Leita í fréttum mbl.is

Bankar með undirboð á fasteignamarkaði

Ég fékk þennan póst frá fasteignasala, sem segir farir sínar ekki sléttar gagnvart samkeppni frá bönkunum.  Ég ákvað að taka út nöfn bankanna sem áttu í hlut.

Smá dæmi sem er ekkert smá dæmi..

Kona sem kom til okkar í lok seinustu viku og var að skoða íbúð í eigu einkaaðila með 100 % láni frá banka A sem henni líkaði það vel að hún lét okkur gera uppkast að tilboði sem hún fór með til að skoða með bankanum sínum sem er banki B sem er svo sem ekki í frásögu færandi.

En hún kemur aftur daginn eftir alveg í sjokki vegna þess að þjónustufulltrúinn sem hún talaði við í banka B sagði henni að vera ekkert að skoða þessa íbúð, banki A réði hver fengi að kaupa hana og gerði þjónustufulltrúinn í banka B allt tortryggilegt, t.d. að kaupverðið væri hærra en fasteignamat og fleira.

Þjónustufulltrúinn sagði henni að hún gæti útvegað henni íbúð á góðu verði sem banki B væri búinn að taka af einhverjum og hún ætti frekar að kaupa eina af þeim íbúðum og mundi hún láta hana hafa lista yfir þær íbúðir og þær íbúðir væru á miklu betra verði.

Konan sagði að ef hún hefði ekki sjálf átt íbúð sem hún ætlaði að fara að selja þá hefði ekki verið víst að hún hefði áttað sig á hve alvarlegt þetta væri, hún gæti t.d. lent í því að aðili sem væri áhugasamur um hennar íbúð væri boðið það sama af öðrum banka en hún væri í og salan fyrir henni mundi eyðileggjast.

Hef heyrt af svona dæmum áður, þ.e. að fólk hefur hringt aftur til okkar eftir að hafa skoðað íbúð hjá okkur sem því líkaði og sagst hætt við að kaupa hana því það hafi fengið íbúð á betra verði í gegnum bankann sinn en aldrei fengið það staðfest áður.

Ég býð ekki í fasteignamarkaðinn, ef það er svona sem bankarnir ætla að vinna.  Ástandið er nógu erfitt hjá fólki sem gengur illa að selja, þó svo að bankarnir fari ekki í undirboð.  Kannski finnst bönkunum íbúðaverð og þar með tryggingar þeirra ekki hafa lækkað nógu mikið.  Þetta er að auki líklegast brot á samkeppnislögum, þar sem bankinn er að reyna að koma í veg fyrir samning milli tveggja aðila sér til hagsbóta.

Mér finnst mjög mikilvægt, að bankarnir raski ekki eðlilegri verðmyndun á markaði með undirboðum eins og þessi saga lýsir.  Raunar held ég að það sé bönkunum til hagsbóta að halda að sér höndum á fasteignamarkaði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: predikari

Haha samkeppnislög, eins og það tapi einhver á samkeppni.

predikari, 7.12.2010 kl. 17:19

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Iss, manni liggur við að segja að það væri þjóðfélaginu til hagsbóta að leggja niður bankakerfið í heild sinni. Við kæmumst örugglega miklu betur af án þess, og þá myndum við aldrei framar þurfa að hafa áhyggjur af peningum. Við myndum svo bara finna einhverja sniðuga lausn á því hvernig við skiptum með okkur verkum í þjóðfélaginu og ávöxtum erfiðisins, með tölvutækni getum við það auðveldlega án þess að þurfa að búa til flóknar fjármálaafurðir sem engu skila.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.12.2010 kl. 17:28

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Marinó,

Bara áframhaldandi glæpastarfsemi bankanna!  Lög ná ekki til íslenskra banka.  Þeir eru sjálfsagt að kvarta hástöfum núna undan því að enginn sé til að slá á klærnar á þeim, svo þeir bara "verða að halda áfram" með þetta;)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 7.12.2010 kl. 20:03

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það þarf alvarlega aðfara að skoða hvernig bankarnir, eða öllu heldur stjórnendur þeirra haga sér! Svona rugl gengur ekki.

Voru bankar og lánastofnanir ekki dæmdar fyrir lögbrot? Eiga þá þeir sem stjórna þessum bönkum ekki að svara til saka fyrir það? Okkur er talin trú um að þeir verði að vera á að minnsta kost áttföldum, jafnvel tíföldum verkamannalaunum, ábyrgðin sé svo mikil hjá þeim!!

Þeir sem stjórna bönkunum núna og voru reyndar flestir mjög ofarlega í keðjunni fyrir hrun, geta ekki skálkað í því skjóli að ólöglegu lánin hafi verið veitt af gömlu bönkunum. Þeir stóðu vörð um þessi lán allt fram á síðasta dag og eru jafnvel enn að efast um dóminn!!

Gunnar Heiðarsson, 7.12.2010 kl. 20:45

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Fenið virðist vera algjörlega botnlaust. Þakka fyrir það á hverjum degi að "eiga" ekki fasteign í dag. Ljótar fréttir :(

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.12.2010 kl. 22:47

6 Smámynd: Hörður Þórðarson

Verð ræðst af framboði og eftirspurn. Ef þú ert að bjóða fram einhverja vöru sem mikið framboð er af en lítil eftirspurn, þá ert þú því miður ekki í mjög góðum málum. Svona er þetta nú og ef menn vilja yfirleitt frjálsan markað verður þetta áfram svona.

Það er von að banki sem á íbúðir sem hann vill losna við geri það sem þarf til að koma þeim út. Það er ekkert óeðlilegt við það. Hann getur ekki neytt neinn til að kaupa eignirnar.

Ég hefði haldið að þeim sem eiga fasteignir væri í hag að koma í veg fyrir það sem Marínó kallar eðlilega verðmyndun, með því að setja á einhverjar reglur sem halda húsnæðisverði hærra en það ætti að vera miðað við ríkjandi markaðsaðstæður.

Marínó vill kannski útskýra hvað hann vill að bankar A,B,C.... geri til að losna við íbúðir sem þeir eiga, ef þeir meiga ekki lækka verðið.

Hörður Þórðarson, 8.12.2010 kl. 01:10

7 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Bara dæmigert fyrir vinnubrögðin sem voru ástunduðu fyrir hrun í bankakerfinu.

Er ekki sama fólkið að vinna í bankakerfinu og er þá nokkuð skrýtið að ekkert breytist.

Við eigum ekki að sætta okkur við þessi vinnubrögð bankastarfsmanna.

Sigurður Sigurðsson, 8.12.2010 kl. 01:13

8 Smámynd: Hörður Þórðarson

Hvernig væri að líta á björtu hliðina? Er þetta ekki frábært fyrir þá sem eru að fara að kaupa sína fyrstu fasteign?

%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%

"Konan sagði að ef hún hefði ekki sjálf átt íbúð sem hún ætlaði að fara að selja þá hefði ekki verið víst að hún hefði áttað sig á hve alvarlegt þetta væri, hún gæti t.d. lent í því að aðili sem væri áhugasamur um hennar íbúð væri boðið það sama af öðrum banka en hún væri í og salan fyrir henni mundi eyðileggjast"

Konan vildi fá verð X fyrir íbúðina. Hvað er að því að selja íbúðina á lægra verði, ef hún fær íbúðina sem hun kaupir á lægra verði líka? Ég held að konan ætti að hugsa aðeins lengra og ekki bara um það hvað hún fær sjálf fyrir sína eign, heldur líka hvað sá aðili sem hún kaupir eign hjá fær fyrir sína fasteign. Ef báðar eignirnar lækka svipað frá því verði sem ríkti þegar fasteignaverð á Íslandi var fáránlega hátt skiptir þessi lækkun nákvæmlega engu máli fyrir konuna. Synd að konan skuli ekki sjá lengra en nefið hennar nær...

Hörður Þórðarson, 8.12.2010 kl. 02:30

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er það ekki einmitt ástðan fyrir permasrosti á fasteignamarkaði að reynt er að hala verðum í ískrandi hámarki. Það er vilji fasteignasala, húseigenda og banka. Þessir aðilar sjá ekki að með þessari afneitun eru þeir að grafa sér gröf.  Það er skiljanlegt að húseigendur, sem skulda 150% í eign sinni vilji sjá verð hennar lækka. Þeir eru hinsvegar í afneitun á það að þeir hafi tapað á hruninu, rétt eins og bankarnir.

Ef þessi tappi losnar ekki þá mun fasteignamarkaðurinn hrynja með meira tapi en ella.  Ég held að það sem liggi að baki hérna sé einhver undarleg blanda af afneitun og græðgi. Face the music. Það varð hrun og allir töpuðu. Þegar fólk sættir sig við það og að hafa klúðrað eigin  málum í einfeldni sinni og gróðavon, þá komast viðskipti í eðlilegn farveg hér.

Íbúðaverð er of hátt og besta mál ef reynt er að gíra það niður. Þeir sem sitja uppi með yfirskulsettar eignir get annað hvort sætt sig við tapið eða setið uppi með eignina þar til hún étur þa´sjálfa upp.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.12.2010 kl. 06:26

10 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Er það ekki einmitt ástðan fyrir permasrosti á fasteignamarkaði að reynt er að hala verðum í ískrandi hámarki." 

Augljóslega.

Alveg 100% sammála, Jón.

Hörður Þórðarson, 8.12.2010 kl. 07:32

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hvernig væri að líta á björtu hliðina? Er þetta ekki frábært fyrir þá sem eru að fara að kaupa sína fyrstu fasteign?

Það má svo spyrja sig hvort bankar eigi að leika aðalhlutverkið í þessu, frekar en þegar þeir blésu upp bóluna?

Það er Húsasmiðju fnykur af þessum vinnubrögðum.  Væri það ekki dásamlegt ef bankarni útveguðu ódýra Kínverja til að starfa og lifa í þessu landi, þá yrðu atvinnuleysis- og örorkubætur ekki lengur lágar og verkalýðshreyfingin gæti sofið áfram.

Magnús Sigurðsson, 8.12.2010 kl. 07:33

12 Smámynd: Friðrik Jónsson

Þetta eru sömu vinnubrögð sem ég sá fyrst fyrir rúmum tæpum 30árum síðan og þótti bara flott þá.

Friðrik Jónsson, 8.12.2010 kl. 07:51

13 identicon

Pass på Marino: Orð og skrif fasteignasala skal taka með varúð, já varúð og aftur varúð. Þar eru nefnilega menn af misjöfnu sauðarhúsinu, það hefur reynslan kennt mér og öðrum. Það verður seint að ég beri hönd fyrir höfuð bankana, en þar sem fasteignasali á í hlut og sérstaklega á þeim tímum sem við erum á núna skulum við vera með báða fæturnar á jörðinni. Hvað varðar konuna sem þú talar um þá held ég að þetta sé ekki slæmt ráð þjónustufulltrúans í bankanum svo fremi sem henni líkar viðkomandi íbúð, held frekar að fasteignasalinn sé að snúna hlutum á skjön þarna.

Kristinn Jon sson (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 08:35

14 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hörður Þórðarson er að reyna að rétlæta það sem heitir á samkeppnismáli undirboð.  Bankinn vissi hvaða verð konan var búin að bjóða í íbúð.  Hann er í því hlutverki að sinna viðskiptum um fjármál og konan leitaði til bankans í þeim tilgangi.  Þjónustufulltrúinn fer þá allt í einu að virka sem sölumaður fasteignar, sem er hvorki hlutverk hans né hefur hann menntun til þess.  Hann reynir að grafa undan kaupunum, gera lítið úr viðskiptaviti viðskiptavinarins og kemur með undirboð.  Þetta hefur ekkert með eðlilega verðmyndun að ræða.  Eðlileg verðmyndun er þegar fasteignir eru boðnar fram á almennum markaði og menn nýta sér ekki viðskiptasamband um fjármál, nota bene trúnaðarsamskipti banka og viðskiptavinar, til þess að reyna að koma í veg fyrir að viðskipti við þriðja aðila eigi sér stað, bankanum til hagsbóta.

Ég hafði samband við upplýsingafulltrúa viðkomandi banka og var tjáð að háttarlag viðkomandi starfsmanns væri skýrt brot á starfsreglum.  Meira að segja upplýsingafulltrúinn áttaði sig á því að þjónustufulltrúinn hafði farið yfir strikið.

Marinó G. Njálsson, 8.12.2010 kl. 08:41

15 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hörður, ég vil að bankarnir auglýsi eignirnar hjá fasteignasölum og noti þannig sömu leið og aðrir sem eru með eignir á sölu.  Ég vil að bankinn haldi aðskildri almennri bankaþjónustu og þar með fjármálaráðgjöf og sölu á eignum sem hann hefur til ráðstöfunar.  Komi viðskiptavinur til bankans og falist eftir því að kaupa eitthvað sem bankinn er með til sölu, þá er besta mál fyrir hann að greina frá því.

Verð sem sett er fram í þeim eina tilgangi að reyna að koma í veg fyrir samning sem er í burðarliðunum og ekki hefur verið óskað eftir slíku verði heitir undirboð.  Undirboð eru ólögleg samkvæmt íslenskum lögum.

Friðrik, mér er alveg sama hvað viðgekkst fyrir 30 árum, sé það ólöglegt núna, þá er það ólöglegt.

Marinó G. Njálsson, 8.12.2010 kl. 08:46

16 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hér hefur ekkert verð verið nefnt og þið hafið ekki hugmynd um hvort íbúðin sem konan ætlaði að kaupa var hátt verðlögð eða ekki.  Henni fannst verðið sanngjarnt og vildi kaupa.  Er það ekki það sem skiptir mestu máli.  Hún var tilbúin að ganga að kaupunum.

Er fólk svo gjörsamlega sneytt allri velsæmi?  Er búið að jarða viðskiptasiðferði?  Kannski helst af öllu:  Ef þið, ágætu herramenn, sem finnst þetta allt í lagi, væruð seljandi fyrri íbúðarinnar, þætti ykkur allt í lagi að þriðji aðili reyndi að skemma fyrir, vegna þess að hann væri að notfæra sér trúnaðarupplýsingar sem honum væri veittur aðgangur að?

Marinó G. Njálsson, 8.12.2010 kl. 08:54

17 identicon

Marino: Er sammál þér þér í flestu en ég skil bara ekki afhverju í ósköpum þú villt eftirfarandi. 

"ég vil að bankarnir auglýsi eignirnar hjá fasteignasölum og noti þannig sömu leið og aðrir sem eru með eignir á sölu"

Afhverju í ósköpum vilt þú að fasteignasalar hafi einhver einkarétt á þessu og hirðir hundruði þúsunda og milljóir fyrir viðvikið.

Sá kostnaður endar óbeint á kaupandanum, það veist þú mæta vel. Auk þess eykst flækju stigið til muna hjá fasteignasalanum, hann vinnur jú fyrst og fremst fyrir sig þó eitthvað annað standi annarstaðar.

Það er betra að kaupa og semja beint af bankanum, í stað þess að hafa þriðja aðila í millum með sínum óheyrilega kostnaði og veseni.

Kristinn Jonsson (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 09:40

18 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Kristinn, það verður alltaf löggiltur fasteignasala að koma að svona viðskiptum.  Svo segir í lögum. 

Þóknunin verður tekin hvað sem tautar og raular.  Bankinn getur alveg gert samkomulag við löggiltan fasteignasala um að veita afslátt af þóknunum, það er samningur þeirra á milli og koma kaupanda ekkert við.  Kaupandi greiðir fasteignasala ekki þóknun fyrir að fá að kaupa í gegn um hann.

Marinó G. Njálsson, 8.12.2010 kl. 09:59

19 identicon

Marino. Nú er ég smá hissa: Það stendur hvergi í lögum að svokallaður  löggiltur fasteignasali hafi einhvern einkarétt á sölu fasteigna, því fer viðs fjarri. Þarna er um mikin misskilning hjá mörgu fólki að ræða  (Skal senda þér uppl. um það á mali til þín)

Annað: Ég veit mæta vel að það er seljandinn sem greiðir þóknun af söluvirði til fasteignasalans enda sagði ég að ÓBEINT myndi kaupandinn greiða þau, auðvitað er það svo að neytandinn/kaupandinn greiðir hlutina þegar upp er staðið, það vita allir.

Kristinn Jonsson (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 10:15

20 Smámynd: Friðrik Jónsson

Marino það voru ekkert mín orð að þetta væri lögleg,ég var bara að benda á að þetta væru engar fréttir sem þú ert að tilkynna hér.Þetta hefur viðgengist fyrir allra augum síðan ég man eftir mér og aldrei verið gert neitt í því,bankar hafa tekið fasteignir og látið valið fólk kringum sig fá þær á gjafprís,þetta sagði lögfræðingur bankans við mig fyrir 30árum,ég var þá í leiguíbúð og viðstaddur uppboð sem hann átti lægsta boð í.

Friðrik Jónsson, 8.12.2010 kl. 10:42

21 Smámynd: Friðrik Jónsson

Og til að svara spurningunni þá finnst mér ekki rétt að bankarnir séu að undirbjóða markaðinn og einnig skrítið því það skaðar þá eflaust mest.En ég er ekki heldur hlynntur því að fasteignasalar hafi einhvern einkarétt á því að selja fasteignir,þeirra þóknun er oft algjör steypa og úr öllu samhengi við getu fólks.

Friðrik Jónsson, 8.12.2010 kl. 10:51

22 Smámynd: Karl Ólafsson

Marinó, þú gerir þér alveg grein fyrir af hverju bankarnir setja ekki fasteignir í þeirra eigu á frjálsan markað, er það ekki?

Það er nefnilega svo að fasteignamarkaðurinn á enn inni sitt hrun. Eignaverð hefur ekki hrapað hér, þó offramboð eigna og autt húsnæði æpi á mann hvert sem maður fer. Fengi hinn 'frjálsi' markaður að ráða fasteignaverði þannig að framboð fasteigna lægi ljóst fyrir held ég að hver maður sjái að fasteignaverð hér félli um einhverja tugi prósenta í viðbót. Þessum markaði er hins vegar ekki leyft að hrynja hér (enn sem komið er alla vega). Því hvernig færi það með eiginfjárhlutfall bankanna, lífeyrissjóðanna, ÍLS og síðast en ekki síst almennra fasteignaeigenda (þegar lánin þeirra héldu samt áfram að hækka enn hærra upp fyrir verðmæti eignarinnar, vegna þess að bensín, sígarettur, barnamatur og brennivín hækkar meira en svo að lækkun fasteignaverðsins vegi á móti því í verðtryggingunni)?

Vegna þess að hinum 'frjálsa' markaði er ekki leyft að ráða hér skapast þetta þrælskakka undirheimapotskerfi þar sem bankarnir beita svona brögðum til þess að losna við sínar eignir. Ég efa það stórlega að toppunum innan viðkomandi banka sé þetta ekki ljóst og ég efa það stórlega að þetta sé eitthvert einsdæmi. Mér kæmi heldur ekki á óvart að gangi slík viðskipti í gegn sé brögðum beitt til þess að kaupsamrningurinn hljóði upp á hærri upphæð til þess að fasteignaverðsvísitalan fari ekki á skrið niður á við vegna svona díla.

Karl Ólafsson, 8.12.2010 kl. 22:00

23 Smámynd: Hörður Þórðarson

Takk fyrir svarið, Marinó.

Hörður Þórðarson, 8.12.2010 kl. 23:04

24 Smámynd: Billi bilaði

Karl Ólafsson: „Eignaverð hefur ekki hrapað hér“!

Var mig þá að dreyma þegar ég loks náði að selja mína eign?

Billi bilaði, 9.12.2010 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 1680564

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband