Leita í fréttum mbl.is

Andfjölskylduvæn skattlagning

Ég tek það fram, að ég er á engan hátt að leggjast gegn því að stóreignafólk borgi eignaskatt, en vil vekja athygli á því að enn einu sinni ætla stjórnvöld að ráðast að kjarnafjölskyldunni sem einingu.  Þetta er ítrekað gert í skattkerfinu og bótakerfinu.  Ég hélt að kjarnafjölskyldan væri sú grunneining samfélagsins sem við viljum efla.  En svo koma svona hugmyndir.  Einstaklingur má eiga 90 m.kr. en hjón 120 m.kr.  Hjónin mega sem sagt hvort um sig aðeins eiga sem nemur 66,6% af því sem einstaklingurinn á, án þess að greiða skatt af því.

Upphæðirnar skipta ekki máli hér, heldur prinsippið að hjónum/sambúðarfólki sé mismunað í samanburði við einstaklinginn.  Þetta er gert í barnabótakerfinu.  Þetta er gert í vaxtabótakerfinu.  Þetta er gert í lífeyriskerfinu.  Af hverju er verið að refsa fólki fyrir að búa saman?

Ég veit svo sem ekki hver þessi skattur á að vera og því veit ég ekki hver upphæðin er sem hjón borga umfram tvo einstaklinga.  Enda skiptir það ekki megin máli.  Hjón eiga einfaldlega að vera jafn sett gagnvart lögum og tveir einstaklingar, þegar kemur að tekju- og eignamörkum.  Allt annað er óréttlát mismunun.  Höfum í huga, að það eru mun meiri líkur á því að hjón séu með börn og hafa því bæði meiri þörf fyrir hærri tekjur og stærra húsnæði.


mbl.is Skattur á stóreignafólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn og aftur er fólki mismunað eftir hjúskaparstöðu. Það skiptir ekki neinu máli hvaða upphæðir er verið að tala um. Þetta er prinsipmál.

Núna hlýtur nafni minn Grétarson að koma og skrifa einhvern langhund til varnar stjórnvöldum

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 22:26

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Einbeitum okkur að málefnum, ekki mönnum.

Marinó G. Njálsson, 17.11.2009 kl. 22:35

3 identicon

Ein rökin fyrir þessu eru að það er ódýrara fyrir par að reka sig sem einingu en fyrir tvo aðskilda einstaklinga. Hjón þurfa ekki 2x stærri eign en ef þau væru í sitthvoru lagi, matarreikningurinn er lægri o.s.frv.

Þar sem það er samnýting á flestum sviðum útgjalda við að búa saman, þýðir það einfandlega að það er dýrara að vera einstæður. Hélt að þetta væri nokkuð útbreidd vitneskja. Ætli mismunurinn sé ekki einhversstaðar í kringum þessar tölur.

Kári (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 23:08

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Á sínum tíma var barist gegn því að 80% af ónýttum persónuafslætti væri millifæranlegur hjá hjónum og það var á endanum hækkað í 100%. Það þótti réttlætismál þá.

Ef það er óhagstæðara að vera hjón en tveir einhleypingar ýtir það undir skilnaði á pappírunum. Kannski reynir ekki á það í þessu tilfelli þar sem mörkin liggja við 90/120 milljóna eign, en í prinsippinu ættu allir einstaklingar að vera jafnsettir, óháð hjúskaparstöðu. Þetta er stílbrot á kerfinu eins og það er í dag. 

Haraldur Hansson, 17.11.2009 kl. 23:20

5 identicon

Þá langar mig að leggja fyrir þig spurningar og snúa dæminu aðeins við:

1. Einstaklingur greiðir t.d. sama fasteignagjald fyrir jafn stóra húseign, sama sjónvarpsgjald, sama dagheimilisgjald, sama bifreiðagjald,... og hjónafólk . Er það réttlátt?

2. Einar tekjur eru einar tekjur en ekki tvær tekjur hjóna eða sambýlisfólks. Á einstaklingurinn að greiða jafn mikið og hjónafólk þar af leiðandi?

Bara spyr.

Hafðu það gott. Kv. Sólveig Dagmar

Sólveig Dagmar Þórisdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 02:12

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sólveig, ég hef vrið hlytur því að allt svona eigi að tengja fjölda á heimili.  Það er réttlátasta leiðin.  Það segir nefnilega lítil hvort tekjur eru einar eða tvennar, ef ekki vitað hvað tekjurnar eiga að halda mörgum uppi.

Hjón greiða hvort um sig RÚV gjald.  Eigandi bíls greiðir af bílnum, það kemur fjölskylduaðstæðum ekkert við.

Marinó G. Njálsson, 18.11.2009 kl. 07:57

7 identicon

Sólveig, í fæstum tilfellum greiðir einstaklingur sama dagheimilisgjald fyrir barn sitt því einstæðir foreldrar eru með sérkjör í langflestum sveitarfélugum. Og svo getum við líka spurt hvort það sé rétt að tvöfalt gjald sé greitt af sama sjónvarpinu ef varið er í slíkar hártoganir. Grundvallarreglan á að vera að allir séu jafnir fyrir lögum og svo komi sértækar félagslegar aðstæður til hjálpar þeim sem ekki ráða við allt sem fellur þeim í  hendur þeim, t.d eins og niðurgreidd leikskólagjöld fyrir einstæða foreldra.

