3.12.2010 | 10:13
Afstaða PwC til endurskoðunar vekur undrun mína
Ég get ekki annað en furðað mig á því viðhorfi PwC til ytri endurskoðunar, að hlutverk fyrirtækisins sé eingöngu að skoða gögn sem lögð eru fram án þess að sannreyna að þau séu rétt. Raunar trúi ég því ekki að fyrirtækið hafi almennt viðhaft slík vinnubrögð, þó það hafi opinberlega haldið slíku fram. Hér hefur eitthvað skolast til. Ég neita að trúa öðru.
Nú starfa ég m.a. við úttektir og hef fylgst með vinnu innlendra og erlendra úttektarmanna. Í öllum þeim úttektum hefur mikilvægasti þáttur úttektanna snúist um að sannreyna gildi upplýsinga. Ekki að efast um hlutirnir séu réttir, heldur fá að skoða undirliggjandi gögn til að rekja hvernig komist var að niðurstöðunni. Fá að sjá skjöl, rekja slóð ákvarðana, fara yfir útreikninga (þar sem það á við), sannreyna niðurstöðuna. Hingað til hef ég upplifað alls konar hluti, allt frá því að menn lesi yfir það sem þeir fá í hendur og kvitta upp á án þess að sýna nokkra þekkingu á því sem þeir eru að gera, til þess að slóðin er rakin lið fyrir lið til að skilja helstu undirliggjandi þætti.
Úttekt, hvort sem hún heitir endurskoðun, innri úttekt eða vottunarúttekt er alltaf byggð á stikkprufum. Ekki er hægt að ætlast til þess að menn skoði allt sem þarf að skoða, en mikilvægt er að veigamestu atriðin séu skoðuð minnst árlega og tekin sé stikkprufa úr öllum þáttum starfseminnar (sem úttekt/endurskoðun nær til) á nokkurra ára tímabili. Úttekt/endurskoðun getur aldrei byggst á því að taka orð eða tölur á blaði trúanlegt án þess að staðreyna hlutina.
Krefur PwC um bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 276
- Frá upphafi: 1680564
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Var það ekki Reagan sem sagði "trust, but verify"?
Guðmundur Ásgeirsson, 3.12.2010 kl. 11:42
Sæll Marinó,
Mér heyrist á PwC að hlutverk endurskoðenda sé eingöngu að leggja saman tölur í ársreikningum til að sjá hvort þær stemmi!
Svona til samanburðar og fróðleiks fór ég á stúfana og gróf upp siðareglur Bandarískra endurskoðenda frá Public Company Accounting Oversight Board á http://pcaobus.org/Standards/Auditing/Pages/default.aspx og American Institute of CPAs (Certified Public Accountants) á http://www.aicpa.org/Research/Standards/AuditAttest/Pages/SAS.aspx og http://www.aicpa.org/Research/Standards/AuditAttest/DownloadableDocuments/AU-00110.pdf)
Ég fann líka fróðlega grein í CPA Journal á http://www.nysscpa.org/cpajournal/2008/208/essentials/p32.htm frá því í Febrúar 2008. Þar fann ég m.a. þennan gullmola, sem mér fannst einkar áhugaverður:
"AU section 316.15-–16 emphasizes how important it is that audit team members have a questioning mind. The auditors should be aware of the management’s incentives to commit fraud as well as the opportunity for fraud to be perpetrated. This evaluation requires an awareness of the culture and environment of the firm that might enable management to rationalize committing fraud. Furthermore, audit team members should be diligent in obtaining appropriate evidence to support their judgments. "
Á þessu sýnist mér að a.m.k. hér í Bandaríkjunum sé endurskoðendum uppálagt að hafa augun opin og sannreyna upplýsingar - Trust but verify, eins og Guðmundur sagði. Jú Reagan notaði þetta oft en hann fékk þetta lánað úr rússnesku - doveryai, no proveryai (Доверяй, но проверяй) - trust, but verify (a.m.k. þannig þýðir Google þetta;)
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 3.12.2010 kl. 16:33
Eins og ég sagði, þa´held ég að eitthvað hafi skolast til í túlkun á tilkynningu PwC og trúi því þar til órækar sannanir fyrir hinu gagnstæða koma í ljós. Ég er samt á því að eitthvað hafi farið verulega úrskeiðis, en spurningunni sem ekki hefur verið svarað er: Hvar liggja mistökin?
Marinó G. Njálsson, 3.12.2010 kl. 16:51
Sæll Marinó,
Maður veit ekki hverju maður á að trúa! Rakst á þetta yfir síðdegiskaffinu: http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2010/12/03/fa_um_25_prosent_lana_endurgreidd/
810 milljarðar til félaga án tekna! Maður bara skilur ekki baun!
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 3.12.2010 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.