Undanfarna daga hefur verið upp gagnrýni á Byggðastofnun, þar sem stofnunin mun tapa háum fjárhæðum eftir að veiðar á úthafsrækju voru gefnar frjálsar. Gagnrýnin byggir á því að stofnunin hafi selt rækjukvóta í eigu stofnunarinnar með veði í kvótanum. Nú þegar kvótinn er verðlaus, þá sé Byggðastofnun búin að tapa háum fjárhæðum.
Það er rétt, að samkvæmt bókhaldi stofnunarinnar eru háar upphæðir tapaðar. En það er önnur hlið á þessu. Ef Byggðastofnun hefði haldið kvótanum og beðið eftir að kaupandi kæmi sem gati lagt út fyrri kvótanum eða lagt fram önnur veð, þá ætti stofnunin kvótann líklegast ennþá. Kvóta sem núna væri verðlaus.
Spurningin er því: Hvort fór Byggðastofnun betur út úr því að selja kvótann gegn veði í honum og fá hugsanlega afborganir í stuttan tíma eða að sitja á kvótanum og fá ekkert fyrir hann? Staðreyndin er nefnilega að kvótinn er jafn verðlaus í eigu Byggðastofnunar og í eigu útgerðar sem ekkert getur greitt fyrir hann. Afskriftin hjá Byggðastofnun er því nokkurn veginn jafnmikil hvort sem stofnunin hélt í kvótann eða seldi hann aðila sem núna situr uppi með verðlausan kvóta. Svo er mögulegt að fyrirtækið sem keypti kvótann veiði langt umfram kvótann og haldi áfram að greiða af láninu.
Vilji menn finna einhvern sökudólg í málinu, þá verður að leita annað hvort til þess sem gerði kvótann verðlausan eða þess sem átti kvótann áður en Byggðastofnun eignaðist hann. Vandamálið er ekki tengt síðustu sölunni, heldur því hvernig kvótinn komst í hendur stofnunarinnar og að Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, gaf veiðarnar frjálsar.
Byggðastofnun er ekki hafin yfir gagnrýni og hefur vafalaust gert ýmislegt í gegn um tíðina sem er athugunarvert. Í þessu tilfelli, þá hefur stofnunin verið sett í stöðu, af sjávarútvegsráðherra, sem kostar stofnunina og skattgreiðendur háar upphæðir. Það er ekki við hana að sakast og ekki er að sjá að aðferðir hennar við sölu kvótans hafi á nokkurn hátt verið á annan veg en í sambærilegum viðskiptum á undanförnum árum út um allt í sjávarútvegnum.
Tekið skal fram, að ég er ekki að gagnrýna Jón Bjarnason út af hans ákvörðun. Hef ég engar forsendur til þess. Það er vitað að allar ákvarðanir stjórnvalda geta haft kostnað í för með sér. Fyrirkomulag kvótamála í sjávarútvegi er þannig, að sé hróflað við kerfinu, þá mun einhver tapa og annar hagnast. Við því er nákvæmlega ekkert að gera. Núna er staðan líklegast sú, að það eru fjármálastofnanir sem tapa og kvótalausir sem græða. Eigið fé útgerðafyrirtækja er í mörgum tilfellum byggt á verðmæti óveidds afla, þ.e. fuglar í skógi ekki í hendi. Menn treysta á að kerfið haldist óbreytt og aflaheimildir aukist með aukningu kvóta. Nú hafa eigendur úthafsrækjukvóta komist að því að heimurinn er hverfull. Spurningin er hvort aðrir kvótaeigendur eigi að búa sig undir það sama?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 3
- Sl. sólarhring: 83
- Sl. viku: 427
- Frá upphafi: 1680813
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Vandamál Byggðastofnunar, hefur alltaf verið að hún er meira rekin fyrir tilverknað pólit. þrýstings sem stuðningsstofnun við staði á landsbyggðinni er eiga undir högg að sækja heldur en sem "hard core" lánastofnun.
Lánin eru með öðrum orðum veitt, ekki vegna þess að þessi verkefni eru þau hagkvæmustu í boði á landsbyggðinni, heldur til þess að halda þessu og hinu byggðalagi gangandi nokkur ár í viðbót.
----------------------
Regluleg lánatöp eru eðlileg afleiðing þess, að lánin hafa í reynd verið meira í ætt við styrki.
Það þarf einfaldlega að ákveða hvort Byggðastofnun er að veita styrki eða lán, eða millistig nokkur konar víkjandi lán - sem hefur verið reyndin.
Punkturinn er, að það þarf að móta stefnuna og síðan fylgja henni. Ef lánin eru millistig á milli styrkja kerfis og að vera lán, þ.e. víkjandi lán. Þá er rétt að skýr stefna um það verði mótuð, í stað þessa moðreiks sem alltaf er í gangi, að í orði kveðnu eru þetta lán skv. hefðbundnum kjörum en í reyndinni eru þau víkjandi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.8.2010 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.