Leita í fréttum mbl.is

Tapaðar skuldir afskrifaðar en aðrir sitja að mestu uppi með tjón sitt

Verði þessi aðgerðapakki stjórnvalda og fjármálafyrirtækja hins vegar að veruleika, þá ber því að fagna.  Ég hefði viljað sjá aðra útfærslu, en ætla ekki að láta eins og frekur krakka með því að fara í fýlu.  Virða verður allt sem gert er.

Í frétt Morgunblaðsins er slegið á tölur og þó þær séu ekki alveg nákvæmar samkvæmt þeim gögn um sem ég hef aðgang að, þá er stærðargráðan nokkuð nærri lagi (sjá færslu hér í gær Markmið og árangur af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar).  Hafa skal í huga að samkvæmt reikningsskilareglum fjármálafyrirtækja, þá ber þeim að færa á varúðarreikning útistandandi lán sem eru umfram trygginguna að baki láninu.  Strangt til tekið eru fjármálafyrirtækin eingöngu að gera slíkt og síðan færa fyrningarfrest kröfunnar niður í 0 ár.  Vegna þeirra lána sem fara í gegn um sértæka skuldaaðlögun, þá er verið að setja fyrningarfrestinn á 3 ár með möguleika á að fyrning verði rofin fyrir lok þess tíma.

Vaxtabætur og vaxtabótaauki er aftur alveg nýtt framlag.  Samkvæmt því sem fram hefur komið í fjölmiðlum ætlar ríkisstjórnin að hætta við að lækka vaxtabætur um 2 ma.kr., en halda sig við ný tekju- og eignamörk.  Þá hefur verið rætt um ótekjutengdan vaxtabótaauka upp á 6 ma.kr. sem á að fjármagna með skatti á fjármálafyrirtæki.  Loks heyrðist mér Jóhanna nefna það í fréttum í gær, að stefnt sé að því að lækka vexti húsnæðislána.  Verði það ofan á, þá er það líklegast mesta kjarabótin í þessum aðgerðum.

Gallinn við aðgerðapakkann er að þeir hógværu sitja uppi með hækkun höfuðstóls lána sinna.  Leiðrétting þeirra felst í lækkun vaxta (ef af henni verður), en hún kemur til allra.  Aðgerðapakkinn mismunar lántökum því gróflega eftir því hvað þeir skuldsettu sig mikið.  Hættan við þetta er líka, að einhverjir í hópi hinna hógværu séu komnir í greiðsluvanda, þó skuldsetning þeirra sé ekki mikil.  Vaxtalækkunin slær á þennan greiðsluvanda, en ekki víst að hún leysi hann alveg.

Þar sem augu manna hafa nær eingöngu beinst að húsnæðislánum, þá finnst mér rétt að draga athyglina að öðrum skuldum heimilanna.  Þær eru um 700 ma.kr.  Þetta er tifandi tímasprengja sem ekki verður slökkt á nema með afnámi verðtryggingar á neytendalánum (þar með húsnæðislánum) og verulegri launahækkun.  Síðan þarf að verða hugarfarsbreyting í þjóðfélaginu.  Við verðum að fara að breyta neyslu úr kreditneyslu í debetneyslu.  Þá er ég ekki að tala um að hætta að nota kreditkort og nota bara debetkort, heldur að það sé til peningur fyrir neyslunni þegar hún á sér stað.

Í lokin verð ég að fjalla um skattlagningu séreignarlífeyrissparnaðar. Svo aumingjalegt sem það nú er, þá lítur fjármálaráðuneytið svo á, að séreignarlífeyrissparnað eigi helst ekki að skattleggja í neðsta skattþrepi.  Hann eigi hreinlega að verða til þess að fólk greiði tekjuskatt í hærri skattþrepi.  Mér hefur alltaf fundist þetta fáránlegt og hef ítrekað, fyrir hönd Hagsmunasamtaka heimilanna, í umsögnum til og á fundum nefnda Alþingis lagt til að úttekt á séreignarlífeyrissparnaði væri skattlög í lægsta skattþrepi og hefði ekki áhrif á skattþrep annarra tekna.  Mér finnst það í hæsta máta óeðlilegt að ríkið níðist á fólki með sköttum, þegar það er að reyna að bjarga efnahag sínum.


mbl.is Rætt um verulegar afskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1680018

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband