1.10.2010 | 16:09
Jibbí, enn "mikil" velta á fasteignamarkaði
Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort við búum í gömlu Sovétríkjunum eða Alþýðulýðveldinu Norður Kóreu. Hvernig getur ritstjórn Morgunblaðsins eða mbl.is komist að því að enn sé mikil velta á fasteignamarkaði, þegar veltan er ennþá um 20% undir því sem var árið 2001. Aðeins 6 sinnum á tímabilinu frá 16. febrúar 2001 til 20. desember 2007 var vikuveltan minni en í síðustu viku. Fimm af þessum sex skiptum voru um jól og áramót.
Það er jákvætt að veltan sé að aukast, en út í hött að tala um "mikla" veltu.
Enn mikil velta á fasteignamarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 1680019
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Hver borgar fyrir þessar fyrirsagnir?
Ragnar Einarsson, 1.10.2010 kl. 16:24
Held að þarna sé frekar um skorti á talnalæsi að ræða. Ég á en eftir að heyra af þeim blaðamanni sem ber skynbragð á tölur með meira en 6 núll. Nú náði ég aldrei að koma til Sovétríkjanna en það var mín tilfinning að þeir hafi verið frekar sleypir í talnaskilningi, sem er meira en hægt er að kenna íslendingum um.
Héðinn Björnsson, 1.10.2010 kl. 16:40
Svo má líka velta því fyrir sér hvort hér sé yfirleitt einhver fasteignamarkaður þegar verði er stýrt með litlu framboði. Hvenær skyldum við fara að kalla hlutina réttum nöfnum? Hér er fasteignaverði og leiguverði handstýrt í þágu bankanna. Ef markaðurinn réði myndi verðið falla um 30% og það hafa bein áhrif á efnahagsreikninga bankanna. Um það snýst þessi blekking
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.10.2010 kl. 16:46
Blaðamenn og tölfræði fer ekki alltaf vel saman. Ég hef rekið mig á það að furðu margir vel skapaðir einstaklingar vita ekki hversu mörg núll eru í milljarði [níu]. Og enn síður hversu mörg núll eru í því sem Bandaríkjamenn nefna trillion [tólf] -sem vel að merkja er ekki sama og það sem við köllum trilljón [þá eru núllin orðin átján en Kanar kalla það million-trillions]. Svo er líka til talan sextilljón, en hún er of dónaleg til að segja hana upphátt. Dásamlegt.
Ketill Sigurjónsson, 1.10.2010 kl. 17:17
Mbl virðist reikna út mikla veltu miðað við síðasta 1-2 ár, þ.e. í kreppunni, sem er alveg út í hött. Veltan á fasteignamarkaði er afar lítil og líklega rétt hjá Jóhannesi hér að framan að velta má upp spurningunni hvort hér sé markaður yfirleitt þegar framboði er handstýrt af bönkum og Íbúðalánasjóði?
Guðmundur St Ragnarsson, 2.10.2010 kl. 12:16
Spurning hvort fjölgun nauðungarsala - sem strangt til tekið getur talist sala þ.e. færsla eignar frá einumg aðila til annars gegn greiðslu x fjármuna - sé inni í þessum tölum.
En nauðungarsölum eins og þú Marínó hefur bent á fer fjölgandi.
Hefur það eitthvað verulegt skýringargildi um þessa aukningu sem vitnað er til í frétt?
Eða, er aukning mun meiri en sem svarar fjölgun nauðungarsala?
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.10.2010 kl. 12:18
Veltan/fasteignasalan er mæld eftir skráðum fjölda þinglýsinga hjá sýslumönnum. Það veit eflaust enginn hver er raunveruleg sala á markaði.
Fréttamönnum er vorkunn þótt þeir ruglist í fjölda milljóna/milljarða núllanna. T.d. er reikningsvélin mín ágæt til daglegra nota, en hún ræður ekki við stærri tölur en 99 þúsund milljónir eða 99 milljarða...
Kolbrún Hilmars, 2.10.2010 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.