10.11.2009 | 15:07
Þörf á hagspá fyrir heimilin
Hagsmunasamtök heimilanna óskaði eftir því í sumar í tengslum við umfjöllunar um bandorm ríkisstjórnarinnar, að gerð væri hagspá fyrir heimilin í landinu. Almenningur hefur alveg sama rétt á að vita, hvernig hagspekingar sjá fyrir sér afkomu heimilanna á næstu 5 til 7 árum, eins og stjórnmálamönnum finnst mikilvægt að átta sig á þróun ríkisfjármála.
Áhyggjur Tryggva eru alveg réttmætar. Samkvæmt upplýsingum Seðlabanka, þá eru 20% heimila í alvarlegum vanda og 30% til viðbótar eru við það að detta fram af bjargbrúninni. Skattahækkanirnar munu örugglega auka verulega á vanda margra.
Það sem mér finnst samt lævíslegast við fyrirhugaðar aðgerðir tengdar fjárlögum, er að auka á heimildir fólks til að taka út séreignasparnað. Það væri gott og blessað, ef jafnframt væri sett í lög, að slík úttekt beri eingöngu lágmarksskatt. Þó ég hafi ekkert séð um það, þá finnst mér líklegt að úttekinn séreignasparnaður beri almennan tekjuskatt og því munu sumir greiða 36,1%, aðrir 42% og síðan mjög margir 47% skatt. Það er því skýlaus krafa, að úttekin séreignasparnaður beri lægstu tekjuskattsprósentu og hafi ekki áhrif á skattprósentu annarra tekna.
Loks vil ég ítreka fyrri tillögu mína um að stað tekjuskatts verði farin sú leið að lækka mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði úr 8% í 2 - 4% og mismunurinn renni í ríkissjóð í formi tryggingargjalds. Miðað við 750 milljarða launatekjur, þá gerir þetta 30 - 45 milljarðar, sem vissulega skerða getu lífeyrissjóðanna eitt og hafa lítilleg áhrif á réttindaávinning, en skerða ekki ráðstöfunartekjur almennings. Ég er búinn að ná því, að Steingrímur er illur út í nýfrjálshyggjuna, en það er lítilmannlegt að refsa öllum fyrir klúður fárra.
Spyr um áhrif tekjuskattshækkana á greiðslugetu heimila | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 276
- Frá upphafi: 1680564
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Mín hagspá segira að ég muni lifa skattahækkunina af fyrst ég er of tekjulár til að geta fengið lán og of tekjuhár til að geta fengið húsaleigubætur.
Offari, 10.11.2009 kl. 22:41
Það er ekki hægt vegna þess að SÍ birtir ekki uppfærðar útlánatöflur. Sendi þetta a þá 5. nóv. og hef að sjálfsðgðu ekki fengið svar:
"Hvers vegna er ekki hægt að setja saman Lending categories? Þetta hýtur allt að vera til staðar þar sem verið er að senda út greiðsluseðla."
Um leið og þessar tölur koma (ef þær koma) er hægt að meta stöðuna á alla kanta. Það er verið að fela þessar upplýsingar.
Snorri Hrafn Guðmundsson, 11.11.2009 kl. 11:27
Við hjónin erum bæði háskólamenntuð og millitekjufólk. Við áttum milljón í sparifé árið 2003 og keyptum litla einstaklingsíbúð af því að foreldrar okkar sögðu að besti sparnaðurinn væri að kaupa fasteign. Það gæti ekki klikkað og leiga væri eins og að henda peningum.
Þar sem við vorum bæði nýkomin úr skóla áttum við rétt á allt að 90% láni og tókum við því. Hluti af því láni er reyndar á hærri vöxtum (furðulegt) og maður þurfti að sækja um slíkt til Félagsþjónustu Rvk. á þessum tíma. Bankarnir voru ekkert byrjaðir þá.
Árið 2007 fórum við að spá í að kaupa stærra húsnæði en fannst fasteignamarkaðurinn alger klikkun og frestuðum þessu stöðugt. Nú eigum við von á barni (sem eru hugsanlega 2 stk) og við VERÐUM að stækka við okkur.
Staðan hjá okkur er sú að verðtryggða lánið sem við tókum til að kaupa litlu kjallaraholuna hefur tvöfaldast frá lántökudegi. Á sama tíma hefur fasteignaverð hrunið til grunna og þrátt fyrir að íbúðin sé lítil og á góðum stað í bænum þá gengur okkur ekkert að selja. Milljónin okkar (sem var milljón 2003) er fyrir löngu brunnin upp og ef við náum að selja íbúðina þá verður það annað hvort á sléttu eða með því að við tökum hluta af láni með okkur.
Við erum að spá í hvort við ættum að keyra í gegn makaskipti og hreinlega kaupa eitthvað á fáránlegu verði (sem makaskiptin eru yfirleitt á). Ef við skuldsetjum okkur duglega þá sitjum við sennilega uppi með svipaða greiðslubyrgði og nú en höfum þá alla vega húsnæði sem hægt er að hafa barn í. Ef það á að blóðmjólka alla greiðslugetu okkar þá er um að gera að skulda hvort sem er sem mest og geta þá alla vega lifað við sæmileg skilyrði. Er það ekki það sem stefnir í, þ.e. að hér eigi enginn neitt nema bankar og nokkrir góðkunningjar valdhafa? Almenningur sé eilífur leiguliði og greiðslugetan kreist til hins ítrasta!!!
Ekki þarf að taka fram að við höfum líka skoðað það alvarlega að flytja af landi brott.
Verðandi móðir (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.