25.9.2009 | 12:33
Enn fjölgar í hópnum
Það er fagnaðarefni að sjá þessa yfirlýsingu frá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Nú vil ég sjá svona yfirlýsingu frá fleiri samtökum launafólks, vinnustaðasamtökum, félagasamtökum og prestum. Ég trúi því ekki, að fólki komi þetta ekki við eða þetta snerti ekki stóran hluta landsmanna. Það eru að koma brestir í þvermóðsku ríkisstjórnarinnar og berja þarf í þá af krafti. Hagsmunasamtök heimilanna hvetja því alla sem vettlingnum geta valdið að leggjast á árarnar með okkur og sigla heimilunum í örugga höfn. Það verður m.a. gert með því að sem flestir sendi frá sér yfirlýsingu á borð við þá sem kom frá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Dropinn holar steininn og fjölgi dropunum, þá gengur hraðar í gegnum steininn.
![]() |
Vilja að lánveitendur beri ábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.9.2009 | 14:28
Seðlabankastjóri sér ljósið
Þeim fjölgar hér á landi, sem taka undir þann málflutning Hagsmunasamtaka heimilanna að leiðrétting á lánum (í þessu tilfelli gengisbundnum lánum) heimilanna og fyrirtækja er forsenda fyrir efnahagslegum bata. Haft var eftir Má Guðmundssyni, Seðlabankastjóra, í hádegisfréttum Útvarpsins að
yrðu erlendrar skuldir heimilanna endurskipulagar myndi það auðvelda okkur að komast út úr þessari efnahagsklemmu sem við erum nú í
Viðtalið við Seðlabankastjóra má heyra með því að smella á þennan hlekk: Hádegisfréttir 24. september 2009. (Það er strax eftir að yfirlit frétta hefur verið lesið upp.)
Nú er spurningin hvort stjórnmálamennirnir séu að hlusta.
Ég túlka orð Más þannig, að hægt verði að lækka (og jafnvel stórlækka) stýrivexti og (gjör)breyta vaxtastefnunni, ef bara væri farið í þá endurskipulagningu á skuldum heimilanna og fyrirtækjanna, sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa talað fyrir í rúma átta mánuði. Við höfum ítrekað bent á efnahagsleg rök fyrir slíkri aðgerð án þess að tengja það við vexti eða vaxtastefnu Seðlabankans. Orð Seðlabankastjóra eru því kærkomin viðbót í sarpinn, en þar eru fyrir lagaleg rök, viðskiptaleg rök, efnahagsleg rök, siðfræðileg rök, félagsleg rök og pólitísk rök, auk raka fyrir réttlæti, sanngirni og jafnræði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
24.9.2009 | 09:27
Hvaða stöðugleiki er mikilvægur?
Já, hvaða stöðugleiki er mikilvægastur? Maður getur ekki annað en spurt sig þessarar spurningar eftir að niðurstaða peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands er ljós. Ekki það að ákvörðunin komi á óvart, þar sem forsendur fyrri ákvarðana um vaxtastig hafa ekkert breyst.
En svo ég svari spurningunni, þá sýnist mér að sá stöðugleiki sem sé mikilvægastur sé stöðugleiki stöðnunar, hárra vaxta og lágs atvinnustigs. Ef menn eru að verja krónuna, þá hefur það greinilega mistekist, þar sem vaxtastig SÍ hefur lítið gert til að hjálpa krónunni til að endurheimta styrk. Vissulega vitum við ekki hvort krónan væri veikari, ef vextirnir væru lægri, en hátt vaxtastig er ígildi veikari krónu. Þurfi atvinnulífið og heimilin að greiða 5-7% of háa vexti, þá er það alveg jafnslæmt, ef ekki verra en að krónan væri þessum prósentum veikari. Einnig má færa sterk rök fyrir því að háir stýrivextir gefi til kynna að trú SÍ á efnahagsumbótum hér á landi sé lítil. En þá á móti hvernig eiga umbæturnar að eiga sér stað, ef SÍ þrengir sífellt svigrúmið til umbóta með vaxtastefnu sinni.
Ég hef áður nefnt að mér finnst rökvilla í því að halda þurfi stýrivöxtum háum þar til gjaldeyrishöftunum verði aflétt. Þetta er sama rökvilla og SÍ hefur lent í áður eða nánar tiltekið í mars 2001. Að mínu áliti, og höfum í huga að ég er bara með tvær gráður í aðgerðarannsóknum, sem oft eru kölluð bestunarfræði, þá er betra að eiga inni möguleika á stýrivaxtahækkun við afnám gjaldeyrishaftanna, en að vera með vextina svo háa þegar höftin eru afnumin, að ekkert svigrúm er til hækkunar vaxtanna nema það hafi í för með sér náðarhögg á atvinnustarfsemi í landinu. Það eru í mínum huga öll rök fyrir því að lækka stýrivexti skarpt í undanfara afnáms gjaldeyrishaftanna til þess að eiga borð fyrir báru varðandi hækkun þeirra þegar höftin eru afnumin.
Ætli galli sé ekki bara að líkön hagfræðinnar skorti skilning á rökfræði.
![]() |
Stýrivextir áfram 12% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.9.2009 | 07:48
ASÍ vill staðfesta stuldinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.9.2009 | 15:15
Á að lúffa eða standa keikur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
22.9.2009 | 08:56
30% er stórkostlegt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.9.2009 | 22:13
Hinn þögli meirihluti kveður upp raust sína
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (45)
21.9.2009 | 20:28
Lán færð til ÍLS og hvað svo?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
21.9.2009 | 11:03
Verður hlustað núna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.9.2009 | 20:29
Stuðningur úr óvæntri átt - Fleiri sjá ljósið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
14.9.2009 | 13:49
Sýn Hagsmunasamtaka heimilanna orðin að veruleika
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
14.9.2009 | 12:14
Heimilin eiga að vera galeiðuþrælar fjármálafyrirtækja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
11.9.2009 | 14:52
Dónaskapur stjórnvalda ótrúlegur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
11.9.2009 | 09:55
Gjaldþrot Seðlabankans stærsti bitinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.9.2009 | 18:00
Nýja-Kaupþing krafsar í bakkann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.9.2009 | 15:21
Svikamylla bankanna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
8.9.2009 | 09:02
Steingrímur í talnablekkingaleik
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.9.2009 | 15:25
Kannski er verið að sýna okkur..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.9.2009 | 12:02
Aðeins tvær leiðir færar: Leiðrétting núna eða afskrift síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 1682121
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði