Leita í fréttum mbl.is

Enn fjölgar í hópnum

Það er fagnaðarefni að sjá þessa yfirlýsingu frá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar.  Nú vil ég sjá svona yfirlýsingu frá fleiri samtökum launafólks, vinnustaðasamtökum, félagasamtökum og prestum.  Ég trúi því ekki, að fólki komi þetta ekki við eða þetta snerti ekki stóran hluta landsmanna.  Það eru að koma brestir í þvermóðsku ríkisstjórnarinnar og berja þarf í þá af krafti.  Hagsmunasamtök heimilanna hvetja því alla sem vettlingnum geta valdið að leggjast á árarnar með okkur og sigla heimilunum í örugga höfn.  Það verður m.a. gert með því að sem flestir sendi frá sér yfirlýsingu á borð við þá sem kom frá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar.  Dropinn holar steininn og fjölgi dropunum, þá gengur hraðar í gegnum steininn.


mbl.is Vilja að lánveitendur beri ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabankastjóri sér ljósið

Þeim fjölgar hér á landi, sem taka undir þann málflutning Hagsmunasamtaka heimilanna að leiðrétting á lánum (í þessu tilfelli gengisbundnum lánum) heimilanna og fyrirtækja er forsenda fyrir efnahagslegum bata.  Haft var eftir Má Guðmundssyni, Seðlabankastjóra, í hádegisfréttum Útvarpsins að

yrðu erlendrar skuldir heimilanna endurskipulagar myndi það auðvelda okkur að komast út úr þessari efnahagsklemmu sem við erum nú í

Viðtalið við Seðlabankastjóra má heyra með því að smella á þennan hlekk:  Hádegisfréttir 24. september 2009. (Það er strax eftir að yfirlit frétta hefur verið lesið upp.)

Nú er spurningin hvort stjórnmálamennirnir séu að hlusta.

Ég túlka orð Más þannig, að hægt verði að lækka (og jafnvel stórlækka) stýrivexti og (gjör)breyta vaxtastefnunni, ef bara væri farið í þá endurskipulagningu á skuldum heimilanna og fyrirtækjanna, sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa talað fyrir í rúma átta mánuði.  Við höfum ítrekað bent á efnahagsleg rök fyrir slíkri aðgerð án þess að tengja það við vexti eða vaxtastefnu Seðlabankans.  Orð Seðlabankastjóra eru því kærkomin viðbót í sarpinn, en þar eru fyrir lagaleg rök, viðskiptaleg rök, efnahagsleg rök, siðfræðileg rök, félagsleg rök og pólitísk rök, auk raka fyrir réttlæti, sanngirni og jafnræði.


Hvaða stöðugleiki er mikilvægur?

Já, hvaða stöðugleiki er mikilvægastur?  Maður getur ekki annað en spurt sig þessarar spurningar eftir að niðurstaða peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands er ljós.  Ekki það að ákvörðunin komi á óvart, þar sem forsendur fyrri ákvarðana um vaxtastig hafa ekkert breyst.

En svo ég svari spurningunni, þá sýnist mér að sá stöðugleiki sem sé mikilvægastur sé stöðugleiki stöðnunar, hárra vaxta og lágs atvinnustigs.  Ef menn eru að verja krónuna, þá hefur það greinilega mistekist, þar sem vaxtastig SÍ hefur lítið gert til að hjálpa krónunni til að endurheimta styrk.  Vissulega vitum við ekki hvort krónan væri veikari, ef vextirnir væru lægri, en hátt vaxtastig er ígildi veikari krónu.  Þurfi atvinnulífið og heimilin að greiða 5-7% of háa vexti, þá er það alveg jafnslæmt, ef ekki verra en að krónan væri þessum prósentum veikari.  Einnig má færa sterk rök fyrir því að háir stýrivextir gefi til kynna að trú SÍ á efnahagsumbótum hér á landi sé lítil.  En þá á móti hvernig eiga umbæturnar að eiga sér stað, ef SÍ þrengir sífellt svigrúmið til umbóta með vaxtastefnu sinni.

Ég hef áður nefnt að mér finnst rökvilla í því að halda þurfi stýrivöxtum háum þar til gjaldeyrishöftunum verði aflétt.  Þetta er sama rökvilla og SÍ hefur lent í áður eða nánar tiltekið í mars 2001.  Að mínu áliti, og höfum í huga að ég er bara með tvær gráður í aðgerðarannsóknum, sem oft eru kölluð bestunarfræði, þá er betra að eiga inni möguleika á stýrivaxtahækkun við afnám gjaldeyrishaftanna, en að vera með vextina svo háa þegar höftin eru afnumin, að ekkert svigrúm er til hækkunar vaxtanna nema það hafi í för með sér náðarhögg á atvinnustarfsemi í landinu.  Það eru í mínum huga öll rök fyrir því að lækka stýrivexti skarpt í undanfara afnáms gjaldeyrishaftanna til þess að eiga borð fyrir báru varðandi hækkun þeirra þegar höftin eru afnumin.

Ætli galli sé ekki bara að líkön hagfræðinnar skorti skilning á rökfræði.


mbl.is Stýrivextir áfram 12%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ASÍ vill staðfesta stuldinn

Frétt mbl.is sýnir að ASÍ er ekki í takti við við fólkið í landinu. Um það þarf ekki að hafa fleiri orð. Ekki einu sinni fjöldi þeirra sem er í vanda, er á réttu róli hjá þeim. Mér finnst það sorglegt að sjá að ASÍ vill með aðgerðunum staðfesta stuldinn...

Á að lúffa eða standa keikur?

Íslensk stjórnvöld mótuðu stefnu varðandi auðlindaskatt vegna olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Nú hafa tvö fyrirtæki, sem sótt höfðu um sérleyfi til leitar, ákveðið að hætta við og bera fyrir sig íþyngjandi skatta. Ég er nokkuð viss um að það hefði engu máli...

30% er stórkostlegt

Mér finnst það stórkostlegt að ríflega 30% aðspurðra segðust tilbúnir að fara í greiðsluverkfall. Höfum í huga að þetta er aðgerð sem aldrei hefur verið farið í fyrr og því framandi fyrir fólki. Þessi tala 30% er mun hærra hlutfall, en við hjá...

Hinn þögli meirihluti kveður upp raust sína

Ef niðurstöður skoðunarkönnunar Capacent fyrir Hagsmunasamtök heimilanna eru færðar yfir á þjóðina, þá kemur í ljós að 80% landsmanna vilja afnema verðtrygginguna. ÁTTATÍU AF HUNDRAÐI. Það jafngildir meira en 200 þúsund manns 16 ára og eldri vilja láta...

Lán færð til ÍLS og hvað svo?

Samkvæmt frétt í Fréttablaðinu í morgun eru í gangi viðræður um mögulega yfirtöku Íbúðalánasjóðs á öllum húsnæðislánum bankanna. Nefnd sem dóms-, félagsmála- og viðskiptaráðherra hefur verið að skoða ýmis úrræði fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum og...

Verður hlustað núna?

Það sem Baldur Pétursson er að segja, erum ég og Hagsmunasamtök heimilanna búin að vera að segja í marga mánuði. Það er hrun krónunnar, ekki fall bankanna sem er mesti vandi heimilanna, fyrirtækjanna, sveitarfélaganna og ríkisins. Fall bankanna var bara...

Stuðningur úr óvæntri átt - Fleiri sjá ljósið

Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands flutti erindi í um "endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja í kjölfar kerfislægrar fjármálakreppu", svo ég hafi fullan titil á erindi hans. Verð ég bara að segja, að loksins hefur...

Sýn Hagsmunasamtaka heimilanna orðin að veruleika

Hagsmunasamtök heimilanna vöruðu við því síðast liðinn vetur að neysla heimilanna myndi dragast mikið saman, meðan ekkert væri gert í lánamálum þeirra. Okkar sýn var og er mjög einföld: Til að standa undir aukinni greiðslubyrði lánanna, dregur fólk saman...

Heimilin eiga að vera galeiðuþrælar fjármálafyrirtækja

Samkvæmt frétt á pressan.is eru uppi hugmyndir um að tekjutengja afborganir húsnæðislána í samræmi við hugmynd Þórólfs Matthíassonar, prófessors. Ég vil eindregið vara við þessari hugmynd. Hér er um fátæktargildru að ræða, eins og allar aðrar...

Dónaskapur stjórnvalda ótrúlegur

Í sjö mánuði hafa Hagsmunasamtök heimilanna beðið eftir því að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, standi við orð sín frá fyrsta blaðamannafundi sínum um að samráð yrði haft við Hagsmunasamtök...

Gjaldþrot Seðlabankans stærsti bitinn

Þetta eru forvitnilegar tölur sem birtar eru í Hagtíðindum. Ef ekki hefði verið fyrir gjaldþrot Seðlabankans, þá værum við í þokkalegum málum. Það kostaði ríkissjóð ríflega 192 milljarða að bjarga Davíð og co úr snörunni og munið að þeim fannst samt ekki...

Nýja-Kaupþing krafsar í bakkann

Heldur finnst mér hún aum vörnin sem Nýja Kaupþings heldur uppi í þessu máli: Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, segir í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 38 frá árinu 2001, að ekki sé „heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum...

Svikamylla bankanna

Ég hef verið að bíða eftir þessari kæru í nokkurn tíma, en satt best að segja, þá hef ég ekki skilið af hverju Fjármálaeftirlitið og efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hafi ekkert gert í málinu hingað til. Þegar gengistryggð lán voru fyrst boðin á...

Gunnar Tómasson tekur að öllu undir kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna

Það var forvitnilegt viðtalið að Gunnar Tómasson, hagfræðing, í Kastljósi í kvöld . Í viðtalinu, þá tekur Gunnar fullkomlega undir málflutning og kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna, sem samtökin hafa sett fram frá stofnun þeirra í janúar. Tvö stærstu...

Steingrímur í talnablekkingaleik

Samkvæmt frétt í Fréttablaðinu virðist Steingrímur J. Sigfússon ekki hafa mikla áhyggjur af skuldastöðu þjóðarinnar. Í fréttinni segir: Steingrímur segir að þarna séu birtar heildartölur þar sem staða bankanna sé reiknuð inn í stöðu þjóðarbúsins. Þegar...

Kannski er verið að sýna okkur..

Þessi "ég elska þig, ég elska þig ekki" snúningur á því hvort mál Íslands verði tekið fyrir hjá stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er kannski til að sýna okkur að við komumst líklegast alveg af án þeirra. Ég get t.d. ekki séð að ástandið hafi versnað neitt...

Aðeins tvær leiðir færar: Leiðrétting núna eða afskrift síðar

Morgunblaðið birtir grein eftir mig á bls. 29 í laugardagsblaðinu og síðan tengil við lengri útgáfu af henni á netinu. Hér fyrir neðan er þessi lengri útgáfa. Aðeins tvær leiðir færar: Leiðrétting núna eða afskrift síðar Um áramótin 2007/2008 var nokkuð...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 1682121

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband