7.10.2009 | 10:17
Bílalánainnheimtur og gripdeildir
Stundum verður maður kjaftstopp. (Þeir sem þekkja mig vita að það gerist ekki oft ) Það eru ótrúlegar sögur sem maður heyrir af framferði fjármögnunarfyrirtækja gagnvart neytendum. Marga grunar að þar gætu verið á ferðinni stórfelld fjársvik, þegar um er að ræða vörslusviptingar á bifreiðum og öðrum lausafjármunum og uppgjör fyrirtækjanna og endurkröfur á viðsemjendur sína í kjölfarið. Hér fylgir eitt nýlegt dæmi:
Málavextir voru þeir, að fjármögnunarfyrirtæki innkallaði bíl vegna vanskila. Þetta var ríflega 4 milljóna króna bíll og skuldin var orðin eitthvað hærri. Svo kom uppgjörið. Verðmæti bílsins var metið á 1,6 m.kr., m.a. vegna þess að hitt og þetta væri að. Fyrri eigandi sat því uppi með mismuninn. Kunnugleg saga, ekki satt. En nú er ekki öll sagan sögð.
Maðurinn hafði fréttir af því að umrætt fjármögnunarfyrirtæki væri með bílasölu á sínum snærum og þóttist vita að bíllinn færi þangað á sölu. Svo reyndist vera. En ætli bílinn hafi þar verið auglýstur á 1,6 m.kr.? Nei, aldeilis ekki. Verðmiðinn var 4,5 m.kr. Maðurinn ræddi við sölumann og spurði hvort ekki væri hægt að fá afslátt. Í mesta lagi 2-300 þús. kr., þetta væri svo gott eintak!
Það er ýmislegt sem hægt er að læra af svona uppákomu. Fyrsta er að uppgjörssamningur taki mið af eðlilegu söluverði bifreiðar á markaði samkvæmt mati sjálfstæðs og óháðs matmanns. Í öðru lagi ættu fyrri eigendur að krefjast upplýsinga um það hvað verður um bifreið eftir að hún er gerð upptæk til þess að geta sannreynt að söluverð bifreiðar sé í reynd í samræmi við uppgjörssamning. Þriðja er að standa alltaf á rétti sínum sem neytanda. Hver og einn á rétt á því að hlutlaus aðili meti eign við yfirtöku.
Þessu til viðbótar er rétt að benda á, að EKKI er hægt að vörslusvipta bifreið eða aðra lausafjármuni nema að undangengnum úrskurði yfirvalds. Í slíkri málsmeðferð geta neytendur komið að sjónarmiðum sínum, t.d. um það að samningur aðila standist ekki lög, um sé að ræða forsendubrest eða að verðbreytingarviðmið (gengistrygging) hafi verið ólögmætt frá upphafi. Þetta vita fjármögnunarfyrirtækin vegna þess að þau hafa oft verið gerð afturræk. Málið er að þau spila inn á þekkingarleysi neytenda og að fólk veiti ekki viðspyrnu. Þær handrukkanir, sem fjármögnunarfyrirtækin stunda, eru ólöglegar. Sé ekki fyrirliggjandi dómsúrskurður, þá er aðgerðin gripdeild, þrátt fyrir að um meint vanskil sé að ræða. Þeir sem lenda í slíkri uppákomu geta því kært verknaðinn til lögreglu.
Í lögum nr. 141/2001 er að finna heimildir til að fara fram á lögbann og höfða dómsmál til að vernda hagsmuni neytenda. Það má furðu sæta að engin slík mál skuli nú þegar vera í gangi. Eitt af þeim félögum og samtökum sem hefur slíka málsaðild er Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB. Væri ekki rétt að þau samtök tækju nú þegar upp hanskann fyrir varnarlausa bifreiðaeigendur sem verið er að brjóta freklega á um allt samfélagið? Einnig hlýtur að koma til álit að allir þeir sem telja á sér brotið við uppgjör fyrirtækjanna og telja sig hafa verið beitta svikum, kæri slíkt umsvifalaust til lögreglu!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 1679966
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Dæmið sem þú nefnir er ekki bara svivirðilegt um framkomu fjármögnunarfyritækjanna heldur saknæmt líka. Hrein og bein fjársvik. Vonandi leitar þessi maður réttar síns.
Sigurður Sveinsson, 7.10.2009 kl. 11:01
Þetta skýrir m.a. af hverju engin treystir bönkum og fjármálafyrirtækjum
NEMA starfsmenn þeirra auk starfsmanna skilanefndanna. Könnum MMR sýnir að aðeins 9 000 þúsund Íslendingar treysta þeim. Það er á pari við starfmenn fjármálafyrirtækja og skilanefndana.
Einar Guðjónsson, 7.10.2009 kl. 11:11
" Þeir sem lenda í slíkri uppákomu geta því kært verknaðinn til lögreglu." Marinó, veistu hvort þeir komi bara og hrifsi bíla þar sem þeir finna þá? Og hafa ólöglegar yfirtökur eins og þú lýsir þarna verið kærðar til lögreglu og lögregla stoppað verknaðinn, að þú vitir? Þarf fólk kannski að fela bíla sína til að þeim verði ekki stolið af handrukkurunum?
ElleE (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 11:35
ElleE, já það eru dæmi um það að þeir hrifsi bílana viðvörunarlaust.
Daginn áður en ég fór erlendis með fjölskylduna í sumar greiddi ég kr. 86.000,- inn á bílaskuld. Tveim vikum seinna komu þeir og tóku bílinn, og nágranni minn sagði mér í óspurðum fréttum þegar ég kom heim að þeir hefðu verið flissandi og hlæjandi. Það var engin aðvörun að hirðingu bílsins. (Ég vissi ekki að þetta væri ólöglegt, og lögfræðingurinn sem ég hafði samband við benti mér ekki á það - þó þekkir hann svona mál.)
Ég samdi í síðustu viku um það hvernig ég fengi bílinn aftur - greiddi helming af vanskilum, og afgangnum bætt aftan á lánið, ég greiddi inn til þeirra peningana á mánudaginn í síðustu viku. Nú átta dögum seinna eru þeir loksins tilbúnir með pappírana og konan má sækja bílinn. (Ég hef verið að spurjast fyrir um málið í tölvupóstum hér utanlandsfrá, og þeim póstum er ekki svarað.)
Varðandi uppgjörsbréf, þá meta þeir bílinn á hrakvirði, en ef hann selst á hærra virði (sem þeir reyna að selja á), þá gengur það upp í skuldina skv. þeim pappírum sem bárust, og viðtölum við þau. Það reyndi þó ekki á það núna. (Uppgjörsbréfið sem átti að koma eftir 3-4 vikur kom eftir rúmar 9 vikur.)
Þegar talað var við innheimtudeildina í síma, var ekkert hægt að gera nema borgað yrði strax. (Reyndar mátti ég fá alveg út vikuna, en ég kalla það strax.) Þegar farið var og talað við þau augliti til auglitis, þá var ekkert mál að fá fresti til að ræða við banka um fjármögnun.)
Ég stoppaði tryggingariðgjaldagreiðslur um leið og þeir tóku bílinn og tilkynnti tryggingarfélaginu að ég hafnaði allri ábyrgð á meðan ég hefði ekki umráð yfir bílnum, og nú er að sjá hvort ég fái afslátt upp á þessa tæpu 4 mánuði sem við höfum ekki haft bílinn til umráða þegar ég tala við tryggingarfélagið.
Billi bilaði, 7.10.2009 kl. 12:15
Takk fyrir þetta, Billi. Ætli það þýði ekki að fólk verði að fela bílana gegn þjófnaði banka? Ótrúlega ósvífið og villimannlegt.
ElleE (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 12:42
Skelfilegt ástand sem við erum í Íslendingar.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 7.10.2009 kl. 15:11
Hvað með bíla sem t.d fjármögnunarfyrirtæki eins og Avant fjármagnar.
Þá er fjármögnunarfyrirtækið skráð sem eigandi bílsins en skuldarinn er skráður sem umráðarmaður. Breytir það einhverju þegar kemur að vörslusviptingu? Hef heyrt nokkra halda því fram.
Hrafna (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 16:39
Ég held það væri að æra óstöðugan að safna öllum svona sögum, Billi, en mér heyrist á þeim lögmönnum sem ég hef verið í sambandi við, að starfsmenn þeirra fyrirtækja sem á þennan hátt hunsa rétt neytenda séu líklegast að skapa sér skaðabótaábyrgð. Það er nefnilega eitt að gera eitthvað í ógát einu sinni, en að gera eitthvað og vita betur getur gert fólk skaðabótaskylt.
En fyrir utan hvort um skaðabótaskyldu er að ræða eða ekki, þá er mjög mikilvægt að fólk haldi utan um nöfn þeirra sem rætt er við og skrifa hjá sér hvað er sagt hverju sinni. Þetta er til að tryggja rekjanleika upplýsinga. Hafi starfsmaður A sagt að mál verði afgreitt í sátt og samlyndi, þá þýðir ekki fyrir starfsmann B, sem rætt er við síðar, að halda öðru fram. Munnlegur samningur hefur komist á við starfsmann A um að málið verði leyst í sátt og samlyndi og neytandinn á rétt á því að sá samningur haldi meðan að neytandinn brýtur ekki þann samning. Ef þessu hefur verið öfugt snúið, þ.e. sá sem fyrst var rætt við vill aktion, en sá sem næst er rætt við vill samninga, þá gildir samningurinn aftur. Neytandinn á nefnilega rétt á besta boði sem lagt er fyrir hann meðan að forsendur hafa ekki breyst. Þetta er m.a. það sem neytendavernd og neytendaréttur snúast um. Nú ef sá sem vill fara í hart segir að hinn sem bauð samning hafi ekki haft umboð eða rétt til þess, þá er það ekki mál neytandans. Það innanhússmál fyrirtækisins, nema að neytandinn hafi mátt vita, að samningurinn, sem er í boði, hafi augljóslega brotið á rétti hins aðilans. Sanngirnis og ósanngirnissjónarmið virka nefnilega í báðar áttir. Við skulum samt gæta af því, ef haldið er utan um nöfn viðmælenda, að þessir aðilar eiga sinn lögverndaða rétt um persónuvernd og friðhelgi einkalífs.
En loks er rétt að hamra á gr. 13 og 14. í lögum nr. 38/2001 um bann við að tengja fjárskuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla og síðan ákvæði 18. gr. um endurgreiðsluskyldu lánveitandans:
Þannig að, Billi og við hin í hans sporum, við gætum átt endurkröfu á lánveitendur, ef dómar falla okkur í hag.
Marinó G. Njálsson, 7.10.2009 kl. 16:41
Hrafna, hér treysti ég mér ekki til að skera úr og rétt að einhver lögmaður blandaði sér í umræðuna.
Marinó G. Njálsson, 7.10.2009 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.