15.6.2010 | 23:33
Eygló á hrós skilið fyrir þrautseigjuna
Ég verð að taka hattinn ofan fyrir Eygló Harðardóttur í þessu máli. Fyrst fékk hún því framgengt að haldinn var opinn fundur í viðskiptanefnd um verðtrygginguna og efnahags- og viðskiptaráðherra var fenginn til að láta útbúa skýrslu um málið. Núna er komin þverpólitísk nefnd sem fjalla á um kosti þess og galla að draga úr vægi verðtryggingar. Ég hélt að kerfið hefði hana undir í baráttu hennar, en það fór á annan veg.
Vissulega er á móti frestað öðrum ákvæðum frumvarps hennar, en vonandi verður það niðurstaða vinnu nefndarinnar, að tillögur hennar og raunar Hagsmunasamtaka heimilanna um 4% þak á árlegar verðbætur verði samþykktar á haustþingi.
Annars vil ég segja það um skýrsluna, sem Gylfi Magnússon fékk Askar Capital að taka saman, að hún er ekki pappírsins virði. Nokkrir stjórnarmenn Hagsmunasamtaka heimilanna lásu yfir skýrsluna og í henni eru slíkar ambögur að mér finnst að ráðherra eigi að krefjast endurgreiðslu. Ég mætti ásamt Friðriki Ó. Friðrikssyni á opinn fund viðskiptanefndar og bentum við á þeim fundi á mjög margt í skýrslunni sem í besta falli orkaði tvímælis, en í mörgum tilfellum bar vott um arfaslök vinnubrögð að okkar mati. Viðskiptanefnd bað okkur um að semja greinargerð um gagnrýni okkar, en hún verður ekki rituð nema Alþingi eða ráðherra greiði okkur fyrir þá vinnu a.m.k. fjórðung af því sem ráðherra greiddi Askar Capital fyrir sína vinnu.
Það var fleira sem gerðist jákvætt á þingi og stjórnarheimilinu í dag. Á ég þá við samkomulag um þinglok, sem byggir á því að "heimilispakkinn", eins og forsætisráðherra kallar hann verður tekinn fyrir í næstu viku, þ.e. eftir að dómur Hæstaréttar um gengistrygginguna liggur fyrir. (Mér finnst "heimilispakkinn" vera nokkuð nálægt "heimilispakkið", þannig að eins gott er að enginn rugli þessu tvennu saman.) Tókst að afstýra því að þing yrði sent heim áður en dómur Hæstaréttar félli. Nú bíð ég, eins og fleiri, eftir niðurstöðu Hæstaréttar og vona að furðuleg skilaboð efnahags- og viðskiptaráðherra til réttarins trufli ekki störf hans.
Nefnd skoði forsendur verðtryggingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 2
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 213
- Frá upphafi: 1679946
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 194
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sammála, Eygló er fyrirmynd annarra þingmanna og á hrós skilið
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.6.2010 kl. 00:40
Marinó þú átt sjálfur heiður skilið fyrir þína þrautseigju.
BTW: hvers vegna 4%?
Viggó H. Viggósson, 16.6.2010 kl. 01:18
Verðtrygging er tvíeggjað sverð ef svo má segja því hún snýr að tvennu. Útlánum og innlánum. Varðandi útlánin hefur hún leikið fólk illa þegar verðbólgan hækkar en að sama skapi dregur hún úr gildi fjármuna á innlánsreikningum.
Hvers vegna 4% þak? Á því er sá annmarki að þegar þú leggur fé inn á verðtryggðan bankareikning og verðbólgan mælist 5% þá rýrnar fé þitt. Það bætir hins vegar stöðu lántakenda ef verðbólgan mælist meiri en 4%.
Það verður ekki bæði haldið og sleppt.
Þegar verðtrygging var tekin upp var það ekki eingöngu vegna útlána. Það var einnig til þess að fólk glataði ekki sparifé vegna verðbólgu.
Góð efnahagsstjórn er lykilatriði.
Hafþór Baldvinsson (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 05:41
1. Munið að í verðtryggingu er innbyggður verðbólguhvati!
2. Fjármagnseigendur VERÐA að taka á sig byrðar líka. Annars hrynur kerfið til langs tíma litið! 22 þús. heimili eru komin í vanda nu þegar!
3. Auðvitað þurfa vextir að hækka eitthvað, en það er BETRA en það rán sem framið. Með afnámi verðtryggingar þá hækkar amk. íbúðalán hins almenna launþega ekki ef t.d. brennivínið hækkar.
4. Við getum ekki verið EIN á báti í heiminum með þetta arðrán! Hvernig væri að láta reyna á þetta fyrir mannnréttindadómstólnum?
Hruturinn (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 08:11
Fjármagnseigendur eru þeir sem "eiga" að tapa í fjármálakrísum.
Fjármagnið komst m.a. (aðalega) til þeirra vegna eignabólgu sem "þeir" bjuggu til og örvuðu með aðgerðum sínum. Jafn gríðarlegt og tap þeirra kann að vera, þá var væntanlega gróði þeirra jafn gríðarlegur (ef ekki "gríðarlegri") í aðdragandanum.
Þetta var þeirra geim, þeir töpuðu. Tjónið á að vera þeirra.
Við eigum ekki að sætta okkur við að hálfkák í þessu efni. Nú er einmit tíminn til þess að gera "truflandi" breytingar. Burt með verðtrygginguna.
Burt með dópið (verðtrygging er efnahagslegtdeyfilyf).
Viggó H. Viggósson, 16.6.2010 kl. 09:38
Dagskrá Hæstraréttar fyrir daginn er komin. Niðurstaðan í gengislánum kemur í dag.
Séra Jón (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 10:53
Rökin fyrir 4% þaki á verðtryggingu eru að það er jafn hátt yfirlýstu verðbólgumarkmiði seðlabankans. Með öðrum orðum myndi það þýða að ef tekst að halda verðbólgu í skefjum þá standast greiðsluáætlanir lántakenda. Ef hinsvegar verðbólgan fer framúr settu markmiði þá væri það á kostnað bankanna og fjármagnseigenda, í stað lántakendanna sjálfra. Fjármálakerfið í heild myndi þannig hafa beinan hag af því að stuðla að sem lægstri verðbólgu, öllum til hagsbóta.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.6.2010 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.