Leita í fréttum mbl.is

Áhugaverður fréttamannafundur

Ég var að hlusta á fréttamann fund ríkisstjórnarinnar, fjármálafyrirtækjanna og lífeyrissjóðanna.  Margt áhugavert koma fram, en skemmtilegast var þó að fylgjast með því hvernig þau tipluðu í kringum tölur eins og þær væru baneitraðar.

Guðjón Rúnarsson hjá Samtökum fjármálafyrirtækja sagði þó að "kostnaður" fjármálafyrirtækjanna væri um 90 ma.kr.,  Jóhanna sagðist áætla að 2/3 félli á bankana og 1/3 á Íbúðalánasjóð og lífeyrissjóðina og Arnar Sigurmundsson áætlaði að hlutur lífeyrissjóðanna væri 1/3 af 1/3 eða á bilinu 10 - 15 ma.kr.  Miðað við að 2/3=90 ma.kr., þá er 1/3=45 ma.kr. og heildarkostnaður 135 ma.kr.  Hlutur Íbúðalánasjóðs er áætlaður 30 ma.kr. og lífeyrissjóðanna 15 ma.kr.  Þar höfum við það.

Arnar Sigurmundsson var vandræðalegur þegar hann var að lýsa kostnaði og áhrifum.  Hann fór þvert á allt sem hann hefur sagt áður á fundum sem ég hef setið. Valdi hann í staðinn að ganga í smiðju okkar hjá Hagsmunasamtökum heimilanna um að innheimta lána verði betri, að sumt væri hvort eð er tapað og að þetta hefði nú óveruleg áhrif á réttindi sjóðfélaga.  Ég get ekki skilið að 27 ma.kr. leiðrétting setti allt á annan endann, en 15 ma.kr. leiðrétting skipti engum máli.

Ég vil fagna þessu útspili stjórnvalda, en lýsa samt yfir ótta mínum um að verið sé að skilja ákveðna hópa eftir við ókleifan hamarinn.  Niðurstaðan er að farið er í að afskrifa sokkinn kostnað, en þó ekki allan, og ekki krónu umfram það.  Svo er það náttúrulega hópurinn sem lifir undir fátæktarmörkum og getur ekki framfleytt sér hvað þá greitt húsnæðiskostnað.


mbl.is Skuldir færðar niður í 110%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er semsagt verið að koma þeim til hjálpar sem skuldsettu sig sem mest. Tóku helst 100% íbúðarlán osfrv.

Hvað er gert fyrir aðilan sem keypti sér íbúð kannski 2005-2007, tökum dæmi. Íbúðin kostaði c.a 14 milljónir, lántaki borgar inná 3 milljónir og tekur 11 milljóna króna lán.

Í dag stendur lánið í 16 milljónum tæpum og verðið á íbúðinni hefur farið lækkandi.

Ævisparnaður lántaka sem hann notaði til að borga inn á íbúð sína er hvða... "horfinn" ? hókus pókus horfið bara.. hvað er gert fyrir þetta fólk?

Sem hefur enn kannski efni á að borga af íbúðinni sinni en horfir á lánið fara hækkandi við hverja afborgun.

Á nú eftir að kynna mér þessi úrræði betur. En þetta eru vonbrigði.

Einar (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 13:19

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það á að eyða öllu púðrinu í dauða og drukknandi og láta þá sem standa undir samfélaginu taka skítabombuna.

Ef þetta er raunin að þá geta stórskuldararnir verið ánægðir hér einir.

Allir aðrir láta ekki bjóða sér það að öllu þeirra sé stolið og flytur því á brott!

Óskar Guðmundsson, 3.12.2010 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 1680019

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband