Leita í fréttum mbl.is

Fundur með AGS

Fjórir stjórnarmenn Hagsmunasamtaka heimilanna áttu í morgun mjög góðan fund með tveimur fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þ.e. þeim Mark Flanagan og Franek Rozwadowsky.  Óskuðum við hjá HH eftir fundinum og verð ég að viðurkenna, að viðbrögð AGS voru mun snarpari en ég átti von á.  Beiðni um fundinn var send undir miðnætti á þriðjudag, svar komið innan við 8 tímum síðar, staðfestur fundartími ákveðinn síðdegis í gær og fundurinn haldinn kl. 9 í morgun.

Þegar við þökkuðum þeim félögum fyrir skjót viðbrögð, þá sögðu þeir ástæðuna vera einfalda.  Skuldamál heimilanna væru á efnisskrá þeirra í þessari heimsókn og því mikilvægt að fá fram okkar sjónarmið.

Fyrir mína parta var ég mjög ánægður með fundinn og var hann ákaflega uppörvandi fyrir baráttu samtakanna.  Vissulega vildu þeir félagar ekki samþykkja allt sem við sögðum, en í stórum dráttum var ágreiningurinn ekki mikill.  Við lögðum fyrir þá okkar hugmyndir.  Var þeim hrósað fyrir einfaldleika, en kostnaðarmat talið of hátt.  Við höfum svo sem aldrei reiknað með að fá okkar ýtrustu tillögur samþykktar, en meðan engar umræður eiga sér það, þá höldum við þeim á lofti.

Það varð samkomulag milli okkar, að greina ekki frá tilteknum málum sem komu upp, þar sem AGS hefur ekki áhuga á að lenda í einhverri pólitískri orrahríð.  Er það afstaða okkar, sem fórum á fundinn, að virða þessa beiðni þeirra, þar sem við teljum það þess virði að sjá árangurinn.  Það er aftur eindreginn vilji þeirra, að fyrir lok þeirrar skoðunar sem nú fer fram, verði komnar fram frekari hugmyndir og útfærslur að því sem kallað hefur verið "appropriate debt relief".  Vonumst við hjá HH til með að fá aðkomu að viðræðum um slíka útfærslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Þú ert sá eini hér á blogginu sem hallmælir ekki Ags. Það finnst mér benda til að þú sjáir eitthvað jákvætt í fari þeirra. Því finnst mér það jákvæðar fréttir að Ags og HH séu farnir að ræða saman um hugsanlegar lausnir.  Og vonandi skila þæru umræður einhverjum árangri sem hjálpar þjóð okkar út úr óstandinu.

Offari, 3.12.2009 kl. 16:17

2 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Gott hjá ykkur!

Birgir Viðar Halldórsson, 3.12.2009 kl. 16:23

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Já, Starri, við sáum margt jákvætt í fari þeirra.  Ég vil bara benda á, að það var AGS sem setti fram í skýrslu sinni upplýsingar um sannvirði lánasafna heimilanna hjá bönkunum.  Upplýsingar, sem búið var að óska eftir út um allt þjóðfélag og m.a. á Alþingi án þess að nokkur fengi að sjá þær.

Marinó G. Njálsson, 3.12.2009 kl. 16:30

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gott að heyra af þessu. Þið standið ykkur vel!

Guðmundur Ásgeirsson, 3.12.2009 kl. 17:47

5 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Gott mál Marinó!  Mér sýnist að AGS hafi hagsmuni íslendinga hærra á blaði heldur en ríkisstjórnin (eða kannski best að segja síðustu ríkisstjórnir, því ég held þær hafi allar verið steinsofandi á þeim verðinum) og margir íslendingar sem maður sér í blogg heimum.  Finnst manni það skjóta heldur skökku við!  Vonandi kemur AGS vitinu einhversstaðar fyrir!

Kveðja frá Port Angeles,

Arnór Baldvinsson, 3.12.2009 kl. 18:05

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þetta rímar við áhugaverðar upplýsingar sem ég fékk frá vini mínum í gær, um hvernig erlendar bankastofnanir fylgdust af athygli með hvernig íslenskir bankar koma fram við viðskiptavini sína, og að yfirleitt þætti þeim framkoma bankana gegn viðskiptavinum sínum alveg hryllileg, og hafa lítinn áhuga á samvinnu með þeim bönkum sem koma þannig fram við sitt fólk.

Hrannar Baldursson, 3.12.2009 kl. 19:33

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Frábært að fá fréttir af því að þessi fundur hefur þegar farið fram. Auðvitað er ekki tímabært að greina frá einstökum atriðum málsins á þessu stigi. Ekki virðist þó svo langt í að fréttir komi af málinu, gott mál.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.12.2009 kl. 21:56

8 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Að mörgu leyti góðar fréttir en samt slæmt að heyra hversu auðveldlega þið eruð dregin inn í "spinnið" það er engin ástæða til að hlýfa IMF, AGS, við viðbrögðum við skoðunum þeirra. Þið eruð fulltrúar annarra sem eiga fullan rétt á að fá allar þær upplýsingar sem þið hafið aðgang að, alveg eins og þjóðin á rétt á öllum upplýsingum frá ríkisstjórninni. Vona að þið endurskoðið afstöðu ykkar, annars eru þið orðin hluti af þagnarsamsærinu og enn einir fulltrúarnir sem telja sig hafna yfir þá sem þeir hafa umboð sitt frá.

Kjartan Björgvinsson, 3.12.2009 kl. 23:07

9 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Gleymdi að vakta.

Kjartan Björgvinsson, 3.12.2009 kl. 23:07

10 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Takk fyrir góðar upplýsingar og baráttu þetta er orðið sá staður sem að maður leitar eftir upplýsingum um þessi mál sem að maður heldur að séu réttar

Jón Aðalsteinn Jónsson, 4.12.2009 kl. 09:11

11 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Nokkuð skondið að svo einfalt hafi verið að ná fundi AGS - ekki hefur nú gengið of vel að ná fundum með íslenskum stjórnvöldum.  Þetta er svona Evu Joli taktík. Ætli það sé ekki einhver fúll núna á þeim bænum út af þessu.

Haraldur Rafn Ingvason, 4.12.2009 kl. 10:17

12 Smámynd: Kolbrún Heiða Valbergsdóttir

Stefnir þá í að einungis þeir sem færðu lánin sín yfir til bankanna fái afskiftir? Sitjum við, sem töldum öruggara að vera hjá ÍBLS, þá ein uppi með stokkbólgna höfðustóla?

Meirihluti heimila á Íslandi er með lánin sín hjá ÍBLS.

Kolbrún Heiða Valbergsdóttir, 4.12.2009 kl. 12:39

13 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér Marinó og ykkur í forystusveit HH, þið eigið hrós skilið.  Gangi ykkur vel í áframhaldandi baráttu.

Tómas Ibsen Halldórsson, 4.12.2009 kl. 12:43

14 identicon

Besta mál ef AGS ætlar að hlusta á sjónarmið HH, en ég tek þó undir með Kjartani hér að ofan:

Þið eruð fulltrúar annarra sem eiga fullan rétt á að fá allar þær upplýsingar sem þið hafið aðgang að, alveg eins og þjóðin á rétt á öllum upplýsingum frá ríkisstjórninni...

Það er svo auðvelt að segja það utan frá að aðrir eigi að deila öllum upplýsingum, jafnvel þegar þær eru ótímabærar eða á viðkvæmu stigi, en sogast svo inní sömu leyndina þegar til kastanna kemur.

Landa (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 00:51

15 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Landa, ég skil alveg þitt sjónarmið.  Við metum stöðuna þannig, að það sé hagstæðara fyrir okkar fólk, að í bili verði ekki látið uppi um allt sem okkur fór á milli.  Ég get þó sagt, að eitt af því sem AGS er að gera í þessari ferð, er að skoða hvernig fjármálastofnanir eru að nota afskriftarfé.  Mér sýnist sem "tilboð" Arion banka og Frjálsa í gær hafi verið svar við því að það hafi ekki verið nýtt til fulls fram að þessu.  Annars á ég eftir að skoða þessi "tilboð" og eftir það kem ég með mitt álit.

Við höfum óskað eftir því að yfirvöld deili tölulegum upplýsingum.  Það var ekki gert.  Það þurfti AGS til að við fengjum að vita hvaða afskriftir voru mögulegar eða nauðsynlegar hjá fjármálastofnunum.  AGS sagði það hafa verið taktíska ákvörðun að birta þessar upplýsingar til að setja þrýsting á fjármálafyrirtækin og stjórnvöld, þar sem það var mat AGS að ekki hefði verið nóg gert.

Marinó G. Njálsson, 5.12.2009 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 1680564

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband