16.9.2010 | 22:19
Ásta segir allt sem segja þarf
Dómur Hæstaréttar mun seint teljast sanngjörn niðurstaða fyrir þá sem tóku sín lán á árunum 2003 - 2006 og stóðu í skilum allt þar til að fall krónunnar gerði fólki nánast ókleift að standa í skilum. Með þessu erum við að byrja nýjan hring í fjárhagsvandræðum heimilanna. Í upphafi vorum við með greiðslu- og skuldavanda. Stjórnvöld og fjármálakerfið komu til móts við fólk varðandi greiðsluvandann (þ.e. mánaðarlegar greiðslur voru lækkaðar), en skyldu skuldavandann eftir (þ.e. höfuðstóll lánanna var ennþá stökkbreyttur). Hæstiréttur sló á skuldavandann í sumar með því að dæma gengistrygginguna ólöglega, en bætir núna á greiðsluvandann með því að margfalda vextina. Ég skil ekki alveg hvernig á að snúa ofan af þessu.
Ég hef ekki ennþá geta lesið mér til um tillögur ríkisstjórnarinnar, en kannski leynist í þeim vonarglæta.
Vextir geta orðið þungur baggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 275
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Það er til ein leið til að vinda ofan þessari vitleysu: Allir hætta að greiða af öllum lánum, hvaða nafni sem þau nefnast! Fara í gengum gjaldþrot og byrja upp á nýtt alveg eins og sannir útrásarvíkingar!
Erlingur Alfreð Jónsson, 16.9.2010 kl. 23:08
Ef ekki er búið að breyta gjaldþrotalögum þá er gjaldþrot ekki lausn fyrir einstaklinga því kröfuhafar halda kröfunum vakandi alla okkar æfi.
Á Íslandi er ekki einleikið hversu neytandinn er þrautpíndur í gegnum það að þurfa að kaupa sér íbúð og hafa ekki valkosti. Hann getur aldrei bakkað ef hann lendir í vandræðum.
Margrét Sigurðardóttir, 17.9.2010 kl. 07:10
Er þetta ekki dásamlegt þjóðfélag sem við búum í...
Þessa dagan fáum við að hlusta á nokkra fv. ráðherra segja okkur að bönkunum hafi verið stjórnað af bófum, að að þeim var logið um stöðu bankanna og þeir gátu ekki með nokkru móti séð fyrir hrunið og því gátu þeir ekki gripið til aðgerða og séu því saklausir og eigi ekki að fara fyrir landsdóm.
Við höfum síðan aftur almenning sem virðist eiga að hafa getað séð fyrir hrunið og gripið til viðeigandi aðgerða í sínum fjármálum og þeir sem það ekki gerðu séu bara bjánar og skuli hnepptir í vaxtaokursskuldafangelsi það sem eftir lifir ævinar.
Og Steingrímur og Árni Páll fagna og tala um réttlæti!
Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 08:09
þannig að það er hægt að reykna með því að vaxtabætur hafi ekki verið reyknaðar út rétt og ríkið komi til með að skulda fólki fyrir síðustu ár
Lísa (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 08:55
Ég sé það núna í réttu ljósi hversu slæm ákvörðun það var við hrun að rembast við að borgar mínar skuldbindingar.
Héðan í frá er best að koma sínum málum þannig fyrir,og það er að hætta borga og safna fyrir brottför af þessu spillingabæli sem land mitt er orðið.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 17.9.2010 kl. 09:17
Margrét, ég ætla að leyfa mér að efast um að fjármálastofnun sem hefur rekið einstakling í gjaldþrot og afskrifað eftirstöðvar kröfunnar viðhaldi kröfunni að 10 árum liðnum. Slík framkvæmd væri einungis gerð á persónulegum nótum þar sem engir viðksiptalegir hagsmunir kalla á slíkt.
Magnús orðar ástandið snilldarlega.
Erlingur Alfreð Jónsson, 17.9.2010 kl. 09:24
Líklega bætir þessi niðurstaða nokkuð hag þeirra sem tóku bílalán. Öðru máli gegnir um húsnæðislánin enda leiðir hækkuð vaxtabyrði nær alltaf til að heildargreiðslan verður umtalsvert hærri en af gengistryggðu láni. Það er vandséð að niðurstaðan hefði orðið sú sama ef mál þetta hefði snúist um slíkt lán. Boðað er að þeir sem tóku slík lán geti haldið þeim óbreyttum og í flestum tilfellum borgar það sig líklega. Það er slæmt að samanburður mismunandi lána sé nær alltaf byggður á höfuðstól því hann er rangur mælikvarði. Einfaldasta dæmi er þetta: Maður tekur tvö lán. Annað ber 10% vexti. Hitt ber 30% vexti. Höfuðstóll beggja er ein milljón. Eru lánin þá jafnhagstæð? Vitanlega ekki!
Þorsteinn Siglaugsson, 17.9.2010 kl. 09:39
vaxtabætur eru að hluta "umbun" vegna skuldsetningar eigna - því minni vaxtabætur því betur stendur viðkomandi - eða þannig ætti það að vera en er líklega ekki alltaf - í dag virðist það vera orðið þannig að skussunum sé "hampað" stundum óþarflega / sjáið td þá / þau sem hafa ekki greitt í lífeyrissjóði á lífsferli sínum !
upp úr 1980 fóru vextir yfir 40% - margir lentu í vandræðum mismiklum þó - flestir gátu hert að sér "ólina" sparað og unnið jafnvel enn meira - ég var kanski heppin var "farmaður" þá sjómaður semsagt í utanlandssiglingum - var fjarverandi mánuði í senn og stoppaði stutt - þetta hafðist hjá okkur sem betur fer - aðrir gátu minnkað við sig og búið kanski þröngt í einhvern tíma eða flutt heim aftur til foreldar en stundum var það bara ekki í boði.
Neyslan hjá svo mörgum í dag er langt út fyrir allt velsæmi að hálfa væri nóg - allt í einu hættu allir að safna inn á bankabók og tóku bara lán - lán þarf "yfirleitt" að borga til baka, þannig er það bara.
Ég var kanski heppinn ? satt á mér á þessum svokölluðu "góðærisárum" og "öfundaðist" út í svo marga sem voru að kaupa sér ´"nýtt" hús, bíla, báta, sumarbústaði, ferðir út og suður - vildi samt ekki kaupa nema geta borgað.
Sumt fer ekki eins og ætlað var, þannig er það stundum - ég skil ykkur mörg svo vel samt og geri ekki lítið úr báglegri stöðu svo margra sem svo sannarlega eiga það ekki skilið.
Jón Snæbjörnsson, 17.9.2010 kl. 09:48
Ég er með gengistryggt húsnæðislán upp á 14.75 millj., tók það mitt ár 2007. Lánið er búið að vera fryst frá hruni og verið í skilum. Með þessari ákvörðun Hæstaréttar ef það verður niðurstaðan fyrir húsnæðislán sú að ég hafi vangreitt gjalddaga um margar milljónir síðustu 3 ár (þetta er m.v. að ég taki sambærilegt óverðtryggt lán í ISK).
Það sem mun líklega gerast að þessar vangreiðslur munu bætast við lánið mitt en versta er að á vangreiðslurnar munu síðan reiknast sömu óverðtryggðir vextir og því skuldin hækka um nokkrar milljónir til viðbótar.
Mér finnst meira en lítið ósanngjart að vera látinn greiða extra vaxtakostnað af því að hafa ekki getað staðið í skilum. Ég gat hinsvegar ekki staðið í skilum og gat ekki brugðist við þessum vangreiðslum.
Er hægt að bjóða manni upp á svona vitleysu? Mér finnst algert lágmark að það sé ekki hægt að reikna vaxtavexti á vangreidda gjalddaga óverðtryggðra lána. Kannski að Marinó reyni að minnast á þetta einhverstaða :)
Jón Magnús (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 10:37
Það var með hreinum ólíkindum að fylgjast með skilaboðum Seðlabankastjóra, framkvæmdastjóra Fjármálaeftirlitsins, ýmsum ráðherrum ríkisstjórnarinnar og þingmönnum, sem þeir sendu dómsvaldinu er þeir gáfu þau skilaboð að þeim færi best á því að dæma “rétt” í vaxtamálum umræddra lána. Menn bera fyrir sig æ ofan í æ að um forsendubrest hafi verið að ræða. Hverjir urðu fyrir forsendubrest ?? voru það bara lánafyrirtækin ?? Hvað með forsendubrest sem heimilin urðu fyrir ??
Er kannski kominn tími til að ræða forsendubrest verðtryggðra lána heimilanna ?? Ég er hræddur um að ríkisvaldið og bankakerfið myndi kveinka sér þá.
Tómas Ibsen Halldórsson, 17.9.2010 kl. 10:52
Þú ert bjartsýnn Marinó, ef þú heldur að einhver vonarglæta muni felast í tillögum ríkisstjórnarinnar. Það yrði þá þvert á allt sem á undan er gengið.
Hengingarólar, hengingarólar. Gott úrval af litbrigðum og mynstrum á lager, eru nú fáanlegar í misjöfnum lengdum og teygjanleika!
Guðmundur Ásgeirsson, 17.9.2010 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.