Vil þó taka fram að mér finnst ekki rétt að eyrnamerkja það einstæðum foreldrum því ég veit um hjón með börn sem hafa mun lægri tekjur samtals heldur en einstæð móðir og tel því jafnvel réttara að tekjutengja það heldur en hitt, á þó eftir að skoða þau mál nánar.

En Marinó takk fyrir þín skrif.

(IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 09:11

8 Smámynd: Kolbrún Heiða Valbergsdóttir

Sæll Marinó. Mig langaði til að spyrja þig út í atriði varðandi greiðslujöfnunina.

Ég þekki hjón sem keyptu sér húsnæði fyrir tveimur áratugum og ráða vel við skuldir sínar í dag. Þau ætla, hins vegar, að þiggja greiðslujöfnun frá Íbúðalánasjóði og taka það sem annars hefði hvort sem er farið í greiðslu á láninu og greiða það beint inn á höfuðstólinn. Svona telja þau sig geta unnið lánið niður hraðar en ella. Getur þetta staðist?

Kolbrún Heiða Valbergsdóttir, 18.11.2009 kl. 11:20

9 identicon

Já, allir ættu að vera jafnir fyrir lögum.  Hinsvegar yrðu þá meðlög að hækka gífurlega.  Foreldri sem er eitt með barn fær heil 21 þúsund á mánuði í meðlag frá hinu foreldrinu samanlagt.  Hitt foreldrið þarf ekki að borga þak yfir höfuð barns þess, ekki hita, ekki rafmagn.  Ekkert nema 21 þúsundin.   

ElleE (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 11:57

10 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Kolbrún, ég hef fengið þessa spurningu áður.  Mér sýnist litlu breyta hvor leiðin er farin, en líklegast er það örlítið dýrar að fara þá leið, þ.e. að greiðslujafna og nota mismuninn til að greiða inn á höfuðstólinn.  Það er nefnilega þannig, að upphæðin sem sem munar er ígildi mismunar á höfuðstólsafborgunar.  Ég mæli alltaf með því, að fólk haldi sig núverandi fyrirkomulag, frekar en að fara í greiðslujöfnun, ef það hafur greiðslugetu til þess.  Ég held mig við þá "ráðgjöf" í þessu máli.  En jafnframt bendi ég fólki á, að fá bankann sinn til að reikna svona lagað út.  Það er þeirra hlutverk að svara viðskiptavinum sínum.

ElleE, meðlag er skammarlegt og hið sama á við um barnabætur, sem öryrkjar fá.

Marinó G. Njálsson, 18.11.2009 kl. 12:39

11 Smámynd: Kolbrún Heiða Valbergsdóttir

Takk fyrir svarið, Marinó. Ég treysti engan veginn bankanum fyrir neinni ráðgjöf.

Á sínum tíma buðu þeir mér að "endurfjármagna" íbúðalánasjóðslánið mitt. Ég spurði þjónustufulltrúann út í uppgreiðslugjaldið sem þá var mikið í fjölmiðlum og var tjáð að þeir (KB banki) væru ekki með neitt slíkt. Í því var ég að handfjatla bækling frá þeim um húsnæðislánin og þar stóð þetta svart á hvítu. Ég benti þjónustufulltrúanum á klausuna, þ.e. að uppgreiðslugjald væri % af lánsupphæð. Þjónustufulltrúinn yppti öxlum og sagðist bara ekki hafa vitað þetta. Ekki þarf að taka fram að ég lagði bæklinginn frá mér og gekk út.

Kolbrún Heiða Valbergsdóttir, 18.11.2009 kl. 13:31

12 identicon

Hitt foreldrið þarf ekki að borga þak yfir höfuð barns þess, ekki hita, ekki rafmagn.  Ekkert nema 21 þúsundin.   

Það má rétt vera, en þarf ekki það foreldri sem með barnið er,  ekki hvort eð er að greiða slík gjöld fyrir sjálfan sig alveg eins og sá sem ekki er með forræði??   Þarna finnst mér ansi langt gengið að taka slíkt inní.

Hvað er eðlileg framfærsla barns að meðaltali á ári til sjálfræðisaldurs, eru það 42.000 á mánuði???   sem þá deilist eðlilega á milli foreldra = 21.000    Það eru fleiri leiðir til að deila kostnaði en að það foreldri sem deilir lögheimili með barni sínu fái hærra meðlag,  og það er að barnið sé meira hjá hinu forræðislausa  foreldri er það ekki?? 

En einhverra hluta vegna er ekki oft vilji til þess af hálfu  aðila og skiptir þá ekki máli hvor á í hlut,  þó allar aðstæður séu fyrir hendi.

(IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 14:18

13 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sigurlaug, við skulum ekki hætta okkur út í umræðu um stöðu foreldra með og án forsjár.  Á því máli eru mjög margar hliðar.  Ég er að fjalla um þann grundvallarrétt hvers einstaklings, að hjúskaparstaða hans eigi ekki að breyta rétti hans til eigna, tekna, réttlátrar skattmeðferðar og greiðslu úr almanna tryggingakerfi.

Ég er nefnilega viss um, það er fullt af forsjárlausum foreldrum, sem leggur í mikinn kostnað til að halda börnum sínum heimili, þó dæmin um hitt séu líka fjölmörg.  En þetta mál sem ég er að ræða snýst ekki um réttindabaráttu einstæðra foreldra og vil ég gjarnan halda umræðunni frá henni.

Ég hef aftur verið talsmaður þess, að skattakerfið og almanna tryggingakerfið þurfi meira að taka tillits til fjölda í heimili, en ekki hver fjöldi fullorðinna er á heimilinu.

Marinó G. Njálsson, 18.11.2009 kl. 14:26

14 identicon

Fyrirgefðu Marinó hafi ég farið yfir strikið en því var blandað þarna inní og þau mál eru mér mjög hugleikinn og mér  fannst ég verða koma inn á það  í tengslum við fyrri og annara skrif hér.

En hitt er annað mál að frelsi einstaklinga í sambúð eður ei og með börn saman eða ekki saman,  koma mjög svo inn á það mál sem þú varst að fjalla um þ.e, eignir olg skattlagning   því það frelsi er varla hægt að undanskilja þannig að meint frelsi einstaklings sé bara að hluta en ekki annað, því það  snýst um jafnrétti og jafnræði einstaklinga á öllum sviðum ekki bara skattalegu eða eignalegu sviði.

En það er mín skoðum og þarf ekki að vera annara, ég skal því ekki trufla meira hér

(IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 15:40

15 identicon

Fyrirgefðu Marinó, verð bara að fá að segja eitt um svar Sigurlaugar. Það er fráleitt að framfærsla barns sé endilega 42 þ. á mánuði. Og einhleypur maður getur sem dæmi leyft sér að búa í minna húsnæði með minni fylgjandi kostnaði en ef barn byggi með honum. Kannksi mun hann líka þurfa bíl barnsins vegna. Þannig að það er ekki fráleitt að koma með slíkt dæmi. 

Jóhann (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 15:45

16 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sigurlaug, þú mátt alveg "trufla" eins og þér sýnist, en þetta málefni, þ.e. foreldrar með forsjá eða ekki, einstæðir foreldrar, foreldrar sem vilja hitta börnin sín og fá það ekki, foreldrar sem vilja ekki hitta börnin sín, foreldrar sem vilja borga með börnunum sínum en fá það ekki, foreldrar sem vilja ekki borga með börnunum sínum og jafnvel foreldrar sem haldið er frá börnunum sínum nema þeir borgi hitt og þetta, þetta málefni er svo víðfemt og flókið, að vonlaust er að ræða það undir þessum lið.  Ég þekki þessi mál ágætlega, eins og flestir Íslendingar.  Það sem hefur alltaf farið mest í taugarnar á mér í gegn um tíðina, eru strákbjálfar sem neita að hitta börnin sín og halda þrjóskunni síðan áfram eftir að þeir ættu að vera komnir til vits og þroska.  Og það sem fer nærri því jafnmikið í taugarnar á mér, eru ömmur og afar sem vilja ekki viðurkenna barnabörnin sín eða telja eitthvert þeirra ekki eins merkilegt og annað vegna þess, að það varð ekki til undir réttum formerkjum.  Börnin mín eru auðlegð mín, en ekki steinsteypa eða peningar.

Marinó G. Njálsson, 18.11.2009 kl. 17:18

17 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Jóhann, ekki hef ég nefnt þessa tölu.  En minni kostnaður hjá barnlausum á jafnt við um hjón sem einstaklinga.

Marinó G. Njálsson, 18.11.2009 kl. 17:20

18 identicon

Nei, ég veit það Marinó. Sigurlaug kom með þessa tölu að ofanverðu.

Jóhann (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 18:08

19 identicon

Sælir aftur. ég kom ekki með þessa tölu svo það sé á hreinu heldur er þetta sú tala sem notuð er í dag ef marka má orð Elle held ég hér ofar,  þ.e 21.000 sé meðlag í dag,  og það margfaldað með 2 er auðvitað 42.000. Ef við reiknum með að ríkið setji 50/50 á foreldra, sem ég var að gera.

 En ég tel Marinó varðandi þitt blogg, þá sé þjóðin með hugann einhvers staðar viðsfjarri og sé hreinlega ekki að átta sig á hvað þetta er röng stefna, en þó ekki ný af nálinni. Nú fer að ríða yfir alda af hjónskilnuðum vegna fjárhagsaðstæðna og það er þegar byrjað hjá þeim sem eiga þægilegt lögheimilisathvarf hjá 3ja aðila.

(IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 215
  • Frá upphafi: 1679948

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 196
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband