Leita í fréttum mbl.is

Ákveđiđ ađ leita til ESA og EFTA dómstóls - Hćstiréttur leiđréttir forsendubrest lánveitanda

Mig langar ađ kynna hér betur ţá ákvörđun sem frétt mbl.is fjallar um:

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna samţykkti einróma á fundi sínum nú síđdegis ađ leita eftir áliti/ákvörđun ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, vegna dóms Hćstaréttar í máli 471/2010 um vexti af áđur gengistryggđum bílalánum.  Jafnframt var ákveđiđ ađ leita leiđa til ađ fá niđurstöđu EFTA dómsstólsins í málinu.  Loks var samţykkt ađ leita til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, vegna hinnar víđtćku notkunar verđtryggingar í neytendalánum hér á landi.

Ég leitađ óformlega til ESA vegna ţeirra mála, sem ţangađ verđur vísađ, eftir ađ dómur féll í Hérađsdómi Reykjavíkur.  Niđurstađan ţá var ađ bíđa eftir dómi Hćstaréttar.  Kvörtunin til ESA vegna vaxtadómsins mun byggja á annars vegar c-liđ 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerđ, umbođ og ógilda gerninga og ţví hvernig neytendaverndartilskipun ESB, 93/13/EEC, var innleidd í lög hér á landi.

Ég tel ađ Hćstiréttur hafi gengiđ freklega á rétt neytenda í dómi sínum og hunsađ alla möguleika til mildandi ađgerđa.  Dómurinn telur ađ ógilding gengistryggingarinnar í dómum réttarins 16. júní sl. geri ţađ ađ verkum ađ grundvöllur tengingar viđ LIBOR vexti sé ţannig brostinn.  Ţrátt fyrir heimildir í 2. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 ađ rétturinn geti ákveđiđ réttláta og sanngjarna vexti, ţá fór rétturinn ţví miđur ţá "ódýru leiđ" ađ taka ákvćđi 4. gr. hrátt upp.  Međ ţví verđur dómsniđurstađan mjög íţyngjandi fyrir ţá sem tóku gengistryggđ húsnćđislán, ţó svo ađ niđurstađan vćri ekki svo óhagstćđ fyrir lántaka í máli 471/2010.

Ég tel ađ Hćstiréttur hafi haft fleiri möguleika í stöđunni.  Dómafordćmi eru fyrir ţví ađ rétturinn víki frá leiđbeinandi vöxtum vaxtalaga og átti ég allt eins von á ţví ađ ţađ yrđi gert.  Einnig er tilgreint í 2. gr. vaxtalaga ađ vikja megi frá vaxtaviđmiđi 4. gr., ţ.e. lćgstu óverđtryggđu vöxtum Seđlabanka Íslands, og raun hvatt til ţess ađ gera ţađ, sé ţađ skuldara hćgstćtt.  Rétturinn ákvađ einnig ađ líta gjörsamlega framhjá öllum rökum verjanda um forsendubrest lánanna og gerir í raun lítiđ annađ en ađ skipta einum forsendubresti út fyrir annan, ţegar áhrif dómanna frá 16. júní eru tekin međ.  Opnar rétturinn ţví fyrir ţann möguleika, ađ lántakar leiti aftur til dómstóla og í ţetta sinn til ađ fá forsendubrestinn bćttan.  Finnst mér klaufalegt af réttinum ađ skilja ţetta atriđi eftir í dómi sínum.

Neytendaverndartilskipun ESB bannar ađ samningum sé breytt neytanda í óhag. Í 8. gr. tilskipunarinnar er ađildarríki EES, í ţessu tilfelli Íslandi, uppálagt innleiđa eđa viđhalda ströngustu ákvćđum til ađ tryggja neytendum vernd af hćsta stigi (e. Member State may adopt og retain the most stringent provisions compatible with the Treaty in the area covered by this Directive, to ensure a maximum degree of protection for the consumer).

Önnur tilskipun ESB, ţ.e. 2005/29/EC um ósanngjarna viđskiptahćtti (unfair commercial practices), skiptir hér líka máli.  Hafa skal í huga ađ Exista, móđurfélag Lýsingar, er stćrsti einstaki stöđutakinn gegn íslensku krónunni.  Félagiđ sjálft telur sig eiga 180 milljarđa í framvirkum samningum vegna stöđu sem ţađ tók gegn krónunni, ţ.e. veđjađi ađ krónan félli hressilega.  Ţađ hljóta ađ teljast ósanngjarnir viđskiptahćttir ađ fyrirtćkiđ veđji ţannig gegn viđskiptavinum sínum (ţó ţeir séu í dótturfélagi).  Kjarni tilskipunarinnar er ţó, ađ sérhver grein samnings sem myndar ójafnvćgi milli réttinda og skyldna samningsađila neytandanum til tjóns, er óheimil (sem er sama markmiđ og tilskipunar 93/13/EEC).  Annađ grundvallaratriđi tilskipunarinnar er ađ fyrirtćki eru skyldug til ađ 

trade fairly, avoiding unfair and misleading commercial practices

sem mćtti leggja út ađ sýna heiđarleika í viđskiptum og forđast óheiđarlega og villandi viđskiptahćtti.  Efast má stórlega um ađ íslensk fjármálafyrirtćki hafi haft ákvćđi tilskipunarinnar í heiđri í undanfara hrunsins.

Annars getur vel veriđ ađ hćgt verđi ađ reka dómsmál um ákvćđi neytendaverndartilskipunarinnar hér á landi.  Ţađ hefur jú ekki veriđ ennţá tekiđ á ţví ađ lánasamningarnir hafi innihaldiđ ósanngjarna skilmála sem röskuđu samningsstöđunni neytandanum í óhag.  Og ţó svo ađ ţađ hafi ađ einhverju leiti veriđ gert, ţá finnst mér ljóst ađ dómur Hćstaréttar skekkir samningsstöđu neytenda ennţá frekar ţeim í óhag.

Í mínum huga er ţessum málum alls ekki lokiđ.  Hćstarétti tókst ađ finna leiđ sem jók á greiđslu- og skuldavanda fasteignalántaka, verđi dómur í máli 471/2010 fordćmisgefandi fyrir gengistryggđ fasteignalán.  Er ţađ nákvćmlega sú niđurstađa sem ég óttađist.  Ég átti ađ vísu von á ađ rétturinn fćrđi ţá minna afgerandi rök fyrir niđurstöđu sinni, t.d. međ vísun í varakröfur sóknarađila.  Niđurstađa réttarins er ađ tenging viđ LIBOR vexti hafi rofnađ um leiđ og gengistryggingin var dćmd ólögleg.  Af ţeim sökum verđi ađ ógilda vaxtahluta lánasamningsins líka.  Ţar međ opnar Hćstiréttur fyrir möguleikann á ţví ađ vísa til 4. gr. vaxtalaga í stađinn fyrir ţađ ađ horfa á ţćr kröfur sem voru hafđar uppi.  Ţegar betur er ađ gáđ, ţá er ţetta heldur ómerkileg leiđ til ađ segja ađ lánveitandi hafi orđiđ fyrir forsendubresti, ţegar í ljós kom ađ hann hafđi notađ ólöglega gengistryggingu.  Hćstiréttur gerir ţví í raun nákvćmlega sama og undirréttur og ákveđur ađ bćta ţurfi lánveitanda upp forsendubrest.


mbl.is Kćra niđurstöđuna til ESA
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Frábćrt hjá ykkur.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 17.9.2010 kl. 22:06

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garđarsdóttir

Gott mál...

Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 18.9.2010 kl. 01:11

3 Smámynd: Benedikta E

Takk Marinó - Ţiđ eruđ einstök hjá Hagsmunasamtökunum.

Benedikta E, 18.9.2010 kl. 01:12

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Áhugavert - sannarlega ástćđa til ađ kanna ţetta.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.9.2010 kl. 01:26

5 identicon

Ţađ verđur áhugavert ađ sjá hvađ kemur út úr ţessu.  Ţađ verđur einnig áhugavert ađ sjá hvort ađ hugarfar Íslendinga til ESB breytist eftir ţetta.  Ástćđan er sú ađ ţetta eru jú ađeins mögulegt vegna ađildar okkar ađ EES.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráđ) 18.9.2010 kl. 01:32

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hmm, Stefán - á móti kemur ađ ţ.s. Bretar og Hollendingar geta hindrađ klárun ađildarsamnings eins lengi og ţeim sýnist, ađ engin leiđ er ađ klára slíkann ađildarsamning án ţess ađ Icesave sé leyst skv. ţeirra vilja.

Ég held ađ áhrif ţeirrar deilu vegi umtalsvert ţyngra. Ađ auki, munum viđ ţurfa ađ hćtta ađ veiđa hval og sennilega einnig makríl umfram ţau 5.000 tonn er viđ höfum haft sem kvóta.

Einar Björn Bjarnason, 18.9.2010 kl. 01:41

7 identicon

Einar:  Eigum viđ eitthvađ ađ vera ađ flćkja makríl og Icesave inn í ţessa kćru til ESA? ;)

EES kemur sér ţó allavega vel núna.  Ţađ er mjög gott mál.

Ţess vegna ber okkur ađ styđja ţetta.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráđ) 18.9.2010 kl. 01:50

8 Smámynd: Sigurđur Ţorsteinsson

Sćll Marínó, gott innlegg. Hins vegar held ég ađ ţađ ţurfi meira ađ koma til en ađ leita til ESA og EFTA dómsstólsins. Ćtlađi ađ fara inn á heimsíđu Hagsmunasamtaka heimilanna en fann hana ekki.

Sigurđur Ţorsteinsson, 18.9.2010 kl. 08:49

9 Smámynd: Hólmfríđur Bjarnadóttir

Styđ ţessa ákvörđun eindregiđ, gott mál.

Hólmfríđur Bjarnadóttir, 18.9.2010 kl. 11:48

10 Smámynd: Elle_

Ég tek undir međ Einari varđandi Evrópusambandiđ og Icesave.  Hann hlýtur ađ mega segja frá fáránlegum og ólöglegum kröfum ţeirra í Icesave úr ţví Stefán dró Evrópusambandiđ inn í umrćđuna.  Og vill svo ekki ađ Einar blandi Icesave (sem Stefán vill endilega ađ viđ borgum ofan á allar hinar ólöglegu kröfurnar) í umrćđuna.  Kannski er ţađ satt sem Sigurđur segir um ESA og EFTA dómstólinn.  Kannski mćtti líka skođa alţjóđadómstól utan EES og Evrópusambandsins.  Ţeim getur ekki veriđ treystandi frekar en íslenskum stjórnvöldum.  

Elle_, 18.9.2010 kl. 12:14

11 Smámynd: Guđmundur St Ragnarsson

Frábćrt framtak hjá ykkur baráttuhundum í HH sem gefist ekki upp ţótt á móti blási. Takk fyrir.

Guđmundur St Ragnarsson, 18.9.2010 kl. 14:20

12 identicon

Elle, ég dró ekki ESB inn í umrćđuna.  Ţađ er veriđ ađ kćra til ESA.  Ţađ er hluti af ţví ađ vera í EES. 

Ţví ber ađ fagna ađ EES samningurinn gerir Hagsmunasamtökum heimilanna mögulegt ađ kćra lengra.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráđ) 18.9.2010 kl. 19:06

13 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Bara svo fólk viti af ţví, ţá munu koma fleiri útspil frá okkur eftir helgi.

Marinó G. Njálsson, 18.9.2010 kl. 20:25

14 identicon

Frábćrt ađ sjá baráttu ykkar í HH og SL gegn bankastýrđu ríkisvaldi. Fyrir hrun var kvartađ yfir ţví ađ bankarnir réđu öllu í landinu og sú stađa hefur bara versnađ.

Ríkisstjórnin heldur ađ efnahagslegur stöđugleiki felist í ţví ađ fjármálafyritćki láti almenning borga tap ţeirra af lánum án ábyrgđar til útrásarvíkinga. Ríkisstjórnin beiđ eftir tćkifćri til ađ lögfesta varanlega fátćkt almennings og nýtti hćstarétt til ţess.

Hákon Hrafn (IP-tala skráđ) 18.9.2010 kl. 21:01

15 Smámynd: Elle_

EES samningurinn er EKKI hluti af neinni veru í Evrópusambandinu, Stefán, og EES kemur fullveldisafsali okkar inn í Evrópusambandiđ ekki viđ.  Megum viđ forđast ţađ samband eins og heitan eldinn.

Elle_, 18.9.2010 kl. 21:01

16 identicon

Elle: Ertu ţá ekki á móti ţví ađ kćra til ESA ţar sem veriđ er ađ fara út fyrir fullveldi ţjóđarinnar?

Ef ESA dćmir neytendum í vil, ţá er veriđ ađ grípa fram í fyrir hendurnar á íslenskum dómstólum sem er hluti af fullveldi landsins. 

Viđ verđum ţá ađ sćtta okkur viđ dómsniđurstöđuna. 

Ekki eyđileggja ţetta hérna svona.

Kynntu ţér ESA.  

Stefán Júlíusson (IP-tala skráđ) 18.9.2010 kl. 21:10

17 identicon

Marinó, ţú segir ađ Hćstiréttur hafi, međ ţví ađ ógilda vaxtahlutann, opnađ á ađ nota 4.gr. vaxtalaga. Vissulega er ţađ rétt eins og máliđ er sett fram af réttinum, EN ţeir nefna hvergi 14.gr. laga um neytendalán sem tryggir ađ sú leiđ sem Hćstiréttur fór, sé í raun ótćk. Lög um neytendalán (nr.121/1994) byggja á tilskipunum ESB 87/102 EBE og nr. 90/88 EBE og í fyrrnefndri 14.gr. er einmitt kveđiđ á um ađ ekki sé heimilt ađ innheimta vexti af láni séu ţeir ekki tilgreindir.  Minn skilningur er sá, ađ ţegar búiđ er ađ henda vaxtaákvćđum samningsins út ţá standi eftir samningur án vaxtaákvćđa og ţví eigi fyrrnefnd 14.gr. ađ koma ţar inn í og Ţví skuli lánin skv. henni bera samningsvexti.  Hitt er svo annađ mál á hvađa lagagrundvelli Hćstiréttur hendir vaxtaákvćđunum út. Mér ţćtti vćnt um ef einhver glöggskyggn á íslensk lög getur bent mér á ţađ ţví ekki gerir Hćstiréttur grein fyrir ţeim réttarheimildum sem ţađ er byggt á.

Arnar (IP-tala skráđ) 18.9.2010 kl. 21:23

18 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Arnar, mér finnst ţú skauta nokkuđ létt á 14. gr. laga 121/1994, ţar sem í síđari hluta 1. mgr. greinarinnar segir ađ "ađ öđru leyti fer um vexti af neytendalánum samkvćmt ákvćđum vaxtalaga".  Ţađ er aftur í 2. mgr. sem eitthvert skjól ćtti ađ finnast, ţar sem segir:

Lánveitanda er eigi heimilt ađ krefjast greiđslu frekari lántökukostnađar en tilgreindur er í samningi skv. 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. Sé árleg hlutfallstala kostnađar, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 6. gr., of lágt reiknuđ er lánveitanda eigi heimilt ađ krefjast heildarlántökukostnađar sem gćfi hćrri árlega hlutfallstölu kostnađar.

Spurningin er hvort ţarna sé ekki veriđ ađ setja ţak á vextina sem hćgt er ađ krefjast?

Marinó G. Njálsson, 18.9.2010 kl. 21:50

19 Smámynd: Elle_

Nei, Stefán, ég vil ekki kćra til ESA og ţarf ekkert ađ kynna mér ţađ.  Nú mćttir ţú hinsvegar kynna ţér ólöglegt Icesave og ólöglegar kröfur Evrópusambandsins gegn okkur. 

Elle_, 18.9.2010 kl. 21:52

20 identicon

Marinó, ef ţú skođar athugasemdirnar viđ frumvarp til breytingar á lögum 30/1993 sem urđu ađ lögum 121/1994 ţá sérđu hver tilgangurinn međ 14.gr. er. Ţađ sem ég er ađ benda á er sú einfalda stađreynd ađ Hćstiréttur segir ađ vaxtaákvćđi lánanna skuli fara út úr samningnum. ţá stendur eftir, skv. lögum nr. 7/1936 sem ţiđ hjá HH eruđ ađ vísa til,  samningur án vaxtaákvćđa. Hvađ segja 1. og 3ja mgr. 14.gr. neytendalánalaganna ţá? Ég vil einfaldlega meina ađ ef ţiđ segiđ ađ 36.gr. samningalaganna eigi viđ, ţá eigi ţessi röksemd viđ einnig. 

 Marinó ţú ert međ númeriđ mitt, hringdu endilega í mig og viđ skulum rćđa ţetta og komast ađ niđurstöđu.

Arnar (IP-tala skráđ) 18.9.2010 kl. 22:46

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 1679974

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband