22.11.2010 | 08:29
DV birtir úreltar upplýsingar
Ég vil bara taka það fram, að upplýsingar DV um skuldastöðu okkar hjóna eru rangar. Er snilli þessara mann slík að þeir vita ekki hvað þeir eru að tala um. Ég benti blaðamanni á það í klukkutíma löngu símtali í gærkvöldi að tala hans væri röng, en það hefur ekki komist til skila. Ekki er tekið tillit til dóma Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar. Ég held ég hafi nefnt við hann 6 sinnum í símtalinu að þessi tala væri röng. En menn láta ekki sannleikann flækjast fyrir sér, þegar hægt er að bera ósannindi á borð fyrir alþjóð.
Annað sem blaðamaður skilur ekki er hvernig framkvæmdalán virka. Um er að ræða EITT lán, sem greitt er út í hlutum og gefið út veðskuldabréf í hvert sinn. Fjöldi lána er því líka rangur.
Mál þetta verður kært til siðanefndar Blaðamannafélagsins. Hver sá fjölmiðill sem tekur þessa frétt upp má búast við sambærilegri kæru.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 426
- Frá upphafi: 1680816
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég ætla að gerast svo grófur að benda Marínó og HH á leið til að hífa umræðuna upp á hærra plan. Heimta að allir fái sértæka lausn á sínum skuldamálum. Málið leyst og ríkisstjórnin getur byrjað að gera eitthvað að viti án slæmrar samvisku. IMF fær sitt og HH líka. Allir vinir í skóginum í anda niðurstöðu nýlegs þjóðfundar.
En ég skil ekki þessa spéhræðslu Marínós um einhver lán sem hvíla á honum. Eða er það ekki málið heldur vill hann ekki að sín persóna verði til umfjöllunar í fjölmiðlum. Varla minnkar sú umfjöllum við kærur?
Björn (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 08:58
Blaðamaður hjá DV var kominn langt áleiðis með að fjalla um nótulaus viðskipti SP fjármögnunar, var búinn að skrifa langa frétt sem ég fékk að lesa yfir. Ágætlega skrifuð enda hafði hann fengi hjá mér fjölda gagn sem sýndu klárlega að verið væri að stinga undan virðisaukaskatti í stórum stíl (eða rukka vsk. á hluti/þjónustu sem aldrei fóru fram). En síðan birtist fréttin aldrei!
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 22.11.2010 kl. 10:02
Mér kemur ekki við hver þín skudlastaða er. Ég bjóst fastlega við að hún væri einhver annars værirðu ekki í þessari baráttu. Það sama á við um mig, ég væri ekki í þessari baráttu án þess að skulda.
Alveg eins og áður hefur verið nefnt að í öllum hagsmunahópum er fólk drifið af hagsmunum sínum tengt þeim. Og bara mjög eðlilegt.
DD (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 10:20
Það er svo kyrfilega búið a spyrða saman hagsmunum og spillingu í umfjöllunum blaðamanna að þeir sá engan mun á hugtökunum. Það er sorglegur vitnisburður um takmarkaða greind margra í þeirri stétt.
Allir hafa hagsmuni. Eiginhagsmuni og almenna hagsmuni. Við höfum hagsmuni af lögæslu, sjúkraþjónustu og menntun, lægri vöxtum og ekki síst af heiðarleika í viðskiptum.
Bankaelítan hefur breytt yfir yfirgang sinn og lögbrot með að kalla það hagsmuni. Það að rýja sparifjáreigendur og almenna hlutafa inn að skyrtunni flokkaðist undir hagsmuni bankans. Á sama hátt túlka þeir það sem tap að þurfa að skila þýfinu til baka. Það er sósíóptía en ekki hagsmunagsla. Græðgi án tillits til afleiðinga.
Við kjósum fulltrúa á þing til að gæta hagsmuna heildarinnar en þeir hygla góðvinum og glæpamönnum í staðinn.
Hagsmunagæsla er að gæta sinna hagsmuna um leið og annarra því ef það er ekki gert, þá er það engra hagur eins og staðan í dag sýnir.
Í þessari vanhæfni til að greina þennan mun felst sú siðblinda, sem hrjáir þá sem efst í fæðukeðjunni sitja. Það verður líka þeirra fall, eins og alltaf í gegnum alla söguna.
Marinó hefur fundið þessa blindu á eigin skinni eins og obbi þjóðarinnar og hefur ákveðið að fórna tíma sínum og orku til að leita réttlætis fyrir heildina. Hann hefur þann alltof sjaldgæfa eiginleika að hafa djúpa réttlætiskennd. Réttlætiskenndin er einmitt það hugtak sem skilgreinir heilbrigða almenn hagsmunagæslu frá botlausri græðgi, eigingirni og siðblindu.
Það fækkar enn um blað í á mínu heimili. Ég legg til að fólk andævi siðblindunni með að strika DV út af áskriftalistanum.
Athyglivert að fá þennan vitnisburð Þórdísar, sem staðfestir hverra hagsmuna DV er að gæta og hverra þeim er annt um að grafa undan.
Það er ótrúlegt að það mál sem hún nefnir, skuli þagað í hel.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.11.2010 kl. 11:31
Ég keypti DV ekki áður en eigendaskiptin urðu,né hef ég keypt það eftir að núverandi eigendur tóku við.Ég gleymi aldrei vandræðagangi Reynis þegar viss blaðamaður tók upp samtal þeirra vegna fréttar sem var víst í óþökk eigenda.
Og tek undir með Jóni Steinari með hvað Þórdís er að segja okkur.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 22.11.2010 kl. 12:58
Pressan og Jónas halda því fram að ég sé með hótanir. Svo er ekki. Ég er að greina frá því til hvaða aðgerða ég mun grípa. Það eru ekki hótanir heldur leið til að verja einkalíf mitt. Með úrsögn úr stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna, þá vék ég úr sviðsljósinu. Þar með gilda ekki þau rök, að fjalla skuli um mín einkamál á opinberum vettvangi.
Af hverju er það hótun að menn viti fyrirfram til hvaða aðgerða ég mun grípa? Er það kannski vegna þess, að þeir vita að umfjöllun um mín einkafjármál eru brot á siðareglum Blaðamannafélagsins? Það væri þá aldrei. Mín skoðun er sú að umfjöllun DV um mig hafi brotið gegn 3., 4. og 5. grein siðareglna Blaðamannafélags Íslands.
Marinó G. Njálsson, 22.11.2010 kl. 13:14
Mér finnst skömm að því hvernig fjölmiðlum á Íslandi finnst sjálfsagt að vega að einkalífi þess fólks sem býður starfskrafta sína í það að vinna öðrum meðborgurum sínum gagn.
Almenningi á Íslandi kemur einfaldlega ekkert við hver fjárhagur þinnar fjölskyldu er.
Sá einstaklingur sem réttir upp hendi og býður sig til starfa á opinberum vettvangi, mér liggur við að segja að það sé sama hver sá vettvangur er, hann þarf alltaf að eiga von á því að hendin sé höggvin af honum.
Eðlileg og sjálfsögð siðferðismörk eiga að vera í heiðri höfð - á milli einkalífs og opinberra starfa fólks.
Líka í litu samfélagi eins og Íslandi.
Marta B Helgadóttir, 22.11.2010 kl. 14:41
Mér finnst skulda eða eignastaða manna ekki skipta máli þegar þeir berjast fyrir því sem þeim finnst réttlætismál.
Nú er svo komið að engin má tala máli skuldara nema að hann sé um leið vefengdur og að það sé skýlaus krafa um að þjóðin verði að vita allt um viðkomandi vegna almannahagsmuna.
En afhverju gildir það ekki um þá sem að harðast berjast gegn leiðréttingunni eru það ekki almannhagmunir að vita hvort að þeir gætu verið að verja þær innistæður sem að mínu mati voru ranglega tryggðar á kostnað skuldara í bankahruninu.
Ef við þurfum að vita skuldir annars aðilans viljum við líka vita eignir mótaðilans það er bara réttlátt og býst ég við að geta lesið um banka yfirlit einhvers þeirra sem berjast gegn leiðréttingunni fljótlega.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 22.11.2010 kl. 14:56
Sæll Marinó
Er þetta frétt? Einn aðal baráttumaður fyrir skuldaleiðréttingu á skuldum almennings.. skuldar! Eru þessir fjölmiðlar svo aumir að þeir vilja frekar fara í manninn en málefnið. Hvað er eiginlega í gangi? Er ekki nóg að þurfa að horfa uppá siðleysið í bankakerfinu, spillta sjórnmálamenn og stöðutöku með fjármagnseigendum þegar allt hrundi. Nei, við skulum líka fá yfir okkur svona vandaða blaðamennsku.. á lægsta plani!
Hvar endar þetta eiginlega?
Þetta hefur fleiri hliðar en hafið þið tekið eftir að meira segja rúv er farið að nota ákveðið málfar þegar fjallað er um skuldavanda heimilana.
Það er aldrei talað um leiðréttingu, alltaf eftirgjöf á skuldum eða flatan niðurskurð á skuldum. Það er orðin til 'ríkis línan' í umfjöllun rúv á málefninu. Er þetta gert með ríkisritskoðun?
vj (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 15:24
Skil þig vel, Marinó. Og velkominn í hópinn!
Skorrdal (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 18:00
Ég vil nú samt í öllu þessu geta þess sem vel er gert í frétt DV, þ.e. í prentútgáfu blaðsins. Það er skýrt út hvernig skuldirnar komu til, að ég sé ekki á vanskilaskrá, að við hjónin eigum hús sem ekki hefur tekist að selja þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og ekkert af skuldum okkar eru vegna annars en húsnæðis og svo reksturs míns. Nú væri gott að þeir birtu þetta líka á netinu.
Marinó G. Njálsson, 22.11.2010 kl. 18:15
Er ekki málið núna Marinó að keyra bankana í kaf til að þeir átti sig á mætti fólksins? ;)
Ætli okkur tækist það núna? :)
http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/eric-cantona-veldur-uppnami-i-franska-bankakerfinu-thusundir-taka-sparife-sitt-ut-ur-bonkum
Andrea Ólafs (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 21:50
Mér skilst að einhverjir séu að vinna að þessu hér á landi.
Marinó G. Njálsson, 22.11.2010 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.