17.8.2010 | 12:48
Ótrúleg hógværð Seðlabankans - Álit hans skiptir ekki sköpum!
Jæja, þá er næsta stig afneitunarinnar í gangi. Fyrsta stigið er að segja ekki frá, næsta stig að segja það ekki sitt hlutverk að greina frá, þriðja að gera lítið úr aðallögfræðingi sínum og núna að gera lítið úr álitinu/minnisblaðinu almennt. Hvenær ætla menn að átta sig á því að það að birta ekki minnisblað aðallögfræðings Seðlabanka Íslands er meiriháttar klúður og hefur mögulega raskað verulega fjármálastöðugleika í landinu? Seðlabankinn og FME hafa haldið því fram að í svörtustu sviðsmynd gætu 350 milljarðar króna fallið á veikburða fjármálafyrirtæki vegna þess að ekki var, að því virðist að þeirra áliti, tekið nægilega tillit til niðurstöðu minnisblaðs Sigríðar Logadóttur við uppgjör milli gjaldþrotahluta fjármálakerfisins og þess sem reist var úr rústunum. Nei, nei, minnisblað Sigríðar skipti ekki sköpum og þess síður nöfnu hennar Rafnar Pétursdóttur hjá viðskiptaráðuneytinu.
Ef álit Seðlabankans skipti ekki sköpum, af hverju fóru fjármálafyrirtækin þá ekki eftir áliti Gísla Tryggvasonar og Björns Þorra Viktorssonar? Jú, vegna þess að þau álit voru léttvæg fundin. Þau höfðu ekki vigt. Álit frá Seðlabankanum eða minnisblað hefur allt annað vægi. Fjármálafyrirtækin hefðu ekki getað hunsað slíkt skjal. Það hefði virkað eins og flóðvarnargarður við erfiða á meðan álit Gísla og Björns voru meira eins og ábending um að reisa þyrfti slíkan garð.
Annars er Seðlabankinn með tvískinnungshátt í þessu máli. Hann treysti sér ekki til að koma fram með álitið, þegar það gat komið lántökum til góða vegna þess að alltaf þurfi að bíða eftir niðurstöðu dómstóla, en þegar eitthvað ógna aumingja fjármálafyrirtækjunum, þá tvínónar bankinn ekki við að grípa til aðgerða byggðar á lagatúlkun bankans. Er bankinn að reyna að rústa því litla trausti sem almenningur ber til hans? Hvers vegna getur bankinn túlkað lög hægri-vinstri og gripið fram fyrir hendur dómstóla, þegar verja þarf fjármálafyrirtækin fyrir hinum ógnvænlegu lántökum, en þegir þunnu hljóði þegar bankinn kemst að þeirri niðurstöðu að þessi sömu fjármálafyrirtæki og sumum tilfellum undanfarar þeirra brutu lög?
En hvað með það. Þetta er búið og gert og lántakar eiga víst að borga reikninginn, einu sinni sem oftar. Mig langar bara að benda lántökum gengistryggðra lána á, að þeim ber nákvæmlega engin skilda til að greiða af lánum sínum í samræmi við tilmæli Seðlabanka Íslands og FME. Tilmælunum var beint til fjármálafyrirtækjanna og hafa nákvæmlega engin áhrif á samning þriðja aðila við fjármálafyrirtækin. Vilji þau semja við lántaka upp á nýtt, þá er það hið best mál, en þar til dómar falla fyrir Hæstarétti í fordæmisgefandi málum, þá eru lántakar eingöngu bundnir af því að greiða samkvæmt greiðsluáætlun meðan það er skoðun lántaka að hann hafi ekki nú þegar greitt meira en greiðsluáætlun segir til um. Lántaka hjá Avant fóru illa út úr því að treysta orðum fyrirtækisins og eru líklega búnir að tapa einhverju af því sem þeir greiddu af lánum sínum síðustu mánuði. Ég spyr bara, hvers vegna eiga aðrir lántakar að taka sömu áhættu? Höfum líka í huga, að SÍ hylmdi yfir með lögbrjótum í rúma 13 mánuði áður en tilmæli voru gefin út. Að hylma yfir lögbroti er lögbrot út af fyrir sig. Hverju svarar Seðlabankinn því?
Töldu lögfræðiálitin ekki skipta sköpum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ránið heldur áfram á fullu.
- Lántakendur skulu borga sukk einkafyrirtækja í topp.
- Lántakendur skulu borga ótryggðar innstæður í topp.
Það er ofar mínum skilningi hversu langt stjórnvöld geta og hafa gengið gegn hagsmunum lántakenda án lagastoða. Á sama tíma halda bankarnir ótrauðir áfram í innheimtu sinni, án lagastoða og með fullu samþykki stjórnvalda sem þegar lögunum sleppir, senda frá sér eitthvað sem kallast tilmæli. Tilmælin eru svo neytendum í óhag, sem er klárt lögbrot.
Rakst á ágæta lýsingu á þessu öllu saman hér, leyfi mér að láta tengilinn flakka með http://fhg.blog.is/blog/fhg/entry/1085821/
sr (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 13:10
Ráðherranefnd um efnahagsmál hefur eftirtalin verkefni:
Stefnumótun og samræming stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum
Eftirlit með framkvæmd efnhagsstefnu ríkistjórnarinnar
Samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
Framtíðarskipan peningamála
Samræming í fjármálum ríkisins til skemmri og lengri tíma
Samskipti við aðila vinnumarkaðarins
Uppbygging fjármálakerfisins
Þetta má finna á heimasíðu forsætisráðuneytisins.
Í þessari nefnd sitja:
Jóhanna Sigurðardóttir
Steingrímur J Sigfússon
Gylfi Magnússon
Hvað skyldi vera spjallað á fundum þessarar nefndar?
Um stöðuna í gengistryggðum lánum? Vissu þau ekki af þeim vanda? Gleymdu þau að halda fundi? (Jóhanna var sjálf í sambærilegri nefnd á vegum hrunstjórnarinnar). Hversu lengi getur þetta fólk haldið blekkingunni áfram?
marat (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 18:02
Þetta er áhugavert - ég velti fyrir mér hvort þeir áttis sig á, hve nærri það gengur því að segja að skoðanir Seðló skipti yfirhöfuð engu máli, að halda því fram að skoðanir aðallögfræðings Seðló séu svoddan smáatriði :)
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.8.2010 kl. 18:59
Thetta er sorglegt med erlendu lanin, en thad er vel thekkt ad taka lan i annarri mynt en thu hefur tekjur ber toluverda ahættu og serstaklega fyrir sma myntsvædi. Thessi vaxtarmun vidskipti heldu margir islendingar vær peningarvel.
Eg efast um ad Sedlabankinn,bankarnir og FME hafi i raun gert ser grein fyrir hversu katastrof afleidingar thetta gat haft i for med ser, en hagstjorn i landinu var ad visu tomt rugl.
Thetta hlytur ad vera a ykkar eigin abyrgd thott krakkarnir i bonkunum hafi radlagt ykkur ad taka thessi eitrudu lan.
Hvad hefdi gerst hefdi islenska kronan styrkst um 50 % gagnvart yeninu og sveisar frank ...
grettirsterki1 (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 20:36
Grettir - þú lítur hjá því að skv. dómi eru þessi lán ekki í erlendum gjaldmiðlum heldur ísl. krónulán - sem er ástæða þess, að hann dæmdi verð-tenginguna við aðra gjaldmiðla ólöglega.
Deilan snýr ekki lengur um hvort þau voru erlend, þ.e. búð að skera úr því, heldur hvaða vexti á að hafa á þeim lánum eftirleiðis.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.8.2010 kl. 20:43
Og, Einar, Grettir lítur líka algerlega fram hjá neytendarétti; (en hann skiptir víst hvort eð er ekki máli á íslandi).
Billi bilaði, 18.8.2010 kl. 03:43
Takk fyrir abendinguna.
Thad sem mer finnst storkostlega undarlegt i thessu mali . Hvar er abyrgdin a thessu rugli ? Skadinn af thessu er ekki bara their sem toku lanin, fjarflædid hefur pustad allt hagkerfid og Sedlabankinn a sama tima ad halda tilbaka med hækkandi vøxtum . Islenska kronan styrkt ... fleirri spekulanter i kronuna...
Thetta er verri en Icesave
grettirsterki (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 08:22
Grettir - eitt er víst, að neytendur eru í mun lakari stöðu en bankarnir sjálfir, þegar kemur að því að slá slíkt mat. En, til þess þyrfti þá að fá sérhæfða lögfræðiaðstoð, sem almenningur almennt leggur ekki í að gera, nema verið sé að taka e-h stórt lán.
Neytendur eru alltaf í lakari stöðu, þegar þörf er á sérfræðiþekkingu er þeir búa ekki sjálfir yfir, til að taka upplýsta ákvörðun.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.8.2010 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.