20.10.2010 | 15:47
Algjör þvæla
Ég hef ekki önnur orð yfir þetta. ALGJÖR ÞVÆLA.
Ég hvet ASÍ til að hætta skáldsagnaritun og snúa sér að því sem sambandið hefði átt að gera fyrir 30 mánuðum, ef ekki lengur, þ.e. að verja hagsmuni félagsmanna sinna fyrir arðráni fjármálakerfisins.
Lífeyrissjóðir hefðu borið 75% kostnaðar við skuldalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Því miður Marinó þá eru það þessir herramenn sem standa hvað harðast gegn því að fólkið í landinu geti fengið leiðréttingu sinna mála. ASÍ og lífeyrissjóðirnir berjast harðast fyrir siðlausum verðtryggðum okurlánum.
En stattu þig Marinó í þinni baráttu. Ekki gefa eftir af sanngjörnum kröfum um afnám verðtryggingar og leiðréttingu höfuðstóla verðtryggðra lána miðað við 1.10.2008. Það er ekki niðurfelling heldur leiðrétting þar sem ránsfeng er skilað til baka.
Jón Magnússon, 20.10.2010 kl. 16:02
Það sorglega við þetta herrar mínir er það, að það var í lagi að lánastofnanir (og þá tel ég með banka, lífeyrissjóði og íbúðalánasjóð) virtust geta haft sjálfdæmi um eignaupptöku hjá almenningi í aðdraganda hrunsins, en berjast svo um á hæl og hnakka þegar snúa á dæminu við.
Sigríður Jósefsdóttir, 20.10.2010 kl. 16:47
Hvað verða lífeyrissjóðirnir búnir að tapa verðbótum fasteignalána mörgum sinnum áður en við förum á lífeyri? Í dag eru þessar sömu verðbætur notaðar til að breiða yfir gengdarlaust fjárfestingasukkið, afgangurinn er notaður til frekari áhættufjárfestinga og vafasamra fyrirtækjakaupa.
Ragnar Þór Ingólfsson, 20.10.2010 kl. 17:13
Nákvæmlega það sama og ég hugsaði þegar ég las þessa frétt á Eyjunni. Þetta lítur út fyrir að vera rætinn hræðsluáróður hjá ASÍ.
Hrannar Baldursson, 20.10.2010 kl. 17:18
Því miður er ASÍ ekkert annað en hagsmunasamtök fjármagnseigenda. Það er sorglegt að þarna skuli vera fólk með laun sem eru jafnvel margföld laun venjulegs fólks, sem situr þarna í sínum fílabeinsturni, keyrir um á sínum fína jeppa og stendur síðan í veginum fyrir því að heimilin fái nauðsynlega leiðréttingu á arfavitlausri "neysluvísitölu" sem varð til vegna bankahruns. Það er bara þyngra en tárum taki að verkalýðshreyfingin skuli nánast öll standa gegn heimilunum og með fjármagnseigendum í þessu máli. Til hvers var þetta fólk eiginlega kosið í þessar stöður? Jú, til að standa með venjulegu launafólki, verkafólki sem fær núna útborgað kannski rétt svo húsaleigu fyrir 2ja-3ja herb íbúð. Á hverju á það fólk að lifa, það er spurning. ASÍ virðist ekki hafa miklar áhyggjur af því.
Margrét Ólafsd. (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 18:02
Það er gott að kynna sér málin og forðast gífuryrðaflaum. Menn virðast ekki í jafnvægi þegar mús í mannheimum og algjör þvæla virðast best fallin til að tjá hugsanir. Ef Marínó telur sig talsmann Hagsmunasamtaka heimilanna þá vinnur hann þeim eingöngu ógagn. Fullyrðingunni á umræðuplagginu frá Asi er t.d. hægt að svara með því að koma með aðra og réttari reikninga. Í umræðuplagginu er rakið hver þróunin hefur verið í húsnæðismálum landsmanna. Þar er því lýst hvernig frjálshyggjuöflunum tókst nánast að eyðileggja markaðinn en einnig er núveerandi ríkisstjórn gagnrýndi fyrir haldlitlar aðgerðir.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 18:17
Ætla sumir aldrei að skilja eða viðurkenna að glæpabankar felldu gengið viljandi og ollu óðaverðbólgu og ranglætið í að ætla lánþegum að sætta sig við tröllaukinn höfuðstól skulda af þeirra völdum?
Elle_, 20.10.2010 kl. 19:27
Og ASÍ og SA hafa barist eins og ljón fyrir að koma ICESAVE yfir okkur. Hvers vegna??
Elle_, 20.10.2010 kl. 19:32
Hirðið þið bara lífeyrissjóðina, það er hvort sem er búið að eyðileggja allt hér á landi við lífeyrisþegar höfum lifað verri tíma en þetta og lifað það af! þó að núverandi stuttbuxnakinslóð geti það ekki. Einu sinni voru engir líeyrissjóðir til, en þeyr sem byggðu upp þetta land komu þessum sjóðum á legg, eru ekki mjög ánægðir með síðustu 10 árin! Öll uppbygging farin út í veður og vind. þetta hefði ég ekki viljað lyfa!!
Eyjólfur G Svavarsson, 20.10.2010 kl. 22:12
Verkalýðshreyfingin er að snúast upp í andhvefu sína og tekur nú stöðuna gegn launafólki. Sorglegt að verða vitni að slíku. Þessi andstaða við skuldaleiðréttingu heimilanna, getur leitt til þess að fólk fer að segja sig úr félögum og snúast gegn hreyfingunni, líkt og gerst hefur með kirkjuna að undanförnu.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.10.2010 kl. 23:23
Jón, Marinó og Hólmfríður, hætið nú að kenna þeim um hlutina, sem hafa ekki völdin.... hverjir ráða???? á meðan Samfylkingin er í stjórn, þá verður ekki farið í almenna leiðréttingu, Hólmfríður veit það manna best.... af hverju tölum við ekki Íslensku um þetta og gagnrýnum Samfylkinguna og Steingrím harðlega...... svo þegar næsta skoðanakönnun kemur, þá segjum við x við samfó og við treystum Steingrími best, ég gæti gubbað, látum þetta fólk finna það að við treystum því ekki lengur og við viljum að það fari.... af hverju má ekki koma frétt frá HH um að á meðan samfó og Steingrímur eru í ríkisstjórn, þá verður ekki leiðrétting.... vegna AGS, ESB, (fjármagnseigendur, vogunnarsjóðir og erlendir kröfuhafar)
Siguróli Kristjánsson (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 08:05
Alger þvæla er ekki rétt lýsing á þessara frétt.
þetta er bara hrein lygi, Það er engin sem útskrifast úr grunnskóla svona vitlaus.
Guðmundur Jónsson, 21.10.2010 kl. 09:57
Ég sé nú varla orðið annan kost í stöðunni en stofnun flokks til bjargar millistéttinni það er greinilegt að mínu mati að það verður ekki gert í leikhúsinu við Austurvöll með þeim leikurum sem þar eru nú við störf og ekki heldur þeim sem að hafa hlutverk í því skuespili sem heitir ASI og ég fyrir löngu er hættur að líta á sem talsmenn mína
Jón Aðalsteinn Jónsson, 21.10.2010 kl. 20:26
Þeir sem eru alltaf að fullyrða um að þessi og þessi kynslóð hafi byggt upp lífeyrissjóðina þurfa aðeins að líta á söguna og tölurnar. 1980 voru eignir lífeyrissjóðanna 10% af vergri landsframleiðslu (sem var þá aðeins brot af því sem hún er nú). 2010 eru eignir þeirra 120% af VLF. Þær krónur sem voru til í þeim 1980 hafa fyrir löngu verið greiddar lífeyrisþegum og langt umfram það. Eftir sem áður töpuðu lífeyrissjóðirnir 500 milljörðum í tengslum við hrunið og þeir ættu því að halda um eignir sem nema 160% af VLF. Þessir fjármunir eru fengnir frá því fólki sem hefur greitt í sjóðina á árunum 1980 til 2010. Það erum við sem erum undir 60 ára nú sem höfum búið til þessa sjóði. Nú á að fara í eignaupptöku hjá hluta þessa hóps til þess að bæta fyrir botnlaust tap sjóðstjóranna. Mörg okkar verða eignalaus en fáum svo skammtaðan skít úr hnefa frá því hyski sem er að gera okkur eignalaus. Stjórnendur lífeyrissjóðanna bera mikla ábyrgð á því sem hér gerðist. Þeir jusu fé í þensluhvetjandi lánagjörninga.
Ólafur Garðarsson (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.