Leita í fréttum mbl.is

Ábending frá Hagsmunasamtökum heimilanna vegna frétta mbl.is

Vegna þeirrar fréttar sem þessi færsla er hengd við, þá hafa Hagsmunasamtök heimilanna sent ritstjórn  mbl.is eftirfarandi tölvupost:

Hagsmunasamtök heimilanna telja að tilvitnun í yfirlýsingu samtakanna sé röng í fréttinni sem fylgir þessar frétt:

1.  HH tala í yfirlýsingu sinni um gengitryggð lán, ekki erlend lán.  Munurinn á gengistryggðum lánum og erlendum er að þau fyrri eru með íslenskan höfuðstól og geta verið í mörgum myntum.  Erlent lán er alltaf í einni mynt og er upphæð lánsins tilgreint í þeirri mynt og ekki er nein íslensk upphæð tilgreind.
2.  Óvissan sem samtökin telja vera í gangi er hvaða lán teljast erlend og hver gengistryggð.
3.  Samtökin telja enga óvissu vera um það hvernig eigi að meðhöndla lánin, en hvetja fjármálafyrirtæki til að stöðva innheimtuaðgerðir eða takmarka innheimtu við upphaflega greiðsluáætlun þar til ljóst er hvernig uppgjöri verður hátta.

Óskum við eftir að fréttin verði leiðrétt til samræmis við þetta.  Það er engin ástæða til að vera með svona knappan stíl á vefmiðli, þó svo að samtökin skilji að í prentmiðli þurfi oft að stytta mál sitt.

Virðingarfyllst
Marinó G. Njálsson
Hagsmunasamtök heimilanna.


mbl.is Byr sendir óbreytta greiðsluseðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Góð útskýring á málum eins og alltaf

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.6.2010 kl. 16:24

2 Smámynd: Baldur Borgþórsson

Takk fyrir þetta !

En er ekki rétt að FME fari beint í þetta verk og klári það ?

Er það ekki þeirra hlutvek og skylda að sjá til þess að fjármálfyritæki fari að lögum og hlýti dómum ?

Það er alveg klárt að ekki má draga það sekúndunni lengur að dóminum sé hlýtt.

Baldur Borgþórsson, 25.6.2010 kl. 23:49

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Baldur, við búum á Íslandi.  Við gerum ekki slíkar kröfur til eftirlitsstofnana.  Það má alls ekki ónáða menn þar sem slíku, þeir gætu komist að einhverju sem þeir vita ekki hvernig á að bregðast við.

En öllu gríni sleppt, þá ætti FME að sjálfsögðu að virka þannig, að fjármálafyrirtækin þora ekki annað en að hafa allt á hreinu.  Ég átti fund með framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja í dag og benti honum á lagagrein, sem þeim hafði ekki dottið í hug að hefði þýðingu.  Eða kannski var hann að gera það upp að hann vissi það ekki.

Marinó G. Njálsson, 25.6.2010 kl. 23:56

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Núna vantar einfaldlega lögreglurassíu á þessi glæpahreiður! FME er á flótta frá eigin ábyrgð og vanrækslu í málinu, og mun því ekkert aðhafast.

Svo dæmi sé tekið þá hefur það legið fyrir í eigin gögnum stofnunarinnar a.m.k. frá árinu 2007 að SP-Fjármögnun hafði hvorki starfsleyfi til að stunda viðskipti með gjaldeyri eða gengistryggð verðbréf, né heldur framvirka samninga sem fyrirtækið var fjármagnað með samkvæmt framburði fyrir dómstólum.

Þegar athygli FME var vakin á þessu voru viðbrögðin þau að skjal sem var tengt við frétt á vefsíðu FME og er mikilvægt sönnunargagn var fjarlægt úr skjalavistunarkerfi vefsins, en slík aðgerð þarfnast sértækrar íhlutunar af hálfu stjórnenda. Þegar fyrirspurn var send um afrit af þessu skjali var fréttin líka fjarlægð. Óháðum aðilum tókst hinsvegar að ná afritum af skjalinu (og fleirum) eftir krókaleiðum og koma þeim fyrir víðsvegar á veraldarvefnum til að sporna við þöggun af þessu tagi.

P.S. Í Mogganum í dag er auglýst eftir nýju húsnæði undir Fjármálaeftirlitið. Ég er með tillögu: KVÍABRYGGJU!

Guðmundur Ásgeirsson, 26.6.2010 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 1681301

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband