Leita í fréttum mbl.is

Og hvað þýða þessar tölur fyrir Icesave?

Samkvæmt tölum á glærum sem fylgja fréttinni, þá kemur fram að Icesave innstæður í Bretlandi og Hollandi nema 1.311 milljörðum (979 ma.kr. í Bretlandi og 332 ma.kr. í Hollandi).  Af þessari tölu erum um 750 ma.kr. (samkvæmt fréttum) lán Breta og Hollendinga sem allt snýst um.  Hluti af þeim eignum sem eiga að koma á móti munu innheimtast á löngum tíma.  Það er því nær ómögulegt að segja hve mikið innheimtist á þeim 7 eða 8 árum sem tekjur gamla Landsbankans renna upp í Icesave skuldirnar áður en skattgreiðendur taka við.  Að halda því fram, að þetta þýði að aðeins 75 ma.kr. af Icesave skuldunum falli á íslenska skattborgara, eins og segir í frétt á visir.is er einfaldlega ekki rétt.

Allt bendir til þess að níutíu prósent fáist upp í Icesaveskuldbindingar Íslands miðað við uppgjör milli gamla og nýja bankans sem gert var um helgina. Um 75 milljarðar króna falla þá á íslensku þjóðina auk vaxta.

Þetta veltur á nokkrum atriðum:

  1. Hve hratt skuldabréfi frá NBI (þ.e. nýja Landsbankanum) verður greitt upp og hvenær hægt verði að skipta greiðslunum yfir í evrur og pund.
  2. Hve hratt aðrar innlendar kröfur Landsbankans innheimtast og hvenær hægt verði að skipta greiðslunum yfir í evrur og pund.
  3. Hve hratt erlendar kröfur Landsbankans innheimtast.
  4. Vextir sem innheimtast af kröfum í liðum 1 til 3.
  5. Hvort eitthvað innheimtist umfram það mat sem lagt er á eignirnar/kröfurnar.  Afskriftir eru metnar á bilinu 52 - 86%, að meðaltali 61,5%
  6. Hvort NBI muni greiða Landsbankanum 90 ma.kr. aukalega eða ekki.
  7. Gengisþróun mun ráða miklu um hver endanleg greiðsla verður.  Þar sem 59,2% eigna/krafna eru á Íslandi, þá gæti jákvæð gengisþróun skipt miklu (nema að eignir/kröfurnar séu þegar í erlendri mynt).
Hvernig menn geti fullyrt að aðeins 75 ma.kr., auk vaxta, falli á skattgreiðendur, er mér gjörsamlega óskiljanlegt.  Það er ekki nokkur leið á þessari stundu út frá birtum upplýsingum að draga slíka ályktun.  Svo einfalt er það.
mbl.is 90% upp í forgangskröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og ég sem hélt ég væri neikvæður!

Ok, ég skal toppa þig. Auðvitað munu Bretar og Hollendingar gera kröfu um alla upphæðina, 1.3 milljarða. Hvað fæst upp í forgangskröfur Landsbankans er þá algert aukaatriði. Við verðum "screwed" hvort sem er þegar innstæðusjóðurinn verður gjaldþrota 23. október og engar íslenskar innstæður verða lengur tryggðar fremur en Icesave. (Hvernig skyldi takast að forða áhlaupi íslenskra sparisjóðseigenda á bankana þá?)

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 20:02

2 identicon

Að öllu gamni slepptu. Þetta er góðar fréttir ef sannar reynast. Auðvitað má tína til einhver atriði hér og þar sem gera þær ekki alveg eins góðar. Mér sýnist Marinó G. svo sem benda réttilega á eitt og annað. Þær ábendingar hefði þó mátt líka nota við upphaflega áætlun upp á 75%. Að því gefnu, og að því gefnu að ábendingarar séu jafnt í gildi fyrir 75% og 90%, þá sé ég ekki betur en að það beri að fagna fremur en vera fúll á móti.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 20:27

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ómar, það er hvorki jákvæðni eða neikvæðni í þessu.  Þetta er kalt stöðumat.

Svo vantaði þarna tvö núll í töluna hjá þér.  1.300 milljarðar er víst stærðargráðan, en 550 milljarðar falla víst ekki á tryggingasjóðinn.

Marinó G. Njálsson, 12.10.2009 kl. 20:47

4 identicon

Ég lít á þetta sem góðar fréttir þótt varnaglarnir sem þú bendir á séu alveg hárréttir. Þetta eru kannski 90% núna, en það er margt eftir. Það þykir mér mjög jákvætt hinsvegar að það sé búið að klára þennan hluta málsins.

Persónulega lít ég svo á að það þýði ekkert að tala um þessar skuldir í krónum akkúrat núna, vegna þess að gengið er í miðjum stórstormi, rétt svo haldið við með gjaldeyrishöftum. Að tala um milljarð í dag er ekki það sama og að tala um milljarð eftir mánuð. Að því leyti er vafasamt að tala um "90% af skuldum", vegna þess að mikið af þessum skuldum eru í krónum, og enginn í heiminum virðist hafa hugmynd um það hvers íslensk króna sé, vegna þess að enginn veit hvers hún verður virði eftir mánuð.

Allavega, gott hjá þér að leggja fram þessar útskýringar, Marinó.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 21:05

5 identicon

Sæll Marinó

Rétt er það mig vantaði orðið "þús." á milli 1,3 og milljarðar. Takk fyrir ábendinguna. (Í sömu færslu uappnefndi ég reyndar íslenska sparifjáreigendur sem "sparisjóðseigendur", biðst líka forláts á því). Vandamálið er hins vegar það að munii Bretar og Hollendingar sækja málið gera þeir væntanlega kröfu til allrar upphæðarinnar enda hafi íslensk yfirvöld með neyðarlögunum ábyrgst allt almennt sparifé í íslenskum bönkum (búseta sparifjáreigendanna geti þar ekki skipt máli, né á hvaða mörkuðum auglýst var).

Hvað varðar kalt stöðumat þitt, þá get ég svo sem fallist á að " Það er ekki nokkur leið á þessari stundu út frá birtum upplýsingum að draga " þá ályktun að aðeins 75 milljarðar falli á íslenska skattgreiðendur með vöxtum. Mér sýnist það hins vegar vera bitamunur en ekki fjár þegar 90% endurheimt er borin saman við 75% endurheimt eins og Svavar Gestsson og samningamenn hans miðuðu við.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 21:07

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er þetta ekki bara trick hjá Jóhönnu og Steingrími í viðleytni sinni til að lægja öldurnar í stjórnarflokkunum og í þjóðfélaginu? "Pantað sérfræðiálit"?

Hverra mann er formaður skilanefndarinnar? Hefur hann tengsl í Samfylkinguna?

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.10.2009 kl. 00:22

7 Smámynd: Jón Þór Helgason

Núna er fyrsti bankinn í Hollandi fallinn.  Það verður gaman að sjá hverning Hollendingar ætla að taka á innistæðumálum þar.

Þessir útreikningar Landsbankans eru vægast sagt ekki til að vekja trúverðugleika á þessu fólki.  Það hefur ekki komið fram hvað eru vextir af því sem Landsbanki á.

Annars er alveg dásamlegt að það sé búið að skilja á milli bankana um hvaða verðmæti eru í nýja bankanum. Hvernig er það hægt þegar 20% fólks er með neikvæða eiginfjárstöðu og ekki búið að lenda lausn fyrir það fólk?

 Annars er neikvæð eiginfjársstaða ekki það versta, heldur verðtrygginginn sem mylur niður eiginfjárstöðu heimilda næstu 18 mánuðina á meðan raunlaun lækka.

kv.

Jón Þór

Jón Þór Helgason, 13.10.2009 kl. 00:23

8 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Verði innistæðusjóður gjaldþrota ... best að ég ljúki ekki þessari setningu.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 13.10.2009 kl. 02:29

9 Smámynd: Maelstrom

Snorri, hvað áttu við?  Það var ljóst alveg frá upphafi að tryggingarsjóðurinn yrði gjaldþrota.  Það eru skitnir 19 milljarðar í íslenska tryggingarsjóðnum og frá upphafi hefur verið ljóst að eignir Landsbankans dygðu ekki fyrir "forgangskröfum".

Maelstrom, 13.10.2009 kl. 09:30

10 identicon

IMF (AGS) gereyðingarvaldið er að verki.  Þeir eru landstjórinn og ríkisstjórnin hlýðir.  Þeirra kröfur snúast ekkert um okkur og munu gera út af við okkur,  Þeir eru handrukkarar og krafa þeirra af ríkisstjórninni snýst um endurreisn bankanna, ekki hag fólksins.  Loftur verkræðingur kallar þetta svívirðilegasta blekkingarleik sem sést hefur í landinu:
http://altice.blog.is/blog/altice/entry/963768/

ElleE (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 10:32

11 identicon

Loftur verkfræðingur

ElleE (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 11:50

12 identicon

En bíðum við.  Eru það samt sem áður ekki VIÐ ÞJÓÐIN sem sitjum uppi með reikninginn þrátt fyrir þessi trix stjórnvalda?

Ég viðurkenni að ég er ekki vel að mér í þessum efnum en ég sé ekki muninn á að greiða úr hægri eða vinstri vasanum ef upphæðin er sú sama þegar upp er staðið.

Er ekki Nýji Landsbankinn að kaupa eignasafn gamla landsbankanns?  Hver á Nýja Landsbankann?   Eru það ekki við þjóðin?   Og hvaðan koma peningarnir?  Og hvert fara þeir?

Nei ég bara spyr.

Endilega leiðréttið mig og upplýsið ef ég er að fara með rangt mál.

Hrafna (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 17:22

13 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Þessi tvö litlu sakleysislegu orð í lok tilvísuninnar "auk vaxta", er þar sem mesti kostnaðurinn verður.  Ef við miðum við að greiðslurnar frá Landsbankanum dreifist tiltölulega jafnt á árin 2009-2016, þá verða heildar vextirnir u.þ.b. 1690 milljónir evra yfir öll 15 árin eða 312 milljarða króna miðað við evru-gengið í dag (sjá nánari útlistun á hvernig þessar upphæðir eru reiknaðar hér og hér).

Bjarni Kristjánsson, 14.10.2009 kl. 08:22

14 identicon

Finnst magnað að lesa bloggið þitt Marinó, mjög fræðilegt, upplýsandi og vel skirfað hjá þér.

Varðandi þessa upptalningu hjá þér þá minnir mig að Ríkisstjórnin hafi talað um að koma bönkunum fljótt aftur úr því að vera ríkisreknar stofnanir.  Ef það gerist áður en Icesave er að fullu greitt þá mun taka enn lengri tíma til að greiða upp skuldirnar þar sem NBI mun aldrei, sem einkarekinn banki, hugsa um hag ríkisins umfram sinn eiginn.  Held það sé gríðarlega mikilvægt að bankarnir verða ríkisreknir næsta rúmlega áratug. 

Einnig(svo við förum aðeins útí aðra sálma með þessari umræðu), á meðan þessar bankastofnanir eru í ríkiseigu, þá er búið að segja upp um þriðjungi starfsmanna bankanna en ekkert verið tekið til í þjónustugjöldum þeirra gagnvart viðskiptavinum.  Þegar hrunið varð þá hækkaði skuldskeyting skuldabréfa NBI úr 5þús í 10þús kr.-  Bankinn nýtti sér hrunið til hins ýtrasta!!!  Þetta er einn ógeðishátturinn sem þarf að fara að hverfa og fara að finna mannlega þáttinn í þessu umhverfi!

Gunnar Már (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 275
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband