26.11.2009 | 12:46
Hýrudrögum þá sem ekki mæta
Í annað sinn á nokkrum dögum er boðaður kvöldfundur á Alþingi til að fjalla um uppgjöf ríkisstjórnar Íslands fyrir Bretum og Hollendingum. Síðast sýndu fæstir stjórnarliðar kjósendum og skattgreiðendum í landinu þá virðingu að vera viðstaddir umræðuna sem þeir sjálfir höfðu ákveðið að færi fram. Ætli verði einhver breyting á því núna? Það efast ég stórlega um og mæli með því að þeir sem ekki mæta verði hýrudregnir. Þetta fólk er nefnilega í vinnu hjá þjóðinni og því ber að sýna vinnuveitanda sínum þá virðingu að mæta og vera þátttakandi í umræðu sem skiptir framtíð þjóðarinnar máli.
Fyrir þá sem ekki létu svo lítið að mæta í síðustu viku, þá vil ég benda mönnum að Hlusta eða Horfa á ræðu sem Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, flutti. Ég heyrði hana fyrir tilviljun í útvarpinu á sunnudaginn og ég varð mjög hrifinn. Ásbjörn komst gjörsamlega að kjarna málsins, þar sem hann fór yfir víðan völl. Þó ég leggi það ekki í vanann minn að hrósa Sjálfstæðismönnum, þá get ég ekki annað en bent á þessa ræðu.
Annars heyrði ég í Steingrími í útvarpinu, þar sem hann var að saka stjórnarandstöðuna um að vilja ekki mæta á kvöldfund. Honum hefði verið nær að beina þessum orðum til sinna eigin þingmanna, að ég tali nú ekki um þingmanna Samfylkingarinnar, sem virðast gjörsamlega vera gersneyddir sjálfstæðri hugsun þegar kemur að þessari gríðarlega háu fjárskuldbindingu. Skora ég á þingmenn stjórnarandstöðu til að þegja þunnu hljóði í pontu í kvöld, ef eitthvað vantar á þá 29 þingmenn stjórnarliða, sem samþykktu kvöldfundinn. Sá sem hefur samþykkt slíkan fund er siðferðislega skuldbundin því að mæta.
Kvöldfundur samþykktur á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ef þeir þegja er umræðan búin og hægt að senda málið til afgreiðslu.
Héðinn Björnsson, 26.11.2009 kl. 13:29
Já ég hef aldrei áttað mig á mættingu þingmanna. Þau 3 eða 4 skipti sem ég hef mætt á þingpalla hef ég aldrei séð meirra en 10-15 þingmen í þingsal.
Annars tel ég ástæðuna fyrir lélegri mættingu xS liða er sú að það er búið að segja þeim hvernig þeir eiga að kjósa. Helst er að vona að VG liðar sjai að sér og fá smá bein í nefið.
Verst er að vegna veikinda er ég fastur hér á landi, ef svo værri ekki hefði ég verið löngu farinn.
Hannes (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 14:29
Héðinn, ég á við að fara í pontu og standa þar þegjandi. Hver þingmaður hefur sinn ræðutíma og má nota hann til síns brúks. Varla verður honum refsað fyrir að tala ekki.
Marinó G. Njálsson, 26.11.2009 kl. 15:53
Ég ef hlustað á nánast allt sem rætt hefur verið í Alþingi um Icesave, ýmist beint eða upptökur. Stjórnarandstaðan hefur staðið sig frábærlega yfir höfuð og þau komið með hver sterk rökin á fætur öðrum. Stór hluti stjórnarandstöðu er nýtt fólk, glöggt fólk sem augljóslega hefur lagt mikla hugsun og vinnu í málflutning sinn. Ásbjörn Óttarsson, Einar K. Guðfinsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Illugi Jökulsson, Pétur Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigmundur Daði Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Vigdís Hauksdóttir og þó nokkrir enn hafa komið með sterk rök gegn Icesave og mæli fastlega með að fólk fari inn í fundina/upptökurnar og hlusti og horfi. Og þó kannski fólk hafi hatað flokkana þeirra. En stjórnarliðar vilja engin rök og vilja ekki hlusta og mæta þ.a.l. ekki þó þeir kjósi allir sem einn að pína stjórnarandstöðuna á helgar-, kvöld og næturfundi. Stjórnarliðar ætla bara að koma ólöglegu Icesave samkvæmt skipunum yfir á landsmenn og helst óséðu.
Hvílík skömm að stjórnarliðar hafi það vald bara af því þeir eru í meirilhluta að kjósa þannig að stjórnarandstaðan sé þvinguð til að vinna dag og nótt. Og mæta svo yfir höfuð ekki sjálfir. Endrum og sinnum koma þeir og skamma stjórnarandtöðuna fyrir málþóf sem er ósatt. Það gerðu minnst 3 úr Samfylkingu (Björgvin G. Sigurðsson, Ólína Þorvarðardóttir og Össur Skarphéðinsson) og Ólína Þorvarðardóttir hálf-æpti á þá og nánast skammaði fyrir málþóf af mikilli frekju. Og Björn Valur Gíslason hæddist að þeim í Alþingi fyrir að VÆLA. Það ætti að skipa þeim að biðja stjórnarandstöðuna afsökunar opinberlega í Alþingi. Þau eru EKKI með neitt málþóf og eru EKKI að væla, þau hafa komið með rök.
Og það er Steingrími J. til skammar að segja í útvarpi að þau vilji ekki mæta. Eðlilega geta þau ekki sætt sig við að vinna endalaus kvöld og fram á nótt og um helgar og á meðan næstum enginn hlustar nema þeir sjálfir. Það er grátlegt og ömurlegt að horfa upp á ofbeldi stjórnarliða, líka 2ja forseta Alþingis úr Samfylkingu núna gegn stjórnarandstöðunni, enda hefur fólk mótmælt harðlega, bæði landsmenn og stjórnarandstaðan sjálf. Fólki var neitað um matartíma í gær. Forseti Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, laugard. 28. nóv. og Steinunn Valdís Óskarsdóttir í sæti forseta föstud. 27. nóv., virtu beiðnir og spurningar stjórnarandöðunnar lengi ekki viðlits. Já, hvílíkt lýðræði.
ElleE (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 21:51
Og Jón Gunnarsson (nýr maður) er líka einn góður í andstöðunni gegn Icesave.
ElleE (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.