22.11.2010 | 00:07
"Ef þið viljið skrifa ruslfrétt, þá skrifið þið ruslfrétt"
Fyrirsögnin er tilvitnun í breskan biskup, sem var með sjálfstæða skoðun á konungsfjölskyldunni bresku og lét hana í ljós á facebook síðunni sinni. Þegar fjölmiðlar fóru heim til hans til þess að spyrja hann nánar út í þessi ummæli, þá sagðist hann ekki ætla að svara og sagði bara þessi fleygu orð: "Ef þið viljið skrifa ruslfrétt, þá skrifið þið ruslfrétt." Líklegast var blessaður biskupinn að vísa til þess að fjölmiðlar láta stundum ekki sannleikann koma í veg fyrir að skrifa það sem þeim dettur í hug. Við leiðsögumenn segjum oft, að standi valið á milli staðreynda og góðrar sögu, þá hefur sagan vinninginn.
Á síðustu dögum hef ég fengið að finna fyrir því að fjölmiðlar geta bitið hluti í sig. Menn kunni ekki að greina á milli mannsins og skoðana, umræðu og einkalífs. Hefur þetta valdið miklum óþægindum og hugarangri hjá heimilisfólki. Hvernig skýrir maður það fyrir barni að fjölmiðlar vilji slúðra um mann vegna þess að þeir þurfa að selja miðilinn sinn?
Ég fékk annað símtal í kvöld frá blaðamanni sem gat ekki gert greinarmun á mér sem baráttumanni fyrir réttlæti í þjóðfélaginu og mér sem fjölskyldumanni og heimilisföður sem allar þær skuldbindingar sem fylgir þeirri stöðu. Líkt og í síðustu viku, þá vildi blaðamaðurinn blóði væta góm án þess að sjá neitt athugavert að taka mig út einan allra sem standa í þessari baráttu. Og það skipti viðkomandi engu máli að ég væri hættur í stjórn HH.
Mér skilst að ástæðan fyrir því að skuldastaða mín sé svona spennandi umfjöllunarefni er að húsið sem við hjónin byrjuðum að byggja á haustmánuðum 2006 sé svo stórt. Glæpur minn er að húsið er stórt. Ástæðuna hef ég margoft gefið upp: Fjölskyldan er stór (6 manns), ég er með eigin rekstur heima hjá mér, konan mín hefur áhuga á að vera með sinn rekstur heima líka og kjallarinn bættist við vegna aðstæðna á staðnum. Annað atriði, sem gefið er upp, er að ég sé svo skuldsettur. Já, þegar fólk situr uppi með tvö hús, þá fylgir því að skuldir eru meiri en þegar maður er með eitt hús. Við hjónin gætum nýtt okkur lög um úrræði fyrir fólk með tvær eignir, en höfum ekki gert það ennþá vegna þess að við viljum freista þess að vinna úr þessu sjálf. Í þessu tilfelli er glæpur okkar að hafa ekki nýtt okkur lagaleg úrræði, vegna þess að við vonumst til að fá kaupanda. Kannski gerist það að til okkar kemur kaupandi sem er með nógu gott kauptilboð. Eins og staðan á fasteignamarkaðnum er, þá finnst mér ólíklegt að við fáum slíkt tilboð, en aldrei segja aldrei. Því auglýsi ég eftir áhugasömum aðila, sem vantar 207 fm raðhús á besta stað í Kópavogi og hefur góð fjárráð. Kannski væri ég minna spennandi umfjöllunarefni, ef okkur hefði tekist að selja fyrir löngu og tekið á okkur tap upp á 10 - 15 m.kr. En svo ég skýri það út af hverju við settum ekki á sölu fyrr, er að konan mín er með MS-sjúkdóminn. Vafstur í kringum flutninga reyna mikið á hana sem leiðir til ennþá skertari starfsorku, en hún býr þó við, í kannski nokkrar vikur eða mánuði. Þess vegna færðum við okkur ekki yfir í leiguhúsnæði tímabundið, heldur ætluðum bara að flytja einu sinni.
Þriðja atriðið sem borið er á mig, er að ég sé að skara eld að minni köku. Ég hef beðið menn um skilgreina þetta betur. Einatt er bent á að ég hljóti að njóta þess umfram aðra, ef fallist verið á kröfur HH. Nú vill svo til að þeir sem hringt hafa eru með veðbókarvottorð yfir húsin tvö í höndunum, en þeir hafa ekki haft fyrir því að skoða hlutina. Að vita hvað felst í kröfum HH væri góður byrjunarpunktur. Sú þekking hefur ekki verið til staðar. Næst væri ekki vitlaust að skoða hvaða áhrif dómar Hæstaréttar hafa á þau lán sem eru talin upp. (Tekið skal fram að ég skapaði mér ekki vinsældir innan stjórnar HH, þegar ég hvatti til þess eftir dómana 16. júní, að við héldum okkur við upprunalegar kröfur HH og sýndum fjármálafyrirtækjum sömu sanngirni og við höfðum óskað eftir frá þeim. Sanngirnin þyrfti að ganga í allar áttir.) Jafnvel mætti skoða hvaða áhrif aðrar tillögur hafa á lánin, t.d. 110% leiðin og sértæk skuldaaðlögun, en báðar þessar tillögur njóta stuðnings fjármálafyrirtækjanna. Við þetta má bæta að í sérfræðingahópnum sem ég var í, var sérstaklega skoðuð ný útfærsla af 110% leiðinni, svo kölluð 60-110% leið og naut hún líka stuðnings fjármálafyrirtækjanna. Vandamálið er að menn hafa ekki haft fyrir því að skoða eitt eða neitt. Það hlýtur bara að vera að ég sé að skara eld að minni köku. Ja, margur heldur mig sig.
Mér þykir það leitt að segja hnýsnum fjölmiðlamönnum það, en ég hef fyrst og fremst verið að vinna fyrir hagsmunum annarra. Það hljóta að vera mikil vonbrigði fyrir blaðamenn að uppgötva, að ég er ekki þeir. Raunar hef ég bent þeim á að allur tími sem farið hefur í þetta brölt mitt hefur skaðað tekjuöflun mína. Ég er jú minn eigin herra, sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi, og því bitnar það á tekjuöflun rekstrar míns, ef tíminn fer í sjálfboðavinnu fyrir HH. Gróflega reiknað eru það á bilinu 3 til 5 milljónir sem þannig hafa ekki komið í kassann, ef ekki meira, á þessum rúmlega tveimur árum frá hruni. Það er tvö- til þrefaldur ávinningurinn, sem ég gæti haft af leiðréttingu verðtryggðu lána heimilisins. Æi, var ég að eyðileggja rökin ykkar fyrir því að ég væri að hagnast á þessu.
Það sem mér finnst grófast í öllu þessum stormi er að verið er að vega að grunni lýðræðisins. Lýðræðið fellst í því að allir eigi að hafa tækifæri til að taka þátt í opinberri umræðu og koma að mótun þess þjóðfélags sem við erum hluti af. Með því að virða ekki friðhelgi einkalífs þess sem þannig tekur þátt í lýðræðislegri umræðu, í þessu tilfelli hagsmunagæslu fyrir hóp heimila, er verið að koma þeim skilaboðum til þeirra, sem síðar koma, að gæta að sér að verða ekki of áberandi því þá gæti verið að viðkomandi verði gerður að skotskífu fjölmiðlanna. Já, fjórða valdið gerir það að glæp að vera of áberandi. Tekið skal fram, að enginn fjölmiðill hefur gert eina einustu tilraun til að fá að ræða við mig um mig sjálfan. Líklegast er það ekki nógu spennandi.
Vald fjölmiðlanna er mikið. Þeir geta nánast ráðið því hvaða mál komast í umræðuna. Þeir ráða líka nokkurn veginn hverjir komast í fjölmiðlana. Ég var "bara" meðstjórnandi í stjórn HH, en samt völdu fjölmiðlamenn að hafa samband við mig. Vissulega hefur nafn mitt verið á fréttatilkynningum samtakanna, en fréttatilkynningar þar sem nafn mitt eru undir hafa verið fáar og langt á milli að ég best veit. Nú er ég að líða fyrir að hafa verið almennilegur við fjölmiðlafólk og vera nánast alltaf tilbúinn að svara spurningum þeirra, koma í viðtöl og skýra út hlutina. Já, einn af mínum stærstu glæpum er líklegast að hafa verið of almennilegur við fjölmiðlafólk. Ef ég hefði vísað viðtölum frá mér og haldið mér í bakgrunni, þá væri ekki þessi gassagangur. Sjaldan launar kálfurinn ofeldið.
(Tekið skal fram, að allt sem kemur fram í þessari færslu um skuldamál mín og eignastöðu hefur verið birt áður á þessari síðu.)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 410
- Frá upphafi: 1680821
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Fjórða valdið íslenska er brjóstumkennanlegt félagi. Íslenskir blaðamenn eru í besta falli úti í (Hádegis)móa - aumir kranablaðamenn á ennþá verri launum. 'Vald' fjölmiðlanna er því aðallega í nösunum á þeim sjálfum. Íslenska þjóðarsálin er skynsöm en almennt séð er fólk fífl um heim allan. Baráttan á ekki að vera auðveld, en hún er hverrar mínútu virði. Á Suðurlandi segjum við: 'Sjaldan launar kálfurinn ofbeldið'
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 00:25
Hilmar, þessi málsháttur virðist til í tveimur útgáfum.
Marinó G. Njálsson, 22.11.2010 kl. 01:01
Sæll Marinó,
Ég verð að segja að mér finnast íslenskir fjölmiðlar standa sig ákaflega illa að ýmsum málum, sem að mínu viti ættu að vera talsvert hærra á forgangslista blaðamanna heldur en hvort þú átt 200 fermetra hús eða 250 fermetra hús eða hvort þú skuldar milljón meira eða minna! Þú fyrirgefur en ég hef engann áhuga á því, það er þitt mál en ekki mitt;)
Þegar rannsóknarskýrslan kom út þá var svolítið fjallað um hana og það sem hún hafði að segja. Eftir 10 daga eða svo var það mál nánast þagnað. Sennilega nennti enginn að pæla í gegnum hana og hafa fyrir því að tengja hlutina saman. Fyrir og eftir þá hafa flestar raunverulegar fréttir, sem hafa verið fluttar af hruninu og afleiðingum þess, verið komnar frá erlendum fréttaveitum. Þær hafa verið þýddar á lélega íslensku af blaðamönnum sem virðast ekkert annað hafa að gera en liggja á vefnum allan daginn og leita að fréttum um Ísland á google;) Oftast er ekki getið heimilda því þá gætu menn séð hversu léleg íslensk blaðamennska er orðin, og eins hversu vald blaðamanna á íslenskri tungu er lélegt! Það eru örugglega til góðir blaðamenn innan um og saman við, en ef dæma má af netmiðlunum, þá eru þeir ekki margir eða það sem þeir skrifa lendir ekki inn á netmiðlunum.
PS: Málshátturinn er "Sjaldan launar kálfur(inn) ofeldi(ð) (nema kvíga sé)". Sjá t.d. Íslenskt Málsháttasafn eftir Finn Jónsson, gefið út í Kaupmannahöfn 1920, bls 88 (http://www.archive.org/details/slensktmlsh00finn). Það er hægt að sækja þessa bók sem PDF frá http://www.archive.org/download/slensktmlsh00finn/slensktmlsh00finn_bw.pdf
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 22.11.2010 kl. 03:56
Blessaður Marínó.
Menn eru hræddir. Grípa til þess ráðs að skjóta sendiboða illra tíðinda.
Þú er slíkur, krafa þín um réttlæti er ill tíðindi fyrir þá sem náðu núverandi völdum sínum einmitt út á loforð um réttlæti..
Og þegar fjöldinn vildi ekki þeirra réttlæti, þá urðu menn eins og þú ógn.
Og þá eru skítmokstrarnir settir af stað.
Dálítið fyndið samt að höggva þá sem vilja tala við þá, eftir standa þá við hin, sem viljum höggva.
Kannski er þetta dulin byltingarþrá í brjóstum valdhafa sem brýst svona út, hver veit?
En efnisatrið málsins eru að það var góðæri, menn byggðu stórt. Og það þarf ekkert að afsaka það, það var góðæri. Og húsnæðisbóla.
Fjöldinn á i vandræðum, og það nægum þó séríslenska fyrirbrigðið, verðtrygging hefði ekki bæst ofaná, hvað þá gengistryggingin. Þó leiðrétt verði fyrir áhrif þessa, þá á fjöldinn samt i erfiðleikum, og margir þurfa sértækar lausnir, það er að skuldir séu aðlagaðar af greiðslugetu.
Þetta er verið að gera út i hinum stóra heimi þar sem húsnæðisbólur sprungu, það er verið að gera þetta svo þjóðfélagskipanin riðlist ekki. Þetta er engin góðsemi, aðeins kalt mat á því sem hagkvæmast er.
Ekkert stjórnvald, ekki einu sinni arfavitlaust stjórnvald býður upp sína eigin þjóð með þeim rökum að þið gátuð sjálfum ykkur kennt um. Vegna þess að þá bregðast forsendur valdboðs þeirra, stöðugleikinn hverfur og böndin sem hnýta almenning við valdboðið, þau trosna.
Þetta skilja allir nema íslenska smásálin, hún talar um stærð húsnæðis, eða "hann getur sjálfum sér um kennt". Og á þessa smásál spila núverandi valdhafar.
En fólk má ekki falla í þá gryfju að ræða við smásál, eins og hún sé fólk, þá stjórnar smásálin umræðunni. Vissulega þarf að útskýra hlutina, en annars á ekki að virða hana viðlits.
Vilji hún að það sé talað við hana sem vitiborið fólk, þá þarf hún að tala sem vitiborið fólk, hætta að vera smásál.
Gleymum aldrei að sannleikurinn er óháður því hver heldur honum fram. Það er ljótt að murka líf úr fólki, líka þó Idi Amin hafi haldið því fram á góðri stundu.
Þeir sem geta ekki rætt þetta grundvallarréttlæti, leiðréttingu Hrunskulda fólks, án þess að vera með persónulegt skítkast, þeir dæma sjálfa sig úr leik.
Þeir geta fengið sér vinnu á DV og Fréttatímanum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.11.2010 kl. 08:42
Blaðamaður hjá DV var kominn langt áleiðis með að fjalla um nótulaus viðskipti SP fjármögnunar, var búinn að skrifa langa frétt sem ég fékk að lesa yfir. Ágætlega skrifuð enda hafði hann fengi hjá mér fjölda gagn sem sýndu klárlega að verið væri að stinga undan virðisaukaskatti í stórum stíl (eða rukka vsk. á hluti/þjónustu sem aldrei fóru fram). En síðan birtist fréttin aldrei!
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 22.11.2010 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.