Leita í fréttum mbl.is

Langavitleysan heldur áfram - Leggiđ spilin á borđiđ

Ţađ heldur áfram sjónarspiliđ í kringum dóm Hćstaréttar.  Menn hamast á tölunni 900 milljörđum og segja hana vera upphćđina sem dómur Hćstaréttar virkar á.  Enn og einu sinni verđ ég ađ benda á ađ ţetta er ekki rétt tala miđađ viđ upplýsingar sem komiđ hafa fram hjá Seđlabanka Íslands og bönkunum.

Samkvćmt frétt á Stöđ 2 á mánudag, ţá hefur Íslandsbanki viđurkennt ađ hafa fengiđ lánasöfn sín međ 47% afslćtti frá Glitni, Landsbankinn segir ađ afslátturinn hafi veriđ 34% og Arion banki ađ afslátturinn hafi veriđ í kringum 24%.  Sé aftur horft til upplýsinga á vef Seđlabankans, ţá var virđi lánasafna bankanna 31.12.2009 um 35% af virđi innlendra lánasafna ţeirra í lok september 2008.  Ţar munar mestu um lćkkun á virđi lánasafna eignarhaldsfélaga, enda virđist sem ţau hafi flest veriđ gervifélög til ađ fela raunverulega eignarađild á bönkunum og skráđum fyrirtćkjum. 

En skođum tölur Seđlabankans. Taflan fyrir neđan er unnin upp í excel-skjalinu útlán_tímarađir.xls sem finna má á vef Seđlabankans.  Eina breytingin er ađ ég tek tvo dálka međ tölum, ţ.e. desember 2009 og september 2008 og bćti viđ útreikning á muninum á ţessum tveimur dálkum.  Nýjasta útgáfa af töflunni sýnir stöđuna í lok janúar, febrúar og mars 2010.

 

Seđlabanki Íslands

   

Upplýsingasviđ

   
    

HAGTÖLUR SEĐLABANKANS

    

Flokkun útlána innlánsstofnana - tímarađir

    
    

Milljónir króna

des.09

sep.08

Mismunur

Innlendir ađilar, alls (liđir 1-9)

1.678.578

4.786.249

65%

        Fyrirtćki

1.074.056

1.987.460

46%

        Eignarhaldsfélög

208.962

1.609.173

87%

        Heimili

476.012

1.032.026

54%

                ţ.a. íbúđalán

248.451

606.494

59%

2   Yfirdráttarlán

124.903

251.515

50%

        Fyrirtćki

62.373

110.918

44%

        Eignarhaldsfélög

9.593

33.979

72%

        Heimili

47.269

78.280

40%

4   Óverđtryggđ skuldabréf

226.837

630.305

64%

        Fyrirtćki

134.746

150.670

11%

        Eignarhaldsfélög

70.510

415.679

83%

        Heimili

14.948

26.724

44%

5   Verđtryggđ skuldabréf

491.687

973.626

49%

        Fyrirtćki

163.853

191.832

15%

        Eignarhaldsfélög

22.744

54.433

58%

        Heimili

300.304

627.091

52%

                ţ.a. íbúđalán

207.947

498.941

58%

6   Gengisbundin skuldabréf

885.623

2.855.024

69%

        Fyrirtćki

670.968

1.441.289

53%

        Eignarhaldsfélög

102.465

1.057.930

90%

        Heimili

105.269

271.950

61%

                ţ.a. íbúđalán

40.505

107.553

62%

7   Eignarleigusamningar

21.332

57.823

63%

        Fyrirtćki

15.770

34.631

54%

        Eignarhaldsfélög

98

0

 

        Heimili

4.994

22.136

77%

8   Gengisbundin yfirdráttarlán

30.293

110.735

73%

        Fyrirtćki

24.274

51.295

53%

        Eignarhaldsfélög

2.429

42.345

94%

        Heimili

2.891

5.207

44%

9    Niđurfćrslur

-105.649

-105.068

-1%

    

 * nýjustu tölur eru bráđabirgđatölur

   
    

Heimild: Upplýsingasviđ SÍ.

