20.2.2010 | 16:41
Svælum út illa fengið fé með gjaldmiðilsskiptum
Mig langar að varpa fram hugmynd sem ég hef heyrt oftar en einu sinni. Hún er að skipta um gjaldmiðil, þ.e. úr krónum í nýjar krónur eða hvað við viljum kalla nýja gjaldmiðilinn. Tilgangurinn væri fyrst og frest til að svæla út fé sem skotið var undan af íslenskum fjárglæframönnum, sem kölluðu sjálfa sig "business" menn.
Ég hef heyrt því fleygt að hér á landi séu stórir hópar fjárfesta sem eiga skít nóg af peningum. Ekki sé allt þetta fé eins vel fengið, þ.e. menn hafa látið peningana renna í gegn um alls konar aflandsfyrirtæki til að komast hjá því að gefa þessa peninga upp til skatts. Með því að skipta um gjaldmiðil yrðu menn að gefa peningana upp eða tapa þeim ella. Gætum að því, að verið er að tala um hundruð ef ekki þúsundir milljarða. Skattur af þessu fé gæti dugað til að greiða upp allan hrunkostnað ríkisins, bæta almenningi tap sitt og endurbyggja velferðarkerfið.
Til að tryggja að bankarnir hafi ekki milligöngu um að hylma yfir með gömlu viðskiptafélögum sínum, þá yrðu skipti á öllum upphæðum umfram 50 milljónir að eiga sér stað í gegn um Seðlabankann og þeim fylgja ítarleg greinargerð um uppruna peninganna. Gefinn yrði stuttur gluggi upp á 1 ár til að skipta frá gömlum gjaldmiðli til hins nýja. Eftir það væri núverandi mynt ekki gjaldgeng í viðskiptum og eina leiðin til að skipta henni yfir í nýjan gjaldmiðil væri eftir ítarlega skoðun á uppruna peninganna.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 1681299
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þetta gengur ekki upp, megnið að peningum sem skotið hefur verið undan er í erlendri mynt en ekki Íslenskum krónum.
Jón Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 17:03
Hugmyndin er góð, en það þyrfti ekki gjaldmiðilsbreytingu til.
Viðsnúningur á reglum um sönnunarbyrði í skattkerfinu myndi duga.
Hr. Al Capone, þú ert handtekinn fyrir umfangsmikil skattsvik, þar sem þér tókst ekki að færa sönnur á að uppruni peninganna var í formi heiðarlegra viðskipta.
Núverandi skattkerfi, er ákkúrat öfugt. Skattayfirvöld þurfa að færa sönnur á að uppruni meintra svartra peninga, sem afhjúpast í trylltum lífstíl.
Tek líka undir með Jóni, ekki víst að gjaldmiðillinn ISK sé að finna á innlánsreikningum í Tortóla.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 20.2.2010 kl. 17:25
leiðrétt;
Núverandi skattkerfi, er ákkúrat öfugt. Skattayfirvöld þurfa að færa sönnur á að uppruni meintra svartra peninga, sé ólöglegur, sem afhjúpast í trylltum lífstíl viðkomandi.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 20.2.2010 kl. 17:27
Vissulega langar mig til að trúa þér Marinó, en ég hallast fremur að efasemdum Jóns og Jennýjar.
Hafir þú rétt fyrir þér þá er nú sá kostnaður sem hlýst af innköllun krónunnar og nýrri seðlaprentun ósköp óverulegur í samanburði við ábatann.
Meira en litla bjartsýni þarf til að trúa því að þeir fjármunir sem skotist var með í skjól á klukkutíma og korteri fyrir hrun muni skila sér nema að óverulegu leyti.
Árni Gunnarsson, 20.2.2010 kl. 18:00
Tja, ef þýfi útrásarliðsins hefur verið skipt í erlendan gjaldeyri er það jafn tapað fé með og án gjaldmiðilsskiptingar.
Hef nú trú á því að eitthvað hljóti að vera af krónum í felum þar sem peningamönnum hefur eflaust ekki tekist að skipta þeim öllum eftir eða rétt fyrir hrun.
Athugum að eftirspurn eftir krónum var lítil mánuðina fyrir hrun og nánast engin eftir hrun. Eina leiðin hefur þá væntanlega verið að fá innlenda aðila til að kaupa þær og þeir höfðu líka litla trú á gjaldmiðlinum.
En hvernig fer með fé sem var fengið í peningaþvætti í þessu sambandi?
Theódór Norðkvist, 20.2.2010 kl. 19:40
Það eru milljarðar á milljarða ofan í reikningum út um allt eða í bílförum í bankahólfum og jafnvel bílskúrum. Menn fluttu háar upphæðir í ferðatöskum á milli landa. Heldur fólk virkilega að Ísland sé eina landið í heiminum, þar sem hægt er að geyma íslenskar krónur.
Marinó G. Njálsson, 20.2.2010 kl. 19:51
Til að finna þessa peninga þarf að afnema tekjuskatt og leggja aðeins á umhverfis- og neysluskatta. Þannig yrði bundinn endir á möguleika skattsvikara til að kaupa sér eignir fyrir peninga sem búið er að svíkja undan skatti. Með slíkri kerfisbreytingu færðust skattgreiðslur yfir á þá sem eiga peninga og frá hinum sem minna hafa umleikis. Þá myndi heyra sögunni til að efnlítið fólk greiði meiri skatta en hinir sem ríkari eru. Augljóst er að statttekjur ríkisins myndu aukast verulega við slíka kerfisbreytingu sem kostar lítið sem ekkert í framkvæmd.
Arnþór Jónsson (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.