25.9.2009 | 12:33
Enn fjölgar í hópnum
Það er fagnaðarefni að sjá þessa yfirlýsingu frá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Nú vil ég sjá svona yfirlýsingu frá fleiri samtökum launafólks, vinnustaðasamtökum, félagasamtökum og prestum. Ég trúi því ekki, að fólki komi þetta ekki við eða þetta snerti ekki stóran hluta landsmanna. Það eru að koma brestir í þvermóðsku ríkisstjórnarinnar og berja þarf í þá af krafti. Hagsmunasamtök heimilanna hvetja því alla sem vettlingnum geta valdið að leggjast á árarnar með okkur og sigla heimilunum í örugga höfn. Það verður m.a. gert með því að sem flestir sendi frá sér yfirlýsingu á borð við þá sem kom frá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Dropinn holar steininn og fjölgi dropunum, þá gengur hraðar í gegnum steininn.
Vilja að lánveitendur beri ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég hef nú reyndar grun um að stór hluti þingmanna skilji þetta. En það er eitthvað annað vald sem aftri þeim í að taka af skarið.
Offari, 25.9.2009 kl. 13:08
Haustið er greinilega komið og fólkið að vakna. Nú er ár síðan skriðan fór af stað og margt að koma í ljós þegar meira rennur. Við munum leggjast betur og betur á árarnar með hverjum deginum. Það tekur tíma að komast út úr mesta æsingnum eftir áfallið og koma skipulagi á hugsanirnar. Málin verða skýrari og aðgerðir markvissari. Óska okkur öllum góðs gengis í að leiðrétta samfélagið.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.9.2009 kl. 16:53
Þetta er ágætt en ég hef reyndar aldrei skilið það hvernig lántakendur geta tekið ábyrgð á hruninu þ.e.a.s. venjulegt fólk sem tók neytendalán. Held það sé í góðu lagi að þeir taki ábyrgð sem tóku grilljóna lán og þeir sem veittu þau út á haldlaus veð ef nokkur. Bankarnir voru í slíkri stöðu að þeir handfærðu gengi krónunnar til að hagnast. Þeir misstu svo stjórn á öllu í óbeislaðri græðgi. Hvernig getur meðal Jóninn tekið ábyrgð á þessu rugli. Nei ég segi ábyrgðin á að vera mun ríkari hjá þeim sem gefa sig út fyrir að vera atvinnumenn í faginu. Venjulegt fólk var platað upp úr skónum með sjónhverfingum og bottlausu rugli. Og verðtryggingin verður að fara. Þessi sjálfvirka útgáfustarfsemi á nýju fjármagni getur aldrei gengið upp.
Ólafur Garðarsson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 09:35
Vissulega voru lántakendur sviknir af bankamönnum og öðrum sem ættu að vera fagmenn og fáránlegt að gera svikið fólk ábyrgt fyrir svikunum. Líka vil minna suma á að skriðan fór ekki af stað fyrir 1 ári, eins og kemur fram í commenti að ofan, heldur tæpum 2 árum þegar gengið fór að kol-falla.
ElleE (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 14:39
Og eru að vísu komin heil 2 ár núna í september: Gengið fór að falla í september, 07
ElleE (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.