   
 

Úr töflunni má lesa ađ virđi lána fyrirtćkja í árslok 2009 er 54% af ţví ţau voru í bankakerfinu 30.9.2008, virđi lána eignarhaldsfélaga er eingöngu 13% og virđi lána heimilanna er 46%. Hluta af skýringunni á ţessum mun má vafalaust finna í ţví ađ ekki fór öll innlend lán frá gömlu bönkunum til ţeirra nýju.  Á međan ekki hefur veriđ greint frá ţví hve stór hluti lána heimilanna og fyrirtćkja urđu eftir í gömlu bönkunum, ţá er ekki hćgt ađ segja hvađ er rétt og hvađ er rangt.  Hitt held ég ađ sé ótrúlegur snúningur á stađreyndum ađ segja ađ dómur Hćstaréttar geti haft í för međ sér 40-60% afskriftir á ţeim 900 milljörđum sem eru skráđir í bćkur bankanna sem gengistryggđ lán.

Gefum okkur ađ afsláttar tölur bankanna ţriggja séu réttar, ţ.e. 47% hjá Íslandsbanka, 34% hjá Landsbankanum (segir ađ vísu á vefsíđu bankans ađ ţađ sé afsláttur af nafnvirđi en samkvćmt fréttum á Stöđ 2 er afslátturinn af heildarupphćđ) og 24% hjá Arion banka.  Nćst skulum viđ reikna međ ađ afsláttur af verđtryggđum húsnćđislánum hafi veriđ um 8 - 12% (tölur sem birtust í Morgunblađinu í mars).  Ţađ ţýđir ađ önnur lán hafa veriđ tekin yfir á meiri afslćtti og ţar međ nokkuđ örugglega gengistryggđ lán.  Nćst er rétt ađ benda á, ađ bankarnir hafa ekki allir fćrt gengishagnađ til breytingar á höfuđstól lánanna eftir ađ ţau voru tekin yfir.  900 milljarđa talan er ţví tala sem ţegar hefur, samkvćmt upplýsingum frá bönkunum sjálfum, veriđ fćrđ verulega niđur.  Innheimtukrafan á hendur lántökum hefur veriđ mun hćrri svo nemur allt ađ 8-900 milljörđum, ef ekki meira.  Samkvćmt tölum Seđlabankans voru gengistryggđ lán bankakerfisins (ţ.e. banka og sparisjóđa) skráđ á 775 milljarđa um síđustu áramót.  Ađrar lánastofnanir hafa ţví veriđ međ gengistryggđ lán upp á ca. 125 milljarđa til ađ fá 900 milljarđa alls.  Ţessi tala, 775 milljarđar, er niđurfćrđ tala.  Ţađ er búiđ ađ reikna inn í hana a.m.k. 47% hjá Íslandsbanka, 34% afslátt hjá Landsbankanum og 24% afslátt hjá Arion banka.  Ađ ćtla telja fólki trú um ađ ţađ ţurfi ađ afskrifa 50-60% til viđbótar er í besta falli góđur skáldskapur, en í versta falli tilraun til ađ blekkja ţjóđina.

Ég skora á stjórnvöld og bankana ađ leggja spilin á borđiđ.  Sýniđ okkur međ tölum í hverju samningarnir um nýju bankana fólust.  Segiđ okkur nákvćmlega hvađa afsláttur fylgdi hverri tegund lána í samrćmi viđ flokkun Seđlabankans.  Ef menn vilja ekki gera ţađ banka fyrir banka, ţá er besta mál ađ taka tölurnar saman.  Segiđ okkur hvert var virđi lánasafnanna í gömlu bönkunum og hvert virđi ţeirra var í nýju bönkunum viđ yfirtöku.  Segiđ okkur líka hvert var virđi ţeirra lánasafna sem urđu eftir í gömlu bönkunum, aftur í samrćmi viđ flokkun Seđlabankans.  Ţađ er mun betra ađ ţessar tölur komi frá opinberum ađilum á Íslandi, en ađ ţeim verđi á einhverjum tímapunkti lekiđ í fjölmiđla.  Verđi viss um ađ ţađ mun gerast.  Einn daginn mun koma fram "lítill bankamađur" og uppljóstra um tölur síns banka.  Sannleikurinn mun finna sér leiđ upp á yfirborđiđ.

Ég tek ţađ fram, ađ allir mínir útreikningar eru byggđir á opinberum tölum.  Ég hef hvergi komist í leynilegar upplýsingar eđa veriđ sagt eitthvađ í trúnađi sem ég er ađ nýta mér.  Sé villa í opinberum gögnum, ţá getur ţađ leitt til ţess ađ ályktanir mínar séu rangar.  En ţar til einhver sannfćrir mig um annađ, ţá get ég ekki annađ en taliđ málflutning minn byggja á traustum rökum.


mbl.is Íslenska fjármálakerfiđ í sviđsljósiđ á ný
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Sigurđsson

Snildarfćrsla. Hafđu ţökk fyrir.

Sigurđur Sigurđsson, 14.7.2010 kl. 15:33

2 Smámynd: Gunnar Heiđarsson

Góđar fćrslur hjá ţér Marinó. Ţađ er viđbúiđ ađ stjórnvöld og lánastofnanir reyni ađ slá ryki í augun á fólki, ţví miđur hefur ţađ tekist allt of oft.

Hvar er rannsóknarblađamennskan núna. Vćntanlega hafa fjölmiđlar jafnan ađgang ađ ţessum upplýsingum. Hvers vegna dettur engum fjölmiđlamanni í hug ađ sannreyna fullyrđingar ţessara ađila? Hvers vegna taka fjölmiđlamenn allt sem frá ţessum ađilum kemur, hrátt og kokgleypa rugliđ?

Gunnar Heiđarsson, 14.7.2010 kl. 21:12

3 Smámynd: Sigurđur Sigurđsson

Rannsóknarblađamennska hmmm er ţađ til í íslenskum fjölmiđlum. 

Sigurđur Sigurđsson, 14.7.2010 kl. 21:36

4 identicon

Frábćrt ađ fá ţessar tölur frá ţér Marínó, ţađ ţarf ađ hamra á stađreyndum, ekki fáum viđ ţćr frá ráđherrum og ţingmönnum sem eru í vinnu fyrir okkur og viđ greiđum ţeim launin.

Af hverju er ekki búiđ ađ handtaka lögbrjótana?

Ţarf fólkiđ í landinu sjálft ađ taka lögin í sínar hendur og fara međ hópmálsókn gegn ríkinu fyrir ađ láta ţetta viđgangast og yfirmönnum ţessara fyrirtćkja sem útbjuggu ólöglega samninga.  Til hvers erum viđ međ stofnarnir og embćttismenn sem eiga ađ halda uppi lögum, ef ţeir gera ţađ ekki.  Ţá má spara ţann peninginn.

Sif Jóns (IP-tala skráđ) 14.7.2010 kl. 21:42

5 Smámynd: Jón Ađalsteinn Jónsson

Ţakka upplýsingarnar Marinó er í lagi ţín vegna ađ láta ţetta berast ţetta upplýsingar sem gott er fyrir fólk ađ sjá til ađ hafa mótvćgi á móti áróđrinum sem dynur yfir núna.

Jón Ađalsteinn Jónsson, 15.7.2010 kl. 08:38

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Jón Ađalsteinn, auđvitađ má dreifa ţessu sem víđast.  Bara vísa á upprunann.

Marinó G. Njálsson, 15.7.2010 kl. 10:28

7 Smámynd: Jón Ađalsteinn Jónsson

Takk Marinó geri ţađ

Jón Ađalsteinn Jónsson, 15.7.2010 kl. 11:33

8 Smámynd: Kolbrún Heiđa Valbergsdóttir

Nú segir Viđskiptablađiđ ađ í smíđum sé hjá fjármálaráđherra frumvarp um ađ festa í lög tilmćli SÍ og FME varđandi vexti á fyrrum gengistryggđu lánin.

Ég lét reikna út fyrir mig stöđuna á mínu láni og fékk ţá ađ vita ţađ ađ ţeir sem hafa ávallt stađiđ í skilum koma yfirleitt betur út međ verđrygginguna heldur en tilmćlin, ţar á međal ég.

Ef frumvarpiđ verđur keyrt í gegn vona ég ađ HH berjist fyrir ţví ađ lánţolendur (já ég vil nota ţađ orđ ţar sem ţađ verđur brotiđ á okkur međ ţessu frumvarpi ef ţađ nćr fram ađ ganga) fái alla vega ađ velja ţađ sem kemur best út fyrir ţá, ţ.e. verđtrygginguna eđa tilmćlin. Ţađ getur bara ekki gengiđ ađ hćgt sé einhliđa ađ breyta forsendunum svona án ţess ađ sá sem tók lániđ hafi nokkuđ međ ţađ ađ segja.

Kolbrún Heiđa Valbergsdóttir, 19.7.2010 kl. 12:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband