30.5.2010 | 03:15
Af hverju má ekki bara segja: Já, Samfylkingin beið afhroð.
Það er eitt sem er dagljóst með úrslit kosninga: Formenn stjórnmálaflokka viðurkenna aldrei tap. Í kvöld var Jóhanna Sigurðardóttir í sjónvarpssal og í hvert sinn sem hún komst nálægt því að viðurkenna tap Samfylkingarinnar, þá tengdi hún það alltaf við "fjórflokkinn". Samt er það þannig, að Samfylkingin tapar miklu fylgi í fjórum stærstu sveitarfélögum landins, þ.e. Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Akureyri. Miðað við stöðuna núna, þá tapar Samfylkingin 6 af þeim 18 bæjarfulltrúum sem þeir höfðu. Það jafngildir þriðjungi bæjarfulltrúa. Í þessum bæjarfélögum eru ríflega 132 þúsund kjósendur. Hálmstrá Jóhönnu var að Samfylking hefði unnið stórsigur á Akranesi, sem er með 4.550 kjósendur og sigurinn vannst á 993 atkvæðum. Ég held að kominn sé tími til að frú Jóhanna Sigurðardóttir vakni til veruleikans og viðurkenni þann gríðarlega skell sem Samfylkingin er að fá í þessum kosningum. Nei, annars, hún má alveg mín vegna dvelja áfram í heimi afneitunarinnar.
Annar formaður í afneitun er Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann velur sér viðmiðun í alþingiskosningum á síðasta ári til að finna eitthvað jákvætt. Málið er að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf fengið umtalsvert meira fylgi í borgarstjórnarkosningum en landsmálakosningum. Að fylgið núna sé heil 28,8% miðað við 23,5% í alþingiskosningunum er staðfesting á því að Sjálfstæðiflokkurinn sé að missa tök sín í höfuðborginni, ekki vísbending um að hann sé að rétta út kútnum. Núna stefnir í að flokkurinn tapi þriðjungi fylgisins síns eða um 14% stigum, en í síðustu þingkosningum tapaði flokkurinn 16% stigum í öðru Reykjavíkurkjördæminu, en 15% stigum í hinu. Mér finnst þessi munur á 14% og 15,5% vera innan skekkjumarka. En Bjarni má alveg eins og Jóhanna halda áfram að dvelja í heimi afneitunarinnar.
Í mínum huga eru úrslit kosninganna í þessum fjórum sveitarfélögum ákall um ný vinnubrögð í sveitastjórnarmálum. Ég hef áður skrifað um það og vil endurtaka það núna:
Sveitarstjórnarmál eiga ekki fara eftir flokkslínum landsmálaflokkanna. Þau eiga vera byggð á samstarfi allra kjörinna fulltrúa, þvert á lista, til að byggja upp nærsamfélagið. Raunar á að opna fyrir persónukjör til sveitastjórna sem gengur þá út á það, að kjósendur geta valið hvort þeir kjósi lista eða velji einstaklinga af þvert á lista. Hvaða gagn er af því að vera með 7, 9, 11 eða 15 manns í stjórn sveitarfélagsins, ef aðeins rúmur helmingur er virkur í stjórnun sveitarfélagsins? Þetta er löngu úrelt hugmyndafræði, sem á að leggja af. Síðan verða þessir kjörnu fulltrúar að þekkja sín takmörk. Sumt hafa þeir einfaldlega ekki vit á og þurfa þá að leita til sér vitrari manna eða kvenna. Lýðræðið gefur ekki kjörnum fulltrúum leyfi til að haga sér hvernig sem er, eftir að þeir hafa náð kjöri. Þeir eru ábyrgir fyrir gjörðum sínum og geta borið skaðabótaskyldu, þá á það hafi aldrei reynt. Samstarf allra kjörinna fulltrúa um málefni mun gera sveitarfélögin sterkari, en til þess að slíkt samstarf geti komist á, þá verða menn að fara úr flokkspólitískum klæðum sínum og koma fram sem íbúar viðkomandi sveitarfélags.
Endalok fjórflokkakerfisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Hvers vegna er fyrirsögnin hér ekki:
Sjálfstæðisflokkurinn beið afhroð í Reykjavík?!
Er það ekki aðalmálið?! Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í stjórnarandstöðu eftir hið svokallaða Hrun haustið 2008.
Hins vegar hef ég aldrei verið í stjórnmálaflokki.
Þorsteinn Briem, 30.5.2010 kl. 03:43
Höfuðvígið er fallið. Mig grunar að þetta sé bara byrjunin.
Borgarstjórastóllinn hefur oftar en ekki verið stökkpallur inn á svið landsmálanna. Ber þar helsta að nefna turnana tvo í stjórnmálum undanfarinna ára: Davíð og Ingibjörgu Sólrúnu. Hvað gerir Jón Gnarr?
Guðmundur Ásgeirsson, 30.5.2010 kl. 04:48
Það er hreint óhugnanlegt hvað við erum oft sammála, Marinó. Enn og aftur í þessu máli.
Hrannar Baldursson, 30.5.2010 kl. 09:04
Ég tek líka 100% undir þessi skrif. Vona bara að kjörnir fulltrúar beri gæfu til að skilja að þeir eru kosnir til að vinna að framgangi sveitarfélaga og framför þeirra, ekki til að fara í stríð hvort við annað.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 11:01
Lýðræðishatandi stjórn Jóhönnu Sig. getur bara sokkið niður á við, Marinó, og ættu að víkja núna. Jóhanna og Steingrímur hefðu ekki komist upp með að vera lengur í stjórn eftir allar lygarnar og valdníðsluna í venjulegu lýðræðislandi. Skil ekki eftir hvaða niðurlægingu þau eru að bíða.
Elle_, 30.5.2010 kl. 12:14
ég er sammála þér Marinó, sveitastjórnarkosningar eiga ekki að snúast um landsmálapólitík, heldur uppbyggingunni á nærsamfélaginu.
Þannig held ég að það sé víðast hvar um landið.
Gunnar Heiðarsson, 30.5.2010 kl. 12:43
Get alveg tekið undir þetta Marinó, en hugsaðu þér tap Jóns Ásgeirs. Þrátt fyrir alla misnotkun DV, Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Mannlífs þá bíður Samfylkingin afhroð. Sagt er að verslun í Bónus hafi minnkað umtalsvert eftir að rannsóknarskýrslan kom fram.
Þýðir þetta að fólkið í landinu vilji ekki að útrásarvíkingarnir hafi nein umsvif á Íslandi?
Sigurður Þorsteinsson, 30.5.2010 kl. 12:54
Og gleymið því ekki að foringjar stjórnmálaflokkanna hafa enn einu sinni komist að þeirri niðurstöðu að kjósendur meintu ekki það sem þeir sögðu með atkvæði sínu.
Auk þess þá misskildum við unnvörpum það sem við gerðum.
Í rauninni þá vorum við að lýsa yfir stuðningi þessa vitleysinga.
Þvílík veikindi!
Árni Gunnarsson, 30.5.2010 kl. 14:04
Steini, það er rétt að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði miklu, en það var Jóhanna sem viðurkenndi ekki tap sitt. Bjarni viðurkenndi áfallið á Akureyri og í Reykjavík. Mikill munur þar á.
Var að hlusta á þetta góða fólk í Silfrinu áðan, en nennti ekki að hlusta til enda. Það talar um að hafa haldið hlut sínum. Það getur vel verið að fyrir utan Reykjavík og Akureyri hafi D og S ekki tapað svo miklu af fulltrúafjölda sínum, en hvað með atkvæðamagnið? Kjörsókn er í sögulegu lágmarki, fjöldi auðra er mjög mikill og alls staðar þar sem ný framboð koma fram, þá virðast þau ná hylli.
Annars er áhugavert að skoða fylgishrun flokkanna í atkvæðamagni í fjórum stærstu sveitarfélögum landsins:
Framsókn fer niður um 40,8% eða úr 7.628 í 4.519
Sjálfstæðisflokknum tapar 28,4%, fer úr 40.579 í 29.050
Samfylkingin missir 35%, fer úr 31.004 í 20.151
VG missir 39,4% kjósenda sinna og fer úr 13.206 í 8.002
Samanlagt fylgistap flokkanna fjögurra er 30.695 atkvæði (þrátt fyrir fjölgun kjósenda) eða sem nemur 33,2%. Þriðjungur af fylginu frá 2006 er farinn.
Marinó G. Njálsson, 30.5.2010 kl. 14:49
Þessi sýn foringjanna á stöðu sinni er einmitt það sem fólkið í landinu er orðið svo þreytt á eða, betur sagt, gjörsamlega komið með ofnæmi fyrir. Þetta er ekkert annað en stjórnmálaþras og útúrsnúningur. Blindan fyrir vilja fólksins er algjör og líf þeirra er í algjörum draumaheimi.
Halla Rut , 30.5.2010 kl. 15:45
Tek undir það með Höllu ... fólk er búið að fá alveg upp í kok af sömu gömlu tuggunum og frösunum og virðingarleysi gömlu stjórnmálamannanna fyrir vilja almennings í landinu.
Það er eins og þau sitji bara fyrir sjálft sig á þingi, ekki kjósendur.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.