Leita í fréttum mbl.is

Hlæilegt tilboð Íslandsbanka

Höfuðstóll gengistryggðra lána hefur hækkað um 100% (50% lækkun krónunnar) og Íslandsbanki býður 25% lækkun, sem nemur því að taka helminginn af hækkuninni til baka.  10 milljón króna lán sem orðið var að 20 m.kr. fer niður í 15 m.kr.  Ef þeir hefðu boðið leiðréttingu í 11-12 m.kr., þá hefði mátt ræða málið.  Nei, þetta er eins og þjófurinn sem stal tveimur sjónvörpum ætli að skila öðru.

Íslandsbanki verður að bjóða betur, ef hann vill láta taka sig alvarlega.  Gleymir hann því að mikil vafi leikur á um lögmæti gengistryggðra lána?

Það eru aftur frábærar fréttir að ríkisskattstjóri telur leiðréttinguna ekki skattskylda.


mbl.is 25% lækkun höfuðstóls lánanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Ben

Þetta er að sjálfsögðu ekkert annað en þjófnaður, ef fólk breytir gengistryggðu lánunum sínum í ísl. óverðtryggt lán, (25% afsláttur af núverandi höfuðstól er bara grín) mun það að öllum líkindum fyrirgera rétti sínum á bótum þegar að því kemur að Björn Þorri vinnur málið gegn Kaupþingi.

Ef það á að vera e-ð vit í þessu þarf að færa þessi lán yfir í ísl. kr. miðað við gengi í mai. 2008 (sú dagsetning sem ríkistjórnin mðar við) eða jafnvel á því gengi sem það var þegar lánið var tekið. Að öðrum kosti er þetta óraunhæft.

Einar Ben, 28.9.2009 kl. 07:44

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Reiknikúnstirnar veita ekki traust á því hvort maður er yfirleitt tryggur með neitt í þessum banka. Svo voga menn sér að slá því upp að þetta færi höfuðstólinn að sömu stærð og við hrun.

Þetta væri boðlegt, sem áfangi í leiðréttingu, sem stæði næstu 2 ár eða svo,ti l jöfnunnar fyrir rekstur bankans.  Lántakendur hafa bara ekkert svigrúm til að hjalpa honum.

Lántakendur eiga kröfu í þessa banka vegna klárra lögbrota hans í að bjóða körfulánin. Það þarf bara að falla eitt mál þess efnis. Kannski eru þeir hreinlega að undirbúa slíkt, með að breyta skiælmálum bréfa, með útgáfu nýrra. Hvað veit maður.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.9.2009 kl. 07:53

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þeir leynast víða brandarakarlarnir þessa dagana.  Þó má segja um þessa hugmynd Íslandsbanka að hún er hreinskiptin, þó svo hún sé ósvífin.  En það er meira en hægt er að segja um hugmyndir félagsmálaráðherra, þar ganga hlutirnir út á að flækja málin.  Enda varla von á öðru frá stjórnmálamönnum sem leiðrétta sjaldan mistök, en telja sig vera í þjónustu almennings við að vefa einhvern þokukenndan óskapnað aftan við þau.

Magnús Sigurðsson, 28.9.2009 kl. 08:39

4 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Útrásarvíkingar fá 100% afskriftir, sbr. Magnús Kristinsson sem er enn við stjórn Toyota umboðsins. Hann fékk allt niðurfellt, samtals 54 milljarð króna.

Enn á að valta yfir almenning. Niður með fjórflokkinn.

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 28.9.2009 kl. 08:40

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

"Eins og þjófurinn sem stal tveimur sjónvörpum ætti að skila öðru" segir þú. Nei. Þetta er eins og þjófurinn eigi ekki að skila neinu en dóttir nágranna mannsins sem stolið var af eigi að gefa honum eitt sjónvarp.

Með öðrum orðum verð ég að viðurkenna að ég skil ekki þessa kröfugerð alla saman. Bankarnir eru í eigu ríkisins. Niðurfelling skulda verður því á endanum greidd af skattgreiðendum sem ekkert hafa til saka unnið. Það var vissulega mismunun að verja fjármagnseigendur með neyðarlögunum en ekki skuldara. En það merkir ekki að halda eigi áfram mismununinni, nú með því að fella niður skuldir sumra á kostnað annarra.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.9.2009 kl. 09:07

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Dálítið sérstakt sjónarhorn hjá Þorsteini sem þarfnast nánari skýringar. 

Það hlýtur að vera rétt að sá sem er með öll þessi illa fengnu sjónvarpstæki skili þeim, nema þau hafi í raun aldrei verið til?

http://www.youtube.com/watch?v=peiTfY7Bx4c

Magnús Sigurðsson, 28.9.2009 kl. 09:16

7 identicon

Nokkrum tímum fyrir greiðsluverkfall virðist allt vera gert til að stöðva hin óþekka lýð sem vilja ekki láta segjast og borga þegjandi og hljóðalaust það sem upp er sett af glæpagenginu. Bæði tilboð Íslandsbanka og einnig tillaga ríkisstjórnarinnar eru hálf aumingjaleg svo ekki sé meira sagt. Lántakendur hafa verið blekktir og rændir og sætta sig ekki við það og vilja að þýfinu sé skilað til baka, einfalt mál sem að sjálfsögðu allir ættu að skilja! Tilboð Íslandsbanka er varla svara vert og tillaga ríkisstjórnarinnar er krampakenndur leikur til að reyna að halda fólkinu góðu en er sýndarleikur einn.

Edda Karlsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 09:20

8 identicon

Ég verð nú bara að segja að ég skil ekki ummæli þín og annarra sem hér commenta. Var það sem sagt ekki staðreynd að íslenska krónan var fyrir 1-2 árum einhver útblásnasta blaðra í heimi? Á fólk sem vildi taka "shortcut" á 5x lægri vexti en í boði var í krónum bara að vera stikkfrí? nú er gengisvísitalan 235, ertu virkilega að segja að það eigi bara í boði skattgreiðenda að færa öll lánin niður í ISV 120? Finnst þér það virkilega eðlilegt gengi? Nú vissu allir sem tóku erlend lán að það var áhættusamt, hjarðhegðunin vara bara svo sterk, ef allir hinir eru í þessu, af hverju ekki ég líka.

Fyrir mitt leyti trúði ég þessu tilboði ISB varla og mun skuldbreyta á þessum kjörum um leið og það býðst (já ég var einn af hjörðinni líka)

kveðja,

Margrét

Margret (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 09:22

9 identicon

Sveinbjörn Ragnar:

Hversu óþolandi sem það er að Magnús fái þessar afskriftir þá er skýringarinnar líklegast að leita í því að fyrri eigendur bankans gerðu slaka skilmála um lán til hans. Nú hefur bankinn skipt um eigendur, nú eiga skattgreiðendur/ríkið hann. Það er ekki við nýja eigendur að sakast þó fyrri eigendur hafi veitt veðlaus lán.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 09:36

10 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Margrét, lestu nú vel það sem ég skrifaði.  Ég sagði ekkert um að færa niður í 120.  Ég nefndi 132-141.  Ok, líklegast var það of lágt, en 25% lækkun er gengisvísitala upp á 176.  Einnig kemur fram í fréttinni að bjóða eigi upp á óverðtryggð lán, en ekkert er getið um vextina.  Verða þeir fastir eða breytilegir, háir eða lágir.  Nú þess fyrir utan er ríkisstjórnin að vinna að tillögum sem miða við GVT 152 og LIBOR vexti áfram.  Íslandsbanki verður að bjóða betur.

Þorsteinn, hugsanlega á dóttir nágrannans að láta mig fá sjónvarpið til baka.  En henni var bara nær að kaupa þýfi.  Það væri eina ástæðan fyrir því að hún ætti að láta mig hafa sjónvarp.  

Höfum í tvennt í huga:  1.  Gengistryggð lán eru ólögleg samkvæmt 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðbætur.  Vissulega tók fólk lánin, en líkja má því við að bankarnir seldu fólki fíkniefni sem það varð háð.  2. Erlendir kröfuhafar Glitnis hafa samþykkt að veita Íslandsbanka mikinnn afslátt (fréttir segja 790 milljarða) af lánasöfnunum sem flutt eru frá Glitni yfir í Íslandsbanka.  Sagt er að gengistryggð lán fari með 50% afslætti á milli.  Kröfuhafar Glitnis hafa krafist þess að lántakendur njóti afsláttarinsm, en hann verði ekki notaður til að byggja upp hagnað Íslandsbanka í framtíðinni.

Marinó G. Njálsson, 28.9.2009 kl. 09:42

11 Smámynd: corvus corax

Látum ekki blekkjast af platboði Íslandsbanka. Gengistrygging lána var og er ólögleg skv. 13. og 14. gr. Laga um vexti og verðtryggingu nr. 38 26. maí 2001. Í lögum þessum er það skýrt tekið fram að heimilt sé að verðtryggja lán og sparifé miðað við neysluvísitölu Hagstofu Íslands eingöngu. Að öðru leyti eru verðtryggingar ekki heimilar. Ég mun ekki borga eina einustu krónu frekar af verðtryggðum og gengistryggðum lánum mínum og skora á alla Íslendinga að borga ekki af lánum. Þá hriktir svo um munar í ríkisbankakerfinu sem er nú þegar búið að fella niður milljarða skuldir glæpalýðsins sem kom okkur á hausinn. Við viljum samskonar niðurfellingar ...við borgum ekki skuldir þessara glæpamanna!

corvus corax, 28.9.2009 kl. 09:46

12 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Varðandi málssóknina vill ég benda ykkur á málsnúmer greinargerðar með lögum nr.38 frá árinu 2001, lög um vexti og verðtryggingar, málsnúmerið er 872 og þingnúmerið er 126.

Lesið þetta og sannfærist um að þetta var allt kolólöglet, og var engu að síður framkvæmt án mótbárna frá stjórnvöldum, sem með framfæri sínu eru þar með orðin bótaskyld samkvæmt lögum, þ.e.a.s. með því að gera ekkert í málinu eða aðhöfðust ekkert.

Friðrik Björgvinsson, 28.9.2009 kl. 09:52

13 Smámynd: Maelstrom

Þorsteinn Sigurlaugsson, þú ert með töluvert lituð gleraugu í þessu máli.

Innlánseigendur á landinu voru varðir 100%.  Við fáum í hausinn ICESAVE sem afleiðingu af því.

Fjármagnseigendur (þ.e. lánveitendur gengistryggðra og verðtryggðra lána) bókuðu gríðarlegan hagnað í öllum hörmungunum. 

M.ö.o. þeir sem áttu pening í formi innlána töpuðu engu, þökk sé ríkinu.  Þeir sem áttu pening í formi útlána græddu gríðarlega og neita að skila þeim hagnaði/þýfi.  Ríkið ver þá með kjafti og klóm.

Þeir sem áttu skuldir eiga síðan að bera allt tapið.  Það er ekki sanngjarnt!!

Maelstrom, 28.9.2009 kl. 09:52

14 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Það er nú nokkuð öruggt, að ef einhver býður einhver kjör af fyrra bragði, þá liggja þau hans megin við sanngirnis línuna.

Börkur Hrólfsson, 28.9.2009 kl. 09:56

15 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég vil koma eftirfarandi á framfæri:

Samkvæmt samtölum mínum við fleiri en einn starfsmann Kaupþings, þá hefur háttsettur lögfræðingur innan bankans viðurkennt að gengistryggð lán bankans eru "kolólögleg".

Aðili í ákallshópnum (HH, Búseti á norðurlandi, talsmaður neytenda, Húseigendafélagið, Félag fasteignasala, Lögmenn Laugardal og Búseti í Reykjavík mynda hópinn) sendi mér eftirfarandi í tölvupósti í morgun:

Hef fengið meldingar innan úr Landsbanka um að menn muni tæplega treysta sér til að verja gengistryggðu lánasamningana fyrir dómstólum – eftir að sú “viðhorfsbreyting” sem komið hefur fram hefur áhrif á túlkun laga og reglna um fjármálagerninga . . . . . . (Áður ríkti “það sem ekki er beinlínis bannað og það sem við komumst upp með er leyfilegt” - - en nú gæti þetta verið, “það sem ekki er beinlínis heimilað þarf sérstakar formlegar túlkanir í samstarfi við eftirlitsaðila og/eða önnur yfirvöld” . .) 

Annar úr sama hópi sendi mér þetta:

Ég held að almennt séu lögfræðingar sammála um að fjöldi lánasamninga með gengisviðmiði standist ekki lögin. Vandinn er bara sá, að menn treysta sér ekki til að segja þetta opinberlega, enda er íslenska „spillingarleiðin“ að þegja og styggja ekki yfirvöldin. .. Sjálfur hef ég talað við lögfræðing innan Landsbankans sem er sammála okkur, en getur „stöðu sinnar vegna“ ekki sagt það opinberlega. Það sama á við um lögmann hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Félagi okkar óskaði eftir lögfræðiáliti hjá tveimur fræðimönnum um daginn, þeir báðust undan vegna anna, en sögðu munnlega að þetta væru „unnin mál“. 

Marinó G. Njálsson, 28.9.2009 kl. 10:05

16 identicon

"Nú vissu allir sem tóku erlend lán að það var áhættusamt, . ."  Það er naumast þú telur þig vita hvað allir vissu.  Það vissu það ekki allir.  Það voru margir sem vissu það ekki.

" Það er ekki við nýja eigendur að sakast þó fyrri eigendur hafi veitt veðlaus lán."  Nei, en þeir þurfa að taka yfir fyrirtækið með skuldum þess.  Og bankarnir skulda fólkinu þýfið. 

"Þorsteinn, hugsanlega á dóttir nágrannans að láta mig fá sjónvarpið til baka.  En henni var bara nær að kaupa þýfi.  Það væri eina ástæðan fyrir því að hún ætti að láta mig hafa sjónvarp."  Rétt svar, Marinó.  

Gengisvísitalan sem þú komst með Marinó var ekki of lág.  Talan var í og nálægt 110 þegar sumt fólk skrifaði undir þennan þjófnað í júli, 07.  Og ólögleg að öllum líkindum.  

Almennur skattborgari (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 10:10

17 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Börkur, ef við tveir erum að semja um kaup og kjör, þar sem þú værir að ráða mig til þín með leiðsögumann, þá er ég alveg viss um að þú myndir bjóða mér eins lág laun og þú teldir þig komast upp með.  Þar sem ég er frekar nýskriðinn út úr skólanum, reyndir þú fyrst lágan taxta.  Það hefur ekkert með sanngirni að gera.  Þetta er business. 

Þannig lít ég á tilboð Íslandsbanka.  Bankinn fann einhverja tölu og ætlar að láta reyna á hana.  Ætli bankinn að vera sanngjarn, þá skoðar hann þann afslátt sem hann fær á lánasafninu og bíður lántöku 90-95% af afslættinum.  Svo einfalt er það.  Óttist hann auk þess, að mál vegna gengistryggðra lána tapaðist fyrir dómstóli, þá vegur hann og metur hvernig dómstóll myndi dæma og kæmi með tilboð í samræmi við það.  Ég get sagt þér, að ég persónulega tæki tilboði sem hljóðaði upp á gengi 1.1.2008 með 20% álagi.  Ef ég fengi slíkt tilboð, þar sem ég auk þess afsalaði mér rétti til að leita með málið til dómstóla en héldi góðum vaxtakjörum, þá spyrði ég hvar ég ætti að skrifa undir.  Aðrir myndu samþykkja 10% álag, 30% eða þess vegna 50%.  Hvað hverjum og einu finnst sanngjarnt og réttlátt er misjafnt.

Marinó G. Njálsson, 28.9.2009 kl. 10:34

18 identicon

Ég vil líka nefna tilboð ríkisstjórnarinnar. Að færa afborganir eins og þær voru í maí 2008. Lán voru byrjuð að hækka fyrir áramót. Ekki á að færa niður höfuðstól sem í mörgum tilfellum er orðin hærri en fasteignar. Höfuðstóll mun áfram hækk en verður afskrifaður í samningslok sem gerir það að verkum að eigandi getur í flestum tilfellum ekki selt til að minnka við sig eða losna úr skuldasúpunni. Lánin verða tengd við lánavísitölu þannig að ef laun hækka þá hækka afborganir....til hvers að fá launahækkun. Laun hafa ekki hækkað svo neinu nemi í langan tíma á meðan hafa öll aðföng heimilis hækkað margfalt og verðtryggð húsnæðislán hækkað um 30-40%. Fjölskylda lætur það ganga fyrir að fæða og klæða og það sem þá er eftir af laununum nægir ekki til að borga af lánum þó að afborganir verði færðar niður. Matið sem fólkið fór í gegnum til að fá lán stenst ekki lengur fólk sótti um 30-40% lærra lán.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 10:42

19 Smámynd: Offari

Mér sýnist að íslandsbanki sé farinn að spá upprisu krónunar.

Offari, 28.9.2009 kl. 11:24

20 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Íslandsbanki hefur óskað eftir fundi með Hagsmunasamtökum heimilanna og verður hann í fyrramálið.  Ég fæ þá vonandi einhverjar upplýsingar sem gera tilboð betra en ég sé það núna.

Marinó G. Njálsson, 28.9.2009 kl. 12:45

21 identicon

Sjónvarp eða ekki Sjónvarp  Ég tek lán hjá banka A  10.000.000 Kr,  banki A er yfirtekin af ríkinu Við yfirtökuna “hrunið” hækkar lánið í 20.000.000 KrRíkið stofnar banka AB hann fær svo lánið frá banka A með afföllum Afföllum sem fást ekki uppgefin (en nú er orðið ljóst að kröfuhafar Banka A fá ca 22-36% uppí kröfur)   Og nú í dag bíður banki AB 25% niðurfellingu gegn því að færa lánið yfir í Íslenskar krónur  Á sama tíma er félagsmálaráðherra að kynna lausnir sem bankarnir komu með fyrir nokkrum vikumSvo kölluð teygjulán sem eru þannig að hluti afborgarinnar er færður aftur fyrir og bera fulla vexti og verðbætur sem veldur því að eignarhlutur i fasteignum hverfur enn fyrr en ella, með þessu fylgir svo loforð um afskriftir í lok lánstíma  Er einhver tilbúinn að festa kaup á húsnæði sem kostar td 50.000.000 áhvílandi er 80.000.000 en það fylgir reyndar láninu loforð um niður felling eftir x mörg ár ?     þetta væri allt í lagi ef þetta væri tekið uppúr spaugstofunni, en því miður er það ekki svo

Omar (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 13:22

22 identicon

Loksins eru ráðamenn og greinilega bankamenn líka samanber fundarboðið með Íslandsbanka á morgun farnir að taka Hagsmunasamtök Heimilanna alvarlega og tími til kominn , þökk sé þrautsegju þeirra við að kynna málstað HH, ég hef síðan á fyrsta fundinum sem ég fór á hjá HH verið sannfærður um að tillögur þeirra um LEIÐRÉTTINGU lána vera þær sem eru hvað sanngjarnastar og gæti jafnræðis. Nú er svo komið að þegar frétt birtist um skuldamál og lausnir á þeim er það fyrsta sem ég geri er að fara inn á blogg Marinós til að fá hans viðbrögð við þeim, málefnalegur og yfirvegaður.

Jón Ágúst (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 15:37

23 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Ég fór inná Alþingis vefinn og náði í greinargerðina með lögunum þannig að það sé samhengi í þessari umræðu. Reyndar bar ég þetta mál undir Gylfa Arnbjörsson í febrúar og hann saðist ekki vita til að dæmt væri eftir greinargerðum með lögum, en ég tel samt sem áður að greinargerðar séu til að útskýra eðli og virkni lagatextans, þetta gæti eflaust orðið efni í heila ráðstefnu en við höfum ekki tíma til að vera að því nú, við þurfum að fá úrskurð um þetta atriði.

Um 13. og 14. gr.

Í 13. gr. frumvarpsins er fjallað um gildissvið kafla um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár.

Í 1. mgr. er lagt til að heimildir til að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla verði felldar niður. Frá 1960 var almennt óheimilt að binda skuldbinding ar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. Þessi almenna regla var tekin upp í lög nr. 13/1979, um stjórn efnahagsmála o.fl. („Ólafslög“).

Með breytingum á þeim árið 1989 var þó heimilað að gengisbinda skuldbindingar í íslenskum krónum með sérstökum gengis vísitölum, ECU og SDR, sem Seðlabankinn birti. Þessi breyting var liður í auknu frelsi í gjaldeyrismálum á sínum tíma. Gengisbinding á grundvelli þessara vísitalna hefur notið tak markaðrar hylli.

Samkvæmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins

verður ekki heimilt að binda skuldbind ingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi. Talið er að samningar með viðmiðun við gengisvístölu á grundvelli ákvæðisins í vaxtalögum séu mjög fáir. Í bráðabirgðaákvæði IV er kveðið á um hvernig farið skuli með innstæður og samninga af þessu tagi sem þegar eru í gildi.

Í 2. mgr. er nýmæli. Frá því að verðtrygging var almennt heimiluð með setningu „Ólafs laga“ 1979 hafa orðið miklar breytingar á íslenskum fjármagnsmarkaði og í gjaldeyrismálum. Ný sparnaðar- og lánsform hafa komið til sögunnar og gjaldeyrisviðskipti hafa verið gefin frjáls. Þá hefur litið dagsins ljós ný tegund fjármálasamninga, afleiður (e. derivatives), sem notaðir eru til að draga úr þeirri áhættu sem felst t.d. í tiltekinni verðbréfaeign, kröfueign eða útistandandi skuldum eða keyptir í þeirri von að hagnast á markaðssveiflum. Hér má nefna samninga um vaxtaskipti, gjaldmiðlaskipti og valrétt og ýmiss konar framvirka samninga, svo sem um gjaldmiðla. Allar þessar breytingar vekja upp spurningar um gildissvið og gagn semi opinberra reglna um verðtryggingu fjárskuldbindinga.

Nefndin sem samdi frumvarpið var þeirrar skoðunar að opinberar reglur um verðtryggingu fjárskuldbindinga þjónuðu fyrst og fremst þeim tilgangi að verja almennt sparifé og lánsfé landsmanna fyrir rýrnun af völdum innlendrar verðbólgu eins og hún er venjulega mæld, þ.e. sem meðaltalsbreyting á verði í stóru úrtaki vöru og þjónustu. Reglunum hefði ekki verið ætl að að hindra eðlilega þróun á fjármagnsmarkaði. Vegna eðlis afleiðusamninga og annarra fjármálasamninga af því tagi má ljóst vera að þeir falla ekki undir ákvæði laganna. Hið sama gildir um viðmiðun skuldaskjala við hlutabréfavísitölu eða aðra slíka vísitölu sem ekki verð ur talin verðvísitala í sama skilningi og vísitala neysluverðs. Af þessum sökum er tiltekið í 2. mgr. að afleiðusamningar falli ekki undir ákvæði laganna. Afleiðusamningar eru skil greindir í lögum um verðbréfaviðskipti.

Til að árétta mína skoðun á þessu vill ég benda á atriði sem varðar kröfurétt og stofnunar á kröfurétti.

Kröfuréttindi geta orðið til við loforð eða við skaðaverk. Krafa getur jafnvel orðið til við athafnaleysi.

Ég vill meina að með því að sjtórnvöld létu þessa hluti viðgangast og aðhöðust ekkert, hvorki FME eða ráðuneyti og þessi atriði sem felast í gengistengingu lána voru látin óáreitt sköpuðu þau sér á hendur skaðabótarétt.

Ég biðst afsökunar á því ef textinn hleypur eitthvað út og suður, var bara pirraður á því hversu fáir hafa manndóm í sér að lesa sér ekki örlítið til um alla málavöxtu.

Friðrik Björgvinsson, 28.9.2009 kl. 23:25

24 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Friðrik, bara svo þú vitir, þá ritaði ég fyrst um lög nr. 38/2001 í færslu um miðjan febrúar.  Ég tek heilshugar undir þessar ábendingar og bollaleggingar þínar.  Ég skil ekki af hverju þetta fékk að viðgangast.

Marinó G. Njálsson, 29.9.2009 kl. 01:16

25 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Gott mál, ég hef reyndar verið að velta þessu atriði upp víðar og þar hefur einnig komið fram að samkvæmt samningalögum þó sérstaklega 33 og 36 greininni má finna ógildingar ástæður en einnig í óskráðum réttarreglur um brostnar forsendur. Jafnframt sjónarmið er lúta að upplýsinga- og aðgæslu lánastofnana þ.e. hvort þessara skyldna hafi verið gætt í hvívetna af umræddum lánastofnunum, þegar verið var að sannfæra almenning í landinu um að taka þessi lán.

Allar upplýsingar til handa almenningi varðandi þessi mál tel ég vera til bóta.

Friðrik Björgvinsson, 29.9.2009 kl. 08:32

26 identicon

Marinó, hvernig var fundurinn í morgun með Íslandsbanka mönnum?

Væntanlegir vextir á verðtryggðu lánin og er eitthvað vit í þessu.

Næstu skref HH væri að koma með útreikninga á öllum þessum tilboðum sem koma fram á næstu dögum/vikum svo við almúinn sjáum hvað er best að gera td með smátt letur og fl. hvort það eigi að gera fyrirvara á samningum og fl

Friðrik Lunddal (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 15:59

27 identicon

Marinó, hvernig var fundurinn í morgun með Íslandsbanka mönnum?

Væntanlegir vextir á verðtryggðu lánin ? Og er eitthvað vit í þessu.

Næstu skref HH væri að koma með útreikninga á öllum þessum tilboðum sem koma fram á næstu dögum/vikum svo við almúinn sjáum hvað er best að gera td með smátt letur og fl. hvort það eigi að gera fyrirvara á samningum og fl

Friðrik Gestsson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 16:02

28 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Friðrik Lunddal/Gestsson, eigum við ekki að segja, að ég bið fólk um að hugsa málin vel áður en það breytir lánunum sínum.  Eins og kemur fram í viðtali við Birnu á visir.is, þá er þetta gert á viðskiptalegum forsendum og ekki er um neina góðmennsku að ræða.  Viðræðurnar sjálfar voru bundnar trúnaði, þannig að ég get ekki greint frá einstökum efnisþáttum.  Ég get þó sagt, að lánin eru hugsuð til þriggja ára og þá verður fólki frjálst að breyta til.  Að því leiti til er þetta svipað danska kerfinu.  Annað sem rétt er að komi fram, er að komist dómstólar að þeirri niðurstöðu, að gengisbundin lán séu ólögleg, þá fyrirgerir fólk ekki rétti sínum með því að breyta yfir í óverðtryggð lán áður en að dómur fellur.

Marinó G. Njálsson, 29.9.2009 kl. 16:17

29 identicon

þetta er svo ofureinfalt! hvaða lögmaður sem er skilur þetta.

"verður ekki heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla".

Það er talað um og takið vel eftir ÍSLENSKAR KRÓNUR.

Lögin banna að fjármálafyrirtæki láni þér ISK en tengi síðan lánið við dagsgengi erlendra gjaldmiðla,

Lögin banna ekki að tengja skuldbindingar í ERLENDRI MYNT við dagsgengi ERLENDRA gjaldmiðla.

 Öldruð móðir mín heldur að þessi lán séu ólögleg útaf þessu þvaðri í ykkur, þú hefur ekki hundsvit á lögfræði og átt ekki að vera að blaðra svona útí loftið, þótt ótrúlegt megi virðast þá taka einhverjir mark á þér,, væri gaman að vita hvort þú ætlar að biðja fólkið sem trúði þér afsökunar ef dæmt verður á þann veg á lánin séu ekki ólögleg?

Jóhannes (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 11:27

30 identicon

Jóhannes kl. 11:27. "Lögin banna ekki að binda skuldbindingar í erlendri mynt við dagsgengi erlendra gjaldmiðla". Það þarf varla að binda evru við gengi evru eða hvað.

Lánin eru veitt í isk og greitt af þeim í isk. Höfuðstóll og afborgun er síðan bundin við gengi erlendra gjaldmiðla og það er sá skilmáli skuldabréfsins sem er ólöglegur.

Toni (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1680018

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband