Leita í fréttum mbl.is

Skilja á milli framleiđslu, flutnings, dreifingar og sölu raforku

Ţessi furđulega framsetning Orkuveitu Reykjavíkur á gjaldskrárhćkkun fyrirtćkisins sýnir ađ full ţörf er til ađ skilja á milli framleiđslu fyrirtćkisins á raforku og dreifingarinnar.  Komiđ hefur fram í fjölmiđlum ađ ţađ er kostnađur viđ virkjanir sem eru ađ kaffćra OR.  Vissulega hefur OR lagt út í nýlagnir í hverfum sem ekki hafa byggst eins hratt upp og reiknađ var međ, en auđvelt ćtti ađ vera ađ lesa út úr reikningum fyrirtćkisins hver sá kostnađur er.  Hann er ţó hverfandi miđađ viđ kostnađ vegna raforkuöflunar fyrir stóriđju.

Samkvćmt ársreikningi OR fyrir 2009, ţá er eignarhluti OR í dreifikerfi 99,4 milljarđar, ţar af er kostnađur vegna dreifikerfis í byggingu um 1,7 milljarđur króna.  Bókfćrđur eignarhluti OR í framleiđslukerfinu var 131,5 ma.kr. og ţar af 23,8 ma.kr. í byggingu.  Dreifikerfiđ skiptist síđan í dreifikerfi fyrir rafmagn, hitaveitu, vatnsveitu, fráveitu og gagnaveitu.  Gefum okkur ađ kostnađur vegna rafmagnsveitu sé umtalsvert minni en kostnađurinn hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu, ţannig ađ ţessar veitur vegi ţrefalt á viđ rafmagnsveituna og ađ kostnađur vegna gagnaveitunnar sé hverfandi.  Út frá ţessari einföldun, ţá fćst ađ dreifikerfi rafmagns vegur 1/10 af heildardreifikerfinu eđa um 10 milljarđa.  Á síđasta ári tekjur OR ţannig ađ 14,6 ma.kr. komu vegna rafmagnssölu (ţar af um 10 ma.kr. vegna stóriđju).  Tekjur af heitu vatni voru 6,8 ma.kr., köldu vatni 2,6 ma.kr., fráveitu líka 2,6 ma.kr. og gagnaveitu 0,8 ma.kr.  Sé skođađ hvernig tekjurnar skiptast milli dreifingar annars vegar og framleiđslu og sölu hins vegar eru tekjurnar af hinu fyrra 5,6 ma.kr. og 19.6 ma.kr. af hinu síđara.

Ţađ er sama hvernig ég sný ţessum tölum, ég get ómögulega séđ rökin fyrir ţví ađ hćkka eigi verđ á raforkunni til smánotenda um 11% en dreifinguna um 40% nema til ţess ađ koma í veg fyrir ađ smánotendur flýji hátt raforkuverđ og leiti til Orkusölunnar.  Ég sé heldur ekki rökin fyrir ţví ađ senda eigi reikninginn fyrir raforkuöflun fyrir stóriđju til almennra notenda.

Vel getur veriđ, ađ OR hafi gert vondan samning viđ stóriđjuver og geti ekki sent ţeim reikninginn fyrir raunverulegum orkuöflunarkostnađi.  Arfavitlaus er ţó hugmyndin ađ senda almennum notendum hann.  Ennţá vitlausari er hugmyndin ađ hćkka dreifikostnađ notenda (sem fer um einokunarhluta starfsemi OR) í stađinn fyrir ađ hćkka heildsöluverđ rafmagnsins til smásöluhlutans sem ţá ţarf ađ hćkka smásöluverđiđ.

Allt kallar ţetta á gagngera breytingu á Orkuveitu Reykjavíkur.  Skipta ţarf fyrirtćkinu upp í minnst fimm rekstrarlega og fjárhagslega sjálfstćđar einingar: 

 • Framleiđsla og orkuöflun sem sér um ađ útvega raforku og heitt vatn sem afhent er í flutningskerfiđ.
 • Flutningskerfiđ sem sér um ađ koma orkunni, heita og kaldavatninu frá upprunastađ ađ dreifikerfinu.
 • Dreifikerfi almenningsveitna, sem ber orkuna, heita vatniđ og kalda vatniđ ađ notkunarstađ og sér um fráveitu.
 • Sölukerfi almenningsveitna.
 • Sölukerfi stórnotenda, gćti faliđ í sér tengingu frá flutningskerfi ađ notkunarstađ.
Međ ţetta fyrirkomulag í sessi, sem er í samrćmi viđ Evróputilskipanir, ţá gćti OR ekki flutt tap af einum hluta rekstrarins yfir á annan hluta, eins og ćtlunin er ađ gera núna.
mbl.is Samkeppniseftirlitiđ skođar hćkkanir OR
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţessi ađskilnađur á ađ vera kominn á ađ hluta skv. raforkulögum. Ţau voru gerđ ađ evrópskri fyrirmynd til ađ koma hér á samkeppni en ţó frekar til ađ koma orkunni í hendur einkavina flokkanna. Virkjanirnar selja orkuna inn á Landsnet Landsvirkjunar sem síđan selur áfram til einstakra orkuveitna í gegnum dreifikerfi ţeirra og sölu. Međ ţví ađ skipta ekki hćkkuninni jafnt á milli Dreifingar og Sölu eđa a.m.k. í réttum kostnađarhlutföllum er OR ađ hindra samkeppni. Ţađ blasir bara algjörlega viđ.

Virk samkeppni er reyndar engin ţví ţegar ég frétti ađ tveggja stafa hćkkun stćđi til hringdi ég í Orkuveita Vestfjarđa til ađ skipta ţví ţeir eiga ađ vera lćgstir. Ţar fékk ég ţau svör ađ ţeir seldu ekki utan Vestjfarđa en myndu kannski byrja á ţví 1.nóvember!!

Síđan hafa orkufyrirtćkin međ sér samráđ eins og fjármálafyrirtćkin í gegnum Samorku svona til ađ styrkja stöđu sína ađeins betur gegn neytendum.

TH (IP-tala skráđ) 29.8.2010 kl. 23:21

2 Smámynd: Hafţór Baldvinsson

Sćll og takk fyrir ţessar pćlingar. Ég hefđi mikinn áhuga á ađ sjá ţessar hćkkanir í stćrra samhengi. Til dćmis hef ég áhuga á ađ sjá tölulegar pćlingar um áhrifin á lán sem eru verđtryggđ. Og eins ţau sem hafa veriđ dćmd ólögleg ţ.e. gengistryggđu lánin (myntkörfulánin) sem verđa trúlega en vonandi ekki, fćrđ undir verđtryggđ lán.

Hvađ munu bankar og ađrar fjármálstofnanir fá til sín vegna verđbólguáhrifa?

Eru ţessar hćkkanir gerđar til ţess ađ hjálpa ţessum fyrirtćkjum eins og Lýsingu?

Eins og TH segir ţá hafa orkufyrirtćkin međ sér samráđ og ţví skyldu ţau ekki eins hafa samráđ viđ Steingrím, Jóhönnu og banka og fjármálastofnanir? Pćling.

Treysti ţér til ađ skođa ţetta í víđara samhengi.

Hafţór Baldvinsson, 29.8.2010 kl. 23:47

3 Smámynd: Kristján Bjarni Guđmundsson

Ţađ er nokkuđ ljóst ađ ţađ er engin samkeppni í raforkusölu, ţótt mikiđ sé búiđ ađ vera ađ tala um ţađ ađ hćgt sé ađ skipta um raforkusala. Eins og TH segir hérna fyrir ofan ţá virđast raforkufyrirtćkin ekki selja orkuna út fyrir sitt heimasvćđi. Ţannig ađ ţessi nýju orkulög sem áttu ađ koma á samkeppni eru andvana fćdd.

Kristján Bjarni Guđmundsson, 30.8.2010 kl. 14:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (28.9.): 4
 • Sl. sólarhring: 4
 • Sl. viku: 49
 • Frá upphafi: 1674525

Annađ

 • Innlit í dag: 4
 • Innlit sl. viku: 42
 • Gestir í dag: 4
 • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2023
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband