Leita í fréttum mbl.is

Tölfræðiflóra Íslands

Hún er fjölskrúðug tölfræðiflóra Íslands.  Við fáum tölur frá Hagstofunni, Seðlabanka Íslands, fjármálaráðuneyti, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, greiningardeildum bankanna, Alþýðusambandinu, hinum ýmsu stofnunum háskólanna og svona mætti lengi telja.  Allir eru að skoða meira og minna sömu upplýsingarnar, stundum frá sama sjónarhorninu, en oftar frá mismunandi.  Maður skyldi nú ætla, að hægt væri að bera þessar upplýsingar saman að einhverju leiti, en svo er ekki alltaf.

Í Tíund embættis ríkisskattstjóra birtist flóran, eins og hún kemur fram í framtölum.  Séu upplýsingar í framtölum bornar saman við tölur Seðlabanka Íslands, þá veltir maður fyrir sér hvort þessir aðilar séu að lýsa gögnum frá sama landinu, a.m.k. er varla um sama ár að ræða.   Munurinn er svo mikill að gögn eru vart samanburðarhæf nema fyrir mikla talnagrúskara.  Ég ætla ekki að fara í samanburð milli ólíkra aðila núna.  Hann verður að bíða betri tíma. 

En ekki er hægt að slíta sig frá efninu án þess að skoða nokkur atriði.

  • Tölur skattsins gefa mjög áhugavert sjónarhorn á skulda- og eignastöðu heimilanna og draga vel fram þá skoðun Hagsmunasamtaka heimilanna, að það er greiðslubyrði sem hlutfall af ráðstöfunartekjum sem skiptir mestu máli. 
  • Tölur skattsins styðja þá ábendingu okkar hjá Hagsmunasamtökum heimilanna í umsögn um framvarp til laga um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishruna, að erfitt yrði að skilgreina eignir sem falla ættu undir ákvæði laganna um sértæka skuldaaðlögun.  Þrátt fyrir allt eru eignir heimilanna mjög miklar, þó veðskuldir hafi vaxið mikið.
  • Hin mikla eignatilfærsla frá lántökum til fjármagnseigenda kemur vel fram í Tiundinni.  Vaxtatekjur af innistæðu voru 109 milljarðar 2008, hækkun um 65 milljarða frá árinu áður.  Skýringin er einföld.  18,9% verðbólga og hátt vaxtastig færði innstæðueigendum gríðarlegar tekjur, sem koma beint frá lántökum.
  • Stundum má rekja breytingar á upplýsingum milli ára til kerfisbreytinga.  Í skattframtali fyrir 2008 er mun meira um forútfylltar upplýsingar en áður eða að upplýsingar hafa verið færðar inn á upplýsingablað sem fólk gat síðan fært yfir á skattframtöl.  Það er líklega ein skýring á því af hverjum börnum fjölgar jafnmikið og raun ber vitni sem eiga innstæður í bönkum, en það er líklegast líka önnur skýring.  Hún er sú, að í aðdraganda og eftirmála hruns bankanna, þá færði fólk innstæður af eigin reikningum yfir á reikninga á nafni barna sinna.  Fólk var að verja sig fyrir nýju hruni og er full ástæða til að sýna slíka varkárni.
  • Fróðlegt væri að fá greiningu á því hvernig innstæður skiptast á milli tekjuhópa.  Þær jukust nefnilega um 370 milljarða frá skattframtölum vegna 2007 til framtala vegna 2008 eða úr 265 milljörðum í 635 milljarða.
  • Húsnæðisskuldir landsmanna hækkuðu um rúm 25,9% á milli ára meðan eignirnar hækkuðu um 2,5%.  Frá 2006 (skattframtöl fyrir 2005) hafa húsnæðisskuldirnar hækkað 76,6%, en verðmæti eignanna (skv. fasteignamati) hækkað um 33,5%.  Í krónum talið hefur þetta þó eignamyndunin orðið ívið meiri og munar þar 150 milljörðum.
  • Þeim sem eru með neikvæðan eignarskattsstofn fjölgaði um 33% milli ára og hefur fjölgað um 64,8% á þeim fjórum árum sem tölur skattsins ná yfir.  Þetta segir að skuldsetning hefur verið að aukast og fleiri og fleiri leggja fram lítið eigið fé í fjárfestingum.  Neikvæð staða er að meðaltali 7 m.kr., en jákvæð staða er að meðaltali 16,4 m.kr.  Fjölskyldur með neikvæða stöðu eru 28,1% þeirra fjölskyldna sem eru með eignir. 26,7% þeirra sem skráðir eru fyrir fasteignum gefa ekki upp neinar húsnæðisskuldir á skattframtali fyrir síðasta ár.

Hægt væri að halda svona endalaust áfram, en ég vil benda þeim sem áhuga hafa, að lesa Tíundina.  Ég mæli frekar með að lesa síðari grein Páls Kolbeins í ritinu, þar sem hann fjallar um álagningu einstaklinga 2009 (bls. 34-41).  Þar er mun meira talnaefni og að hluta til tölurnar bak við myndritin í fyrr grein Páls.


mbl.is Þær ríkustu skera sig úr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Klanið burt.

Íslendingar, í dag föstudag 13.11.2009, kl 12:00 tökum við mótmælastöðu fyrir utan Félagsmálaráðuneytið Tryggvagötu, Hafnarhúsinu. Mætum öll. 

Klanið burt

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 13.11.2009 kl. 10:42

2 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Þetta staðfestir algerlega þá sýn sem ég hef á því sem gerst hefur.

Nú ætlar hið há alþingi að lögfesta þennan ójöfnuð.

Það er ekkert sorglegra en vinstri sjórn sem misskilur hlutverk sitt. Og jafnaðarmenn sem hafa snúist í varðmenn fjármagnseigenda og stórkapitals.

Vilhjálmur Árnason, 13.11.2009 kl. 13:55

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hentistefnutölfræði, sem minnir óneitanlega á túlkun kosningaúrslita.

Fínn pistill.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.11.2009 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 1680016

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband