Leita í fréttum mbl.is

Litla gula hæna endurreisnar heimilanna

Mikill skjálfti fer um fjármagnseigendur þessa dagana.  Grasrótarsamtök hugsandi fólks settu fram tillögur að því hvernig væri hægt að endurreisa íslensk heimili eftir stærsta rán Íslandssögunnar.  Já, Hagsmunasamtök heimilanna gerðu þá tillögu að þeir sem fengu ávinning af ráninu tækju að sér að leiðrétta hlutina.  Við brögðin eru ákaflega skýr:

Arion banki segir: "Ekki ég"

Íslandsbanki segir: "Ekki ég"

Landsbankinn segir: "Ekki ég"

Lífeyrissjóðirnir segja: "Ekki ég"

Þetta hljómar frekar kunnuglega.  Við lásum flest sögu um 7 ára aldur þar sem þetta var rauði þráðurinn.  Enginn vildi leggja á sig neitt til að baka köku.  Núna vilja fjármagnseigendurnir ekki leggja neitt á sig til að búa til nýja þjóðarköku.  Mér finnst það því bara ósköp einfalt.  Fylgjum efnisþræði Litlu gulu hænunnar til enda og þeir fá þá heldur ekki ávinninginn af því að heimilunum verði bjargað af ríkissjóði eða hörðum höndum hinna vinnandi stétta, fólkinu sjálfu.

Ef ég á að segja eins og er, þá á enginn lánveitandi skilið að fá krónu umfram það sem gert var ráð fyrir í lánasamningum.  Greiðsluáætlun á bara að gilda og búið mál.  En við lántakar erum ekki svo ósanngjarnir að gera slíka kröfu.  Við erum tilbúnir að greiða allt af 4% verðbætur árlega ofan á lánin okkar.  Jafnvel þó hluti þessara 4% hafi komið til vegna lögbrota, svika og pretta, þá erum við tilbúin að líta framhjá því.  Við erum líka tilbúin að líta framhjá því að lögbrotin, svikin og prettirnir hófust fyrir langa löngu, þá ætlum við bara að líta aftur til 1.1.2008.

Af hverju halda málsmetandi menn að það dugi að nota stór orð og þá fallist fólki hendur?  Komið með hagfræðilega útreikninga á því, hvers vegna þetta er ekki hægt, en það er hægt að skekkja samkeppni í landinu með því að kaupa fyrirtæki sem ekki var rekstrargrundvöllur fyrir hrun.  Sýnið fram á að það sé betra fyrir fjármálakerfið að fá yfir sig holskeflu íbúða sem fólk hefur ekki efni á að búa í.  Má ég benda á að árlegur kostnaður af því að eiga 20 m.kr. íbúð slagar hátt í það sama og greiðslubyrði lána af íbúðinni, þegar tekin eru inn fasteignagjöld, tryggingar, viðhald, hiti og rafmagn og annað sem til fellur.  Íbúð sem ekki er búið í skemmist hraðar, en sú sem ekki er búið í.  Ég skora á hagfræðiprófessora, gamla viðskiptaráðherra og fleiri stóryrta menn að koma með tölur og hætta að tala í upphrópunum.

Einn af grundvallarreglum Hagsmunasamtaka heimilanna er:  "Það er ekki til neitt sem heitir "ekki hægt".  Þetta er allt spurningin um að finna lausn."  Með þetta að leiðarljósi tek ég fyrir hönd samtakanna þátt í sérfræðingahópi ríkisstjórnarinnar umskuldavanda heimilanna.  Vona ég innilega að sú vinna skili árangri fyrir heimilin í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Já Marinó!!

þú stendur þig vel og við erum heppin að eiga málssvara sem þig. Ég er búinn að vera að hamra á að það versta sem getur gerst í stöðunni  er að fólk geti ekki greitt af lánum sínum. Það hlýtur að vera fjármagnseigendum kappsmál að gera lánin þannig að almenningur geti haldið áfram að borga sín lán.

En gangi þér og ykkur vel í baráttunni.

Gylfi Björgvinsson, 19.10.2010 kl. 11:18

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Marinó, ég er þakklátur fyrir mann eins og þig, að standa í þessu argaþrasi fyrir hönd heimilanna í landinu. 

Þeir sem ekki vilja þegar þeir mega, mega ekki þegar þeir vilja. 

Nú stendur fjármálastofnunum til boða að koma að endurreisn þjóðarinnar, með því að leiðrétta skuldir heimilanna.  Með því að hafna heimilunum um þá leiðréttingu sem þau eiga svo sannanlega skilið, er augljóst að þegar kemur að því að fjármálafyrirtækin þurfi á hjálp að halda, sem mun svo sannanlega verða ef þjóðfélagið verður fyrir öðru hruni, þá verður enga hjálp að fá fyrir þau, hvorki frá skattgreiðendum né öðrum.

Það er deginum ljósara að ef heimilin og venjuleg fyrirtæki fá ekki leiðréttingu lána sinna, þá verður annað hrun.  Þegar fólk hættir að geta átt viðskipti við bankana og önnur fyrirtæki, þá verður grundvelli þeirra kippt undan starfsemi þeirra.  Þetta ættu forsvarsmenn bankanna að íhuga gaumgæfilega áður en þau segja NEI þetta er ekki hægt.

Þess vegna væri vel athugandi fyrir þá sem borga skatta og hafa haldið bankakerfinu uppi að athuga það af alvöru að stofna nýjan banka, banka sem væri í eigu almennings og væri fyrir almenning, en ekki almenningur fyrir bankann.

Tómas Ibsen Halldórsson, 19.10.2010 kl. 11:33

3 identicon

Ég segi eins og Gylfi hér að ofan. JÁ, MARINÓ!!

Stend 100% með þér og held að við gerum mörg.
Samlíkingin við hænuna vænu er góð, það er ekkert sem bendir til annars en að við þurfum að gera allt sjálf.

Leiðrétting er galin sagði hagfræðiprófessorinn, ég þarf persónulega enga hjálp sagði verkalýðsforinginn. Ljónin í veginum eru mörg og skrýtin.. en reiðn vex og vex.

Ég stóð mig að því í gær að hugsa til Steingríms þegar hann hélt réttlátann reiðilestur við hrunið. Það skildi þó ekki vera að..
Núna lygnir hann aftur augum þegar þegar talað er um afskriftir fyrirtækja og segir að það verði allt að hafa sinn gang. Afskriftir Halldórs og hvað þetta heitir nú allt, þetta þarf bara að hafa sinn gang og helst sem fyrst. Það er bara þegar kemur að leiðréttingum á skuldum almennings.. Þá skulum við nú bara fara spurja hver á að borga þær?!
Af hverju getum við ekki beðið um eitt eða tvö kostningaloforð.. svona fyrirfram frá þessu liði. Ef fyrir dyrum stæðu kostningar, hver væru forgangsmálin?. Og svo af hverju þurfum við kostningar til að fara í þær leiðréttingar sem svo augljóslega þurfa að eiga sér stað?

vj (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 11:36

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það eru 2 framtíðir Íslands sem tekist er á um.

Núverandi stefna hefur einn möguleika að ganga upp þ.e. að álversframkvæmdir í Helguvík fari af stað þegar næsta vor. En, sennilega er það orðið of seint. En, smá möguleiki er þeir geta sýnt fram á að þær raunverulega hefjist í vor, þ.e. fyrir árslok.

Eini möguleikinn til að koma þeim á koppinn er að Magma Energy eignist virkjanirnar - ekki bara fyrir þetta álver, heldur hin einnig. Þetta er vegna þess að engin leið er að fá lán út á ríkið sjálft eða fyrirtæki í eigu þess.

Þannir að ég reikna fastlega með því, að reynt verði að starta Helguvík - en það mun kalla á stjórnarskipti. Því tel ég fullvíst að viðræður séu í fullum gangi milli Samfó og Sjalla.

Þegar Samfóar og Sjallar hafa náð einhvers konar lendingu um ESB aðildarferlið og málefni LÍÚ - þá er ég í engum vafa um að sú stjórn verður mynduð með hraði.

Grundartangi og aðrar virkjanir í eigu Magma mun þá verða grundvöllur atinnustefnu þeirra ríkisstj.

Lækkanir skulda almennings verði innan þess ramma sem Samfó er þegar búin að boða.

----------------------

Til að framkalla aðra framtíð þurfi annað af tvennu að gerast fyrst, þ.e. að VG geri uppreisn áður en samkomulag Samfóa og Sjalla er í höfn - eða, að almenningur framkvæmi byltingu.

Ég er því miður farinn að hallast að byltingu sem einu mögulegu aðferðinni - því Samfóar ætla sér ekkert að gefa eftir völdin hvað sem tautar og raular.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.10.2010 kl. 11:45

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þriðji möguleikinn er reyndar - að annað efnahagshrun framkallist áður en ríkisstj. Sjalla og Samfóa hefur náðst að myndast, þannig að bankarnir og fjölmög fyrirtæki rúlli "med det samme".

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.10.2010 kl. 11:47

6 Smámynd: Kristján Jón Sveinbjörnsson

Það er fyrir löngu búið að spá öðru hruni,að óbreyttu og það stefnir allt í að það rætist,með þvílíku tapi fjármálastofnana,þess vegna er það svo ofurskrýtið að fjármálastofnanirnar sjái þetta ekki eða vilji, leysa málin skynsamlega.

Kristján Jón Sveinbjörnsson, 19.10.2010 kl. 11:56

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Tek undir með þeim hér að ofan.  Það er gott þegar málin eru sett í einfalt samhengi, litla gula hænan er auðskilin.  Takk fyrir Marinó.

Magnús Sigurðsson, 19.10.2010 kl. 12:00

8 identicon

kærar þakkir Marinó,

Ég heyrði í hádegisfréttayfirliti áðan að enn væru reiknimeistarar valdstjórnarinnar að meta 8-9 leiðir, spurning mín er hvers vegna?

Allt sem gert hefur verið frá hruni hefur miðað við sértækar lausnir, sem fela í sér mismunun og eiga að hjálpa þeim sem þurfa - bæði ríkisbubbum og heimilum í vanda.

Hvar er tekist á við jafnréttismálin í þessu? Hvergi, þar sem mismunun þegnanna (=lántakenda) er grundvallarforsendan sem ríkisvaldið hefur horft til. Skýtur þetta all skökku við þar sem núverandi stjórn er undir forystur jafnaðarmanna, en þeir hafa týnt sjónum af því að jafnræði þegnanna er grundvöllur lýðveldisins.

Tillögur HH eru eina raunhæfa leiðin til að jafnréttissjónarmið ríkji við leiðréttinguna, sem verður að koma núna án tafar. Allt fum ríkisvaldsins á móti því mun brjóta niður lýðveldið Ísland. Tal valdamanna í kerfinu, bönkum og stofnunum um að ekki séu efni til að gera það sem þarf að gera er tálsýn um að ekkert hafi gerst hér í hruninu sem þeir beri ábyrgð á og beri að leiðrétta - og það strax!

Ég þakka þér fyrir áminninguna um litlu gulu hænuna og vona að HH takist að koma vitinu fyrir þá sem ekki vilja leggja grunn að framtíð Íslands með réttlæti handa öllum - ekki bara sumum og SUMUM, séra Jóni og vinum hans.

Sigurdur Bogason (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 12:56

9 identicon

Hversu gáfulegt er það að kalla banka fjármagnseigendur. Það eru venjulegir launaþrælar sem eiga þessa peninga sem bankar sísla með. Endilega haldið þessari baráttu áfram um að færa frá a til b á kosnað a og allir ég endurtek allir launaþrælarnir munu taka út sína peninga og setja undir kodda til að þú og aðrir arðræningjar komist ekki yfir þá og hvað gerist þá? Hvernig dettur þér í hug að þeir sem spara peninga séu meiri glæpamenn en þeir sem sóa þeim.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 13:22

10 identicon

Guðmundur, þeir sem höfðu sinn sparnað innan veggja bankanna voru tryggðir í topp.

Í þeirra máli virtist gjafmildin ekki hafa nein efri mörk.

Af hverju var innistæðutryggingin ekki höfð 20885 evrur ?

Hvern/hverja var verið að tryggja umfram nauðsyn í því máli ?

Hvernig dettur þér í hug að kalla HH arðræningja... hverja eru þeir að arðræna...eru þeir að arðræna þessa sömu innistæðueigendur sem voru nýlega tryggðir í topp af skattgreiðendum ??

Ef að þú sérð ekki óréttlætið í öllu þessu ferli þá ertu s..blindur !!

Málið er og hefur alltaf verið ÓRÉTTLÆTIÐ í ferlinu eftir hrun,óréttlæti er hlutur sem fáir, ef nokkur, geta sætt sig við.

Þetta mál á eftir að enda með ósköpum vegna getuleysis/meðvirkni/spillingar ráðamanna landsins sama hvar í flokki þeir standa !!

Því miður...

runar (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 13:48

11 identicon

Árni Páll Árnason:  "Það er ekki í mannlegu valdi að breyta þessu."

Þessi setning eins af ráðherrum framkvæmdavaldsins og jafnframt alþingismanns til lagasetninga (úpps!) segir allt sem segja þarf um undanslátt og flækjufótahátt ríkisstjórnar og reyndar þingliðs að langstærstum hluta.  Yfibyggðin níðir nú skóinn undan almenningi sem aldrei fyrr og notast nú við "guðdómlegan" frasa og farsa.

En yfirbyggðin gleymir því að vald sitt þiggur hún frá almenningi og það er því vald okkar almennings að steypa þessari veruleikafirrtu yfirbyggð af stóli.  Mér sýnist löngu kominn tími til. 

Margir góðir og réttsýnir menn hafa verið ötulir að benda á leiðir til úrbóta til skuldaleiðréttinga og jöfnunar byrðanna til nútíðar og framtíðar og þar hefur Marinó staðið sig frábærlega vel, ásamt HH.  Takk Marinó fyrir þína drengilegu baráttu fyrir hönd okkar nóboddíanna í öskustó hrunsins, okkar jónanna og gunnanna.  Við Jón Jón Jónsson gefumst heldur aldrei upp í baráttunni fyrir mannlegum heiðarleika, sanngirni og réttlæti hér á jörðinni, okkur öllum til jafnra lífskosta. 

Yfirbyggðir hrynja og molast alltaf niður að lokum vegna síns ranglætis og drambs.  Við lifum í mannlegum heimi, þó yfirbyggða-hyski leitist alltaf við að klastra upp helgimynd um Upstairs/Downstairs.  En munum þá orð Herakleitosar fyrir 2.500 árum, svona til megindrátta útfært:

Ekkert er fast, allt fram streymir endalaust ... í flæði ... allt endurnýjast úr eyðileggingunni ... það er flæði lífs okkar ... öll önnur hugsun er skrumskæling til helgimyndaklasturs yfirbyggða.  Nei, ekkert er fast ... allt er flæði ... allt er breytingum undirorpið.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 14:17

12 identicon

Ef þú leggur inn í banka peninga eða lífeyrissjóð sem duga til að kaupa einbýlishús árið x tekur þá svo út árið y og átt fyrir bomsum þá hefur farið fram arðrán hvort sem það er gert í þína þágu eða mína. Þú lagar ekki arðrán á mér með því að arðræna þig. Ef þu vilt gæta sanngirnis væri að sjálfsögðu réttlátast að litli bónus og hans hirð skiluðu ránfensfengnum til sparifjáreiganda  ekki bara á Íslandi heldur líka t.d.til japanskra ellilífeyrisþega o. s.f.v. Lausnin á þjófnaði er ekki að fremja annan. Ef það er stolið frá mér bíl bótalaust er það súrt  en að mér detti það í hug að stela þínum bíl til að bæta mér tjónið er í besta falli heimska. Lausnin gæti kannski verið fólgin í því að taka ekki lán sem gerði það að verkum að engir bankar gætu þrifist. En eins og þú veist er fólk sem vinnur ekki vandamál heldur þeir sem vinna við að eyða sparnaði annarra. Nú þegar er búið að klára gjaldþrotaskipti á félögum litla bónus þar sem vantaði upp í kröfur sparifjáreiganda 50.000.000.000kr eða 157.000 á hvern Íslending og eru skiptastjórar bara rétt birjaðir. Til samanburðar var Al Capone talin hafa stolið 126.000.000kr. Af hverju heldur þú að erlendir fréttamiðlar tali um stærst rán frá seinni heimsstyrjöld.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 14:29

13 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Guðmundur Ingi, samlíking þín um bílstuldinn gæti verið ágæt ef ekki væri sú staðreynd að bílum okkar beggja var stolið í hruninu, þú fékkst þinn til baka en ekki ég. Þar liggur óréttlætið!!

Enn og aftur vil ég þakka Marinó og HH fyrir þeirra óeigingjarna starf!!

Gunnar Heiðarsson, 19.10.2010 kl. 15:26

14 identicon

Éftir að glæpasamtökum á Íslandi voru dæmdar stórar fjárhæðir í bætur (í formi vaxta) missti ég trúna á að nokkuð yrði gert til að aðstoða almenning i landinu. Það augljósa réttarmorð sem Hæstiréttur framdi með þeim gerningi slökkti alla von í brjósti mínu um réttlæti, og var hún reyndar ekki mikil fyrir.

Nú sé ég ekki fram á annað en að reyna að klára námið sem ég hóf haustið 2008, þar sem enga vinnu var (á þeim tíma) að hafa í fyrirsjáanlegri framtíð, og koma mér svo úr landi eins hratt og farkostur sá sem ég kýs til ferðarinnar getur borið mig. Það er ekki hægt að lifa lengur við samtryggingu yfirstéttarinnar í landinu þegar sjálfur Hæstiréttur tekur blygðunarlaust afstöðu með henni.

Arnar (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 15:53

15 Smámynd: Gunnar Waage

Þetta fólk getur komist að hvaða niðurstöðu sem er, allt spurning um afstöðu. Þau eru með sérfræðinga í vinnu við að útfæra og markaðssetja sínar hugmyndir.

Hefur því miður lítið með hagfræði að gera þegar upp er staðið, hún er einungis aðferðarfræðin. Mæa ég biðja um minna macro og meira micro.

Örlítið minna hugsjónaklám og blaður um framtíðarsýn, bara ríkisstjórn sem fúnkerar hér og nú.

Gunnar Waage, 19.10.2010 kl. 16:39

16 identicon

Ekki tjóir annað en draga fram fallöxina...sjáið bara Fransmennina núna!!!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 16:39

18 identicon

Sæll Marinó

Takk fyrir frábært starf og þið hin hjá Hagsmunasamtökum heimilana. 

Ég er með spurningu og kannski geturðu svarað mér varðandi nýja gjaldþrotafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem nú var lagt fram og búið að gera mikið með í fréttum í dag.  

Er það réttur skilningur að kröfuhafar geti endurnýjað allar kröfur fyrir dómsstólum þar sem möguleiki er að eitthvað fáist frekar upp í þær?  

"Fjármálastofnanir þurfa þá að sýna fram á að brýn ástæða sé til að viðhalda kröfunni, og að líkur séu á að eitthvað fáist upp í hana."  http://www.visir.is/fyrningafrumvarp-kom-fjarmalastofnunum-i-opna-skjoldu/article/2010841293450

Með öðrum orðum engin breyting á lögum nema að fyrningafresturinn er styttur í 2 ár en áfram má elta þig fram yfir gröf og dauða með því að endurlýsa alltaf á þig kröfunum eins og er í dag.

Eru við að horfa á enn einn blekkingarleikinn hjá stjórnvöldum?

Sigurður Hermannsson (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 21:33

19 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Marínó - Jón Magnússon sendi mér tilvísun á þá hæstaréttardóma, sem Júlíus Sólnes talaði um, um daginn -

Sjá Spegillinn: 15.10.2010

------------------------

Einar Björn ég ætla ekki að skrifa neitt varðandi þessa færslu heldur um þá dóma Hæstaréttar sem þú varst að tala um varðandi verðtrygginguna. Þessir dómar eru frá árinu 1991 og eru 3 einn á bls. 348 mál nr. 53/1990 Árni Árnason gegn Samvínnusjóði Íslands hf. ril réttargæslu viðskiptaráðherra Seðlabanka Íslands.

Svo er það dómur í máli  nr. 210/1990  Lífeyrissjóður byggingarmanna gegn fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs bls. 367 árið 1991.

Svo dómur í máli 211/1990 Lífeyrissjóður byggingarmanna gegn Húsnæðisstofnun ríkisins bls. 385 árið 1991

Staðfest var í Hæstarétti niðurstaða héraðsdóms í öllum þessum málum að heimilt hefði verið að breyta ákveðnum forsendum varðandi útreikning verðtryggingar.  Ég tel sömu heimildir vera fyrir hendi í dag.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.10.2010 kl. 21:52

20 identicon

Þjóðin situr uppi með Ónýtt Kerfi

Verðtrygging=Trygging lánafyrirtækja
Hvaða tryggingu fær Skuldari=Lántakandi
Jú hann fær enga
Viðskiftasiðferði=Gott ef báðir aðilar hagnast á þeim
Verðtrygging Tryggir að aðeins Lánafyrirtækið hagnast
Skuldarinn tapar pottþétt
Skuldarinn berst fyrir minni Verðbólgu
Lánafyrirtækið er nákvæmlega sama þótt verðbólga sé því það hefur tryggingu
Þegar samningur er gerðu ættu báðir aðilar að taka áhættuna af verðbólgu
Báðir aðilar ættu að vinna gegn verðbólgu
Verðtygging er krabbamein kerfisins
Vitað er af því en ekkert gert
það getur verið ömurlegt að sjá þetta
Vildi að ég hefði rangt fyrir mér
kannski myndi mér líða betur

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 22:11

21 identicon

Ágæt pæling hér Marinó, er þetta eitthvað sem HH hafa velt fyrir sér?

http://blog.eyjan.is/haukurn/2010/10/19/thess-vegna-eru-neydarlogin-brot-a-stjornarskranni/

sr (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 22:23

22 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Er búið að opna nýja útleið fyrir skuldugann almenning?

Skuldir fyrnist á tveimur árum Ríkisstjórnin samþykkti nú í hádeginu frumvarp sem gerir ráð fyrir því að skuldir fyrnist tveimur árum eftir gjaldþrot...Verði frumvarpið samþykkt verður ekki hægt að viðhalda skuldakröfum lengur en sem þessum tíma nemur.

Fyrningafrumvarp kom fjármálastofnunum í opna skjöldu Nýja frumvarpið felur hins vegar í sér að kröfuhafar, það er að segja bankar og aðrar lánastofnanir, geta að uppfylltum ákveðnum skilyrðum fengið kröfu sína endurnýjaða eftir tvö ár með því að höfða mál á hendur skuldaranum fyrir dómstólum.

Fjármálastofnanir þurfa þá að sýna fram á að brýn ástæða sé til að viðhalda kröfunni, og að líkur séu á að eitthvað fáist upp í hana. Skilyrðin eru meðal annars að skuldari sé staðinn að saknæmu athæfi eða annarri ámælisverðri háttsemi, eftir því sem næst verður komist.

Ég meina, að fara fram á gjaldþrots úrskurð yfir sjálfum sér!

Spurning um skemmri tíma afleiðingar, þ.s. mér sýnist að allt í einu sé gjaldþrot orðin vænlegasta leiðin fyrir skuldara sem í boði er. Ég velti fyrir mér, hvort þeir sem hokra undir sligandi skuldabyrði, jafnvel þó lán hafi verið lækkuð niður að 110% veðhlutfalli og að auki fengið tímabundna lækkun greiðslubyrði, fari ekki að athuga hvort þeir geti farið sjálfir fram á gjaldþrots meðferð yfir sjálfum sér. 

Svo í kjölfarið skelli á fárviðri gjaldþrots beiðna!

Efa að bankakerfið muni þó lifa slíkt af!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.10.2010 kl. 22:50

23 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ef lánveitendum verður gert erfitt fyrir að halda kröfum við er þá ekki líklegra að þeir setjist að samningaborðinu. Lántaki hefur þá þessa leið út úr ógöngum án þess að hætta á ævilangt skuldafangelsi.

Dásamlegt ef satt reynist. En síðan á Pétur Blöndal eftir að væla óstjórnlega úr ræðustól alþingis um óréttlæti sem sparifjáreigendur verði fyrir ef lántakendur geta borið hönd yfir höfuð sér. 

Sigurður Sigurðsson, 19.10.2010 kl. 23:41

24 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Alveg rétt hjá þér - en miðað við að skv. AGS eru 45% lána bankakerfisins skv. "book value" "non performing" þá held ég að bankakerfið mari við brún gjaldþrots nú þegar, ekki viss hvorum megin.

Allt í einu eru almennir skuldarar komni í til muna betri samningsstöðu - geta beitt gjaldþroti sem hótun.

Jafnvel þetta eitt - að fj. fólks fari að þröngva fram afskriftum og lækkun skuldabyrði - getur nægt til að sigla þeim í neikvæða eiginfjárstöðu, ef þeir eru ekki í henni nú þegar.

Næstu vikur og mánuðir geta sannarlega orðið áhugaverðar/ir.

Ef bankakerfið rúllar mun það hafa áhugaverða afleiðingar.

------------------

Til lengri tíma litið er enginn vafi á að þessi breyting er mjög mikil réttarbót, er mun skila mörgum jákæðum lagfæringum á hegðun lánveitenda.

 Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.10.2010 kl. 00:10

25 identicon

Takk Marinó fyrir hvað þú ert fastur fyrir.

Þetta með 4% ætti eiginlega að vera "aðlögunarferli" í þá átt að verðtrygging lána falli niður eftir nokkur ár.

Fjárfestar verða bara að skilja það að nú verður ekki gengið lengur í vasa skuldara eins og verið hefur. Og ef verðbólgan er nú að hægja á sér loksins - lækka jafnvel niður í núll (sé það gerast) - eða eitt % - hvernig ætla þeir að bregðast við þeirri þróun?

Er meiningin að bæta þessum fimm milljónum sem er búið að hlaðast á hverja 10. milljón aftur fyrir lánin. Er tregðan til að leiðrétta lánin vegna þess að verðbólgan er vonandi að ná einhverjum stöðugleika? 

Anna Kr. Pétursdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 00:22

26 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sigurður, ég fæ ekki betur séð út frá þessum texta (hef ekki séð frumvarpið) en að hægt verði að rjúfa fyrningu.  Spurningin er aftur hvað gerist ef það er gert.  Mun þá hefjast 10 ára fyrningarfrestur eða nýr 2 ára.

Marinó G. Njálsson, 20.10.2010 kl. 00:45

27 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Að sjálfsögðu er það grundvallar atriði - hvernig þau ákvæði er virðast veita kæruleið til baka, eru útfærð.

Möguleiki á því jafnvel - að málið verði gert ónýtt, þannig að þetta mikla tækifæri til að framkalla réttarbót fari forgörðum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.10.2010 kl. 01:03

28 Smámynd: Theódór Norðkvist

Einar Björn Bjarnason, 19.10.2010 kl. 22:50. Það kostar 250 þúsund að fara í gjaldþrotameðferð, ef gjaldþoli óskar eftir því sjálfur.

Theódór Norðkvist, 20.10.2010 kl. 05:12

29 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Samkvæmt Ögmundi á að setja mjög þröngar skorður á málshöfðun til að halda við kröfum. En við skulum sjá hvernig þingið útþynnir þetta.

Sigurður Sigurðsson, 20.10.2010 kl. 09:09

30 identicon

sæll, af hverju förum við ekki í persónur og leikendur..... það verður ekkert fellt niður hjá meðalmanni á meðan Samfylkingin er í ríkisstjórn, eruð þið ekki búin að sjá það Marinó?

Siguróli Kristjánsson (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 11:07

31 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samkvæmt íslenskri orðabók er til ágætt hugtak yfir þá hegðun sem Marinó lýsir hér ágætlega, og það er:

Ábyrgðarfirring

Guðmundur Ásgeirsson, 20.10.2010 kl. 19:29

32 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Theódór Norðkvist, 20.10.2010 kl. 05:12

-----------------------

Flestir ættu að geta skrapað því saman - tæma fataskápana og selja í kolaportinu, selja allt notaða dótið sem enn er vel nothæft, húsgögn o.s.frv.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.10.2010 kl. 22:35

33 Smámynd: Friðrik Jónsson

Ég hef verið að velta einu fyrir mér,ef það telst eðlilegt að fólk fái leiðréttingu lána og það er mín skoðun að það sé,er þá ekki eðlilegtt að þeir sem fengu óeðlilega mikla hækkun á innistæðum eins og hefur komið í ljós,séu látin greiða það til bara jafnt til að minnka skaðann fyrir ríkið.

Tek fram þetta eru bara vangaveltur hjá mér,hef enga lögþekkingu um hvort þetta sé raunhæft.

Friðrik Jónsson, 22.10.2010 kl. 10:07

34 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Friðrik, það er ein af hugmyndum HH að hluti peninganna komi einmitt frá verðbótum þeirra sem áttu háar innstæður.

Marinó G. Njálsson, 22.10.2010 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1680018

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband