Leita í fréttum mbl.is

Skjaldborg um fjármálafyrirtæki - Aðkoma neytenda engin!

Já, við neytendur eigum bara að taka því sem að okkur er rétt.  Takið eftir: 

Stjórnvöld hafa gert samning við fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóði og Íbúðalánasjóð um úrræði vegna skuldavanda einstaklinga og heimila og framkvæmd þeirra.

Hvenær hefur það tíðkast, að hinn brotlegi ákveði refsingu sína?  Í þessu tilfelli er ekki um refsingu að ræða.  Miðað við drög, sem ég hef séð að vísu frá 12. október, þá er verið að leggja grunn að allsherjar eignaupptöku.  Ekki er á nokkurn hátt viðurkennt að fjármálafyrirtækin og lífeyrissjóðirnir hafi farið langt út fyrir öll siðferðisgildi í viðskiptum og stuðlað með háttsemi sinni að hruni efnahagslífsins og stökkbreytingu á lánum einstaklinga og heimila.

Hvenær varð félagsmálaráðherra að sérlegum samningamanni neytenda um betri rétt?  Hann hefur ítrekað hunsað vilja samtaka neytenda að fá að koma að borðinu.  Hann vissulega fékk okkur hjá Hagsmunasamtökum heimilanna á fund til sín og hinn svo kallaða Ákallshóp, en það er ekkert í nýsettum lögum sem ber hinn minnsta vott um að hann hafi hlustað á þessa aðila.  Ekkert!  Ekki á ég von á að þessi boðaði samningur breyti þar nokkru.

Ég held að félagsmálaráðherra væri nær að hafa samskipti við fólkið í landinu, þ.e. lántakendur, en að smjaðra fyrir lánveitendum.  Höfum í huga að það var óábyrg hegðun fjármálafyrirtækja sem ollu þeirri stökkbreytingu skulda einstaklinga og heimila sem við erum að kljást við.  Og nú á að verðlauna þau fyrir þessa óábyrgu hegðun með því að færa þeim eignir landsmanna á silfurfati og það sem meira er, stóran hluta atvinnutekna næstu árin.

Það verða engir samningar gildir nema með aðkomu og samþykki hagsmunaaðila lántakenda.  Við erum þolendur í þessu máli og sátt verður ekki nema við, þolendurnir, samþykkjum samninginn.  Annars er hann ekki pappírsins virði.  Ég hafna alfarið því að slegin sé skjaldborg um fjármálafyrirtækin í landinu á kostnað einstaklinga og heimila.


mbl.is Samið um úrræði vegna skuldavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Marinó það var alltaf augljóst að Samspilling hafi ENGAN áhuga á því að rétta íslenska sauðnum hjálparhönd en þeir slógu svo sannarlega skjaldborg utan um hagsmuni UK- Hollands - jöklabréfs eigendur & aðra fjármagnseigendur...lol..!"  Þessi ríkisstjórn er ekki bara gagnlaus, hún er því miður bara stórhættuleg land & þjóð.  Tek heilshugar undir þessi orð þín: "Hvenær hefur það tíðkast, að hinn brotlegi ákveði refsingu sína?  Í þessu tilfelli er ekki um refsingu að ræða.  Miðað við drög, sem ég hef séð að vísu frá 12. október, þá er verið að leggja grunn að allsherjar eignaupptöku."  Hvar er rödd ASÍ í þessu ferli öllu...lol....?  Íslenskir viðskipta- & stjórnmálamenn hafa breytt okkar samfélagi yfir í ræningjasamfélag með þeygjandi samþykki ASÍ - já það fer HROLLUR um mann - þessi vinnubrögð eru bara ekki boðleg - ekki boðlegt..!  Ekki gefast upp, halda áfram að standa vaktina og berjast fyrir réttlæti.  Forza réttlæti.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 30.10.2009 kl. 13:41

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Heyr heyr!

Vésteinn Valgarðsson, 30.10.2009 kl. 14:31

3 identicon

Sælir

Þetta er nákvæmlega málið. Það á bara að skilja okkur eftir í súpunni eftir total gjaldþrot bankanna og hruns fjármálakerfisins eins og það lagði sig. Fjámagnseigendum er svo bjargað í boði okkar með stuðningi t.d. Gyljfa og ASÍ.. með hraði. Maður er eiginlega hættur að verða hissa!
Get ég fengið kúlulán, gengistyggt lán, lán til hlutabrefakaupa fyrir börnin mín.. ekki. Er bara búið að taka snúning á öllum og hverjir ætla að verja þessar gjörðir? Það er eins og það versta sem gæti hent okkur er ef að eitthvað væri gert fyrir almenning til að leiðrétta rányrkjuna og stökkbreytt lán almennings. það er eins og þá myndi allt fara til helvítis!
Ég er farinn að trúa því að það styttist í smá fjör.
kv,
VJ

VJ (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 17:31

4 identicon

Hafið þið vitað um það fyrr að þolendum rána skuli hegnt fyrir glæpinn???  Og það af mafíósunum sjálfum???  Þannig er það á Íslandi og getur ekki orðið ósvífnara.  AGS og Evrópu-fylkingin vinna vel saman gegn landsmönnum.  Við sættum okkur bara aldrei við það. 

ElleE (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 18:09

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Fínasta færsla og viðtalið á Rás 2 var líka upplýsandi. Sú vinna sem lögð er í að fylgjast með gangi mála og miðla upplýsingum, er aðdáunarverð. Bæði hjá Hagsmunasamtökum heimilanna og hér á þessu bloggi. Bestu þakkir.

Haraldur Hansson, 30.10.2009 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband