Leita í fréttum mbl.is

Fullgilt sjónarmiđ Evrópuvaktarinnar

Ég ćtla ekki ađ taka neina afstöđu hér til deilumálsins, ţ.e. greiđsluskyldu vegna Icesave, heldur eingöngu ummćla og hćfis Per Sanderud.

Samkvćmt íslenskum stjórnsýslulögum vćri embćttismađur eđa ráđherra búinn ađ gera sig vanhćfan til ađ fjalla um mál á stjórnsýslustigi, ef viđkomandi hefđi viđhaft ummćli eins og Per Sanderud gerđi.  Nokkur dćmi eru um ţađ ađ almenn ummćli ráđherra hafi leitt til ţess ađ hćfi hans hafi veriđ dregiđ í efa af dómstólum, sbr. ađ Svi Friđleifsdóttir varđ ađ víkja í máli vegna Kárahnjúka.

Eftirlitsstofnun getur ekki talist hlutlaus, ef hún kveđur upp dóm áđur en andmćlaréttur hefur veriđ virtur.  Skiptir engu máli hversu stofnunni ţykir vćntanleg niđurstađa vera augljós.  Ţar fyrir utan teljast ţađ vart fagleg vinnubrögđ ađ kveđa upp úrskurđ á ţann hátt sem Sanderud gerđi.  Ég tek ţví heilshugar undir ţá skođun Evrópuvaktarinnar, ađ međ ummćlum sínum gerđi Sanderud sig og ESA vanhćf til ađ fjalla um máliđ.  Íslensk stjórnvöld eiga ţví ađ fara fram á ađ nýjum ađila verđi faliđ ađ fjalla um máliđ eđa a.m.k. ađ ESA hćtti sinni umfjöllun.

Eins og ég segi í upphaf, ţá skiptir ágreiningsmáliđ sjálft engu máli hér, heldur eingöngu málsmeđferđin.  Sanderud segir raunar beint út ađ andmćlaréttur Íslands verđi ekki virtur.

Ţetta minnir mig á eldgamalt mál, sem mér finnst ákaflega gaman ađ rifja upp.  Ţađ er frá tíđ Sverris Hermannssonar sem menntamálaráđherra.  Háskólanemar voru einu sinni sem oftar ađ agnúast út í LÍN og Sverrir ákvađ ađ skipa nefnd til ađ fara yfir máliđ.  Ađspurđur af fréttamanni útvarps hvenćr vćnta megi niđurstöđu nefndarinnar, ţá svarađi Sverrir:  "Ţađ á nú ekki ađ taka langan tíma, ţar sem niđurstađan er ţegar ljós."


mbl.is Vekur upp spurningar um hćfi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 452
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband