt prósentustig. Svohægt verði að lækka almenna vexti í landinu.
Einnig að vextir á verðtryggðum lánum fari niður í 1,5 til 2%
Það myndi gjörbreyta samfélaginu. Ef eitthvað er að marka þetta hjal með markaðsáhrif á vexti, er eðlilegt að vextir á eldri húsnæðis-skuldbréfum verði einnig færðir niður.
Kristbjörn Árnason, 8.12.2010 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.