Leita í fréttum mbl.is

Arion banki fékk 750 milljarða afslátt

Innan um fréttir um aftöku vonarinnar og rökhyggjunnar í Hæstarétti gær, þá leynist mjög áhugaverð frétt á blaðsíðum Morgunblaðsins í dag.  Fréttin er á blaðsíðu 18 undir og langar mig að birta hana í heild hérna:

Meira inn á varúðarreikning
Arion banki hefur lagt 33 milljarða inn á varúðarreikning vegna útlána Heildarútlán til viðskiptavina nema 466 ma. í bókum bankans en krafan er yfir 1.200 ma.
 
Arion banki lagði fjóra milljarða króna inn á varúðarreikning vegna útlána til viðskiptavina á fyrri helmingi ársins, samkvæmt uppgjöri sem birtist í fyrradag. Gefur það til kynna að bankinn búist við enn frekari afskriftum á útlánum til viðskiptavina, sem nema 466 milljörðum króna í bókum bankans.Þar er um að ræða verðmat Arion banka á umræddum útlánum, en nafnverð þeirra - krafa á viðskiptavini - er mun hærra og nemur 1.237 milljörðum króna. Útlánin voru færð úr gamla Kaupþingi yfir í nýja, nú Arion, með 738 milljarða króna afslætti, á 499 milljarða króna.Síðan það var gert hefur Arion banki svo að auki fært 32,8 milljarða króna á varúðarreikning vegna útlána til viðskiptavina. Sem fyrr segir bættust fjórir milljarðar á þann reikning á fyrri hluta ársins.Arion banki skilaði 7,9 milljarða króna hagnaði eftir skatta á fyrri hluta ársins. Rekstrartekjur voru 27,7 milljarðar króna á tímabilinu og hreinar vaxtatekjur 10,3 milljörðum króna. Hreinar þóknunartekjur námu 2,9 milljörðum og gengishagnaður var 1,4 milljarðar. Vaxtamunur af meðalstöðu vaxtaberandi eigna og skulda var 2,9%.

Í ljósi dóms Hæstaréttar í gær og umræðu sem hefur átt sér stað á undangengnum mánuðum um svigrúm og kostnað bankanna af því að leiðrétta lán viðskiptavina sinna og þola það að samningsvextir stæðust á áður gengistryggðum lánum, þá er ákaflega forvitnilegt að fá það staðfest að Arion banki fékk lán og inneignir hjá viðskiptavinum með um 60% afslætti frá Kaupþingi (þ.e. gamla bankanum).  Nú vil ég að þeir viðskiptavinir Arion banka, sem fengið hafa þennan afslátt, til sín rétti upp hönd. Þið sem fengið hafið einhvern afslátt án þess að til hafi komið hækkun vaxta mega líka rétta upp hönd.

Mér finnst 60% afsláttur vera þokkaleg upphæð og vil halda því fram að það gefi bankanum svigrúm til að koma til móts við viðskiptavini sína.  Gallinn er að hafi það verið gert sem einhverju nemur, hefur það haft í för með sér talsverða hækkun vaxta frá því sem áður var.  Nú finnst mér að Arion banki og raunar aðrar fjármálastofnanir sem geta státað af umtalsverðum muni á nafnverði og bókfærðu verði, eins og hér er lýst, sjái sóma sinn í því að láta umorðalaust helminginn af þessum mun renna strax til viðskiptavina sinna.

Í gær slökkti Hæstiréttur vonina sem þó lifði í brjósti almennings, um að réttlæti og sanngirni gæti verið til í þessu landi.  Frétt Morgunblaðsins um 60% afsláttinn sem Arion banki fékk er salt til að nudda í sárið.  Önnur frétt á sömu blaðsíðu um að Fons hafi greitt félagi í eigin eigu háa upphæð sem síðan er horfin, er annar skammtur af salti.  Ég verð að viðurkenna að hafi mér ofboðið bullið áður, þá slá þessar fréttir flest annað út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Marinó.

Enn versnar bullið og brjálæðið þar með. Fenið okkar virðist því miður vera botnlaust.

Það tekur á að búa í óheilbrigðu fjármálaumhverfi áratugum saman eins íslenska þjóðin hefur gert með verðtrygginguna á bakinu frá því um 1980. Ég kalla það að vera í HAMSTRAHLAUPAHJÓLI, sem þýðir að það skiptir engu máli hvað þú leggur á þig, þú nærð ekki í þitt eigið skott - endar ná ekki saman.

Nú síðustu misserin hefur þó tekið steininn úr og hjólið hefur stækkað og enn lengra er í skottið/endann eða að vera í skilum.


Það bjarmaði fyrir lausn hjá hluta fólks á hluta skuldahalans í vor, en nú er búið að slökkva þá ljóstýru og vonir margra um eðlilegt ástand gufaðar upp.

Og hér á bloggsíðum fjölmiðlana rífst fólk - íslendingar - við sjálf - innbyrðis um það hvort það geti verið að einhverjum hafi verðið hjálpað aðeins meira en þeim sjálfum sem hæst skammast.

Hvað með gjaldþrotaleiðina fyrir fjöldann? Að mínu áliti er það kannski þrautavaraleið okkar margra að segja við peningakerfið - VIÐ GETUM BARA ALLS EKKI MEIRA.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.9.2010 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1680037

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband