Leita í fréttum mbl.is

Hverjum treystum við fyrir Högum? Svar: Þjóðinni

Ég verð að viðurkenna, að ég veit alveg í hvor fótinn ég á að stíga þegar kemur að þessu máli Haga og 1998 ehf.  Tveir aðilar, sem hvorugur er hátt skrifaður hjá þjóðinni, koma til greina sem framtíðareigandi eða eigendur eins stærsta, ef ekki stærsta, fyrirtækis landsins.  Annar aðilinn er á nýrri kennitölu eftir að frummyndin fór í þrot og skyldi þjóðina eftir í blóði sínu eftir að hafa sett upp eitt mesta fjárglæfraspil sem um getur í sögu þjóðarinnar.  Hinn var stór leikari í spilinu.  Satt best að segja finnst mér hvorugur vera hæfur til að eignast þessi fyrirtæki.

Mér sýnist sem nýju bankarnir haldi að það sé nóg að skipta um kennitölu og bæta "nýi" fyrir framan nafnið til að hefja nýtt og fá fyrirgefningu þjóðarinnar og syndaaflausn.  Bara svo það sé á hreinu, þá er það mikill misskilningur.  Vilji menn hefja nýtt líf í sátt við þjóðina, þá þurfa þeir að sýna iðrun og bæta þjóðinni tjónið sem þeir ollu.  Þar sem ég hef hvorugt séð, þá treysti ég hinum nýju afsprengjum föllnu bankanna ekki fyrir uppbyggingu atvinnulífs í landinu.  Því miður er ég ansi hræddur um að svo sé um fleiri.

Af þessari ástæðu get ég ekki samþykkt að Nýi Kaupþing sé best til þess fallinn að eignast og reka Haga.  Til þess eru Hagar of mikilvægt fyrirtæki fyrir almenning í landinu.  Ég get heldur ekki séð að Jón Ásgeir Jóhannesson og hans fjölskylda séu best til þess fallin.  Það er greinilegt að eina leiðin til þess að fyrirtækið geti haldið áfram rekstri sé að afskrifa þurfi háar fjárhæðir eða kröfuhafar (þ.e. Kaupþing) breyti skuldum í hlutafé.  Ég sé því ekki nema eina leið í þessu.  Ég tel heppilegast að þjóðin eignist Haga skuldlausa eða í versta falli hæfilega skuldsetta.

Þetta er fráleitt, segja örugglega einhverjir úrtölumenn.  Það er nóg af þeim í þessu þjóðfélagi um þessar mundir.  Þetta er víst hægt, það er bara spurningin um viljann.  Svo er þetta lítil refsing fyrir þessa aðila vegna tjónsins, sem þeir hafa valdið þjóðinni.  Og þegar ég tala um þjóðina, þá er ég EKKI að tala um ríkisvaldið.  Nei, ég er að tala um að stofna almenningshlutafélag um rekstur fyrirtækisins og senda hverjum einasta landsmanni einn hlut í félaginu.  Þá fær Jón Ásgeir sama fjölda hluta og hvert barna hans, Davíð Oddson og Ólafur Ragnar Grímsson, þ.e. einn.  Þar sem um almenningshlutafélag væri að ræða, þá er verslað með hlutina á markaði og innan tíðar mun hugsanlega skapast nægilega stór hópur til að fara með stjórn félagsins.  Fram að því væri Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Bifröst falið að skipa tvo einstaklinga hverjum í stjórn félagsins og efnahags- og viðskiptaráðherra skipar oddamann.

Svona á að gera með fleiri fyrirtæki sem tengjast hruni hagskerfisins beint eða óbeint vegna þátttöku eigenda þeirra í hruninu.  Ég skil vel að í einhverjum tilfellum er meira en réttlætanlegt, að fyrri eigendum sé hjálpað við að endurreisa fyrirtækin sín, en þá verður að setja það skilyrði að þessir aðilar hafi ekki verið virkir þátttakendur í fjárglæfraspilinu.  Hvernig ætlum við að reisa nýtt Ísland, ef við ætlum að nota gömlu fúnu burðarbitana?  Það er ekki hægt.  Þá fer allt á sama veg áður en langt um líður.  Nei, mér finnst það hæfileg refsing að orsakavaldarnir taki sér frí frá braskinu og að þjóðinni verði bætt tjónið.


mbl.is Engar afskriftir gagnvart 1998
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers vegna má svo ekki nota tækifærið og skipta þessum fyrirtækjum upp í þágu samkeppni? Þarna eru a.m.k. þrjár matvörukeðjur undir auk annarra verslana...

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 14:51

2 identicon

Tek undir með Sigurði E.  Að sjálfsögðu á að nota þetta tækifæri og brjóta fyrirtækið upp í fjölda minni eininga, það er algjört firra að hafa svona markaðsráðandi fyrirtæki í einu landi. 

Og helst selja til "nýrra" einstaklinga, þ.e. reyna að fá nýtt blóð inn í smásölureksturinn á Íslandi, veitir ekki af.

ASE (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 15:01

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það mætti alveg gera það líka.

Marinó G. Njálsson, 2.11.2009 kl. 15:05

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Mér finnst mjög misráðið að fela Bankastjóra eða stjórn Kaupþings sjálfdæmi um afskriftir. Það á náttúrulega að ganga að öllum eigum Baugsfjölskyldunnar hverju nafni sem þær nefnast í stað þess að vera hér að ræða niðurfellingu á skuldum. Fjölskylda sem skilur eftir sig á fjórða hundrað milljarða gjaldþrot og siðlaust undanskot eigna á náttúrulega ekki að njóta neinna ívilnana

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.11.2009 kl. 15:36

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir sem vilja styrkja Jón og forða honum frá örbyrgð er bent að beina verslun sinni til eftirfarandi staða:

* Hagkaup
* Bónus
* Bananar
* Hýsing
* Aðföng
* Ferskar kjötvörur
* 10-11
* Debenhams
* Karen Millen
* All Saints
* Warehouse
* TOPSHOP
* Zara
* Oasis
* Dorothy Perkins
* Coast
* Evans
* Útilíf
* Jane Norman
* DAY

Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2009 kl. 16:17

6 Smámynd: Offari

Ég sem hélt að það ætti að skammta öllum hæilega íbúð og bíl og svo tækju bankarnir við rest.

Offari, 2.11.2009 kl. 17:19

7 identicon

Þetta eru mjög góðar tillögur hjá þér Marinó en hrædd er ég um að J.Á.J. og J.J. fái þetta allt á silfurfati því eins og margoft hefur  komið fram á undanförnum mánuðum er róinn lífróður til að bjarga fjármagnseigendum og fyrrverandi stóreignamönnum á kostnað hins almenna borgara. Enda kannski ekki hægt að ætlast til þess að blessað fólkið þurfi að fara að lifa venjulegu lífi eins og við hin.

Bryndís (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 17:38

8 Smámynd: Baldvin Jónsson

Endilega spyrðu háttvirtan félagsmálaráðherra um þrjá hluti þessu tengda á kvöld :)

1. Er rétt að þessi gerningur sé að fara í gegn?

2. Er sanngjarnt að ríkið greiði (afskrifi) um 40 milljarða gegn 40% eignarhlut á meðan að hrunavaldarnir (eigendurnir) fá að halda 60% fyrir aðeins 7,5 milljarða?

3. Er rétt að ríkið ætli að tryggja áframhaldandi einokun á matvælamarkaði í stað þess að berjast af krafti fyrir eðlilegri samkeppni?

Baldvin Jónsson, 2.11.2009 kl. 19:07

9 identicon

Innkalla fyrirtækið, skipta í tvennt og selja réttum hæstbjóðendum, m.v. innra mat "ópólitískra" sérfræðinga völdum af sérvöldum fulltrúum þjóðarinnar.

Einum framsæknum hópi og öðrum sjálfstæðum-kristilegum hópi, svo hópum sé ekki mismunað innan þjóðarinnar.

Passa þarf sérstaklega uppá að hinir óþjóðlegu fái ekki neitt.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 20:07

10 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Nákvæmlega Marínó. Það er svona sem við byggjum upp landi á ný.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 3.11.2009 kl. 10:34

11 identicon

Algerlega, burt, burt með Jón Á. Jóhannesson og hans hrikalega skaðveldi.  Ekki eyri í hann og hans líka.  Hann getur unnið eða þrælað fyrir sínum ljótu skuldum.   Í vinnubúðum og ævilangt ef þarf. 

ElleE (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 1680564

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband