23.7.2010 | 09:23
Eiríkur Guðnason biðst afsökunar
Eiríkur Guðnason, fyrrverandi seðlabankastjóri, hefur sent frá sér eftirfarandi afsökunarbeiðni vegna ummæla sinna um að lántakar sem tóku gengistryggð lán hafi verið samsekir:
Ég sé eftir því að hafa notað stórt orð í viðtali við blaðamann Pressunnar þegar ég benti á að báðir aðilar að lánasamningi gengisbundinna lána hafi brotið lög. Vil ég biðjast afsökunar á því. Nú þegar fram er komið að gengisbinding vissra lána stenst ekki lög er ljóst að það voru mistök að gera slíka samninga. Þó ég hafi bent á að báðir aðilar að slíkum samningi hafi gert mistökin skal hitt fúslega viðurkennt að staða lánþega við samningsgerðina er gerólík stöðu lánafyrirtækisins. Flestir lánþegar treysta því að sjálfsögðu að samningur sem lánafyrirtæki hefur útbúið standist lög og reglur.
21. júlí 2010
Eiríkur Guðnason
Er það gott að Eiríkur hafi séð sig um hönd og virði ég það við hann. Orð hans í Pressuviðtalinu voru utan allra skynsemis- og velsæmismarka. Er hann maður með meiru að viðurkenna mistök sín og biðjast afsökunar. Mættu fleiri hér á landi taka hann sér til fyrirmyndar og bregðast hratt og vel við, þegar þeir hafa orðið uppvísir af mistökum, klúðri, bulli, að ég tali nú ekki um, svindli og svínaríi, eins og riðið hefur húsum í þessu þjóðfélagi síðustu 4 - 6 ár eða svo.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 1680019
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Tek undir með þér Marinó eins og oft áður.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.7.2010 kl. 11:01
Eiríkur Guðnason fyrrv. seðlabankastjóri var einn höfunda frumvarpsins um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 þar sem bannaði gengisbindingu höfuðstóls krónulána. Það fer því vart milli mála að Seðlabanka Íslands var ljóst frá upphafi að slík gengisbinding var ólögleg.
Talsmenn lánastofnana lögðust gegn viðkomandi ákvæði frumvarpsins á sínum tíma. Það er því tvennt til í málinu:
1. Að stjórnendur lánastofnana allir sem einn höfðu með sér samráð um lögbrot sem hafa orðið afdrifarík fyrir einstaklinga, heimili, fyrirtæki og þjóðarbúið allt.
2. Að stjórnendur lánastofnana hafi fengið lögfræðilega ráðgjöf í þá veru að gengistryggður höfuðstóll krónulána jafngilti GJALDEYRI skv. reglum SÍ varðandi gjaldeyrisjöfnuð lánastofnana sem kveðið er á um í 13. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001.
Ef lögfræðileg ráðgjöf í þessa veru var forsenda ákvörðunar stjórnenda lánastofnana að brjóta gegn ótvíræðu banni laga nr. 38/2001 varðandi gengisbindinginu höfuðstóls KRÓNUlána, þá eru báðir aðilar málsins sekir um lagabrot - viðkomandi ráðgefandi aðili og stjórnendur lánastofnana.
Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 11:08
Þá bíðum við bara eftir að ráðherrar biðjist afsökunar á að hafa ekki gripið til aðgerða fyrir ári síðan eða svo þegar þeim átti að vera ljóst ólögmæti gengistryggða lána, eða gerðu ekkert. Það hefði mátt koma í veg fyrir tjón margra fjölskyldna og fyrirtækja ef það hefði verið gert sem umboðsmaður neytenda hvatti stjórnvöld til að gera.
Jón Baldur Lorange, 23.7.2010 kl. 11:32
Ein eldsnögg spurning Marinó.
Hver er munur á gengistryggingu á kaupleigu og fjármögnunarleigu? Var ekki gengistryggingin sem slík dæmd ólögleg?
Fyrirtækin ætla að rukka sem fyrr eins og ekkert hafi í skorist með fjármögnunarleigusamninga aðra sem falla ekki undir kaupleigu.
Stenst þetta skoðun?
Tralli (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 12:13
Úr frétt af pressan.is: Eiríkur Guðnason, fyrrverandi Seðlabankastjóri, segir Seðlabankann ekki hafa haft vitneskju um einstaka samningsskilmála og þannig vitað að skilmálar gengistryggðu lánanna væru með þeim hætti sem nú hefur komið í ljós að var ólögmætur. Telur hann vandséð hvernig hægt er að halda vöxtum erlenda gjaldmiðilsins til streitu þegar tengingin við gengi erlendrar myntar hefur verið dæmd ólögleg.
Sjá http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/fyrrverandi-sedlabankastjori-vissum-ekki-ad-samningsskilmalar-gengislananna-voru-med-thessum-haetti
Umsögn.
Gengisbinding höfuðstóls krónulána getur verið með tvennum hætti:
Efnislega er hér um að ræða tvær mismunandi útfærslur á markmiði gengisbindingar, sem er að flytja gengisáhættu frá lánastofnunum á herðar lántakenda.
Það er hártogun á vilja löggjafans að telja 2. valkost vera lögmætan ef Hæstiréttur Íslands hefur dæmt valkost 1. brjóta gegn ákvæðum laga nr. 38/2001.
Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 12:17
Ef t.d. yfirlæknir sjúkrahúss vissi að deildarlæknar væru að mæla með og gefa sjúklingum lyf sem hefðu í för með sér stórfelldar aukaverkanir, gæfu einungis skammgóðan bata og sem í raun væri búið að banna. Og að þetta vissi starfsfólkið og hefði alltaf vitað - en ekki sjúklingarnir.
Gæti hann þá lýst því yfir að já jú vissulega hefði hann alltaf vitað að lyfin væru hættuleg, en auðvitað væri ábyrgðin líka sjúklinganna þannig séð - þeir tóku jú lyfin. Eða ok það væri kannski ekki sanngjarnt að stilla því upp þannig, fólk þyrfti auðvitað að geta treyst sérfræðingum.
Gæti hann það???
Hrædd um ekki.
Hulda (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.