17.10.2009 | 17:34
Sorg og áfall
Þegar ég heyrði af því í hádegisfréttum RÚV að brotist hefði verið inn í steinasafnið að Teigarhorni og þaðan stolið öllum geislasteinum safnsins, þá fann ég fyrir sorg í hjarta. Er virkilega svona komið fyrir landinu, að dýrmætustu gersemar þess eru ekki lengur óhultar nema í rammgirtum söfnum.
Já, safnið að Teigarhorni var meðal mestu náttúrugersemum okkar. Þó ég hafi ekki komið á það, þá hef ég lesið nóg um það til að vita hvað það hafði að geyma. Þarna voru einstakir steinar á heimsvísu.
Án þess að vita málavöxtu, þá finnst mér ekkert annað koma til greina, en hér hafi fagmenn verið á ferð. Þeir vissum hvað átti að taka og hverju átti að sleppa. Hugsanlega var þetta gert eftir pöntun einhverra óprúttinna aðila úti í heimi. A.m.k. dettur varla nokkrum í hug, að hægt væri að koma safninu í verð hér innan lands. Svona rán hefur vafalaust verið skipulagt út í hörgul. Þjófarnir líklegast komið þarna oft við og spurt út í sýningargripi. Þeir hafa kortlagt ferðir heimafólks og hugsanlega dvalið á Djúpavogi eða í nágrenni í dágóðan tíma síðustu mánuði. Eða að þeir hafa haft vitorðsfólk, sem hefur veitt þeim allar þessar upplýsingar.
Ýmsar spurningar vakna við þessa frétt. Ein sú fyrsta var hvort búið sé að kortleggja ýmis verðmæti landsins og ætlunin sé að stela þeim smátt og smátt. Hvers vegna ekki? Hér vaða uppi skipulagðir glæpahópar, sem hafa ákveðið að breyta Íslandi í hverfi austur evrópskra borga, þar sem vændi, ofbeldi og fíkniefni er það sem íbúarnir þurfa að sætta sig við. Þessir guttar hafa að sjálfsögðu uppgötvað, að hér eru ýmis verðmæti geymd án daglegs eftirlits, þó ég ætli ekki að kenna þeim endilega um þetta atvik.
Þessi sorglegi atburður að Teigarhorni kallar líklegast á gjörbreytt viðhorf til verndar verðmæta út um allt land. Hvert einasta safn, þarf að framkvæma áhættumat, þar sem tekið er tillit til ógna í umhverfi þessi. Hvað kemur út úr slíku áhættumati, ætla ég ekki að ákveða hér og nú, en líklegast verður það eitthvað annað en óbreytt ástand.
Um 500 steinum stolið á Teigarhorni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sammála þér Marinó með að illa er komið. Það er sérstakt lið sem stelur steinum, fyrir annað en hreina heimsku, því við það að stela þeim missa þeir gildi sitt.
Þetta steinasafn var m.a. byggt upp á geislasteinum (zeolitum)sem eru einstakir, sjá HÉR .
Teigarhorn er heimsþekkt fyrir þessa steina og þar eiga þeir heima. Hver hefur smekk fyrir því að punta með stolnum geislasteinum sem hann getur hvorki selt né sýnt?
Magnús Sigurðsson, 17.10.2009 kl. 17:54
Sæll Marinó,
Sammála þér um þetta. Því miður er ekki ósennilegt að þetta safn sé nú þegar komið í kassa á brettum inni í gám. Vonandi tekst lögreglunni að stoppa þetta áður en það fer úr landi. Nágranni okkar hinu megin við götuna er steinasafnari og á all stórt steinasafn og fer með valda steina á sýningar út um öll Bandaríkin. Hann á námu í Idaho þar sem hann grefur upp bleikt Heulandite. Það er óhemju vinna sem fer í að byggja upp þessi söfn og sennilega er það verðmæti sem eigendurnir áætla mjög vanmetið ef þeir taka með alla þá vinnu sem þeir hafa lagt á sig til að koma þessu upp.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 17.10.2009 kl. 18:29
Þetta er rétt að byrja Marínó. Brátt verðum rúin inn að skinni og meira til, ekki bara af þjófagengjum heldur einnig af bönkum, ríkisstjórn, erlendum fjárfestum sem vilja sitt til baka, alþjóðlegum stórfyritækjum sem hirða orkuna og vatnið fyrir lítið ásamt fleirum sem renna til okkar hýru auga. Svartsýnt, já en er þetta ekki myndin sem blasir við okkur?
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 20.10.2009 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.