Leita í fréttum mbl.is

Munur á fjársvikum og gengisáhættu

Þeir eru ennþá til í þessu landi, sem telja að þeir sem tóku gengistryggð lán, hafi átt að gera sér grein fyrir þeirri gengisáhættu sem lántökunni fylgdu og því sé það fáránlegt að leiðrétta þessi lán.  Rétt er það, að gengistryggðum lánum fylgdi gengisáhætta.  Enginn mælir því mót.  Flestir þurftu að skrifa upp á skjal, þar sem þeir viðurkenndu það.  Málið er að það sem gerðist hér á landi voru skipulögð fjársvik. Þó ég hafi skrifað upp á að ég áttaði mig á mögulegri gengisáhættu, þá skrifaði ég ekki upp á að viðskiptabankinn minn, eigendur hans og aðrir stórir áhrifaaðilar í fjármálakerfinu myndu beita mjög grófum fjársvikum til að fella krónuna.  Ég skrifaði ekki upp á að innan fjármálakerfisins og í hópi eigenda stóru bankanna væru einstaklingar sem misnotuðu aðstöðu sína til að skara eld að sinni köku.  Einstaklingar sem svifust einskis til að græða sem mest og veigruðu sér ekki við að fella íslensku krónuna svo hagnaðurinn yrði meiri.  Og svo skammast þessir menn út í FME og Seðlabankann fyrir að hafa ekki bannað þeim að haga sér eins og þeir gerðu.

Gerðir þessara manna voru glæpur gegn íslensku þjóðinni. Það hefur verið sýnt fram á að þeir brutu lög, beittu blekkingum, stilltu upp svikamyllu, fölsuðu bókhald, stunduðu mjög gróf fjársvik þar sem milljörðum og milljarða tugum var stolið frá almenningshlutafélögum. En það hlýtur að vera gott fyrir þessa landráðamenn, það er nákvæmlega sem þeir eru, að vita til þess að alltaf geti þeir fundið stuðning hjá einhverjum jábræðrum sem telja að tilgangurinn hafi helgað meðalið og almenningur hafi átt að átta sig á því að þetta var allt hluti af "gengisáhættu".

Þegar ég tók mín lán, verðtryggð, gengistryggð og óverðtryggð, þá vissi ég ekki að bakvið veggi bankans, sem ég átti í viðskiptum við, væri kannski verið að leggja á ráðinn um það hvernig fella ætti krónuna, hleypa verðbólgunni af stað, stela frá almenningshlutafélögum, búa til fölsk viðskipti með hlutabréf o.s.frv. Ég vissi heldur ekki að eigendur bankanna væru leynt og ljóst að skara eld að sinni köku, brjótandi allar siðareglur, reglur um áhættustýringu, reglur um stórar áhættur svo fátt eitt sé nefnt. En samkvæmt kjarnyrtum málflutningi jábræðranna, þá átti ég að vita að svona færu kaupin fram á eyrinni.

Það er mikill misskilningur að þetta, sem gerðist hér á landi, sé hægt að flokka undir gengisáhættu. Það á ekkert skylt við það. Gengisáhætta er þegar heilbrigður markaður sveiflast, eins og við höfum séð í breytingum jensins gagnvart evru eða dollar. Hjá okkur tók viðskiptabankinn stöðu gegn viðskiptavininum sínum með grófri markaðsmisnotkun og glæpsamlegu athæfi. Þetta var svikamylla og ekkert annað og afleiðingar svikamyllu heita fjársvik, ekki gengisáhætta. Fjársvik er refsivert athæfi og á ekkert skylt við eðlileg gjaldeyrisviðskipti.

Það er því enginn að biðja um að leiðrétt sé vegna misheppnaðrar gengisáhættu sem fólk tók.  Nei, það er verið að biðja um að að fólk fái bætt það tjón sem það varð fyrir vegna þess glæpsamlega athæfis sem átti sér stað. Og ekki væri verra, ef einhverjir verði nú handteknir og dæmdir í fangelsi fyrir þátt sinn í glæpnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Takk Marinó. Enn einn frábær pistill úr þínum penna þar sem því er til skila haldið sem skiptir máli!

Kristján H Theódórsson, 7.9.2010 kl. 00:30

2 Smámynd: Davíð Þ. Löve

Heyr, heyr. Hefði sjálfur ekki getað orðað þetta betur. Fíflin sem reyna að verja þessa glæpastarfsemi, bíða eftir að koma þessu hyski aftur til valda.

Davíð Þ. Löve, 7.9.2010 kl. 00:55

3 Smámynd: Dingli

Sæll Marinó

Glæsileg samantekt þar sem atburðir eru nefndir réttum nöfnum.

Dingli, 7.9.2010 kl. 02:17

4 Smámynd: Arnór Baldvinsson

AMEN!

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 7.9.2010 kl. 06:25

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Raunsönn lýsing á fjármálastarfseminni á Íslandi.  Þetta mátti vera flestum ljóst frá því í ársbyrjun 2008.  Þessi fjársvik þarf að leiðrétta langt út fyrir gengistryggðu lánin, það er alltaf að koma betur í ljós hvernig verðtryggðu lánin snúast í sömu svikamyllu.  Því miður snýst þessi svikamylla í boði stjórnvalda bæði fyrr og nú.

Magnús Sigurðsson, 7.9.2010 kl. 09:28

6 identicon

Þú stendur þig frábærlega vel, ömurlegt að heyra og sjá þegar verið er að taka hlutina úr samhengi.

Þessi grein þín lokar á þann möguleika. Ég eins og fleiri vill sjá sanngjarnar aðgerðir gagnvart fólkinu.

Strákurinn minn keypti íbúð 2007 með 4,15% vöxtum sem hann yfirtók verð 15,5 milljónir, greiddi sjálfur 1.5.  Hann borgar um 90 á mánuði í afborganir og nú er íbúðin komin í 13 og hann skuldar tæpar 18 milljónir.

Þessar verðbætur ofan á lánin eru ekki í lagi. Þennslan til að ná inn verðbótum á lánin til að ná inn góðri marginu... skipulögð af bankanum og svo afleiðing hrun á fasteignamarkaði. 

Við verðum að fá leiðréttingu á vísitölunni.

Sif Jónsd (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 09:39

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Alveg rétt, enginn gat séð fyrir að glæpir væru í farvatninu. Þ.e. ekki sanngjörn krafa heldur, að fólk hafi átt að getað skilið eða reiknað með, að stjórnendur væru glæpamenn.

Ég man, að ég las ársuppgjör Glitnis fyrir 2007, og það virtist segja að sá banki stæði ekki svo íkja ílla. Ég man, að það uppgjör gaf mér á þeim tíma aukna von um að bankakerfið væri ekki við það að fara á hliðina. 

En, ég gat ekki reiknað með því, að það uppgjör væri að stórum hluta skáldskapur - ekki satt?

Einmitt, ég var einn af þeim fáu sem eftir 2006 óttaðist um stöðu innlendu bankanna, því ólíkt mörgum las ég þær greinar - sérfræðigreinar - þ.s. rætt var um stöðu bankanna á allt annan veg, en dagleg umræða var.

Ég hafði fylgt með mjög hraðri stækkun þeirra og einnig skilið að hún væri mjög áhættusöm.

En, aldrei grunaði mig annað, en stjórnendur væru einfaldlega mjög - mjög kappsamir, jafnvel fífldjarfir á köflum - en aldrei fyrir hrun að þeir væru glæpamenn.

------------------

Þess vegna, gaf mér þetta uppgjör mér smá von á þeim tíma. Síðan höfðu bankarnir staðið nokkurn tíma þá, eftir áfallið 2006. Og maður reiknaði ekki með öðru en eigendur væru á fullu, að lagfæra hluti.

Þeir hefðu verið kappsamir en eftir að markaðir slógu á puttana á þeim 2006, þá reiknaði ég - bjóst ég við því, að þeir væru að leitast við að styrkja innviði sinna fyrirt. - alls ekki því að þess í stað, hefðu þeir farið í það ferli, að tæma þá innan frá, stela sjálfir öllu steini léttara.

----------------------

Enginn gat reiknað með slíku - svo þ.e. sannarlega forsendubrestur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.9.2010 kl. 10:57

8 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Og lán í Wjenum" og "frönkum" skipulega otað að fólki vitandi að það væru hættulegustu gjaldmiðlarnir.

 Þessi var í Mogganum um daginn.

http://thordisb.blog.is/blog/thordisb/entry/1065248/

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 7.9.2010 kl. 11:42

9 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Í Jenum átti það að vera og hér er  linkur á greinina.

Ath. þetta með jenin og frankana á líka við um húsnæðislánin.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 7.9.2010 kl. 11:44

10 identicon

Spurningin er hvernig koma má lögum yfir svikahrappana? Höfum við lög sem taka á fjársvikum af þessu tagi?

Annað sem maður getur ekki horft fram hjá er þáttur Seðalabankans í því að nánast ýta undir þessa þróun. Pólitísk stjórnun SÍ leiddi til afskræmdrar peningamálastefnu sem gekk út á skammtímamarkmið. Allt kapp var lagt á að greiða niður skuldir ríkisins og safna í forða en ekki horft til áhættu fyrir viðskiptalíf og almenning. Birtingamyndir þessa eru fjölmargar. Þar á meðal að nota Carrie Trade og háa stýrivexti til að byggja upp svonefndan gjaldeyrisvaraforða.

Ólafur Garðarsson (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 11:51

11 Smámynd: Elle_

Einn af þínum mest lýsandi pistlum og ég límdist við hann, Marinó.  Já, glæpamennska var það sem olli gengisfallinu og óðaverðbólgunni sem ríkisstjórn banka og níðinga ætlar okkur að sætta okkur við og standa undir á meðan níðingarnir sjálfir ganga enn lausir, fá enn að ræna okkur og fá ofan á það gefna upp hundruði, ef ekki þúsundir milljarða í bönkunum sem þeiir rændu að innan og kolfelldu.  

Elle_, 7.9.2010 kl. 17:05

12 identicon

Frábær pistill og lýsir nákvæmlega því sem við vorum EKKI að skrifa undir.  Þú stendur þig vel!

Bragi Baldursson (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 21:01

13 Smámynd: Gunnlaugur Gunnlaugsson.

Ath gæti hafa dottið út þá skrifa ég eitthvað seinna en meginintakið var að ég er alveg sammála Marinó.

Gunnlaugur Gunnlaugsson., 9.9.2010 kl. 03:07

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það kemur fram í skýrslu IMF 2005 að hér um aldamótinn hækkaði fasteignaveðmat 30% sinnum meira en nýbyggingarkostnaður[ það er neysluvístala [laun til útlendinga stóirhluti] á nokkrum mánuðum. Þar kom líka fram hjá Íbúðalánsjóði að bylta væri búið hugmyndum almennings um verð á fasteignum.

Þetta getur ekki gerst, að raunvirði allra veða aukist um 30% upp fyrir verðlag í nokkru ríki frjálsmarkaðar.

Sannar fyrir alþjóðsamfélaginu að ráðmenn hér sé vanhæfir í fjármálegu tilliti og látnir sæta vaxtaáhættu álagi af þeim sökum.

Brussell vil að Grikkland stand við skuld sína, undaskotslaust. Þess vegna verða Grískuþjóðarlánadrottnarnir að er uppbyggja sín útlán lengja þau og lækka raunvexti, kallast að klippa þau [give a haircurt].

Merkir að særa hárið til að spretti hraðar láta höfuð[stólinn] styrkjast að veðhæfi svo hægt sé að endurfjármagna Grísku þjóðar lándrottnanna.

Ísland er líka með neikvæð veðaflosunar fölsk jafngreiðslu lán lengri en 5 ára sem tengjast  [total] Íslenska consumption Index Number  sem vitað er að vaxtavaxta verðbólgu leiðréttingar og leggja á framtíðar gjalddaga til að verðtryggja. Kolóllegt í tilfelli jafngreiðslulána.

Öllum þessum óþverra lánum þarf að taka út af markaði.  Skipta upp með nýjum.

Seðjum að slíkt lán sé nú um 25.000.000 og veðið sé að verðmæti 18.000.000-

Þá á að gefa út nýtt lán að að upphæð 18.000.000 x 80% = 14.000.000 og reikna 30% vexti og  60 % verbólguleiðréttingavexti ofan á  90% vexti alls eða 12.600.000.

Nýji heildar verðtryggði jafngreiðslu höfuðstólsskuldin er þá 26.600.000  sem er svo skipt niður á 360 gjalddaga. Þanning að mánaðargreiðla allan lánstíman verður 26.600.000 /360 = 73.800-

Þetta lán þarf ekki að bera neina eftirá reiknaða vexti [við erum að sækja um aðildi að EU hér verður engin verðbólga]

1000 slík lán mynda 26,6 milljarða veðlánasafn. 

Júlíus Björnsson, 17.9.2010 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1680023

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband