21.2.2010 | 02:32
Svindl og svínarí í skuldsettri yfirtöku
Það er með ólíkindum þetta plott nokkurra ósvífinna einstaklinga/eignarhaldsfyrirtækja að kaupa fyrirtæki af sjálfum sér með skuldsettri yfirtöku til þess eins að mjólka nokkra tugi milljarða út úr bankanum sínum. Eins og kemur fram í frétt Markaðarins 11. apríl 2007 og ég hef raunar vakið nokkrum sinnum athygli á, þá tókst þessum mönnum að greiða sér út sex falda þá upphæð í arð sem fór í að kaupa fyrirtækið Iceland. Nú birtir Morgunblaðið þá frétt að plottið var ennþá dýpra eða eigum við að segja ósvífnara. Jón Ásgeir og félagar stofnuðu fyrirtækið Iceland Food Stores Limited til að kaupa hlutabréf Iceland verslunarkeðjunnar af fyrirtækinu Icebox Holding, sem var í eigu sömu aðila, fyrir litlar 560 milljónir punda. Þá jafngilti það þetta um 73 milljörðum kr. miðað við núverandi gengi er talan rúmlega 110 milljarðar.
Plottið í þessum viðskiptum var að ná í 280 milljónir punda og greiða til eigendanna. Upphæðin var fengin frá Landsbanka Íslands. Hinn helmingur kaupverðsins var fenginn með því að skuldsetja Iceland verslanirnar (samkvæmt frétt Morgunblaðsins) um 280 milljónir punda. Ég skil vel að fólk hafi verið glaðbeitt á myndinni úr boðsferð Landsbankans sem farið hefur um netið undanfarna daga. Síðan er það náttúrulega alveg ótrúleg tilviljun eða hitt þó heldur, að maðurinn sem veitti lánið og tók þátt í gleðskapnum með þeim sem fengu lánið, skyldi hafa verið ráðinn bankastjóri bankans sem lántakendur áttu. Í siðmenntuðu þjóðfélagi væri þetta talið augljóst merki um mútur. En við erum ekki siðmenntað þjóðfélag. Þessir menn gerðu Ísland að bananalýðveldi af verstu sort.
Ég verð að viðurkenna, að ég er orðinn ákaflega þreyttur á þessum svikamyllusögum. Ég er orðinn ennþá þreyttari á öllum þeim sem hafa komið fram og réttlætt ruglið. Það er út í hött að fá lán til að greiða út arð. Það er út í hött að kaupa skuldlaust fyrirtæki af sjálfum sér og skuldsetja það fyrir raunvirði þess. Það er út í hött að tvöfalda verð á fyrirtæki á nokkrum mánuðum til þess eins að ná í viðbótar aur. Alveg sama hvar er komið niður, alls staðar blasir bullið við. Og síðan á að leyfa þessum sömu aðilum að eignast gömlu svikamyllufyrirtækin sín eftir skuldahreinsun. Það þarf mikla viðskiptaheimsku til að búa yfir svona hroka og græðgi. Átta menn sig ekki á því að þeir glötuðu mannorði sínu og það verður ekki svo auðveldlega unnið aftur.
Eftir því sem fleiri svona mál koma upp á yfirborðið missir maður trúna á þetta samfélag. Stundum held ég að ekki sé upp á það púkkandi. Hvers vegna er maður að búa í samfélagi, þar sem fáeinir einstaklingar telja það sjálfsagt að láta fyrirtæki taka himin há lán, bara svo þeir geti fengið greiddan út fáránlegan arð? Eða lögmenn og endurskoðendur virða að vettugi starfseiða sína um að virða lögin vegna þess að þeir fá með því aðeins meiri tekjur? Staðreyndin er sú, að Jón Ásgeir og co hefðu aldrei getað gert það sem þeir gerðu, ef ekki hefði verið fyrir lögmenn og endurskoðendur sem voru tilbúnir að finna leiðir framhjá lögunum, brjóta þau, litu á ólöglegt athæfi með blinda auganu eða sýndu vítavert gáleysi og vanhæfi í starfi. Það hafa alveg nógu margir haft samband við mig með upplýsingar um ýmis "bolabrögð" þessara stétta til þess að ég viti alveg hvað ég er að segja. Sem betur fer tók tiltölulega fámennur hópur þátt í mesta sukkinu, en einn er einum of mikið. Skora ég á þessa aðila að sýna sóma sinn í því að stíga fram og greina satt og rétt frá því sem þeir tóku þátt í. Við samborgarar ykkar eigum það inni hjá ykkur.
Iceland-arðurinn 2007 fjármagnaður af Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 1681299
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Íslenska mafían! Hvað tekur það sérstakan saksóknara langan tíma að greiða úr svindlinu og koma lögum yfir þetta lið? Ég vona að hann geymi aldrei afrit af gögnunum sínum hjá símanum eða í gagnabanka Verne Holdings
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.2.2010 kl. 03:23
Sæll Marinó,
Ég hef alveg misst af þessari fléttu, en þetta er bara eins og allt virðist hafa verið orðið á Íslandi! Bara eintómt rugl. Ekki einu sinni Lewis Carrol hefði dottið svona lagað í hug í Lísu í Undralandi - "Business menn" á Íslandi höfðu miklu meira hugarflug heldur en Lewis nokkru sinni hafði!
Hérna er smásaga af viðskiptum konunnar minnar í gær við Virgin Mobile farsímafélagið. Sonur hennar, sem býr hjá okkur núna, er með síma hjá Virgin Mobile sem við borgum af. Hann er með 1000 sms á mánuði og það er automatísk mánaðargreiðsla sem kemur á debit kortið okkar þegar síminn þarf meira. Þetta dót er allt saman "online" og í gær þegar Susan var að skoða þetta sá hún að það höfðu verið færðir 10 dollarar aukalega inn á VM. Á vefsíðunni sá hún "remaining text messages" 624. Svo hún hringdi í þá og reyndi fyrst að fá upplýsingar sem gekk erfiðlega. Hún fékk þó uppgefið eftir langa mæðu að þessi 624 sms væru ónotuð sms í FYRRA mánuði og höfðu ekkert með núverandi stöðu að gera. Svo hún vildi fá endurgreiðslu á þessum 10 dollurum þar sem vefsíðan veitti beinlínis rangar upplýsingar. Hún fékk 10 dollara "refund" en áttaði sig á því þegar hún loggaði inn að staðan á reikningnum hafði lækkað, svo hún vildi fá að vita hvernig stæði á því. Jú, þeir höfðu endurgreitt þessa 10 dollara! Sem sagt þeir FÆRÐU 10 dollarana AF okkar reikningi hjá Virgin Mobile yfir á DEBIT kortið okkar! Beint úr vinstri höndina yfir í þá hægri og svo kölluðu þeir þetta bara gott. Susan endaði með því að gefast upp á að reyna að koma vitinu fyrir þá og lagði bara á! Hér er haft að orðtæki "I don't know how he gets through doors and around corners"
Þetta er svona álíka viðskiptarugl og virðist hafa viðgengist á Íslandi. Menn urðu vellríkir af því að færa fjármuni úr annarri hendinni yfir í hina. Engar eignir á bak við neitt af þessu rugli, bara skuldir í bönkum sem þetta lið átti.
Ég tek undir með þér að það er afskaplega þreytandi að lesa svona fréttir daginn út og daginn inn MÁNUÐUM SAMAN og endar sennilega með að vera ÁRUM SAMAN áður en yfir lýkur. En sem betur fer þá er fjöldinn allur af heiðarlegum mönnum í viðskiptum á Íslandi sem hafa verið að gera góða hluti og það má ekki setja algjört samasemmerki milli þeirra sem eru í viðskiptum og þeirra sem voru í ruglinu, en það er með fádæmum hvað margir hafa leiðst út í þessar svikamyllur. Skuld þeirra, sem stóðu fyrir þessu rugli, við þjóðfélagið er mikil!
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 21.2.2010 kl. 04:03
Endilega haltu áfram Marinó, það þarf gagnrýnar raddir til að andæfa ruglinu.
Páll Vilhjálmsson, 21.2.2010 kl. 09:17
Og sukk 4-flokksins og spilling heldur áfram...það vantar einn alvöru þjóðarflokk sem yrði myndaður með hugsjón fólks sem vill virkilega Nýtt Ísland og réttláttara Ísland..það er ekki að koma nýtt Ísland út úr þessari (norrænu félagshyggjustjórn)??
Ægir Óskar Hallgrímsson, 21.2.2010 kl. 10:49
Hvar er þessi einskisnýti kaffihúsalýður sem er kölluð ríkisstjórn,hvað geta þessir pappakassar setið lengur og haldið áfram að eiðileggja lífskjör í landinu.Eiga stjórnir landa ekki að sjá til þess að svona sukk og glæpamennska þrífist ekki,eg spyr?Þessi viðbjóður þrífst náttúrulega í skjóli þessarar aumu ríkisstjórnar.
magnús steinar (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 11:06
Kæri Marinó þessir aðilar eru því miður "siðblindir skíthælar", skömm þeirra er ÆVARANDI.
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 21.2.2010 kl. 11:10
Þetta er ótrúlegt, og að ekkert sé gert í þessum málum er verst.
Jón yfirdrullusokkur Ásgeir, Wernersbræður, hálfvitarnir í bakkavör Finnur Ingólfsson, og fleiri ættu að sjálfsögðu að sitja í gæsluvarðhaldi, svo þeir eyðileggi ekki sönnunargögn, en þeir vinna nú hörðum höndum að því.
Síðan er þetta stjórnmálahyski, allt meira eða minna einhvern veginn tengt þessu bulli, og gerir þess vegna ekkert, enda mundi það skaða það sjálft. Manni liggur við uppgjöf.
En það þarf BYLTINGU. Mætum á laugardagsfundina, þúsundum saman og hrekjum aumingjana frá völdum.
Sveinn Elías Hansson, 21.2.2010 kl. 11:56
Marínó:
Já, haltu áfram og við erum ansi mörg, sem erum algjörlega sammála þér!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.2.2010 kl. 13:06
Sæll Marinó! Við erum ekki alltaf sammála en í þessu er ég 100% á því að þú hafir rétt fyrir þér. Held að það sé í raun hópur manna einmitt lögfræðingar, endurskoðendur og heilu fyrirtæki þeirra sem séu að komast mjög auðveldlega í gegnum umræðu síðustu mánuði. Og þau hafa unnið að endurreisn hér m.a. í nýju og gömlu bönkunum og maður gæti haldið að þau gerðu nú í því að tryggja áfram fyrirtæki og einstaklinga sem eru stærstu viðskiptavinir þeirra.
Það þarf að minnstakosti að setja hér lög sem gera endurskoðendur ábyrgari fyrir því sem þeir skrifa upp á eða ráðleggja. Því að t.d. endurskoðendur bankana hafa verið alveg út á túni eða hreinlega verið að falsa bókhald þeirra. Og eins til að ná til lögfræðinga sem eru að hjálpa mönnum við að brjóta lög
Magnús Helgi Björgvinsson, 21.2.2010 kl. 14:26
Frábær færsla,
er svo hjartanlega sammála þér. Haltu áfram Marinó.
Gunnar Skúli Ármannsson, 21.2.2010 kl. 14:38
Takk fyrir góðan pistil,
Kristbjörn Árnason, 21.2.2010 kl. 15:10
Það er fátt sem gleður þessa daganna en færslurnar þínar eru svo sannarlega undantekning! Þær virka á mig sem magnaðar orku- og gleðipillur.
Þegar manni líður eins og maður sé fastur inn í slímugu og viðsjárverðu myrkviði sem samanstendur af trjátegundum eins og græðgi, siðblindu, sérgæska, skammtímablinda o.s.frv. þá gleður hver einasta skynsemissól. Þú er svo sannarlega ein þeirra.
Það er yndislegt að lesa hvern pistilinn á fætur öðrum frá þér sem lýsa af heilagri réttlætiskennd og vandlætingu yfir því hve vanmáttug og/eða viljalaus stjórnvöld eru gagnvart því spillingarfeni sem landið og þjóðin er að týnast í.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.2.2010 kl. 15:15
Flottur! Takk fyrir.
Andrés Ingi (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 15:24
Sæll Marino!
Það hefur margt misjafnt verið dregið fram í dagsljósið hjá útrásarvíkingum og bönkunum undanfarið.Það virðist víða hafa verið farið á svig við lögin.Mér finnst þó einna alvarlegust markaðsmisnotkun hjá Kaupþingi og eigendum þess banka svo og Ice save hjá Björgólfsfeðgum og Landsbankanum.Ekkert klúður lendir með eins miklum þunga á skattgreiðendum og Icesave. Athyglisvert er að Mbl. ræðir aldrei um klúður Björgólfsfeðga og Landsbankans.
Með kveðju
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson, 21.2.2010 kl. 15:26
Þakk þér góða grein, haltu áfram að skrifa, þetta er allt rétt hjá þér!!!!!
Lúðvík K. Friðriksson (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 17:41
það sem mér finnst samt Asnalegast er samt það að alþingi setji ekki í skyndi þau lög sem nauðsynlegt eru... hér og nú og með de samme.
einnig afhverju eru ekki sett lög sem banna ehf félög eða sambærileg félög ???? Alþingi á að setja þannig lög í hvínandi hvelli og þó fyrr hefði verið.
MÉR FINNST ALÞINGI FARA MJÖG NIÐUR Í VIRÐINGU ÞESSI SÍÐUSTU ÁR OG FÓLKIÐ ÞAR NÚNA VIRÐIST EKKI HAFA BURÐI TIL AÐ HJLÓTA VIRÐINGUNA SEM ÞVÍ STARFI BER.
eins og allir vita þá eru opinberir listar um fólk og eigur sem lenda á nauðungarsölum. Alþingismenn !!! gerið svona lista um þá einstaklinga og félög þeirra sem fá niðurfelldar skuldir ásamt upphæðum.
bóndinn (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 18:10
Góð grein, en því miður eru þær orðnar of margar sem einbeita sér að einstökum málum en skilja aðalatriðin eftir. Þú kemur hér inn á aðalatriðin, en sem nánast aukaatriði.
Þetta er þáttur endurskoðenda og lögfræðinga á Íslandi síðustu 5-6 árin. Þeir eru ekki eingöngu hjálpartíkur í svikamyllunum, þeir eru beinlínis arkitektar að nánast öllum málunum. Ég trúi því ekki að þorri útrásarvíkinga hafi í fyrstu haft kunnáttu til að framkvæma margt af því sem þeir gerðu. Hér komu inn á sviðið sérfræðingar, sem kepptust um að SELJA lausnir. Því flóknari og erfiðari því dýrari. Þessi aðall framkvæmdi og seldi sig stórríkan á örfáum árum. Víkingarnir töpuðu stórum fjárhæðum í hruninu, en sérfræðingarnir, eiga ennþá sínar greiðslur í skattaskjólum. Þarna er kjarni málsins. Endurskoðendur og lögfræðingar sem hafa heitið að gæta laga og réttar. Nota alla sína þekkingu til að fara á svig við lög og reglur. Svífast einskis, kollvarpa þjóðfélaginu ef því er að skifta, fyrir sinn eigin stundargróða. Enda engu að tapa, þeir halda áfram að græða í endurreisninni. Þetta eru mennirnir sem hefði átt að loka inni strax. Ef svo hefði verið gert, hefði sannleikurinn og peningarnir skilað sér. Þar sem ræningjarnir hefðu orðið hjálparlausir, og hafa hvorki þekkingu né reynslu til að hylja slóðirnar.
Það var nokkrum sinnum bent á þetta á bloggum fyrir og eftir áramótin 08-09. En síðan hefur það verið minna og þessir menn virðast ætla að sleppa og halda áfram að græða á endurreisninni.
Jens Jensson (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 19:35
takk fyrir frábæra grein sem oftar og ekki má gefast upp fyrir þessu lið - fjölmennum á austurvöll og sækjum okkar réttlæti,við eigum landið ekki þeir,við höfum borgað ekki þeir.
árni (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 20:24
Sæll Bóndi
Sammála þér að það þurfi að gera breytingar,en er samt ekki sammála að banna ehf,það er nauðsynlegt að hafa möguleika á að verja fjölskylduna heiðarlega til að takmarka tjónið ef illa fer.
Ég hefði viljað sjá lög sett um að þeir sem setja pening í skattaskjól fyrirgeri sér rétt til að starfa á Íslandi,öll skattaskjól kosta okkur venjulega fólkið pening með hærri gjöldum og þetta hiski sem stundar það er einskis virði sem þegnar hér,þetta er glæpur og á að höndla það þannig.
Friðrik Jónsson, 21.2.2010 kl. 20:51
Ég þakka fyrir góð orð í minn garð.
Tekið skal fram að innihald færslu minnar hefur verið skoðun mín lengi og ég hef áður vakið athygli á þessu, bæði á blogginu hjá mér og í athugasemdum hér á Eyjunni og öðrum bloggsvæðum. Ég hef bæði sent Rannsóknarnefnd Alþingis erindi um þetta og sérstökum saksóknara. Það sem ýtti við mér núna var myndin góða, póstar sem mér hafa borist frá einstaklingum sem hafa fengið nóg og síðan frétt Morgunblaðsins um að Lárus Welding, þá stjórnandi hjá Landsbankanum, hafi veitt mönnum í eigendahópi Glitnis 280 milljón pundalán svo þeir gætu keypt fyrirtæki af sjálfum sér. Síðan virðast þeir verðlauna Lárus með því að ráða hann sem bankastjóra hjá Glitni og fékk hann ekki 300 milljónir þegar hann hóf störf.
Það er staðreynd að skíturinn mun smátt og smátt leka undan teppunum.
Annars er ánægjulegt að sjá athyglina sem þessi færsla hefur vakið. Egill er með tilvísun í hana, Eyjan birti hana í heild og ég verð í fyrramálið á Bylgjunni.
Marinó G. Njálsson, 21.2.2010 kl. 21:01
Það sem mér finnst furðulegast í öllu þessu plotti og segir mér að þetta fólk á ekki að koma nærri fyrirtækjarekstri, að þetta snerist aldrei um að auka rekstrarhæfi fyrirtækjanna. Nei, þetta snerist um að draga úr rekstrarhæfinu. Menn vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera, en það sem verra var, að Landsbankinn tók þátt í þessu með þeim og hver er staða helstu fyrrum yfirmanna bankans í dag? Jú, þeir eru helstu ráðgjafar ráðherra ríkisstjórnarinnar. Fer manni að gruna að það til að tryggja að engu verði breytt og ekkert rannsakað.
Marinó G. Njálsson, 21.2.2010 kl. 21:11
Nákvæmlega. Samspillingin í allri sinni mynd. Og 4flokkurinn allur cóar með.
Gersamlega vanhæf Ríkisstjórn sem vinnur eingöngu fyrir auðvaldið og fáa útvalda.
þetta sama fólk fær síðan afhent alt klabbið aftur þegar skilanefndirnar hafa fellt allar skuldir niður.
Og þjóðin fær að borga. Og fær engar niðurfellingar á skuldum sínum.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 22:58
Snerist þetta ekki allt um það að hámarka þeirra eigin gróða? Þeir haga sér eins og franski aðallinn og koma sér þannig fyrir að þeir geti lifað á almenningi. Mér virðist firringin sem íslenskur kapítalistaaðall er haldinn vera af sömu rótum runninn og snúast um það sama. Spurning hvort þeir átti sig ekki á því að með þessu eru þeir beinlínis að kalla yfir sig byltingu fórnarlambanna. Við höfum ekki endalausa þolinmæði frekar en franskur almenningur á sínum tíma.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.2.2010 kl. 23:31
Þakka þér dugnaðin elju , ætli sé hægt að stofna nytt ríki einhverstaðar fyrir ofur þreitta svikna rænda dapra reiða góða duglega Islendinga ? hvað er til ráða ?
Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 23:46
Rakel, þetta snerist um að tæma allt eigið fé úr fyrirtækjunum og skila því í vasa eigendanna. Þetta er brellan sem Micheal Douglas notaði í Wall Street og er víðast talin til óleyfilegra viðskiptahátta.
Eins og ég þekki til fyrirtækjarekstrar, þá snýst hann um að viðhalda langtímahagnaði ekki að blóðmjólka fyrirtækin og láta þau svo fara í þrot. Vissulega fór Iceland ekki í þrot, en viðskiptavinir verslunarkeðjunnar eru að greiða fyrir þetta "snilldarbragð" þeirra félaga með hærra vöruverði. Hér á landi er fólk líka að greiða fyrir alls konar "snilldarbrögð" með hærra vöru verði. Hvaða snillingi datt í hug að leyfa skuldsettar yfirtökur, þar sem fyrirtækið sem keypt er þarf að greiða kaupverðið? Hér hefur einhverju verið snúið á haus.
Mér er sagt að margir hópar fjárfesta eigi sand af seðlum sem þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera við. Kæmi mér ekki á óvart að þessir seðlar hafi safnast upp eftir röð af skuldsettum yfirtökum, þar sem fyrirtæki voru þurrausin af eigin fé og nú eru bankarnir og þjóðin að bera byrðarnar af þessu.
Það er mín skoðun, að enginn eigi að fá að eignast fyrirtæki sem viðhaft hefur svona viðskiptahætti í undanfara hrunsins. Séu bankarnir að afskrifa skuldir sem þessir aðilar stofnuðu til með svona brellum, þá skal gera þá kröfu að viðkomandi greiði hluta afrakstursins í afskriftarsjóð sem notaður verður til að lækka skuldir heimilanna.
Marinó G. Njálsson, 21.2.2010 kl. 23:48
Árni, ég stakk einhverju sinni upp á því í gríni að eitt sveitarfélag segði sig úr lögum við Ísland og síðan gætu önnur sveitarfélög eða hlutar þeirra gengið til liðs við þetta nýja ríki.
Marinó G. Njálsson, 21.2.2010 kl. 23:52
Verða nýjar kennitölur í boði fyrir einstaklinga í þessu nýja ríki?
Þórður Björn Sigurðsson, 22.2.2010 kl. 00:11
Fínn piztill, Marínó, geirnelgt.
Steingrímur Helgason, 22.2.2010 kl. 00:33
Takk Marinó fyrir að standa vaktina og fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar vil ég þakka þér fyrir þrotlausu baráttu þína fyrir heimilin í landinu.
Þórður ef einstaklingar fengu nýja kennitölu væi um réttlæti að ræða. Réttlæti er hinsvegar eitthvað sem er ekki í boði fyrir "venjulega" íslendinga.
Jón Svan Sigurðsson, 22.2.2010 kl. 00:34
Takk fyrir pistlana þína, Marínó.
Billi bilaði, 22.2.2010 kl. 06:17
Flott færsla Marinó. Ísland hefur verið arðsogið í marga áratugi. Aðferðafræðin sem þú lýsir í pistlinum var og er hluti af arðráninu.
Viðtalið við John Christensen í Silfrinu var vægast sagt hrollvekjandi, ekki síst í ljósi þess að fjölmörg félög í eigu íslendinga eru skráð á stöðum eins og Luxemburg og Tortóla, íslendinga sem hafa stundað hér viðskipti og atvinnurekstur.
Toni (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 07:56
Takk fyrir dugnaðinn og endalausa baráttu Marinó.
Líst vel á hugmyndina um nýja ríkið .
Lilja (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 10:06
Já, þetta er Ísland í dag, ekki 2007, staðreynd. Ekkert hefur breyst, ekkert hefur verið gert, og ekkert er að fara að gerast, þ.e. fyrir hin almenna "skuldara" hér á landi. Það hefur hins vegar verið margt gert fyrir auðmenn og þeirra aðstandendur.
Talað er um nýtt Ísland og nýtt stjórnkerfi og þ.h. ÉG held að "vonbrigði" ársins 2009; Borgarahreyfinginn hafi skemmt alla þá möguleika um langa framtíð. Og hafi þeir skít og skömm fyrir. 4flokkurinn er kominn til að vera.
Dexter Morgan, 22.2.2010 kl. 11:49
Annað dæmi um aðila sem beita fyrir sig lögfræðingum í því skyni að fara á svig við lög og reglu er mótorhjólaklúbburinn Vítisenglar, en þeir eru í raun frumkvöðlar þess að reyna markvisst að komast upp með lögbrot í hagnaðarskyni. Þess vegna er óskiljanlegt afhverju sporgöngumenn þeirra í viðskiptalífinu eru ekki handteknir á sama hátt þegar þeir koma til landsins og ránsfengur þeirra haldlagður. þó svo að samlíkingin sé kannski kaldhæðnisleg, þá er mér samt fúlasta alvara. Eini munurinn sem ég sé á þessu tvennu er að banksterarnir eru fjölmennari og mun stórtækari hópur en gangsterarnir!
Guðmundur Ásgeirsson, 22.2.2010 kl. 11:53
Þú stendur þig ÁVALT eins og HETJA - forza réttlæti - áfram nýja Ísland...lol...!
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 22.2.2010 kl. 18:30
Frábær pistill.
Benedikt Halldórsson, 22.2.2010 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.