Leita í fréttum mbl.is

Ef fjármálafyrirtæki viðurkenndu forsendubrest væri engra úrræða þörf

Ég sótti fund í morgun á vegum Velferðarvaktarinnar.  Á fundinum voru fjórir framsögumenn, þ.e. Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur hjá félags- og tryggingamálaráðuneytinu, Sigurður Kristján frá Kaupþingi, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Íbúðalánasjóði, og Friðrik O. Friðriksson, nýr formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.  Markmið fundarins var að kynna úrræði stjórnvalda til hjálpar heimilunum.

Það sem mér fannst merkilegast á þessum fundi var hin algjör afneitun þeirra þriggja fyrst nefndu á því að fjármálafyrirtæki bæru ábyrgð á skuldavanda heimilanna.  Hugsanlega máttu þau ekki tala um það.  Mergur málsins er nefnilega, að viðurkenni fjármálafyrirtækin að forsendubrestur hafi orðið varðandi alla lánasamninga og að þau þurfi að taka á sig eðlilegan hluta af stökkbreyttum höfuðstóli lánanna, þá er nær engra úrræða þörf.  Að voga sér að lýsa því yfir, eins og Kristrún gerði, að sértæk skuldaaðlögun sé eftirgjöf skulda, er móðgun við alla almenna lántakendur.  Nei, sértæk skuldaaðlögun (og raunar greiðslujöfnunin líka) er lögfesting á óréttmætri stökkbreytingu lána.  Fyrir utan, að í hádeginu var ég á öðrum fundi, þar sem einn af höfundum laga nr. 38/2001 um vexti og verðbætur, lýsti því yfir, að gengistryggð lán væru ólögleg. Svo má líka benda á, að samkvæmt upplýsingum sem Hagsmunasamtökunum hafa borist, þá fékk ríkisstjórnin lögfræðiálití september, þar sem gengistryggð lán voru sögð ólögleg.

Annars voru nokkur skondin atriði sem komu fram á þessum fundi og önnur sem verða að teljast ófyrirleitin.  Fyrsta var að þegar einn frummælenda gat ekki komið glærusýningu sinni í gang, þá lagði viðkomandi til að Velferðarvaktin fengi afslátt af salnum!  Annað var, þegar Kristrún Heimisdóttir lýsti því yfir að ríkið hefði tekið að sér ljósmóður hlutverk við gerð samkomulags milli fjármálafyrirtækja um sértæka skuldaaðlögun og greiðsluaðlögun gengistryggðra lána.  Ég gat ekki á mér setið og bent á að út hefði komið Rosemary's Baby, svo hræðilegt er þetta samkomulag.  En vandræðalegasta uppákoman varð, þegar ég beindi tveimur einföldum spurningum til Kristrúnar.  Spurningarnar voru:

  1. Hvað er hæfilegt húsnæði?
  2. Hvað er venjulegur fjölskyldurekstur?

Hún byrjaði að svara, en tókst ekki.  Þá byrjaði hún aftur og allt fór á sama veg.  Það kom eitthvað babl um alþjóðleg viðmið, þjóðin ákveður o.s.frv.  Annar fundargestur lét hana ekki komast upp með þetta og því hélt krafsið áfram.  Var þessi uppákoma svo vandræðaleg, að ég óskaði mér þess heitast, að Kristrún segði bara sannleikann, þ.e. að þetta hefði ekki verið skilgreint og því gæti hún ekki svarað.  Stundum finnst mér fólk í stjórnmálum vanta að viðurkenna, að það hafi ekki svörin.  Það er enginn að ætlast til þess, að öll svör séu tiltæk.

En þessi uppákoma sýnir, að ekki er búið að hugsa málin til enda.  Það eru óteljandi lausir endar sem munu verða til þess að útfærsla úrræðanna mun byggja á geðþótta ákvörðun hverrar og einnar fjármálastofnunar og hugsanlega einstakra starfsmanna.

Síðar í dag eða á morgun munu Hagsmunasamtök heimilanna senda frá sér greinargerð um samkomulag fjármálafyrirtækja um verklagsreglur vegna sértækrar skuldaaðlögunar.  Í stuttu máli hafna samtökin þessum reglum og telja þær auk þess brjóta gegn lögunum sem eru lagastoð reglnanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flestir hafa ekki menntun til að skilja fjármálin sem bankarnir og stofnanir eru búnir að koma í slíkt flækjustig. Og þegar farið verður að semja verður ekki jafnt á komið með fólki og bönkum. Fólkið verður snúið niður og veit ekki hvort það tók hagstæðasta kostinn.

Þeir vilja sértæk úrræði: þannig að hver og ein fjölskylda sé metin sérstaklega. Ég verð svo reið þegar ég les þetta að ég get varla skrifað neitt um þetta. Að sjá Kristrúnu Heimisdóttur, vinstri konu, vera í forsvari fyrir níðingsverk ríkisstjórnar gagnvart heimilunum í landinu er agalegt.

Sem betur fer eru menn eins og þú í Hagsmunasamtökum heimilanna, að berjast fyrir réttlætinu.

Rósa (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 16:37

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Marínó fyrir fræðandi og góðan pistil.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.11.2009 kl. 22:22

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Tek undir orð Ómars hér að ofan.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 12.11.2009 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband