8.11.2010 | 09:10
Engin ein leið bjargar öllum - Tillögur HH skjótvirkar og skilvirkar
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, á sér enga líka þegar kemur að röksemdafærslu. Í frétt á Stöð 2 í gærkvöldi og Silfri Egils í gær þá sagði hann að millistéttin myndi þurrkast út, ef fara á í almenna niðurfærslu skulda, vegna hærri skatta. Mér finnst að ráðherra eigi að kynna sér málin betur áður en hann fer með svona málflutning í fjölmiðla.
Staðreyndir málsins er að hin svo kallaða millistétt er nánast gjaldþrota eða hefur orðið fyrir mjög grófri eignaupptöku í skjóli þriggja ríkisstjórna sem Samfylkingin hefur setið í. Verði þessi eignaupptaka ekki leiðrétt, þá verður nánast engin millistétt eftir í landinu. Þegar eru læknar teknir að flýja land, verkfræðingar eru líka að fara og sama á við um arkitekta. Heilu fyrirtækin eru að flytja starfsemi sína úr landi. Það er búið að þurrka millistéttina út.
Ég hef setið á undanförnum vikum í vinnuhópi á vegum forsætisráðuneytisins. Verði farið í skera alla yfirskuldsetningu af húsnæðisskuldum heimila landsins, þá eru það 125 milljarðar samkvæmt síðasta skattframtali. Nýtt fasteignamat tekur gildi í desember og þá hækkar þessi tala í 175 milljarða. Bankarnir hafa efni á þessu, en ekki almennri leiðréttingu upp á 186 milljarða! Sko það að færa yfirskuldsetningu niður í 100% af fasteignamati er almenn niðurfærsla. Úps, ég gleymdi því að bankarnir lögðu aðra leiðina til, en hinn illu Hagsmunasamtök heimilanna hina.
Annað dæmi um dæmalausan rökstuðning ráðherra: Hann er að undirbúa frumvarp um að gengisbundnum húsnæðislánum verði breytt í verðtryggð lán. Ég er búinn að reikna út hvaða áhrif þetta hefur og skoðum það:
Leið | Greiðslur frá lántökudegi | Greiðslur 1.1.08 - 30.9.2010 | Staða 1.1.2008 | Áætluð staða 30.9.2010 |
1. Gengisbundin lán | 33,2 ma.kr. | 26,5 ma.kr. | 54,1 ma.kr. | 116 ma.kr. |
2. Óverðtryggð lán | 43,3 ma.kr. | 31,2 ma.kr. | 50,1 ma.kr. | 71,8 ma.kr. |
3. Verðtryggð lán | 29,0 ma.kr. | 22,7 ma.kr. | 53,8 ma.kr. | 80,6 ma.kr. |
4. Leið HH | 27,1 ma.kr. | 20,3 ma.kr. | 54,1 ma.kr. | 68,6 ma.kr. |
5. Gtr. til 1.1.08 og verðtryggt eftir það | 28,2 ma.kr. | 21,5 ma.kr. | 54,1 ma.kr. | 81,4 ma. kr. |
Skoðum áhrifin af frumvarpi Árna Páls. Gengisbundin lán stóðu í 54,1 milljarði 1.1.2008, en voru í 116 milljörðum 30.9. sl. Frumvarp Árna Páls gerir ráð fyrir (samkvæmt mínum útreikningum) að höfuðstóll lánanna lækki í 80,6 milljarða eða um 35,4 milljarða, ef þeim verður breytt í verðtryggð lán. Það er þó mismunandi eftir lánum hvort einstakir lántakar skuldi vegna vangreiddra gjalddaga eða eigi inni vegna ofgreiddra. Sé lánunum breytt í óverðtryggð lán, fer höfuðstóllin tæplega 72 milljarða, en greiðslubyrðin hefur á móti aukist verulega. Þannig að Árni Páll er að undirbúa frumvarp sem gæti lækkað höfuðstól gengisbundinna lána um 35 - 45 milljarða í almennri aðgerð. Heitir þetta eitthvað annað en almenn skuldaleiðrétting? Þegar Hagsmunasamtök heimilanna leggja til almenna aðgerð sem lækkar höfuðstól lánanna um 48 milljarða, þá er það ógn við millistéttina í landinu. Þú getur gert betur en þetta, Árni Páll. 3 milljarðar eru ekki munurinn á milli feigs og ófeigs fyrir millistéttina í landinu.
Hluti þessarar upphæðar, sem Árni Páll ætlar að lækka með lögum, fellur vissulega undir 175 milljarðana sem áður voru nefndir. Gefum okkur að það sé 3/4 af upphæðinni, þ.e. 26 til 34 milljarðar. Þá lækkar umframupphæðin úr 175 milljörðum í 141 - 149 milljarða. Tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna gera, samkvæmt álíka grófum útreikningi, ráð fyrir að önnur lán en gengisbundin lán lækki um 186 milljarða, þ.e. 37 - 45 milljörðum meira en Árni Páll (og bankarnir) telja að fjármálakerfið þoli. Að viðbættum 3 milljörðunum frá því áðan, þá gerir þetta 40 - 48 milljarða. Tekið skal fram að HH hafa sagt að hægt sé að útfæra tillögur samtakanna með skurði á tekjur og eignir, en það er því miður mín tilfinning, að enginn vilji sé til þess hjá stjórnvöldum og bönkunum. Ekki má skerða möguleika þeirra sem eru með íbúðalán upp á punt eða vegna þess að það er hagkvæmara fyrir þá að skulda þessi lán, en að nota aðrar eigur sínar til að greiða fyrir húsbygginguna. Svona skurður mun lækka upphæðina úr 186 milljörðum í 110 -125 milljarða, en þá munu þeir einstaklingar sem hafa ráðstöfunartekjur yfir 5 m.kr. á ári og þau hjón sem hafa yfir 8 m.kr. í ráðstöfunartekjur á ári ekki fá neina leiðréttingu (gert er ráð fyrir að mörkin hækki um 660 þús.kr. fyrir hvert barn á heimili).
Það er rétt hjá ráðherra að almenn niðurfærsla samkvæmt tillögum HH verður ekki nóg fyrir alla, en það á líka við um niðurfærslu að eignarmörkum. Stór hluti lántaka hefur ekki efni á að greiða af lánum sem eru langt undir fasteignamati eignarinnar. Aftur eru bankarnir tilbúnir að bera þann kostnað. Ég hef ekki hugmynd um hver kostnaðurinn er, enda skiptir nákvæm tala ekki máli. Milli 8 - 17 þúsund fjölskyldur eiga ekki fyrir almennri framfærslu, hvað þá afborgun af húsnæði eða leigu. Heldur Árni Páll að skuldaaðlögun niður að 110% skipti þetta fólk máli eða breyting á gengisbundnu láni í verðtryggt lán. Af hverju dettur Árna Páli og Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, að til sé einhver ein leið, sem bjargar hinum verst settu um leið og hún bjargar stóreignar- og hátekjufólkinu úr snörunni. Hún er ekki til. Leið Hagsmunasamtaka heimilanna er aftur skilvirkasta og skjótvirkasta leiðin til að fækka í hópi þeirra sem þarf að hjálpa með sértækum hætti. Og annað: Þær eru ekki dýrasta útfærslan á leiðréttingu á skuldum heimilanna.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Árni Páll - sagði í fréttum Stöðvar 2 að lækkun yfir línuna, myndi orsaka mikinn landflótta þ.s. ríkið þyrfti þá að greiða svo mikla skaðabætur til aðila, sem yrðu fyrir tjóni - afleiðingin miklar skattahækkanir.
Hann á þar við Lífeyrissjóði, held ég. En, benda má á, að þó sannarlega sé réttmæt krafa að þeir fái það tjón bætt, liggur ekki á að greiða þeim þann kostnað til baka alveg strax.
Sú endurgreiðsla má alveg bíða þangað til að hagvöxtur hefur staðið yfir um nokkra hríð, og ríkið er farið að verða aflögufært, þ.e. búið að greiða verstu skuldirnar. En, skuldbindingar sjóðanna eru eftir allt saman miðaðar við áratugi.
Það má einfaldlega redda þessu með skuldabréfi - sem ríkið byrjar að greiða af segjum eftir 6. ár eða jafnvel 10.
----------------
Bendi á mína færslu: Bankakerfið er akkílesar hællinn, í viðreisn Íslands skv. hugmyndum Sjálfstæðismanna og Samfylkingar. Þ.e. lækka ekki skuldir yfir línuna, heldur lengja lán eða lækka tímabundið greiðslubyrði!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.11.2010 kl. 13:01
Sæll
En þegar kemur að niðurfærslum, endurskipulagningu og afskriftum á skuldum fyrirtækja, þá þarf það að gerast hratt og örugglega. Þá kemur aldrei í beinu framhaldi spurningin 'og hver á að borga það?'
Nei, ég skil aldrei af hverju Árni Páll er ekki í sjálfstæðisflokknum.
vj (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 13:03
Þ.e. auðvitað hægt að fara þessa leið, ef við þorum: Það er reyndar til önnur aðferð við skuldaniðurfellingu - ef einhver þorir að fara hana!
Hrossalækning - en hún myndi virka!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.11.2010 kl. 13:09
Síðan er það lagfæring á vísitölunni - Hlusta á Spegillinn: 15.10.2010 Júlíus Sólnes.
Nánar sjá þessa færslu: Hin hroðalega grimmd gagnvart skuldurum landsins!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.11.2010 kl. 13:12
Ekki má heldur gleyma hugmyndum Ottós B. Ottósonar hagfræðing - Leita þarf varanlegra lausna! Vek athygli á hugmyndum Ottó Biering Ottósonar hagfræðings
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.11.2010 kl. 13:13
Þ.s. ég er að segja, er að það eru valkostir í stöðunni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.11.2010 kl. 13:13
Er að verða ofboðslega þreytt á Árna "næsta vika" Árnasyni
Lilja (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 13:36
"Heitir þetta eitthvað annað en almenn skuldaleiðrétting? Þegar Hagsmunasamtök heimilanna leggja til almenna aðgerð sem lækkar höfuðstól lánanna um 48 milljarða, þá er það ógn við millistéttina í landinu. Þú getur gert betur en þetta, Árni Páll. 3 milljarðar eru ekki munurinn á milli feigs og ófeigs fyrir millistéttina í landinu. ,,
Er ekki munurinn sá að þessi "erlendu" lán eru ólögleg en ekki þau verðtryggðu? Þar af leiðandi mun breytingin á þeim ekki hafa áhrif á ríkissjóð heldur einungis bankana þar sem Íbúðarlánasjóður lánaði ekki "erlend lán" .
Jón Ottesen (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 15:21
Höfum líka í huga að Árni Páll sagði að hann sé að vinna með bönkum og Samtökum Atvinnulífsins að "skuldahreinsun" fyrirtækja.
Ég spyr:
1. Hvað er skuldahreinsun?
2. Hvernig fer hún fram?
Ef hún felur í sér afskriftir eða niðurfærslu lána fyrirtækja spyr ég hvað kostar hún og hver borgar slíka skuldahreinsun?
Annars segir Árni Páll svo margt, og ekki stendur steinn yfir steini þar, að það er varla þess virði að velta sér upp úr því.
Erlingur Alfreð Jónsson, 8.11.2010 kl. 17:02
Takk fyrir góða færslu Marínó.
Og ég sé að þú ert að sjá ljósið Einar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.11.2010 kl. 21:16
Höldum til haga:
200 milljarða innspýtingu inn í tóma og gjalþrota peningamarkaðssjóði, hjá Glitni og Landsbanka.
loforð án laga frá ríkisstjórn Geirs um að allar innistæður séu tryggðar í gjaldþrota bönkum. Hvað kostaði það annars?
Og setjum þetta í samhengi Marinó.
Árni (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 17:42
Mjög flott færsla félagi Marinó.
Áfram á þessari leið Marinó og Hagsmunasamtök heimilanna. Endilega skráið ykkur í samtökin (á heimilin.is) til að auka vægi og slagkraft þeirra.
Arinbjörn
Arinbjörn Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.