Leita í fréttum mbl.is

Aðstoð óskast

Mig langar til að leita aðstoðar hjá lesendum.  Þannig eru mál með vexti, að ég er að byggja og stefni í að flytja inn á næstu vikum.  Flest er komið á sinn stað, en tvennt af því sem vantar virðist ómögulegt að fá innan þess fjárhagsramma sem lagt var upp með.  Annað eru innihurðir og þurfum við því að fresta þeim í bili fyrir utan fjórar til fimm hurðir (helst í hnotu).  Hitt eru eldhústæki, þ.e. ofn (90 cm), ísskápur (tvöfaldur), eldavél (90 cm) og eyjuháfur.  Ég hef farið í verslanir um allan bæ og ýmist er afgreiðslufrestur lengri en við þolum eða verðið upp úr öllu valdi.  Það er eins og núna sé loksins verið að skila lækkun krónunnar út í verðlagið eða menn eru að halda að sér höndum í innkaupum.

Eins og áður segir vil ég leita til þeirra sem þetta lesa hvort þeir hafi eða geti komið mér í samband við aðila sem eiga/flytja inn svona vöru á þokkalegum kjörum.  Hugsanlega eru einhverjir sem hættu við að byggja, en voru búnir að fjárfesta í þessum hlutum og vilja endurheimta útlagðan kostnað.  Þeim, sem geta aðstoðað, er bent á að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið mgn@islandia.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sæll Marinó, hér er vefur sem gæti gagnast þér

http://test.byggingar.is/forumdisplay.php?f=5

mbk

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.2.2010 kl. 02:57

2 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Hæhæ

Ég veit að Parket og gólf í Ármúlanum voru með lagersölu á hurðum, en ég veit svosem ekki hvort þær henta þér, en uppí 75% afsláttur.

Varðandi eldhústækin, þá bendi ég þér á að kíkja á alls kyns hluti til sölu inn á barnaland.is, selja.is, haninn.is - stundum lítið notaðir hlutir.  

Andrea J. Ólafsdóttir, 27.2.2010 kl. 10:58

3 identicon

Sæll

Hér er tengill á netverslun í Danmörku sem gefur þér hugmynd um "réttlátt" verð á heimilistækjum  http://www.whiteaway.com/

Vandinn er hins vegar að tollar og vörugjöld þarna heima eru held ég svimandi há

Lilja (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 20:34

4 identicon

Ertu búinn á tékka á Parka s:564-3500? Þeir eiga slatta af hurðum, veit reyndar ekki með hnotuna.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 15:59

5 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll, ég get svo sem lítið hjálpað þér umfram það sem aðrir hafa lagt til hér að ofan. Múrbúðin er reyndar almennt með mjög gott verðlag, en ég held að því miður séu þeir ekki ennþá með þessar vörur sem þig vantar.

En þetta vekur nú upp vangaveltur um það hvernig byggingavísitalan er reiknuð út. Hún hefur eiginlega ekkert hækkað í meira en ár, og lækkaði víst við síðasta útreikning. Það er svoldið furðulegt á meðan þú og aðrir þurfa að fást við að margt af því sem myndar þessa vísitölu hefur hækkað í góðum takti við gengisbreytingar og jafnvel enn meira en það.

En þetta væri svo sem í lagi ef það væri eitthvað samhengi í þróun verðbóta af húsnæðislánum og byggingarvísitölunni. Maður gæti ætlað að með þessu tvennu væru einhverjir skyldleikar en svo er víst ekki í raun.

Jón Pétur Líndal, 3.3.2010 kl. 11:12

6 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Þú gætir athugað með eldhústækin að kaupa B-vörur í Elko. Það er ekkert að því þetta eru yfirleitt sýningareintök í toppstandi, en á niðursettu verði. Og verðlagið hjá þeim er almennt nokkuð gott þess utan miðað við aðra.

Jón Pétur Líndal, 3.3.2010 kl. 11:15

7 Smámynd: Anna Margrét Bjarnadóttir

Sæll frændi, farðu líka á barnaland!! ótrúlegt hvað það hefur reddað mér í gegnum tíðina. Hef keypti Öll mín húsgögn þar undanfarin ár á spottprís!

Anna Margrét Bjarnadóttir, 3.3.2010 kl. 12:41

8 identicon

Ég á 90cm ofn af hæsta gæðaflokki sem ég keypti fyrir þremur árum til að setja í nýja eldhúsið í gamla góða húsinu mínu sem ég á núorðið lítið sem ekkert í. Ég hef nú stundum verið fljótfær og sú varð raunin því ofninn var of stór. Því fór ég með hann uppí sumarbústað þar sem hann bíður örlaga sinna. Ef þig vantar 90cm ofn frá siemens, þá geturðu sent mér línu á netfangið sem fylgdi færslunni.

Bkv

Dagga (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband