Leita í fréttum mbl.is

InDefence hópurinn skorar á forseta Íslands

Ýmislegt bendir til að ríkisstjórn Íslands ætli að þvinga í gegn um Alþingi í nafni flokkshlýðni breytingum á lögum um Icesave.  Ríkisstjórn Íslands hefur tvisvar kosið að fara gegn vilja lýðræðislega kjörinna fulltrúa þjóðarinnar og semja við Breta og Hollendinga um annað en Alþingi hafði veitt henni umboð til.  Ekki einu sinni, heldur tvisvar hefur vilji Alþingis verið hunsaður.  Ég ætla ekki að geta mér þess til hér hvers vegna ríkisstjórn Íslands hefur kosið að vinna gegn vilja Alþingis, en niðurstaðan hefur í bæði skiptin verið mun meira íþyngjandi samningar um Icesave, en vilji löggjafans hefur staðið til.

Í kvöld ákvað InDefence hópurinn, sem hefur staðið sem klettur í brimsjó, í vörn sinni fyrir íslenska skattborgara næstu 15 ára, að hefja söfnun rafrænna  undirskrifta, til að skora á forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, að synja væntanlegum lögum um Icesave staðfestingar, þegar þau verða undir hann borin.  Eða eins og segir í yfirlýsingu á heimasíðu samtakanna:

Alþingi Íslendinga hefur nú til meðferðar frumvarp til breytinga á lögum nr. 96/2009 um ríkisábyrgð á Icesavesamningum.

Verði það samþykkt er ljóst að fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar er stefnt í hættu. Framtíðarkynslóðir Íslands yrðu skuldsettar um langa framtíð og lífskjör þeirra skerðast.

Við staðfestingu laga nr. 96/2009 ítrekaði forseti Íslands mikilvægi fyrirvara Alþingis með sérstakri áritaðri tilvísun til þeirra, sbr. yfirlýsingu hans dags. 2. september 2009. Þeir fyrirvarar við ríkisábyrgð sem samþykktir voru í ágúst voru sameiginleg niðurstaða fjögurra þingflokka á Alþingi og byggðust á tillögum og hugmyndum fjölda sérfræðinga og áhugafólks á almennum vettvangi. Fyrirvararnir taka mið af sanngjörnum rétti og hagsmunum Íslendinga og alþjóðlegri samábyrgð, eins og segir í yfirlýsingu forseta Íslands.

Fyrirvararnir sem mestu skipta til að takmarka ríkisábyrgðina og verja hagsmuni þjóðarinnar vegna Icesave-samninganna eru í nýja frumvarpinu nánast að engu gerðir. Með samþykki þessa frumvarps verða skuldbindingar íslenska ríkisins á ný ófyrirsjáanlegar bæði hvað varðar fjárhæðir og tímalengd.

Vil ég hvetja alla, sem vilja leggja málinu lið, að fara inn á heimasíðu samtakanna http://indefence.is/ og skrá sig á listann.  Efnahagsleg framtíð þjóðarinnar er í húfi.  Lífsgæðum okkar sem þjóðar er stefnt í voða.  Höfnum nýjum Icesave samningi.  Virðum lýðræðið í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Búinn að kvitta.

Dáist að þessu fólki sem stendur að Indefence.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 23:40

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sama hér.

Helga Kristjánsdóttir, 26.11.2009 kl. 12:23

3 identicon

Tek undir með ykkur öllum. 

ElleE (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 211
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 192
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband