Leita í fréttum mbl.is

Greiðsluverkfall til að þrýsta á réttláta lausn

Það hefur verið rætt um það og ritað síðustu daga hver tilgangurinn sé með boðuðu greiðsluverkfalli Hagsmunasamtaka heimilanna fyrst svo margar tillögur eru i farvatninu til lausnar á vanda heimilanna.  Ástæðan fyrir því er einföld.  Ennþá hefur ENGIN tillaga birst sem viðurkennir að fjármálafyrirtæki hafi farið ránshendi um eigur heimilanna og að heimilin eigi skýlausan rétt á að fá tjón sitt bætt.  Vissulega er félagsmálaráðherra ekki búinn að birta sínar tillögur og þar gæti komið eitthvað áhugavert, en þar til að vitað er hvað kemur upp úr hatti ráðherra, þá hefur ekkert breyst og forsendur greiðsluverkfallsins standa.  Komi síðan úr dúrnum að tillögur ráðherra eru ásættanlegar eða byggja megi á þeim til að leysa vandann, þá mun verkfallsstjórn greiðsluverkfallsins ákveða hvort verkfalli verður frestað til að skapa rými til viðræðna. Verkfalli verður ekki aflýst nema félagsfundur samtakanna taki ákvörðun um slíkt.

Væntanlegt greiðsluverkfall hefur greinilega hrist upp í stjórnvöldum og bönkunum.  Er það hið besta mál.  Það sýnir að samtakamáttur almennings getur áorkað miklu. Það er greinilegt að menn óttast greiðsluverkfallið og við þurfum því að láta þá skilja, að það sé full ástæða fyrir þeim ótta.

Stöndum saman og förum í greiðsluverkfall.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Svan Sigurðsson

Sæll Marinó. Vona að það sé í lagi að ég spyrji þig á þessum vetfangi varðandi eina af að mig minnir fimm kröfum HH til stjórnvalda. Það er varðandi fyrningu krafna. Þið hafið krafist þess að kröfur fyrnist á fimm árum og að ekki sé hægt að endurvekja kröfuna eða rjúfa fyrningartímabilið og byrja nýtt. Hver er staðan á þessu máli? Nú hafa stjórnvöld loksins byrjað að tala við ykkur og velti ég fyrir mér hvort þetta atriði hafi verið rætt. Nú var það eitt af loforðum Jóhönnu og Össurar siðastliðin vetur að kröfur myndu fyrnast á jafnvel tveimur árum en ekkert hefur heyrst í þeim varðandi þetta mál frekar en svo margt annað. Er verið að hlusta á HH varðandi þetta mál og hafa stjórnvöld í framhaldi af því gefið í skyn eða lofað einhverri löggjöf varðandi fyrningarlögin? Verður gerð breyting á 10 ára reglunni hjá þeim sem verða gjaldþrota. Verður fólki haldið á vanskilaskrá árum saman? Þar sem þið hjá HH er svo inní þessum málum og eru að berjast fyrir okkur skuldara og heimilin myndi ég gjarnan vilja fá að heyra hvað þú veist um þessi mál. Ég vil taka það fram að ég er meðlimur í HH og hef verið frá byrjun.

Jón Svan Sigurðsson, 29.9.2009 kl. 09:17

2 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Ég styð greiðsluverkfallið heils hugar.

Varðandi lausn á greiðsluvandanum verður að hafa í huga að hann er tvíþættur.

Í fyrsta lagi verður að gera fólki kleift að standa við sínar réttlátu skuldbindingar. Þ.e. að það geti borgað af lánum jafnvel þó að tekjur þess hafi lækkað.

Í öðru lagi verður að fá fram leiréttingu á hækkun lána sem varð vegna aðgerða bankanna og aðgerðaleysis ríkisins.

Ég hef ekki heyrt að því að málsókn sé hafin vegna þess, aðeins að einhver lögmaður sé að bíða eftir að ríkið samþykki gjafsókn í málinu.

Það gæti orðið bið á því að ríkið samþykki gjafsókn á sjálft sig.

Væri ekki rétt að HH stæðu fyrir einu svona máli. Ég geri ráð fyrir að það væri auðvelt að safna fyrir launum lögmanns.

Sigurjón Jónsson, 29.9.2009 kl. 10:33

3 Smámynd: Offari

Annars var mér farið að lítast vel á tilögu Félagsmálaráðherrans sem miðaði við að greitt yrði miðað við tekjur og eftirstöðvar í lok samningstímans yrðu afskrifaðar. Slíkt er alla vega eitthvað sem fólk getur séð fyrir endan á þótt það lagi ekki ofveðsetningu fasteigna.

Offari, 29.9.2009 kl. 11:01

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ef farið verður í að greiða eftir getu þá þurfum við stuðul til að styðjast við (framfærslustuðul), ef notaður er t.d. stuðull sem félagsþjónustur styðjast við þá er hann út í hött, minnir að t.d. einstaklingur eigi að lifa af 85.000 kr. pr mánuð. Ég ætla að spyrja að leikslokum.

Rut Sumarliðadóttir, 29.9.2009 kl. 11:32

5 identicon

 Sigurjón:"Ég hef ekki heyrt að því að málsókn sé hafin vegna þess, aðeins að einhver lögmaður sé að bíða eftir að ríkið samþykki gjafsókn í málinu."

Eitt gengis-rán hefur verið kært og mál um það er fyrir dómi nú, lögmaður Björn Þorri Viktorsson.  Er þó ekki viss hvort hann hefur enn fengið gjafsókn, en veit hann hefur sótt um það.  Fjöldi manns hefur akkúrat leitað til hans.

ElleE (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 12:27

6 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Það er einfaldlega réttlætis krafa að færa uppreiknistuðul lánastofns aftur fyrir janúar 2008, þar sem nú þegar liggur fyrir vissa um athafnir fjármálastofnanna sem orsökuðu fall gjaldmiðilsins.

Það eru bara mun fleiri póstar sem þarna þarf að skoða í samhengi, afleiðusamningar lífeyrissjóðanna sem eru þó nokkuð margir milljarðar, mitt álit er að þarna sé einn stærsti pótur í tregðu stjórnvalda til að taka þessa leiðréttingu til skoðunar. Því ef þessi aðferð verður framkvæmd koma þeir samningar til með að lækka verulega í verði og mjög erfitt að vera í samningarviðræðum við sama aðilann um að fjármagna þó nokkuð margar framkvæmdir í nánustu framtíð.

Lífeyrissjóðirnir hafa fallist á að afleiðusamningar þessir verði leystir fyrir dómstólum og því gæti almenn aðgerð minnkað möguleika á hagstæðri niðurstöðu þeira úr slíkum dómi. Ég set hér afleiðusamninga í samhengi við framvirkasamninga það er sami vinkillinn, ég er ekki að fara í að búta þá eitthvað sérstaklega niður eða sundurliða.

Það er viss hópur í landinu sem þolir ekki frekari bið til úrlausna á sínum málum og hreinlega til háborinar skammar, og sýnir kannski dugleysi stjórnvalda í hugmynda og úrlausnarvinnu sem virðist byggja á því að viðhalda stöðu vissra valdablokka í fjármálastúrktúrnum.

Greiðslufall er búðið að greiða fyrir í mörg ár á Íslandi því það er gert ráð fyrir því í vaxtasamsetningunni...

Friðrik Björgvinsson, 29.9.2009 kl. 12:52

7 identicon

Sigurjón Jónson og Ellee : Björn Þorri Viktorsson tilkynnti á fundinum í Iðnó um daginn að hann væri búinn að fá gjafsókn í fyrstu málsóknina

Jón Ágúst (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 15:01

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Takk, Jón Ágúst, fyrir að taka af mér ómakið að svara.

Einnig skal það upplýst að mál gegn eignaleigufyrirtæki verður dómtekið 13. nóvember.

Marinó G. Njálsson, 29.9.2009 kl. 15:22

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Um þetta verkfall gilda sýnist mér, sömu reglur eins og þegar fólk er að krefjast bættra kjara gegnum sín stéttarfélög. Og vissulega er fólkið að krefjast bættra kjara með greiðsluverkfallinu og ekki rétt að aflýsa því fyrr en lausn málsins er í höfn. Verkföll hafa ætíð skapað þrýsting og þegar verkafólk var að byrja sína baráttu, voru verkföll það eina sem beit

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.9.2009 kl. 15:49

10 identicon

Sæll Marinó

Mig langar að spurja hvort þið (HH) hafi orðið einhvers vísari á fundi með Íslandsbanki og hvort það hafi e-h nýtt komið fram þar?

VJ (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 16:03

11 Smámynd: Marinó G. Njálsson

VJ, eigum við ekki að segja, að ég bið fólk um að hugsa málin vel áður en það breytir lánunum sínum.  Eins og kemur fram í viðtali við Birnu á visir.is, þá er þetta gert á viðskiptalegum forsendum og ekki er um neina góðmennsku að ræða.  Viðræðurnar sjálfar voru bundnar trúnaði, þannig að ég get ekki greint frá einstökum efnisþáttum.  Ég get þó sagt, að lánin eru hugsuð til þriggja ára og þá verður fólki frjálst að breyta til.  Að því leiti til er þetta svipað danska kerfinu.  Annað sem rétt er að komi fram, er að komist dómstólar að þeirri niðurstöðu, að gengisbundin lán séu ólögleg, þá fyrirgerir fólk ekki rétti sínum með því að breyta yfir í óverðtryggð lán áður en að dómur fellur.

Það skal tekið fram, að ég sagði þeim þá skoðun mína að ég teldi ekki nógu langt gengið.  Bankinn yrði að átta sig á forsendubrestinum sem hefði orðið og að Glitnir, eins og hinir bankarnir, hafi verið að spila rússneska rúllettu með hagkerfið sem hafi endað illa.  Viðræðurnar voru hreinskilnar og í vinsemd.

Eftir að hafa fundað með mörgum aðilum undanfarna daga, þá er ég sannfærður um að greiðsluverkfallið (eða ógnin að það sé að skella á) er gríðarlega mikilvægur þrýstingur á stjórnvöld og fjármálafyrirtæki að kafa nú ofan í leynivasana sína eftir úrræðum fyrir almenning.  Við sættum okkur ekki við núverandi aðstæður og við sættum okkur ekki við brauðmola.  Við viljum alvöru aðgerðir.  Vegna þess að sumir (og þá sérstaklega Þórólfur Matthíasson) segjast ekki vita hvernig eigi að fjármagna leiðréttinguna, þá er ég búinn að ræða við þrjá menn í gær og í dag, sem hafa lagt fram mjög fínar leiðir til að leysa það mál.  Einnig hafa HH ítrekað bent á afskriftir á lánasöfnunum sem flutt verða frá gömlu bönkunum í hin nýju afsprengi þeirra.  Ég skil ekki þá sem staglast stöðugt á því að þetta sé ekki hægt og þetta lendi allt á skattborgurum.  Krafan um leiðréttingu stendur óhögguð og þess vegna ætlum við í greiðsluverkfall.

Marinó G. Njálsson, 29.9.2009 kl. 16:29

12 identicon

Takk fyrir góð svör. Er það ekki merkilegt að það eina sem gefur manni von er okkar eigin samtakamáttur, ekki þeirra sem maður skildi ætla að töluðu okkar máli. Þarf ég að nefna einhverja, held ekki.

VJ (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 16:43

13 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Marinó,

Varðandi afskriftirnar þá sýnist mér þetta vera frekar einfalt mál.  Nýju bankarnir tóku yfir lánasöfn gjaldþrota bankanna með 50% afskriftum (eða hver svo sem afsláttarprósentan var).  Afskriftirnar hafa ÞEGAR komið til framkvæmda í bankakerfinu.  En nýju bankarnir vilja fá greitt tvær milljónir fyrir hverja milljón sem þeir tóku yfir.  Góður business fyrir bankana, en ekki beinlínis réttlætanlegur í þeirri stöðu sem þjóðfélagið er í.  Hugsanlega er þetta hugsað sem undirstaða nýju bankanna, en ef svo er þá er sú hugsun röng að mínu mati. 

Hér er ekki verið að tala um "flippara", sem kaupa hús og gera það í sölustand og selja með (oft góðum) hagnaði.  Þar eru svona viðskipti hið besta mál en hér erum við að tala um heilt bankakerfi og heila þjóð!  Þar gengur þetta dæmi bara einfaldlega ekki upp.

Ég vona að þessar aðgerðir ykkar skili tilætluðum árangri!  Það er ár síðan spilaborgin hrundi og það er grátlegt að horfa upp á ráðaleysið sem virðist hafa umlokið þjóðina og þá algjöru ábyrgðarfirringu sem maður sér. 

Kveðja

Arnór Baldvinsson, 29.9.2009 kl. 17:52

14 Smámynd: Andrés.si

Mér finnst þetta mjög svo rétt hjá Arnóri.  Hins vegar skil ég ekki alveg tillögu félagsmálaráðherra. Ekki er farið fram á neinar skerðingar af lánum því  það vita allir að króna muni en meira lækka.  Sem dæmi má það þýða svona:

Erlend lán á  10 miljónir.  -20% Afborgun eftir  8 000 000

Gengi á evru í dag er 183. Ef króna lækkar 30% og Evra yrði 238  þá er þetta hrein hagræðing fyrir bankana og fólk fer að missa í raun sitt húsnæði.  

Sama má útreikna fyrir alt hitt lán. 

Aðgerðir í dag eru eingöngu vegna hræðslu því fólk fer að standa upp og segja sitt held ég. Ég held nú samt að fólk á ekki að samþykkja hvað tilboð bankana or ríkistjórn sem er.  Slikt væri opinber vændi þott veit ég að í þjóðfélaginu er margar hórur. Af bæði kynjum.  Ekki má gleyma með afskriftir auðmanna og fleira, þannig að gengi 238 er als ekki botn.  Hver toppar þá? :) 

Andrés.si, 30.9.2009 kl. 00:45

15 identicon

Ég var að renna yfir tilögur Árna eina sem ég sé framundan er ennþá meirri hvati til svartrar atvinnu. Fyrir utan skattahækkanir þá virðist allt stefna í það að hreinlega hvetja fólk til að gefa sem minnst upp launin sín. Með launatengdri greiðslu hlýtur aðili sem færr um 300þ kr á mánuði að sjá hagi í því að koma því þannig fyrir að hann gefi aðeins upp 200þ kr. Lækkar greiðsluna um kannski 30-50% og “græðir” svo meirra að lokum þegar lánið er fellt að loknum greiðslutímabilinu.


Bara vona að ef þetta er niðurstaðan að eftir 20 ár komi ekki breytting á lögunum um niðurfellingu að loknu greiðslutíma sem hindrar niðurfellingu. Þar sem jú flest þessara lána eiga eftir svona 25-38 ár. Fínn skammtímalausn í dag en eftir x mörg ár gætu bankarnir farið fram á að þetta verði lagað í þeirra hag, svo að þeir greyin tapi nú ekki. Því lánveitendur á Íslandi taka aldrei áhættu þegar þeir lána almenning, það er vitað.

Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 02:51

16 Smámynd: Jón Svan Sigurðsson

Sæll Marinó. Ég skrifaði hérna í athugasemdarkerfið hjá þér og spurði um eitt af baráttumálum HH. Ég sé að þú svarar henni ekki en svarar öðrum í athugasemdakerfinu og spyrr með vinsemd afhverju? Kveðja, Jón

Jón Svan Sigurðsson, 30.9.2009 kl. 08:25

17 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Jón Svan, ég kemst hreinlega bara ekki yfir allt.  Í gær fékk ég á annað hundarð tölvupósta og sat samfellt á fundum frá 9 til 3.  Það eru bara takmörk fyrir því sem maður kemst yfir.

Marinó G. Njálsson, 30.9.2009 kl. 08:32

18 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Jón Svan, svo ég svari þér. Betur seint en aldrei.  Það var borið upp þingmannafrumvarp á síðasta þingi um þessi mál.  Nú er bara að sjá hvernig málin þróast á nýju þingi sem byrjar á morgun.

Marinó G. Njálsson, 30.9.2009 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 1681299

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband