Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
1.10.2010 | 12:48
Þingmaður gefur kjósendum sínum langt nef
Í gær var viðtal við Róbert Marshall, formann allsherjarnefndar og þingmann Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar var hann spurður út í lyklafrumvarpið og nauðungarsölur. Viðtalið er hægt að nálgast hér (byrjar 46:52 og lýkur 52:06). Til hægðarauka, þá hef ég ritað það upp hér fyrir neðan. Texti innan sviga eru þau innskot útvarpsmanna, sem ég tel nauðsynlegt að hafa með:
Flytja verður lyklafrumvarpið aftur, ef flutningsmenn vilja það, því nú er að hefjast nýtt þing á morgun og þetta var eitt þeirra mála sem ekki fóru í gegn.
Á milli þinga heldur mál ekki áfram..Það var ekki meirihluti fyrir því að fara með þetta mál áfram. Vegna þess að þetta er ekki mikið hagsmunamál fyrir heimilin. Þetta er ekki gott fyrir heimilin í landinu að mínu mati. Ef að við mundum fara af stað með þetta og bara til einföldunar. Þú tekur 20 m.kr. lán fyrir húsi, það fer á nauðungarsölu og selst fyrir 15, þá er það allt of sumt sem lánastofnunin fær, skuldin núllast út. Það er mat þeirra sem við fengum til að gefa umsagnir í þessu máli, að fyrir það fyrsta er það lagatæknilega ómögulegt að setja lög aftur virkt, þ.e. við getum ekki farið inn í samninga sem eru í gildi og breytt lögunum afturvirkt, þannig að þetta gildi um þá lánasamninga sem gerðir hafa verið hingað til. Það stenst ekki. Nú í annan stað, Seðlabankinn varaði mjög sterklega við því, að þetta myndi hafa í för með sér, að það yrði til sérstakur vítahringur, sem menn þekkja til í Bandaríkjunum, að eftir því sem nauðungarsölum fjölgar, því þetta myndi leiða til fjölgunar nauðungarsala, þá myndi lækka verð íbúðarhúsnæðis og þar með vegna þess að íbúðarhúsnæðið hefur lækkað, þá eru fleiri komnir í neikvæða eiginfjárstöðu, virði húsnæðisins er komið niður fyrir það sem þeir skulda, og því eru ennþá fleiri sem falla undir, hérna, undir frumvarpið, þannig að við værum að fjölga gríðarlega húsnæði, lækka verðið mikið og búa til þennan vítahring.
Spurður um eðli frumvarpsins: Það fer bara í nauðungarsölu með sína eign og það verð sem fæst fyrir eignina er það sem það borgar af sínu láni sem á eigninni hvílir. (Og restin þá fellur út?) Já, og restin fellur niður. Það er nú samt ekki þannig, að þeir peningar bara gufi upp, heldur mundu þeir bara lenda á okkur öllum. Og ég held að það sé alveg óhætt að fullyrða, að framboð lánsfjár til íbúðakaupa í framtíðinni myndi dragast mjög mikið saman. Það er náttúrulega aukin útlánaáhætta, íbúðalánsvextir yrðu hærri, verðmæti lánasafna, t.d. Íbúðalánasjóðs og annarra lánastofnana, yrði miklu minna, umsvif á íbúðamarkaði yrði minna og íbúðaverð héldist lengur lágt. Gallarnir við þetta frumvarp eru svo miklir. Núna eftir að hæstiréttur hefur, er búinn að kveða á um gengistryggðu lánin, þar sem ljóst er að þau muni hækka svona sambærilega og verðtryggðu lánin, þá er engin réttlæting fyrir þessum, þessari breytingu.
(Sérðu fyrir þér rétt svona í lokin. Getur komið til greina að þingið setji lög sem stöðvi nauðungarsölur?) Ég held að sú frysting sem hefur verið í gangi núna hafi ef til vill verið of löng. Og ég held einfaldlega að það sé bara betra fyrir okkur að fara í gegn um það sem þarf að fara í gegn um. Við erum búin að setja lög um greiðsluaðlögun, skuldaaðlögun, gera alls konar breytingar á lögum sem breyta réttarstöðu skuldara auðvitað þarf að auka og bæta þetta enn frekar, en ég held að það sé betra að takast á við vandann en að fresta honum.
Já, þær eru kaldar kveðjurnar sem þingmaðurinn sendir kjósendum sínum í Reykjanesbæ. Best er að fólk fari í gjaldþrot og missi eigur sínar. Almenningur í landinu á að taka á sig svik, lögbrot og pretti fjármálakerfisins og það eigi að komast um með allt.
En snúum okkur að því sem Róbert Marshall segir um nauðungarsölur og áhrif þeirra á áhvílandi lán. Hann segir að við nauðungarsölu, þá falli þau lán burt sem ekki fæst upp í. Síðast þegar ég vissi, þá virkar þetta ekki þannig, þó vissulega megi breyta lögum, þannig að niðurstaðan verði þessi. Nei, þau lán sem ekki fæst upp í við nauðungarsölu lifa góðu lífi á eftir og elta skuldarann þar til annað tveggja gerist, þau eru gerð upp eða að kröfuhafinn hættir eltingaleiknum.
Varðandi áhrif lyklafrumvarpsins á fasteignamarkaðinn og lánamarkaðinn, þá fer Róbert einfaldlega með rangt mál. Það eru nauðungarsölur sem skekkja verðmyndun á fasteignamarkaði.
Mér finnst ótrúleg þessi þvermóðska margra þingmanna Samfylkingarinnar að ganga sífellt erinda lögbrjótanna. Hvers vegna eiga fjármálafyrirtækin rétt á því að innheimta kröfur sem tóku stökkbreytingu vegna tilrauna fjármálakerfisins að bjarga sjálfum sér? Hvers vegna á allur herkostnaðurinn að lenda á almenningi? Skilja þingmenn Samfylkingarinnar ekki að tjón samfélagsins eykst stöðugt meðan ekki er tekið af alvöru á skuldavanda heimilanna? Skilja þeir ekki að almenningur vill ekki flotta líknardeild, hann vill bóluefni við sjúkdómnum, þannig að sem fæstir þurfi á þjónustu líknardeildarinnar að halda. Ef formaður allsherjarnefndar Alþingis skilur þetta ekki, þá mæli ég með því að hann hætti þingstörfum og kalli inn varamann sinn.
Millistéttin missir húsin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 276
- Frá upphafi: 1680564
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði