20.11.2010 | 22:09
Rangar upplýsingar í frétt Fréttablaðsins - Baráttan heldur áfram
Mig langar að koma á framfæri leiðréttingu við frétt helgarblaði Fréttablaðsins. Þar er fjallað um stuðning þriggja þingkvenna við mig. Stuðning sem ég met mikils. En Fréttablaðið skáldar upp í fréttinni að ég sé stjórnarmaður í Hreyfingunni. Vil ég fyrir alla muni leiðrétta þetta. Ég er ekki virkur félagsmaður í neinni stjórnmálahreyfingu og alls ekki stjórnarmaður. Raunar vissi ég ekki að Hreyfingin ætti slíka stjórnarmenn, en hvað ég veit skiptir ekki máli.
Vegna fréttarinnar sendi ég ritstjórn Fréttablaðsins eftirfarandi tölvupóst:
Ágæti viðtakandi
Vegna fréttar á bls. 6 í helgarblaði Fréttablaðsins, þá vil ég taka það fram, að ég er ekki stjórnarmaður í Hreyfingunni og hef aldrei tengst Hreyfingunni öðrum böndum, en að hafa setið fyrir þeirra hönd í nefnd á vegum þingsins um framkvæmd laga nr. 107/2009 um úrræði fyrir einstaklinga, heimili og fyrirtæki vegna banka- og gjaldmiðilshruns. Þess fyrir utan hef ég átt í góðum samskiptum við þingmenn Hreyfingarinnar um málefni heimilanna og tel þá til þeirra þingmanna sem sýna þessu málefni mestan áhuga auk Lilju Mósesdóttur, Eyglóar Harðardóttur og Ögmundar Jónassonar. Kann ég þeim öllum miklar þakkir fyrir þann stuðning sem þau hafa sýnt þeirri baráttu. Hafa þessir þingmenn allir verið mikilvægir bandamenn okkar sem staðið hafa í framvarðasveit þeirrar baráttu.
Virðingarfyllst
Marinó G. Njálsson
Ég tel þennan hluta fréttarinnar einfaldlega byggjast á misskilningi og les ég því ekkert frekar út úr þessu klúðri.
Ég vil síðan taka fram að ég er ákaflega þakklátur öllum þeim sem tekið hafa upp hanskann fyrir mig í þessu máli öllu. Finn ég fyrir mikilli auðmýkt, þar sem svona stuðningur var alls ekki það sem ég bjóst við. Ég vil líka taka fram að ég lít svo á að "erjur" mínar við Fréttatímann séu að baki og mun ég ekki erfa við þá þetta fréttamat þeirra.
Ég mun hér eftir sem hingað til berjast fyrir réttlæti og sanngirni fyrir heimili landsins. Sú barátta mun ekki einskorðast við skuldamál, þó þau séu ofarlega á baugi núna, heldur taka til fleiri réttlætismála. Mun ég vinna það þessum málum með Hagsmunasamtökum heimilanna, enda tel á að þau mun halda áfram að gera góð hluti.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 277
- Frá upphafi: 1680565
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þú endar sem fjármálaráðherra með þessu áframhaldi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.11.2010 kl. 23:32
Var þá tími til kominn að þar setjist ærlegur maður.
Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2010 kl. 00:34
Ekki eru það góðar óskir sem þú sendir mér, Ómar
Marinó G. Njálsson, 21.11.2010 kl. 00:50
Nei, enda illkvittin í meira lagi. Var aðeins að hugsa um hag þjóðarinnar, og taka nett Secret á þetta.
Hér mun ekkert rísa úr öskustónni fyrr en völd fá menn sem skilja samhengi hlutanna. Og það ærlegir að aðrir treysti þeim til góðra verka.
Og raunveruleikinn mun bíta í skottið á fjórflokknum, fyrr en hann grunar. Samtryggingin um afneitun á skuldavandanum getur aldrei endað nema á einn veg, með gjaldþroti.
Og þá vildi ég ekki vera þeir sem mörkuðu stefnuna hjá Sjálfstæðisflokknum, Samfylkingunni eða VinstriGrænum.
O, nei.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.11.2010 kl. 01:35
Er afar ánægð með að þú haldir áfram þeirri miklu og árangursríku vinnu sem þú hefur innt af hendi undanfarin misseri. Tek undir með konu sem skrifaði hér við aðra færslu þína. Hún talar um að þú og HH séu LJÓSIÐ Í MYRKRINU fyrir mjög marga. Á mínu heimili er meira fylgst með því hvað þú leggur til málanna, en stjórnmálaelítan eins og hún leggur sig. Þar erum við að hugsa um framtíð okkar afkomenda og annarra á þessu landi.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.11.2010 kl. 16:22
Ég er hjartanlega sammála þér Hólmfríður Bjarnadóttir
Anna Margrét Bjarnadóttir, 21.11.2010 kl. 20:28
Þú værir flottur fjármálaráðherra Marínó og Lilja Mósesdóttir forsætisráðherra!
Anna Margrét Bjarnadóttir, 21.11.2010 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.