Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2015

Dómstólar og neytendaréttur

Ég velti ţví stundum fyrir mér hvort neytendaréttur sé yfirhöfuđ kenndur viđ lagadeildir háskóla á Íslandi.  Ástćđan er, ađ frá miđju sumri 2010 hafa gengiđ fjölmargir dómar í hérađi og Hćstarétti, ţar sem mér finnst verulega skorta á skilning dómara á ţýđingu og tilgangi neytendaréttar.  Mig langar hér ađ fjalla um nokkra slíka dóma.  Ég geri mér grein fyrir ađ fćrslan er löng, en svo verđur bara ađ vera.  Helst hefđi hún ţurft ađ vera mun lengri, ţví mér finnst ég bara rétt rispa yfirborđiđ.

Dómur 471/2010 um vexti áđur gengistryggđra lána

Máliđ snýst um uppgjör á bílasamningi.  Lániđ var tekiđ í nóvember 2007 og fór fljótlega í vanskil.  Vegna vanskilanna var bílnum skilađ og snýst máliđ um ţađ hve mikiđ lántaki á eftir ađ greiđa Lýsingu.  Óumdeilt er ađ lántaki er í skuld, en spurning er hve mikil hún er.

Ţessi dómur markađi viss tímamót fyrir rugliđ.  Eftir ađ hann gekk, ţá skrifađi ég fćrsluna Neytendavernd á Íslandi - Minningarorđ. Byrjađi ég fćrsluna međ eftirfarandi orđum:

Til grafar var borin í dag neytendavernd á Íslandi.  Banamein hennar var dómur Hćstaréttar 16. september sl.  Hinstu líkrćđu hélt Hérađsdómur Reykjavíkur 28. september 2010 og sami dómur sá um greftrun 29. september.  Blóm og kransar skulu lagđir viđ dyr Hérađsdóms Reykjavíkur og Hćstaréttar Íslands.  Ţeir sem vilja minnast neytendaverndar á Íslandi er líka bent ađ senda erindi til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, og EFTA dómstólsins, ţar sem framferđi dómstóla er mótmćlt.

(Dómarnir sem gengu í Hérađsdómi Reykjavíkur 28. og 29. september 2010 urđu síđan ađ Hćstaréttardómum nr. 603/2010 og 604/2010.)

Dómur 471/2010 er algjör nauđgun á neytendarétti samkvćmt tilskipun 93/13/EBE.  Skýringin er einföld:  Dómstóli er óheimilt, ţó landslög geti hugsanlega leyft ţađ í einhverjum tilfellum, ađ skipta út óréttmćtum, í ţessu tilfelli ólöglegum, skilmála neytendasamnings fyrir annan.  Ţetta má gera í tilfellum ţar sem hvorugur samningsađili er neytandi, en ekki ţegar annar ađilinn er neytandi.

Hćstiréttur komast ađ ţví, án ţess ađ hafa neitt annađ en órökstunda fullyrđingu lögmanns Lýsingar, ađ LIBOR vextir vćru órjúfanlegir frá gengistryggingunni.  Hćstiréttur étur ţetta upp eftir lögmanni Lýsingar í orđunum:

Í ţessu sambandi verđur ađ gćta ađ ţví ađ fullljóst er ađ slík vaxtakjör af láninu gátu ekki komiđ til álita nema í tengslum viđ gengistryggingu ţess, sem nú liggur fyrir ađ óheimilt hafi veriđ ađ kveđa á um.

Mér vitanlega voru ekki lögđ fram nein gögn ţessu til stuđnings og ţví verđur ţetta seint "fullljóst".  Kynnti Hćstiréttur sér fleiri lánssamninga?  Kannađi Hćstiréttur hvernig svona samningum er háttađ í öđrum löndum?  Lagđi Lýsing fram slík gögn?  Svör viđ öllum ţessum spurningum er "Nei".  Hvort var Hćstiréttur svona trúgjarn eđa var hann ađ fara eftir fyrirmćlum frá Seđlabanka Íslands og Fjármálaeftirliti?

En ţetta var ekki nóg fyrir Hćstarétt. Hann greip til laga nr. 38/2001 um vexti og verđbćtur.  Í 2. gr. laganna segir:

Ákvćđi II. og IV. kafla laga ţessara gilda ţví ađeins ađ ekki leiđi annađ af samningum, venju eđa lögum. Einnig verđur vikiđ frá öđrum ákvćđum laganna ađ ţví marki sem ţar er kveđiđ á um. Ţó er ávallt heimilt ađ víkja frá ákvćđum laganna til hagsbóta fyrir skuldara.

Ţetta ţýđir ađ ákvćđi II. og IV. kafla eru frávíkjanleg, en önnur ákvćđi laganna eru ófrávíkjanleg.  Hćstiréttur ákvađ hins vegar ađ nýta sér ákvćđi frávíkjanlegra greina (3. og 4. greina í II. kafla) í lögunum og víkja til hliđar ţeim greinum sem voru ófrávíkjanlegar!  Ákveđin snilld fólgin í ţví eđa hitt ţó heldur.

En meistaraverkiđ var ekki fullkomnađ.  Ţađ fellst í ţví, ađ mál sem ekki felur neitt í sér, sem gćti talist fordćmisgefandi fyrir nánast öll önnur gengistryggđ lán međ ólöglegu gengistryggingarákvćđi, verđur ađ fordćmi fyrir ÖLL slík lán.  Eins og áđur segir, var lániđ í dómnum bílalán tekiđ í nóvember 2007 sem fór mjög fljótlega í vanskil, bílnum hafđi veriđ skilađ og ţví um uppgjör ađ rćđa.  Miklu skiptir líka, ađ máliđ var handvaliđ af Lýsingu án nokkurri ađkomu eins eđa neins nema Lýsingar.  Ţar sem ţessu máli hafđi veriđ stefnt áđur höfđu dómskröfur ţegar veriđ ađ mestu skilgreindar, Lýsing vissi hver lögmađur stefnda var og Hérađsdómur Reykjavíkur lét sama dómarann fá máliđ og fékk ţađ ţegar fyrst var stefnt.  Ţví má segja ađ Lýsing valdi máliđ, dómskröfur, lögmann stefnanda og dómarann.  Síđan lagđi lögmađur Lýsingar fram órökstuddar fullyrđingar sem auk ţess hafa líklegast ekkert fordćmisgildi fyrir ađra áđur gengistryggđa lánssamninga. 

Hćstiréttur telur sig ekki ţurfa ađ hugsa eđa skođa forsendur dóma sinna.  Hann bara dćmir í miklu hugsunarleysi í eitt skipti og fer á sjálfstýringuna eftir ţađ.  Nema ađ hann ţurfti ađ éta ofan í sig hluta vitleysunnar í dómi nr. 600/2011.

Kjánalegasti hlutinn varđandi ţađ, ađ dómur nr. 471/2010 er talinn fordćmisgefandi, er ađ ekki notuđu allir lánveitendur LIBOR vexti sem viđmiđ.  Ţannig notađi Kaupţing eigin vaxtakörfu, SP-fjármögnun notađi líka sína vaxtakörfu og örugglega var svo um fleiri.  Ţađ eru ţví ENGIN rök fyrir ţví ađ vextir ţeirra lána séu ekki nothćfir vegna ţess ađ ţeir eru ekki skráđir í London.

Dómur 604/2010 um vexti áđur gengistryggđra fasteignalána

Ţetta er fyrri dómur Hćstaréttar í máli Elvíru og Sigurđar gegn Frjálsa fjárfestingarbankanum/Dróma (FF).  Í ţessu máli notar Hćstiréttur sem fordćmi fyrir niđurstöđu sinni, dóm nr. 471/2010.  Hann segir ţó í dómnum ađ ákvćđiđ geti bara gilt til framtíđar og tekur dómstóllinn ekki afstöđu til uppgjörs vegna fortíđar.  Um ţađ er fjallađ í dóm nr. 600/2011 sem áđur hefur veriđ vísađ til.

Í dómnum birtist ótrúleg, mér liggur viđ ađ segja, fáviska Hćstaréttar á neytendarétti:

Ţá er haldlaus sú málsástćđa sóknarađila ađ greiđsluáćtlun, sem fylgdi hverjum lánssamningi, hafi veriđ hluti af samningnum eđa ađ í henni hafi falist loforđ varnarađila um ađ fjárhćđ einstakra afborgana yrđi sú sem ţar kom fram óháđ forsendum um lánskjör, sem ađ framan er lýst.

Nú vill svo til ađ bćđi EFTA-dómstóllinn í dómum sínum 28. ágúst 2014 og 28. nóvember 2014 lagđi mikla áherslu á einmitt inntak greiđsluáćtlunar og eins hefur Evrópudómstóllinn margoft komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ greiđsluáćtlun sé lykilplagg í neytendalánssamningi.  Hćstiréttur hins vegar ýtir greiđsluáćtluninni til hliđar eins og um ómerkilegan skeinispappír sé ađ rćđa.

Ekki voru allir Hćstaréttardómarar öryggir í sinni sök og vildi Ólafur Börkur Ţorvaldsson ađ leitađ yrđi álits EFTA-dómstólsins um ţetta atriđi.  Ţađ var greinilega fyrir neđan virđingu annarra dómara í málinu, enda gamlir hundar sem setiđ höfđu í réttinum í langan tíma.  Hefđi Hćstarétti boriđ sú gćfa til ađ leita álits EFTA-dómstólsins í febrúar 2011, ţá vćri líklegast búiđ ađ ljúka öllum deilumálum varđandi áđur gengistryggđ lán.

Hćstiréttur vitnar svo hugsunarlaust í dóm nr. 471/2010 án ţess ađ skilja ađ um gjörólíkar ađstćđur er ađ rćđa.  Fyrir ţá sem ekki skilja ţessa gagnrýni mína er rétt ađ skýra hana betur út:

1. Eins og áđur sagđi var dómur 471/2010 uppgjörsmál vegna bifreiđar sem ţegar hafđi veriđ skilađ og ađeins var greitt af í stuttan tíma.  Sem sagt uppgjör á skammtímaláni, ţar sem nánast allar leiđ lćkkuđu greiđslu lántaka.

2. Dómur 604/2010 var um húsnćđislán til 30 ára sem greitt hafđi veriđ af skilvíslega allan tímann.  Breyting á vaxtakjörum aftur í tímann gat ţví haft verulega fjárhagslega byrđi fyrir lántakann.

Ţetta tvennt skiptir miklu máli hvađ varđar neytendarétt.  Dómur getur nefnilega ekki gert neytanda verr settan en hann var áđur.  Raunar segja vaxtalögin ţetta líka samanber tilvísun í 2. gr. laga 38/2010 ađ ofan:

Ţó er ávallt heimilt ađ víkja frá ákvćđum laganna til hagsbóta fyrir skuldara.

En réttmćti Hćstaréttar er svo blint ađ ţađ sér ekki rökleysuna í málflutningnum.

Viđ erum ţví međ tvö alvarleg brot gegn neytendarétti í ţessum dómi, annađ ađ hnusa greiđsluáćtlun sem grunn skjal samnings, hitt ađ fara eftir ţví ófrávíkjanlega ákvćđi vaxtalaganna, ađ ávallt sé heimilt ađ láta skuldara njóta vafans.

Sem betur fer, ţá er Elvíra sérfrćđingur í Evrópurétti og ţekkir neytendaverndartilskipanir ESB líklegast betur en nokkur annar á Íslandi, ţar međ taldir allir dómarar Hćstaréttar fyrr og síđar.  Hún vissi ţví ađ Hćstiréttur var ađ brjóta á ţeim og ţví kom mál nr. 600/2011 til kasta réttarins ári síđar.  Ţar varđ Hćstiréttur ađ éta ofan í sig stóran bita af dómi nr. 471/2010, en ekki nógu stóran og frá ţeim tíma hefur rétturinn veriđ ađ reyna allt hvađ hann getur ađ ná ţessum bitum upp úr hálsinum á sér.

Dómur nr. 170/2014 vextir á frystingartíma

Ég hef séđ marga einkennilega dóma frá Hćstarétti, en ţessi slćr allt út.  Ţađ snýst um ţađ hvađa vexti eigi ađ reikna á frystingartíma, ţar sem tekiđ er fram í skilmálabreytingunni, ađ vextir bćtist á eftirstöđvar ađ frystingartíma loknum.  Dómur gekk 25. september 2014.

En best er ađ fara beint í steypuna.  Hún er eftirfarandi:

Eins og ađilarnir hafa hvort fyrir sitt leyti ráđstafađ sakarefninu í máli ţessu stendur ágreiningur ţeirra samkvćmt framansögđu um ţađ eitt hvort líta eigi svo á ađ vextir af skuld stefndu viđ áfrýjanda vegna tímabilsins 1. október 2008 til 28. júní 2010 hafi veriđ greiddir međ ţví ađ svo hafi samist međ ţeim ađ ţessir vextir yrđu lagđir viđ höfuđstól skuldarinnar, sem hafi hćkkađ sem ţví nam. Álitaefni um ţetta eru hvorki lögđ fyrir dóminn međ tilliti til ţess hvort fyrrgreindir samningar ađilanna um skilmálabreytingar bindi hendur ţeirra um fjárhćđ vaxtanna né hvort annađ ţeirra geti losnađ undan slíkri skuldbindingu eđa fengiđ henni vikiđ til hliđar eđa breytt eftir reglum fjármunaréttar um ógilda löggerninga.

Ég ćtla ađ endurtaka seinni hluta málsgreinarinnar, ţar sem steypan er:

Álitaefni um ţetta eru hvorki lögđ fyrir dóminn međ tilliti til ţess hvort fyrrgreindir samningar ađilanna um skilmálabreytingar bindi hendur ţeirra um fjárhćđ vaxtanna né hvort annađ ţeirra geti losnađ undan slíkri skuldbindingu eđa fengiđ henni vikiđ til hliđar eđa breytt eftir reglum fjármunaréttar um ógilda löggerninga.

Hćstiréttur segir, ađ ţar sem málsađilar hafi ekki lagt fyrir réttinn hvort skilmálabreytingin sé gilt skjal, ţá er ekki hćgt ađ taka tillit til gildi skilmálabreytingarinnar!  Rétturinn býr til ágreining milli ađila, sem ekki er fyrir hendi.  Hann ákveđur ađ undirritađur samningur milli málsađila hafi ekkert gildi af ţví ađ málađilar báđu ekki um blessun Hćstaréttar.

Í mínum huga, ţá ógilti Hćstiréttur međ ţessu alla samninga sem ekki hafa veriđ bornir undir réttinn.  Svo einfalt er ţađ.  Sé Hćstiréttur ekki spurđur um ţađ hvort undirritađir og ţinglýstir samningar eru gildir, ţá eru ţeir ekki í gildi. Til ađ draga ađeins úr dramanu, ţá er ljóst ađ ALLAR skilmálabreytingar samninga eru óbindandi, samkvćmt dómnum, fyrir kröfuhafa, án tillits til ţess hvort kröfuhafi hafi haft frumkvćđi ađ ţví ađ bjóđa slíka skilmálabreytingu eđa hann undirritađ hana og ţinglýst henni á samninginn. 

Hvađ Hćstarétti gekk til í ţessum dómi, er gjörsamlega óskiljanlegt.  Niđurstađan er ađ hann afnam samningsfrelsiđ og ógilti tugţúsundir, ef ekki hundruđ ţúsunda, skilmálabreytinga sem gerđar hafa veriđ, ekki bara vegna áđur gengistryggđra lána, heldur ALLAR skilmálabreytingar sem gerđar hafa veriđ á lánasamningum a.m.k. 10 ár aftur í tímann.

Dómur nr. 349/2014 um yfirdráttarheimild

Máliđ snýst um ţađ hvort lánveitandi hafi stađiđ viđ sinn ţátt í samningsgerđ vegna yfirdráttarheimildar.  Dómur gekk 22. desember 2014.

Ég held helst ađ skrifa megi niđurstöđu ţessa dóms á of mikiđ álag á Hćstarétti.  Ég skrifađi bloggfćrslu um máliđ 29. desember sl. međ fyrirsögninni Hćstiréttur sleginn lesblindu, óútskýranlegri leti eđa viljandi fúski?  Segir fyrirsögnin eiginlega alls sem segja ţarf.

Í dómi nr. 170/2014 ţá vildi Hćstiréttur ekki viđurkenna skriflega, ţinglýsta samninga.  Í ţessu máli, ţá eru munnlegir samningar allt í einu orđnir ţeir bestu í heimi og almenn upplýsingagjöf á vefsíđu fullkomin sönnunarfćrsla um ađ upplýsingar hafi komist til skila.  Hafa skal í huga, ađ ađeins nokkrum vikum áđur en dómurinn gekk, ţá úrskurđađi EFTA-dómstóllinn, ađ upplýsingar á vefsiđu vćri ÓFULLNĆGJANDI upplýsingagjöf!  Greinilegt ađ Hćstiréttur telur sig ekki ţurfa ađ fara eftir leiđbeiningum EFTA-dómstólsins.

En máliđ snerist ekki bara um hvort ađ lántaki hafi veriđ međvitađur um hvađa ţýđingu ţađ hefđi ađ vera međ yfirdráttarheimild.  Ţađ snerist fyrst og fremst um skyldur lánveitanda gagnvart neytanda.  Ađ lánveitandi ţyrfti ađ standa í upplýsingagjöf til lántakans, gera honum grein fyrir ýmsum lykilatriđum varđandi kostnađ lántaka af notkun heimildarinnar.  Nei, Hćstiréttur fer í útúrsnúninga, sem koma málinu ekkert viđ, og hunsar á óskiljanlegan hátt lagaskýringar međ ţví ađ fullyrđa ranglega ađ ţćr séu ekki til stađar.

Í mínum huga ber ţessi dómur vitni um annađ hvort ótrúlega fáránlegt fúsk í vinnubrögđum réttarins eđa eitthvađ sem ég vil helst ekki hugsa og lćt ţví vera ađ nefna.  Hvernig sem á allt er litiđ, ţá virti Hćstiréttur ađ vettugi bćđi íslensk lög og tilskipanir EES samningsins um neytendalán.

Hérađsdómar sem gengu föstudaginn 6. febrúar 2015

Ţrír hérađsdómar voru birtir á vef Dómstólaráđs föstudaginn 6. febrúar sl.  Tveir, nr. E-4521/2013 og Y-12/2012, voru um verđtryggđ húsnćđislán, en sá ţriđji, E-4994/2013, er um námslán.  Allir eiga ţađ sammerkt ađ hérađsdómarar víkja, ađ mínu mati, frá reglum neytendaréttar.

Ţessir dómar eiga allir eftir ađ fara fyrir Hćstarétt, enda annađ óhugsandi.  Húsnćđislánadómarnir voru bćđi sigur fyrir neytendur og áfall.  Sigurinn fellst í ţví ađ viđurkennt er ađ húsnćđislán séu neytendalán og ţví gilda lög og tilskipanir um neytendalána um húsnćđislán.  Áfalliđ felst í ţví ađ báđir dómarar hunsa algjörlega skilgreiningu 3. greinar tilskipunar 93/13/EBE á ţví hvernig beri ađ meta hvort skilmáli neytendalánasamnings teljist óréttmćtur.  En í 3. gr. segir:

1. Samningsskilmáli sem hefur ekki veriđ samiđ um sérstaklega telst óréttmćtur ef hann, ţrátt fyrir skilyrđiđ um „góđa trú“, veldur umtalsverđu ójafnvćgi réttinda og skyldna samningsađila samkvćmt samningnum, neytanda til tjóns.

Hvernig dettur hérađsdómurum ađ hunsa ţetta ákvćđi sem er kjarninn í rökunum gegn verđtryggđum neytendasamningum?

Er einhver í vafa um ađ verđtryggđir neytendasamningar séu ţess eđlis, ađ neytandinn beri ALLTAF tjóniđ af verđbólgu? Um ţađ og ađeins ţađ snýst ţetta mál. Ţetta snýst ekki um ađ lántaki ţekki eđli verđtryggingarinnar. Ađ hann viti ađ verđtryggt lán geti hćkkađ međ verđbólgu. Ţetta snýst um ţađ ađ neytandinn ber EINN tjóniđ af verđbólgunni og ekkert annađ. Ţess vegna er ţađ blekking hjá lánveitanda, ađ benda ekki lántaka á líklega byrđi sína af verđtryggingunni, ađ segja honum ekki fyrir fram hvert líklegt tjón hans gćti orđiđ. En ţó svo ađ lántaki hafi gert ţađ, ţá getur slíkt samningsákvćđi talist óréttmćtt valdi ţađ "umtalsverđu ójafnvćgi réttinda og skyldna samningsađila samkvćmt samningnum, neytanda til tjóns". Ţetta er hérađsdómur ekki ađ skilja og ţess vegna féll hann á prófinu.

Hann fer eiginlega ennţá flatar í ţriđja málinu.  Í fyrsta lagi leyfir hann LÍN ađ komast upp međ ađ leggja fram ófullnćgjandi gögn.  Miđađ viđ ţau gögn sem fjallađ er um í dómnum, ţá hefđi átt ađ vísa málinu frá vegna vanreifunar. Neytandinn fćr ekki fullnćgjandi upplýsingar um ţađ hvernig dómskrafa er reiknuđ út og ómögulegt er fyrir hann ađ sannreyna kröfuna.  Dómarinn lćtur ţetta algjörlega sem vind um eyru ţjóta.  Nćsta er ađ neytandinn ber sönnunarbyrđina á ţví hvort tilkynningar hafi borist til hans í tíma eđa bara yfirhöfuđ.  Ţetta virđist svo sem venja í hinu kröfuhafamiđađa réttarfari Íslands, en er náttúrulega alveg út í hött.  Ţriđja atriđiđ er, ađ samkvćmt bćđi dómum EFTA-dómstólsins 28. ágúst og 28. nóvember um verđtryggđu lánin og í mörgum dómum Evrópudómstólsins, m.a. nokkrum sem EFTA-dómstóllinn vísar til, ţá ber landsdómstólum ađ hafa frumkvćđi á ţví ađ taka um atriđi er varđar neytendavernd, ţó ţađ sé ekki gert af málsađilum.  Ég veit ekki til ţess, ađ íslenskur dómstóll hafi nokkru sinni gert ţađ, ađ eigin frumkvćđi, en til hvers er veriđ ađ fá álit EFTA-dómstólsins, ef dómarar taka ţađ ekki alvarlega?

Lokaorđ

Ég gćti tilgreint fleiri dóma, ţar sem dómstólar láta sem neytendaréttur sé hvimleitt fyrirbrigđi sem raskar hinni ógnarsterku stöđu kröfuhafa á Íslandi.  Nú eru komnir tveir dómar (álit) frá EFTA-dómstólnum, ţar sem er fariđ nokkuđ ítarlega í ţađ hvernig á ađ túlka neytendalöggjöf.  Ég furđa mig á ţví ađ etir ađ fyrri dómurinn gekk í lok ágúst hafa gengiđ fimm dómar, ţar sem dómarar virđast ekki hafa kynnt sér dóma EFTA-dómstólsins.  Er ţetta svo međ ólíkindum, ađ mađur trúir ţessu varla.

Ţađ sem mér finnst verst í ţessu, er sú ţöggun sem hefur veriđ í ţjóđfélaginu um feilspor Hćstaréttar.  Ekki má tala um rangar ákvarđanir forseta Hćstaréttar og međreiđarfólks hans.  Telji forseti Hćstaréttar neytendarétt ómerkilegan, ţá verđum viđ ađ lifa viđ ţađ, ţar til hann hćttir í réttinum.  Meira ađ segja, ţegar sá dómari, sem ráđinn var (af ţví sagt er) út af sérţekkingu sinni á Evrópurétti, sér ađ rétturinn er á rangri leiđ og leggur til ađ leitađ er til EFTA-dómstólsins, ţá er ţađ of djarft fyrir "gamla" fólkiđ.  Nei, ţađ fer ekki ađ láta EFTA-dómstólinn segja sér fyrir verkum.  En ţađ er einfaldlega nauđsynlegt, vegna ţess ađ túlkanir á neytendarétti eru íslenskum dómurum framandi.  Ţeir skilja ekki ţann grundvallarţátt Evrópuréttar hvađ varđar neytendarétt, ađ hann gengur flestum öđrum rétti framar, ađ landsdómstólar skulu hafa frumkvćđi ađ ţví ađ draga fram atriđi neytendaréttar til varnar neytendum í dómsmálum sem ţeir eiga hlut ađ, hafi viđkomandi atriđi ekki veriđ hluti af málatilbúningi neytandans.  Landsdómstólar eiga ađ vera hluti af neytendaverndinni.


Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 37
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 345
  • Frá upphafi: 1680483

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband